Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 36
„36 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Um heila Einsteins „Heili Einsteins hefur verið táknmynd snillingsins á þessari (efnis)mössuðu öld á svipaðan hátt og Ijóð Byrons á síðustu öld." Eftir Þröst Helgason IAmeríku á, jet"-liðið sína eigin þotu. Á íslandi starfar ,jet"-liðið hjá Flugleiðum. Þetta á ekki bara að vera háð heldur einnig dæmi um afstæði, tilfinn- ingu sem var svo rótgróin í lík- ama mannsins og sál að hún varð ekki orðuð fyrr en í byrjun þessarar aldar. Þetta dæmi varpar raunar litlu ljósi á kenni- setningu Einsteins um afstæði tíma og rúms og vekur í besta falli einhver hugrenningatengsl við hana (þó að vissulega mætti notast við þoturnar til að glöggva sig eilítið á henni). Að vísu er það ekki fyrir hvaða heila sem er að VIÐHORF eiga við kenn- ingu Einsteins, samkvæmt nýjustu frétt- um, þótt hún sé ekki mikil fyrir fugl að sjá: E^mc2. Vísindamenn hafa nefnilega komist að því að hluti heila hans var líffræðilega ein- stakur. Vísindalegum rökum hefur þannig loksins verið skot- ið undir goðsögnina um snilling- inn - sem heldur væntanlega í henni lífinu enn um sinn - en sjálfur sagði Einstein að hug- myndir kæmu frá guði. Heili Einsteins hefur verið táknmynd snillingsins á þessari (efnis)mössuðu öld á svipaðan hátt og ljóð Byrons á síðustu öld. Óljóst er um ástæðu þess að læknirinn sem krufði Einstein árið 1955 fjarlægði heilann úr honum. Læknirinn, sem nefnist Thomas Harvey, fékk leyfi hjá syni Einsteins sem var viðstadd- ur krufninguna ásamt flestum læknum á sjúkrahúsinu við Pr- inceton-háskóla þar sem Ein- stein starfaði lengst af (sjá Den- is Brian, Einstein. A Life, 1996). Harvey virðist fyrst og fremst hafa hirt heilann til að eiga hann til minja um að hafa krufið þennan fræga mann. Af nýjustu fréttum að dæma hefur hann látið vísindamenn hafa hann til rannsókna en lengi vel lúrði hann á honum, böðuðum forma- líni í sultukrukku. Fyrst í stað virðist Harvey ekki hafa verið mjög umhugað um gripinn eins og ráða má af því að þegar hann yfirgaf konu sína eftir skilnað gleymdi hann krukkunni niðri í kjallara heimilis síns í Kansas. Ekki er vitað hversu lengi heil- inn mátti dúsa í kjallaranum, en þegar forvitinn blaðamaður innti Harvey eftir honum árið 1979 dró hann fram veigalítinn pappakassa á tilraunastofunni sem hann starfaði á. Þar í voru tvær krukkur sem innihéldu litla-heila úr Einstein, hluta af heilaberkinum og ósæð. Harvey sagði blaðamanninum að hann hefði póstsent hluta af heila Einsteins til vísindamanna víða um heim sem vildu rannsaka hann. Hann hefði hins vegar hafnað fjölmörgum tilboðum í heilann frá söfnum og milljóna- mæringum þrátt fyrir að hafa getað tryggt fjárhagslega fram- tíð sína með þeim hætti. Harvey hefði raunar þurft á peningun- um að halda þar sem hann missti læknaleyfið sitt árið 1988 eftir að hafa fallið á þriggja daga prófi, en nú vinnur hann á næturvöktum í plastverksmiðju í Kansas, kominn vel á níræðis- aldur. Ef til vill hefur Harvey haft eitthvert hugboð um að skýring- una á ótrúlegri hæfni Einsteins væri hægt að finna í þessu líf- færi, þó að vísindamenn hafi þá flestir stórefast um að hægt væri að skera úr um ástæður mikilla gáfna eða lítilla með óyggjandi hætti. Eftir því sem vísindunum hefur fleygt fram hafa menn hins vegar fyllst æ meiri eldmóði í leitinni að ein- kennum snillingsins. í þeirri leit hefur heili Einsteins verið kær- komið en jafnframt ögrandi við- fangsefni. Nú síðast komust vís- indamenn við McMaster-há- skóla í Hamilton í Kanada að því að sá hluti heila Einsteins sem talinn er tengjast stærðfræði- legri hugsun er 15% breiðari beggja vegna en gengur og ger- ist. Einnig leiddi rannsóknin í ljós að raufin sem venjulega liggur á milli framhluta heilans og afturhluta náði ekki alla leið í Einstein. Kann það að hafa gert að verkum að taugafrumur á því svæði hafi tengst og unnið sam- an með auðveldari hætti. Vís- indamennirnir taka þó fram að frekari rannsóknir þurfi að fara fram áður en einhverjar álykt- anir séu dregnar af þessum nið- urstöðum. Vísindin vilja sem sé færa vís- indalegar sönnur á það hvernig eða hvers vegna Einstein gat hugsað upp jöfnuna sem var eins og lykill að lögmálum heimsins. Þetta er skiljanlegt. Það er eðlilegt að draga í efa guðlegan uppruna kenningar sem skýrir óguðlegan uppruna heimsins. Hin vísindalega skýr- ing á tilurð jöfnunnar mun þó vart gera annað en að byggja undir goðsögnina um Einstein, táknmyndina um snillinginn sem stendur einhvers staðar á milli töframanns og tölvu. Ein- stein verður áfram goðsögn vís- indanna, þvert gegn vilja sínum því hann bað þess í lengstu lög að nafn hans yrði ekki hafið á stall að sér gengnum. En með dularfullan heilann fyrir augunum og höfuðið krökkt af reikniformúlum sést vísindamönnunum kannski yfir augljósustu skýringuna á því hvernig þessi hæruskotni ofviti datt niður á lögmálið um afstæð- ið. Hann sagði nefnilega frá því sjálfur. Einn fallegan morgun snemma vors árið 1905 vaknaði hann allur uppveðraður, það var „sem brostið hefði á fárviðri í höfði mínu", eins og hann tók sjálfur til orða. Og með því komu svörin. Hugmyndin hafði sem sé ver- ið á sveimi þarna einhvers stað- ar baka til, að gerjast í ein- hverju keri samræðna, - orð og hlutir að velkjast í tíma og rúmi þar til einn góðan veðurdag að maður að nafni Albert Einstein vaknaði af þungum svefni. Eng- in furða að hann skuli hafa sagt að hugmyndir kæmu frá guði; þær koma eins og út úr engu og þó oftlega fullskapaðar. Yfirvegun í leik og túlkun TONLIST Hallgrímskirkja Orgeltónleikar Mark A. Anderson frá Bandaríkjun- um lék verk eftir Reger, Clé- rambault, Preston, J.S. Bach og Vier- ne. Sunnudaginn 4. júlí. Við lok einhvers sólarbesta dag sumarsins var haldið til Hallgríms- kirkju til að hlusta á bandarískan orgelleikara, Mark A. Anderson, leika á Klais-orgel kirkjunnar. Hall- grímskirkja er orðin alþjóðleg mið- stöð orgelleikara um allan heim en í sumar munu níu orgelleikar, hvaðanæva úr heiminum, halda tón- leika í kirkjunni. 81. sunnudag var það Mark A. Andersson, orgelleik- ari frá Bandaríkunum, sem kom með góða veðrið og hóf hann tón- leikana með Tokkötu og fúgu op. 59, nr. 5 og 6, glæsilegu verki, eftir Max Reger. I raun er tokkatan ná- lægt því að vera fantasía að formi, þótt snertileikurinn sé ekki alls fjarri. Fúgan er stórbrotin að gerð, byggð á einfðldu stefi, er undir lok- in birtist í virðulegri lengingu, og endar fúgan með tiginmannlegum brag. Anderson lék verkið mjög vel og með skýrri raddskipan, sem aldrei var ofleikið með. Það sama má segja um notkun radda orgels- ins í þáttum úr svítu eftir Lou- is-Nicolas Clérambault, sem voru einstaklega vel mótaðir í nákvæm- um leik Andersons, sérstaklega manúal-leikurinn í Duo-þáttunum, sem franskir orgelleikarar ástund- uðu fyrrum í orgelverkum sínum. Eftir Simon Preston (1938), sem í bókum er titlaður orgelleikari, lék Anderson Alleluyas-þátt, sem því miður hljómaði eins og tilbúningur þess sem kann, og var yfirsvipur verksins mjög nálægt því sem ger- ist í snarstefjunum. Þarna mátti heyra þrástefjun og ýmislegt annað sem hægt er að grípa til og gerði það ekki mikið fyrir þetta verk, þótt íeikur Andersons væri óaðfinnan- legur. Eftir J.S. Bach lék Anderson tvo sálmforleiki, Schmiicke dich, o liebe Seele og Wir glauben all an Concordia TONLIST SkaIhoIIski rk ja Kammertdnleikar Flutt voru verk eftir Geist, Finger, Buxtehude, Nicolai og J.S. Bach. Flytjendur: Þrír gambaleikarar, orgel- og semballeikari, ásamt Robin Blaze kontratenór. Laugardaginn 3. júlí. SEINNI tónleikarnir á sumar- tónleikunum í Skálholti um síð- ustu helgi voru helgaðir barokktónlist sem oftast var leik- in á þrjú gamba-hljóðfæri, auk þess sem orgel og semball voru í hlutverki tengdu „basso cont- inuo". Tónleikarnir hófust á hug- leiðingu um píslarsögu Krists eft- ir einhvern C. Geist (1640-1711), sem hvergi er finnanlegur í al- mennum uppsláttarritum og er það í raun galli á efnisskrá, þá óþekktir og ef til vill nýuppgötv- aðir höfundar eru teknir til flutn- ings, að greina ekki frá uppruna viðkomandi tónskálda. Textinn er tvískiptur, fyrst tekinn úr Biblí- unni, þar sem greint er frá því er Kristur er lagður í gröf Jósefs frá Arímaþeu, og eftir fylgir sálmur, 0, harmakvöl, 6, hjartans böl, sem var mjög vel fluttur af hinum raddfagra hátenórsöngvara Robin Blaze. Annað verkið á efnisskránni var Pastorale í A-dúr, fyrir þrjár gömbur og orgel, eftir Gottfried Finger (1660-1723), tónskáld frá Moravíu, er settist að í Englandi 1685 og samdi mikið af kammer- tónlist og óperum. Verkið var mjög vel flutt, tandurhreint og fallega hljómandi. Hvort sem verkið er upprunalega eða ekki samið fyrir þjár gömbur var það merkilega skemmtilegt áheyrnar. Sama má segja um tvö söngatriði eftir Dietrich Buxtehude. Það fyrra, Jubilate Domino, sem er samið fyrir altrödd, gömbu og „basso continuo", er sérlega glað- legt verk og var það mjög vel flutt. Síðara verkið var seinni hluti af eins konar „kóral-aríu- kantötu", sem Buxtehude notaði við jarðarför föður síns 29. janúar 1674. Fyrri hlutinn, kórallinn, mun líklega hafa verið fluttur sér- staklega á orgel og upphaflega saminn fyrir aðra jarðarför, en þetta verk er sérlega kontra- punktískt í gerð. ,Arían", sem nefnist Klag-lied, líklega gerð við texta eftir Buxtehude sjálfan, er fallegt „strófískt" sorgarljóð, samið fyrir sópran, tvo strengi og „basso continuo" og er sérlega sorgleg tónlist, er var glæsilega mótuð af söngmeistaranum Robin Blaze. J.M. Nicolai (1629-85) er einn þeirra tónhöfunda sem fátt er vit- að um og ekkert er sagt þar til í efnisskrá. Eftir Nicolai var leikin sónata í a-moll fyrir þrjár gömb- ur, skemmtilegt verk, sérstaklega síðasti kaflinn, tilbrigði í „sja- kon"-formi, þ.e. að tilbrigðin öll eru ofin yfir sama hljómakórinn. Lokaverkið var aría úr sorgaróð (BWV 198) eftir meistara J.S. Bach og samið fyrir fjögurra radda söngkór og hljómsveit. Arí- an er samkvæmt venju á tímum Bachs oftast aðeins með „cont- inuo"-undirleik, en hér var lagt meira í. Háskólinn í Leipzig vildi minnast látinnar konu Ágústar mikla af Saxlandi og réð Bach til að semja tónlist við texta eftir J.C. Gottsched, prófessor í bók- menntum og ræðusnilld. Þessi ákvörðun háskólaráðsins olli óá- nægju, því að Görner, stjórnanda tónlistar við háskólann, fannst framhjá sér gengið, svo við lá að allt færi upp í loft út af ráðningu Bachs í starfið. Þetta er fallegt verk og í heild var það mjög vel flutt. Robin Blaze er snjall hátenór- söngvari, ræður yfir leikandi léttri tækni og hefur fengið í vöggugjöf einstaklega fagra rödd, er naut sín best í verkunum eftir Bach og Buxtehude, enda er hér um að ræða góða tónlist. Leikur Concor- dia-félaganna, Marks Levy, Johönnu Levine, Emiliu Benjamin og orgel- og semballeikarans Ro- berts Howarth, var ekki síður ánægjulegur, hvell, hreinn tónninn og fallega mótaður leikur gömbu- leikaranna var í einu orði sagt stórkostlegur. Það mun hafa verið venja, allt frá endurreisninni og jafnvel fram undir rómantíkina, að ekki voru alltaf strangar fyrir- sagnir um hljóðfæraskipan, svo sem gerðist jafnvel í nokkrum til- fellum hjá Bach og Hándei. Um- skrift, sem hér hefur líklega í nokkrum tilfellum átt sér stað, er því í anda barokkmanna og víst má slá því föstu, að varla getur að heyra fallegri tónlistarflutning en gaf að heyra í Skálholti sl. laugar- dagseftirmiðdag. P.S. Christian Geist var þýskur orgelleikari sem starfaði í Skand- inavíu, aðallega í Kaupmanna- höfn. Jón Ásgeirsson einem Gott, er voru fallega fluttir, einkum sá fyrri. Tónleikunum lauk með tveimur þáttum úr orgelsin- fóníu nr. 3 eftir Louis Vierne. Adagio-þátturinn er sérlega falleg tónsmíð, sem hjá Anderson var marglituð hljómræn upplifun og flutt af innileik. Þrátt fyrir að mik- ið sé að gerast í seinni kaflanum, Allegro Maestoso, er hljómskipan- in ákaflega einföld og tónsmíðin því eins konar sýnisbók í því hvernig útfæra megi hljómaskeytingar, ýmiss konar leik með brotna hljóma og ná fram vissum óróleika, sem annars vegar er undirstrikað- ur með hægferðugum drynjandi stefjum, oft í pedal. Þessi aðferð, sem oft er einkennandi fyrir frönsk orgeltónskáld, gefur rismikla áferð en hið tónræna efni er oft sérlega einfalt, bæði hvað varðar raddferli og hljómskipan. Hvað um það, þá lék Mark A. Anderson verkið af glæsibrag og sýndi sig að vera frá- bær orgelleikari, teknískur og yfir- vegaður í leik og túlkun. Jón Ásgeirsson Seyðisfjarðarkirkja Leikið á gítar, óbó og blokk- flautu NÆSTU flytjendur í tónleika- röðinni „Bláa kirkjan" mið- vikudagskvöldið 7. júlí kl. 20.30 í Seyðisfjarðarkirkju eru Jacqueline FitzGibbon, óbó og blokkflauta, og Hannes Guð- rúnarson, klassískur gítar. Á efnisskránni er m.a. tónlist eftir John Dowland, Antonio Vivaldi, Mauro Giuliani, Georg Philipp Telemann, Leo Brouwer, Joaquin Rodrigo, Giinter Braun og japönsk stykki í útsetningu Gordons Saunders, fyrir óbó, sópran-, alt- og tenórblokkflautur og gítar. Jacqueline FitzGibbon er fædd á írlandi og stundaði nám í Royal College of Music í London og Newton Park Col- lege of Education í Bath á Englandi. Hún kenndi í nokk- ur ár í London og Wales og hefur komið víða fram á Bret- landseyjum. Eftir að hafa lok- ið prófinu Master of Music in Oboe Performance við Há- skólann í Illinpis í maí 1989 kom hún til íslands og hóf kennslu við Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu og Tónlist- arskólann á Sauðárkróki. Auk þess var hún undirleikari hjá Karlakórnum Heimi. Haustið 1991 flutti hún til Akureyrar og kennir þar á tréblásturshljóðfæri við Tón- listarskólann. Jacqueline hef- ur komið fram á tónleikum með Kammerhljómsveit Akur- eyrar, Kariakór Akureyr- ar - Geysi, Klakakvintett og Kammerkór Austurlands. Hún hefur leikið í hljómsveit Leikfélags Akureyrar og er fyrsti óbóleikari í Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands. Hannes Þorsteinn Guðrún- arson gítarleikari lauk burt- fararprófi frá Tónskóla Sigur- sveins vorið 1993. Hann stundaði framhaldsnám við Tónlistarskólann í Björgvin þar sem hann lauk einleikara- prófi og prófi í kammertónlist. Hannes hefur verið búsettur á Akureyri sl. tvö ár og starfar þar sem gítarkennari og und- irleikari söngnemenda á efri stigum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.