Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 4Í# I UMRÆÐAN Verðjöfnun á raf- magni til stjóriðju? JÓN Helgason, for- maður Landverndar og fyrrverandi alþing- ismaður og ráðherra, ritar pistil í Morgun- blaðið 26. júní sl. undir heitinu „Eyjabakkar - mat valkosta, for- senda farsællar lausn- ar." Jón segir: „Land- vernd treystir því að fram komi ótvíræðar upplýsingar um það, hvar ákvörðunarvaldið í þessu máli liggur." Það er skrítið að fyrr- verandi alþingismaður skuli vera^ í vafa um þetta. Akvörðunar- valdið liggur að sjálfsögðu hjá Al- þingi og hvergi annars staðar. Samkvæmt orkulögum þarf heim- ild Alþingis fyrir öllum virkjunum sem eru 2 MW eða meira að afli. ísland er eitt örfárra landa í heim- inum sem hafa svo lýðræðislega skipan á veitingu virkjunarheim- ilda. I samræmi við þetta veitti Al- þingi virkjunarheimild fyrir Fljótsdalsvirkjun 1981. Hún gerði ráð fyrir miðlun á Eyjabökkum. Árið 1993 samþykkti Alþingi lög um mat á umhverfisáhrifum. Þau lög eru ekki afturvirk, fremur en lög eru almennt, og taka því ekki til Fljótsdalsvirkjunar. Að sjálf- sögðu getur Alþingi breytt heim- ildarlögunum um virkjunina vegna „breytts gildismats" ef meirihluti er fyrir því. Það getur fellt virkj- unarheimildina með öllu úr gildi og látið þar við sitja. Það getur fellt hana úr gildi en veitt nýja heimild með því skilyrði að virkjunin und- Jakob Björnsson irgangist mat á um- hverfisáhrifum sam- kvæmt lögunum frá 1993 og að umhverfis- ráðherra leggist ekki gegn henni að fengnu því mati. En meðan Alþingi gerir ekkert af þessu er fyrri heimild í fullu gildi. Samkvæmt þeirri staðreynd hlýt- ur Landsvirkjun að starfa. Annað væri fullkomlega óeðlilegt. Jón segir einnig: „Það virðist því ekki vera þannig, að ekki sé nægur tími til að byggja ákvaðanatöku á sambærilegum vinnubrögðum og þeim sem lög um mat á umhverfis- áhrifum kveða á um." Þetta er hugsanlegt en engan veginn víst. Ef ákvörðunin verður sú að hætt skuli með öllu við virkjunina má þetta vel vera satt. Ef hún verður hins vegar sú að veita nýja heimild með nýjum skilyrðum er þetta mjög vafasamt. Það tekur tíma að ganga úr skugga um hvaða áhrif þau skilyrði hafa á hagkvæmni virkjunarinnar. Framkvæmdin er umdeild og vel getur orðið um ít- rekaðar kærur að ræða. Allt lengir það tímann sem fer í matsferlið. Jón segir ennfremur: „Verndun Eyjabakka útilokar ekki virkjun Jökulsár á Fljótsdal, þó að hún kunni að skerða eitthvað mögulega orkuvinnslu sem og rýra hag- kvæmni orkuversins." Við skulum staldra aðeins við þetta. Til þess að virkjun sé „gerleg" þarf tvennt: (1) Hún verður að vera tæknilega framkvæmanleg og Raforka Ég minnist þess ekki, segir Jakob Björnsson, að hafa séð áður hug- myndir um að verð- jafna stóriðjurafmagn. (2) hún verður að geta framleitt raforku nægilega ódýrt til að hún sé seljanleg á markaði. I þessu til- viki á orkumarkaði til raforkufreks iðnaðar. Sá markaður er alþjóðleg- ur og Landsvirkjun getur ekki haft áhrif á hann. Eg er viss um að það er tæknilega mögulegt að virkja Jökulsá á Fljótsdal án miðl- unar á Eyjabökkum en ég er líka nokkurn veginn viss um að með því móti yrði orkan frá henni ekki samkeppnisfær á stóriðjumarkaði. Við skulum gá að því að hugmynd- in um miðlun á Eyjabökkum er ekki til komin fyrir illvilja verk- fræðinga eða að lítt athuguðu máli. Hún er niðurstaða vandlegrar leit- ar að tilhögun sem líkleg sé til að gera raforkuna frá virkjuninni seljanlega til orkufreks iðnaðar. Svo er að sjá sem Jón gruni eitt- hvað í þessa átt því hann segir: „Það kann að reynast nauðsynlegt að leita annarra og kostnaðarsam- ari leiða til að tryggja Austfjörðum aðgang að orkulindum." Og „Aust- firðingar hljóta að verða að fá þá orku sem þeir þurfa til atvinnu- starfsemi eins og aðrir og á sama verði." „Þann aukakostnað, sem af því hlýst, verður þjóðfélagið í heild þá að greiða." Af sambandinu sem þessi orð eru sögð í er ljóst að með „atvinnustarfsemi" er átt við þá stóriðju sem rætt er um að setja niður á Austurlandi og með „að- gang að orkulindum" er átt við öfl- un raforku tíl hennar. Því að raf- orku til annarrar atvinnustarfsemi hafa Austfirðingar nóga nú þegar og hana kaupa þeir á sama verði á Hryggstekk í Skriðdal og Reykvíkingar kaupa sína á Geit- hálsi. Austurland er tengt öðrum landshlutum bæði norðan og sunn- an jökla með háspennulínum sem duga til að flytja raforku til al- mennra þarfa eystra. Hins vegar ekki rafmagn til stóriðju. Til þess þyrfti öflugri línur. Hér eru óneitanlega nýstárlegar hugmyndir á ferð. Jón virðist hugsa sér að útvíkka þá verðjöfn- un sem nú viðgengst á almennri raforku, þannig að hún nái einnig til raforku til stóriðju, til að unnt sé að setja hana niður á Austur- landi. Eg minnist þess ekki að hafa áður séð hugmyndir um að verð- jafna stóriðjurafmagn. Þessar nýstárlegu hugmyndir kalla á ýmsar spurningar. Svo sem: (1) Ef sækja á raforkuna til annarra landshluta eru þar ekki líka „náttúruperlur"? Ymsum fannst svo vera við Hágöngur í fyrra. Og í Þjórsárverum? Er víst að íbúar annarra landshluta séu reiðubúnir að samþykkja að Eyja- bakkar séu merkilegri „nátt- úruperla" en sumt í þeirra heima- högum? Verður auðvelt að ná sátt- um um hvar verðmætustu „perlurnar" eru? Hér er um til- finningar fremur en rök að ræða. (2) Eru ekki einhverjar „nátt- úruperlur" á leið þeirra háspennu- lína sem leggja þyrfti austur. (3) Ef verðjafna á rafmagn til stóriðju til að Austfirðingar geti fengið hana til sín hvað þá með aðra landshluta? Vestfirði? Norðurland vestra? (4) Og að síðustu: Ef virkja á Jökulsá á Fljótsdal án miðlunar við Eyjabakka og selja raforkuna til stóriðju þarf líklega að borga með henni. Það kostar peninga. Það kostar líka peninga að verðjafna aðflutta raforku svo að hún verði ekki dýrari en frá- Fljótsdalsvirkjun með Eyjabakkk- miðlun. Hvor leiðin sem valin yrði kostar því peninga. Eðli máls sam- kvæmt hlyti mikill hluti þeirrar byrðar að lenda á íbú'um stærstu þéttbýlissvæðanna á Suðvestur- landi. Myndu þeir taka hann fús- lega á sig? Eða myndu þeir segja sem svo: Ur því að svona mikið er um „dýrmætar náttúruperlur" á Austurlandi er þá ekki best að íbúafjöldi þar takmarkist við það sem hefðbundnir atvinnuvegir geta staðið undir að viðbættri þeirri ferðaþjónustu sem þessasr" „perlur" geta borið uppi? Þá getur stóriðjan verið á Suðvesturlandi, án allrar verðjöfnunar og þess ósættis sem af henni myndi leiða, en þeir Austfirðingar sem unnið hefðu í stóriðjunni eystra flyttust þá bara suður. Mun ekki verðjöfn- unarleiðin færa með sér nýtt ósætti og deilur? En er ekki best að Alþingi geri út um þetta? Alþingi er einmitt kosið til að taka ákvarðanir. Sum- ar erfiðar. Þjóðin er nýbúin að kjósa nýtt þing með mörgum nýj- um þingmönnum sem bíða með óþreyju eftir að láta til sín taka. Þingmönnum er áreiðanlega vel^. kunnugt um „breytt gildismat". Hvaða þingmaður sem er getur tekið málið upp. Þar þarf ekki ráð- herra til. Vitaskuld verða ekki allir ánægðir með niðurstöðuna. Alveg sama hver hún verður. En við er- um þroskuð lýðræðisþjóð með þús- und ára reynslu í að „hafa ein lög og einn sið". Við munum því una niðurstöðunni, hver sem hún verð- ur. Bæði kjósendur og allir alþing- ismenn muna vel að það verður kosið aftur 2003. Þá gera kjósend-j, - ur aftur upp við sína þingmenn. Þetta eru lýðræðislegir stjórnar- hættir. Höfundur er fv. orkumálastjóri. I I lh Enn um aðferðir í kjarabaráttu FYRIR nokkru skrifaði ég grein hér í blaðið þar sem ég benti á að ýmsar aðgerðir í kjarabaráttu eins og t.d. hópuppsagnir á miðjum samningstíma gætu verið hættulegar og gætu komið í bakið á verkalýðshreyfing- unni og hópum launa- fólks sem síst skyldi. Af einhverjum ástæð- um hafa talsmenn kennara tekið þessi skrif mín til sín og valið að snúa út úr þeim eft- ir fremsta megni. Sl. fimmtudag birtist svar til mín um þessi mál frá Eiríki Brynjólfssyni úr kjarahópi upp: sagnarkennara í Reykjavík. í greininni kýs Eiríkur að horfa al- gerlega framhjá þeirri meiningu sem ég vildi koma á framfæri með grein minni og setur málið upp sem árás mína á kennara vegna öfundar um að þeir hafi fengið meiri launa- hækkanir en aðrir hópar. Þessi uppstilling Eiríks er alger fjarstæða. Fyrir mér snýst þetta mál ekki fyrst og fremst um krónur og aura í baráttu augnabliksins eða samanburðarfræði í launamálum. Málið snýst fyrst og fremst um mik- ilvæg grundvallaratriði sem snúa að reglum á vinnumarkaði sem aðilar vinnumarkaðar og stjórnvöld hafa komið sér saman um. Það sem ég var fyrst og fremst að benda á í grein minni var að ef einn aðilinn fer ekki eftir þessum reglum eru miklar líkur á því að gagnaðilinn fari að brjóta þær líka og einnig kann að vera að löggjafinn taki ein- Ari Skúlason hliða upp á því að breyta þeim reglum sem við höfum fallist á að fara eftir. I því sam- bandi hef ég miklar áhyggjur af því að slík- ar breytingar bitni verst á þeim hópum sem verst standa á vinnumarkaðinum. Utúrsnúningar Útúrsnúningar Ei- ríks eru margir og sumir hreint ótrúlegir. Hann segir t.d. að ég haldi því fram að ábyrgð þeirra sem gera betur við starfs- fólk sitt sé mikil og að sumir sveitarstjórnarmenn eigi að skammast sín. Þetta er hrein fjar- Hópuppsagnir Samkvæmt vinnu- löggjöfínni eru hóp- uppsagnir bannaðar sem tæki í kjarabar- áttu, segir Ari Skúla- son í svari til Eiríks Brynjólfssonar. stæða. Það sem ég sagði var að ábyrgð þeirra sem nota vafasamar aðferðir og hvetja til notkunar þeirra sé mikil. Við þetta stend ég. Auðvitað dettur engum innan verkalýðshreyfingarinnar í hug að berjast gegn kjarabótum. En þeg- ar þessar kjarabætur eru fengnar með því að fara á skjön við þær reglur sem vinna á eftir horfir mál- íð öðruvísi við. Ég tel einfaldlega að aðferðir eins og hópuppsagnir á miðjum samningstíma séu hættu- legt fordæmi og komi í bakið á okk- ur fyrr eða síðar. Um það snýst málið af minni hálfu og ekkert ann- að. Eiríkur fjallar um friðarskylduna og snýr enn út úr. Auðvitað hefur hans eigin persónulega uppsögn ekkert með friðarskylduna að gera, það sjá allir. En þegar hópur fólks segir upp sameiginlega og binst samtökum og setur upp baráttuhóp getur málið horft öðruvísi við. Þeir sem í þessu standa telja þetta vera einstaklingsbundnar uppsagnir en aðrir eru á öðru máli. Ég tel að hóp- uppsagnir sem tæki í kjarabaráttu brjóti friðarskylduna. Eiríkur kýs að skilja orð mín þannig að ég sé að hvetja launamenn innan ASÍ til að berjast gegn kenn- urum í Reykjavík. Þetta er alger út- úrsnúningur, ég hef hvergi nokkurs staðar minnst á kennara í Reykjavík. Ég hef hins vegar varað við sumum baráttuaðferðum sem notaðar hafa verið í kjarabaráttu að undanfórnu. Ef kennarar í Reykjavík taka orð mín til sín er það þeirra mál. Eg full- yrði hins vegar að skrif mín beinast ekki gegn þeim. Eiríkur kýs einnig að reyna að gera mig ótrúverðugan með því að segja að skoðanir mínar eigi sér ekki hljómgrunn meðal launa- manna. Ég geri ráð fyrir að þær skoðanir sem Eiríkur gerir mér upp með útúrsnúningum í grein sinni njóti ekki mikils hljómgrunns. Eiríkur velur að setja málið í um- gjörð samanburðarfræða, öfundar og útúrsnúninga og reyna að kom- ast eins langt og hægt er frá því sem ég var að reyna að segja. Ég var hins vegar að fjalla um grund- vallaratriði, en ekki dægurmál dagsins. Ég fullyrði að það er mikill hljómgrunnur fyrir þeim skoðunum sem ég var að reyna að koma á framfæri. Virðing fyrir kjarasamningnum. Auðvitað kemur það mér ekkert á óvart að kennarar og aðrir skipu- leggi baráttu sína. Mér finnst hins vegar miður að horfa upp á virðing- arleysi við kjarasamninginn. Verka- lýðsfélög hafa uppi mikið skipulag við gerð kjarasamninga. Félögih gera kjarasamninga, stundum með öðrum og stundum út af fyrir sig. Það er einnig til í dæminu að hluta af samningsgerðinni sé vísað í ein- hvern farveg, t.d. út til ákveðinna vinnustaða eða til framkvæmdar síð- ar á samningstímanum. Félagsmenn greiða atkvæði um þessa samninga og við ætlumst til þess að eftir þeim sé farið. Við ætlumst einnig til þess að atvinnurekendur virði þá samn- inga sem eru gerðir. Kjarasamning- ar hafa ákveðinn gildistíma og á þeim tíma gildir friðarskylda sem aðilar hafa gengist undir. Launafólk á mikið undir því að kjarasamningar séu virtir enda fer mikill hluti af starfi stéttarfélag- anna í að tryggja að farið sé eftir þeim. Fari svo að launafólk og verkalýðsfélög fari að sýna virðing- arleysi fyrir kjarasamningnum tel ég vera mikla hættu á ferðum. Það verður að vera regla á hlutun- um Samskipti á vinnumarkaði og kjarasamningar eru mjög mikilvæg fyrirbæri. Víðast hvar í heiminum vorum amfiytja byggjast þessi samskipti á jafnvægi og reglum sem samtök vinnumark- aðarins hafa sett sér sjálfir eða reglum sem stjórnvöld hafa komið á, oft með aðkomu samtaka á vinnumarkaði. Hér á landi gildir vinnulöggjöf sem sett er af Alþingi. Þrátt fyrir að mikil ósátt hafi ríkt um síðustu breytingar á vinnulög- gjöfinni hygg ég að nær allir séu sammála um að það verði að fylgjan, henni. Það er hægt að berjast fyrir því að henni sé breytt, en eftir henni verður að fara svo lengi sem hún gildir. Samkvæmt vinnulöggjöfinni eru hópuppsagnir bannaðar sem tæki í kjarabaráttu. Menn geta verið þessu sammála eða ósammála eins og gengur en þessi regla gildir eftir sem áður. Ég hef sjálfur miklar áhyggjur af því að aukin notkun hópuppsagna verði til þess að vinnulöggjöfmni verði breytt á verri veg fyrir launafólk og samtök þess. Ég hef líka áhyggjur af því að mögulegar breytingar bitni verst á þeim hópum sem eru í hvað erfiða- stri stöðu fyrir. Ég veit að mjög<- margir deila þeim áhyggjum með mér. Þessu var ég að reyna að koma á framfæri í grein minni. Að halda því fram að ég sé að berjast gegn eðlilegri kjarabaráttu einhverra hópa er algerlega út í hött. Höfundur er framkvæmda- stjóriASÍ. LJOSMYNDIR Núpalind 1 - sími 564 6440 rétt við Smáran!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.