Morgunblaðið - 06.07.1999, Síða 47

Morgunblaðið - 06.07.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 47 sem mátti ekkert aumt sjá og vildi hvers manns vandræði leysa. Dísir eignuðust þau tvær, Hildi (1936) og Jódísi (1942). Hjónaband Villa og Gunnu var skemmtilega ástríkt og ferðir tíðar austur í Laugardal í sumarhreiðrið þar sem Villi gat loksins setið einn að Gunnu sinni. Áfallið var þungt þegar hann veikt- ist og dó rétt sextugur sumai-ið 72. Og í kjölfarið kom annað reiðarslag tveimur árum síðar þegar eldri dótt- urinni, Hildi, var svipt brott, aðeins 36 ára gamalli og lét eftir sig eigin- mann og þrjú börn, það yngsta eins og hálfs árs. Gunna tók áföllunum af stöku æðruleysi og lagði nú allt kapp á að ganga dótturbörnum sín- um í móðurstað. Um þetta leyti var hún flutt til yngri dóttur sinnar, Jó- dísar, og deildi húsi með hennar fjölskyldu upp frá því, fyrst á Sunnuflöt og síðustu árin við Bjark- argötu hér í borg. Þær systur lifðu allar menn sína og má segja að lokakaflinn í tón- verkinu hafi með vissum hætti end- urtekið upphafið, að viðbættu öllu því fjörugóssi sem lífið hafði skilað. Þær voru aufúsugestir í öllum boð- um, ævinlega mættar til að sam- gleðjast og samfagna í sístækkandi hópi afkomenda. Stundum heyrir maður talað um einsemd aldraðra sem sitji yfirgefnir á ævikvöldi. I Gunnu dæmi var því öfugt farið, álitamál hvort það flokkaðist ekki undir slæma meðferð á eldri konu að þræla henni út í öllum þessum boðum. Það þurfti að bóka hana fram í tímann ef maður ætlaði að fá hana í graut eða annan fjölskyldu- fagnað. Sem betur fer var hún ak- andi fram undir það síðasta og gat skotist á milli heimilanna. Hún hafði aldrei neitt „starf1 á hendi sem svo er kallað og sat áreið- anlega aldrei í neinni nefnd. Hún bara var. Því þótt nefndir og störf eigi áreiðanlega fullan rétt á sér, þá skulum við ekki gleyma orðunum góðu um að „eitt sé nauðsynlegt“. Þar stóð Gunna vaktina. Og Kristi verður líka tíðrætt um uppskeru og sáningu, meðal annars talar hann um mustarðskornið sem er hverju sáðkorni smærra en verður að lim- fögru tré og „fuglar himinsins koma og hreiðra sig í greinum þess.“ Upp- skera Gunnu var vissulega ríkuleg og þeii’ voru margir fuglarnir sem hreiðruðu sig í hennar tré. Og nú þegar hún er kvödd fyllast hjörtun af þakklæti og hugirnir af gleði. Og söngui'inn í trénu mun óma lengi enn. Pétur Gunnarsson. Hlýja, mýkt og ástúð eru orðin sem koma fyrst upp í hugann þegar við hugsum um ömmu Gu. Hún var mjúk hvernig sem á hana var litið. Persónuleikinn var mjúkur sem kom fram í óvenjulega jákvæðri framkomu og frá henni streymdi einstök hlýja og alltumvefjandi ást- úð. En amma Gu var líka mjúk í bókstaflegri merkingu því hún var alla tíð svolítið þybbin. Hún var í megrun eins lengi og við munum og gerði óspart grín að sjálfri sér í þeirri baráttu. Hún skóf til dæmis alltaf glassúrinn af vínarbrauðinu en gat síðan aldrei látið vera að borða hann á eftir. Hún amma Gu var reyndar ekki amma okkar heldur var hún tví- burasystir mömmu og þær voru giftar bræðrum. Systurnar áttu því ýmislegt sameiginlegt, bjuggu lengst af í sama húsi og svo áttu þær okkur börnin sjö. Mamma fæddi fimm og Gu tvö en það skipti eiginlega ekki máli. Við efuðumst aldrei um að Gu hefði vaðið eld fyr- ir okkur alveg eins og dætur sínar tvær. Og ástin var gagnkvæm. Þeg- ar við eignuðumst svo börn varð Gu auðvitað amma Gu alveg eins og mamma varð amma Sigga. Við ól- umst upp í húsinu við Oldugötuna sem afi og amma byggðu og það var nógu stórt til að rúma börnin þeirra fjögur, mömmu, Gu, Mundu og Einar, og fjölskyldur þeirra allra en samtals urðu barnabörnin fjórtán. Þar bjuggu allir saman á fjórum hæðum og í minningunni var húsið ein stór íbúð þar sem dyr voru aldrei lokaðar. Munda og Gunnar bjuggu efst með börnin sín sjö, amma, afi og Einar á þriðju hæðinni, mamma og pabbi og við öll á þeirri annarri og Gu og Villi með dætur sínar tvær á jarðhæð- inni. Þar sem Gu og Villi bjuggu neðst var Gu alltaf fyrst út ef eitt- hvert okkar kom grátandi heim og faðmurinn hennar var svo hlýr og mjúkur þegar hún kom hlaupandi út til að hugga. Svo komu mamma eða Munda á harðakani niður stig- ann og þá var hægt að fá annan skammt af vorkunnsemi og faðm- lögum. Samband systranna, Gu, Mundu og mömmu var einstaklega náið og fallegt. Þær voru yfirleitt kallaðar tvíburasysturnar þrjár því þær voru alltaf saman. Og aldrei skorti um- ræðuefni og mikið rosalega var alltaf hlegið. Þótt þær væru mjög ólíkar manneskjur, Gu hlédrægust, kepptust þær um að hafa orðið þeg- ar þær voru saman og gleymdu gjarnan stað og stund. Stundum hefur verið rifjuð upp sagan af því þegar þær voru á spjalli í strætis- vagni sem stöðvaðist án þess að þær tækju eftir því. Allt í einu sá ein þeirra hvar bílstjórinn stóð í öngum sínum fyrir utan og reyndi að ná at- hygli þeirra með bendingum og handapati. Kviknað hafði í vagnin- um og allir löngu famir út en þær héldu áfram að spjalla. Þann daginn höfðu þær sennilega hist í morgun- kaffi, aftur eftir hádegið og áttu svo auðvitað erindi saman eitthvert út í bæ síðdegis. En nábýlið var ekki bara á Öldu- götunni því pabbi og Villi tóku sig til fyrir fimmtíu árum og keyptu lítinn, 25 fermetra sumarbústað við Laug- arvatn. Þar dvöldu mamma og Gu með okkur öll sumur og pabbi og Villi komu um helgar. Það er erfitt að ímynda sér hvernig þetta var hægt í svona litlu plássi og svo kom Munda stundum í heimsókn með nokkur böm með sér. Það var eins gott að það rigndi aldrei í þá daga. Við minnumst þess að minnsta kosti ekki. Þegar við bömin í húsinu við Öldugötuna voram orðin fjórtán vora þrengslin orðin töluverð og foreldrar okkar urðu fyrstir til að flytja í burtu með okkur fimm. Það var átak fyrir móður okkar að flytja frá systkinum sínum og móður en þær systurnar vora þá orðnar 42 ára gamlar. Gu og Villi fluttu nokkram áram síðar í Gai’ðabæ en það breytti engu um samband systr- anna. Þær töluðust þá bara við í síma og hittust alltaf þegar þær gátu. Síðari árin, eftir að mamma varð ein, kom Gu alltaf til hennar á fimmtudögum og var fram á sunnu- dag og var með í „grjónagrautnum" sem var haldinn á hverjum laugar- degi í Sigtúninu en það var hefð frá Öldugötunni. Og þegar móðir okkar veiktist og eins þegar hún slasaðist illa flutti Gu alveg inn til hennar og hugsaði um hana eins lengi og þurfti. Náið samband systranna hefur kennt okkur öllum hvers virði ást- vinasambönd era. Þegar sorgin knúði dyi’a voru þær björgunar- hringurinn hver fyrir aðra sem alltaf var tU staðar. Amma Gu missti mikið á langri ævi. Villi lést fyrir 28 áram en hjónaband hans og Gu var fallegasta samband hjóna sem hægt er að hugsa sér. Ast þeirra og gagn- kvæm virðing fór ekki fram hjá neinum og alltaf var stutt í kímnina á mUli þeirra. Dóttir þeirra, Hildur, lést korn- ung frá þremur ungum bömum að- eins tveimur árum eftir að faðir hennar dó. Missirinn var óumræði- lega sár fyrir ömmu Gu en hún átti Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. v Qraníf ' HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR HEIMASÍÐA: www.granit.is SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 LEGSTEINAR Guðmundur Jónsson E 16.5 1807 D. 12.4 1885 Minningin lifir stóran hóp ástvina sem gættu henn- ar og áttu auðvelt með að endur- gjalda hlýjuna þegar hún þurfti á henni að halda. Siðan hefur Gu misst bróður og tvær systur en þrátt fyrir alla þessa sorg varð aldrei vart við biturleika í fari henn- ar. Heilbrigð skynsemi hennar og jákvætt viðhorf til lífsins og tilver- unnar hjálpaði henni án efa til að að komast yfir mestu sorgina. Eftir lát Hildar tók amma Gu að sér að gæta þriggja ungra barna hennar og Sig- urðar Þórðarsonar. í því fólst hugg- un fyrir hana sjálfa og um leið var hún Sigurði og börnunum styrkur sem var ómetanlegur á erfiðum tíma og þau koma vafalaust til með að búa að því alla tíð. Um það leyti sem Villi dó flutti Gu til yngri dóttur sinnar, Jódísar, og bjó hjá henni, Jóni og strákunum þeirra þremur alla tíð síðan. Sú sambúð var einstök. Tvisvar sinnum hefur Jón útbúið íbúð fyrir tengda- móður sína í kjallaranum því aldrei kom til að Gu flytti ekki með þeim þegar hann og Jódís skiptu um hús- næði. Það segir sína sögu um þau öll og fallegt samband þeirra. Það var ömmu Gu líkt að leyfa okkur að venjast tilhugsuninni um að nú væri hún að fara frá okkur fyrir fullt og allt. Hún varð alvar- lega veik í febrúar sl. en náði sér nokkuð. Eftir það vissum við öll að kveðjustundin nálgaðist hratt. Þessi tími var henni erfiður því hún var aldrei útskrifuð af spítalanum aftur og það var svo sem ekki um framför að ræða heldur alltaf svolitla aftur- för. Ef hún var spurð hvernig henni liði var svarið: „Ég hef það svo prýðilegt; svolítið þreytt en annars er allt í lagi með mig,“ og hún hafði alltaf mestar áhyggjur ef hún hélt hún væri að íþyngja öðram. Maður gat þvi aldrei verið viss um að hún segði satt þegar hún var spurð um eigin líðan. Með ömmu Gu er horfinn síðasti . hlekkurinn við fortíðina í stórfjöl- *" skyldunni. Þar með er öll sú kynslóð búin að kveðja og óhjákvæmilega verða nú nokkur kaflaskil. Vonandi beram við gæfu til að rækta okkar sambönd eins og amma Gu og allir hinir kenndu okkur. Við munum halda áfram að hittast í gijónó á laugardögum og rifja upp minning- arnar um elskulega frænku sem vai’ svo hlý og mjúk. Takk fyrir allt, elsku amma Gu. Þorgeir, Eyþór, Hildur, Hilmar og Sólveig. Elsku amma langa. Nú ertu komin til afa Villa, ömmu Hildar, systra þinna og annarra sem þér þótti vænt um. Það er öragglega mjög gaman hjá ykkur öllum en samt sakna ég þín svo mikið. Þú varst alltaf svo góð við mig, passað- ir mig oft og varst alltaf svo blíð og aldrei reið. Einu sinni varstu að passa okkur Hildi systur mína og ég læsti ykkur úti og þú varst svo hrædd um að ég færi mér að voða en þú skammaðir mig aldrei. Ég man öll skrýtnu orðin sem þú not- aðir. Þú sagir svo oft: „Mikið lif- andis skelfing.“ En elsku amma, við eigum eftir að hittast seinna hjá v guði. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Lárus Gauti Georgsson. • Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Þorgeirsdóttur biða birt- ingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN ANTON JÓNSSON, Steinahlíð 3E, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 29. júní, verður jarðsunginn í dag þriðjudaginn 6. júlí kl. 13.30, frá Akureyrar- kirkju. Erla Einarsdóttir, Jón Sveinbjörnsson, Heiða Grétarsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Þórey Sveinsdóttir, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Sverrir Sveinsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Elsa Birna Sveinbjörnsdóttir, Bjarni Sveinbjörnsson, Halla Kr. Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. < + Hjartkær bróðir okkar og mágur, ÁRNI SIGURJÓNSSON bankafulltrúi, Laugarásvegi 1, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 2. júlí. Þorbjörg Sigurjónsdóttir, Friðrik Vigfússon, Jóna Sigurjónsdóttir, Svanlaug Sigurjónsdóttir, Heiðar Haraldsson, Vilborg Jóhannesdóttir. + Alúðar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdadóttur, systur og mágkonu, RÖGNU ÞÓRUNNAR STEFÁNSDÓTTUR, Hálsaseli 38, Jón S. Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Helga Kristín Jónsdóttir, Ingveldur Gísladóttir, Kristín S. Kvaran, Einar B. Kvaran.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.