Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í DAG Hvalamiðstöðin á ' Húsavík hlaut styrk HVALAMIÐSTÖÐIN á Húsavík hlaut á síðasta ári styrk frá náttúru- vemdarsamtökunum World Wide Fund for Nature (WWF) sem nam 10.000 Bandaríkjadölum, eða um 740.000 íslenskum krónum. Réði styrkurinn miklu um að hægt var að hefja starfsemi miðstöðvarinnar. Asbjöm Björgvinsson, forstöðu- maður Hvalamiðstöðvarinnar, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið hafa > reynt mikið að fá styrki hér innan- lands, en að lítið hafi gengið þar sem verkefni af því tagi sem hér um ræð- ir hafi ekki þótt skila nægum arði nægilega fljótt. „Ég sótti því um styrk hjá WWF í Bandaríkjunum vegna uppbyggingar Hvalamið- stöðvarinnar hér á Húsavík. WWF ákvað að styrkja mig með 10.000 Bandaríkjadölum í fyrra og ég hef nú sótt um aftur og er vongóður um að fá frekari styrk,“ sagði Asbjöm. Mikilvægt að hljóta styrkinn Asbjöm sagði það afar þýðingar- mikið að Hvalamiðstöðin hefði hlotið styrkinn. „Þegar við vomm að und- irbúa opnun miðstöðvarinnar í '* * fyrravor beið ég eftir því að óskir mínar um stuðning frá ýmsum stofnunum hérlendis hlytu af- greiðslu, en lítið gerðist í þeim mál- um. A sama tímapunkti kom styrk- urinn frá WWF og hann gaf okkur það spark sem þurfti til að koma starfseminni í gang.“ Fyrir utan WWF sagði Asbjörn Hvalamiðstöðina njóta velvildar ým- issa fyrirtækja sem flest hver era staðsett á Húsavík. „Annar góðvinur er svo Christian Roth, fyrrverandi ISAL-forstjóri, en hann fékk þýsku ferðaskrifstofuna Studiosus til að leggja fram fé svo hægt væri að setja hér upp beinagrind af háhym- ingi. Auk þess hefur hann auglýst eftir sjálfboðaliðum í Þýskalandi og í fyrra fengum við hingað þrjár þýsk- ar stúlkur sem era líffræðinemar, en þær hjálpuðu okkur við að mála hér og afgreiða," sagði Asbjöm. Vill meiri stuðning innanlands Asbjöm er ekki eins ánægður með framgöngu ýmissa íslenskra stofnana. „Okkur vantar stuðning aðila eins og Nýsköpunarsjóðs. Ég sótti þar um en erindi mínu var hafnað þar sem talið var að ég gæti ekki sýnt fram á nægilega góða ávöxtun. En ef þetta er ekki at- vinnuskapandi hér úti á landi þar sem við þurfum á þessu að halda þá veit ég ekki hvað ætti að vera það. í dag vinna allnokkrir beinlínis við hvalaskoðun á Húsavík allan ársins hring og yfir 30 manns yfir sumar- tímann. Þetta er því stóriðja á okkar mælikvarða.“ Selja siglingar með Arcadia MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Heimsklúbbi Ing- ólfs og Príma: „í frétt Morgunblaðsins sl. sunnudag er sagt frá komu nýjasta og stærsta skemmtisiglingaskips Breta, Arcadia, til Islands, en skipið liggur í Sundahöfn í dag. I fréttinni er greint frá þeim sem þjónusta skip og farþega hér en láðist að geta umboðsmanns skipafélagsins á Is- landi, sem er Heimsklúbbur Ingólfs og Príma. A annað hundrað Islend- ingar hafa pantað siglingar í Mið- jarðarhafinu í sumar og haust á skipum P&O og hefur þeim fyrir til- stilli Heimsklúbbsins boðist helm- ings afsláttur eða 2 fyrir einn. Arcadia er einn af glæsilegustu farkostum heimsins m.a. era gisti- klefar óvenju rúmgóðir. Enn era til sölu klefar í siglingu til „klassísku landanna" við Miðjarðarhafið í byrj- un október á fyrrgreindum kjöram. Eftir áramót siglir skipið um sunn- anvert Karíbahafið frá Barbados og bjóðast þar sérkjör á tveggja vikna siglingum. Ferðamátinn er auðveld- ur því að flogið er með breiðþotum beint frá Glasgow til Barbados.“ Furðubáta- keppni á Laug-arvatni FURÐUBÁTAKEPPNI verður haldin á Laugarvatni laugardaginn 10. júlí kl. 14. Verðlaun verða í boði fyrir frumlegustu furðufarartæki á vatni. Sýndir verða stórir bátar, litlir bátar, fjarstýrðir bátar og módel- bátar. Mannheld fley verða að geta siglt að minnsta kosti tvo metra. I verðlaun er gisting fyrir tvo með morgunmat á Hótel Eddu, pizzaveisla fyrir tvo á Lindinni, eða hamborgaraveisla og ís á eftir fyrir tvo í nýjum grillskála Tjaldmið- stöðvarinnar. Gufubaðið verður opið tO klukkan 1 um nóttina. Ókeypis veiði í vatn- inu. BRIDS Umsjún Arnór G. Ragnarsson Mánudaginn 28. júní var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 16 para. Meðalskor var 168 og efstu pörvoru: NS Óli Þór Kjartansson - Kjartan Ólaaon ....................199 Þórir Flosason - Magnús Þorsteinsson .192 Þorvaldur Pálmason - Jón Viðar Jónmundsson .............183 AV Frímann Stefánss. - Vilhj. Sigurðsson jr................219 Þórður Sigurðsson - Toríi Ásgeirsson . .193 Guðmundur M. Jónsson - Hans Ó. Isebam.....................183 Þriðjudaginn 29. júní var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátt- töku 18 para. Meðalskor var 216 og efstu pör vora: NS Gyifi Baldursson - Bjöm Theodórsson .272 Þórður Sigfusson - Garðar Garðarsson .231 Björn Friðriksson - Erlingur Sverrisson...................224 > Harpa Fold Ingólfsdóttir - Brypja Dýrborgard.....................219 AV Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaidsson ...............264 Sasvar Helgason - Óskar Guðjónsson .. .251 Torfi Asgeirsson - Jón Viðar Jónmundsson .............243 Stefanía Sigurbjömsd. - Jóhann Stefánsson..................218 Miðvikudaginn 30. júní var spil- aður Monrad Barómeter með þátt- töku 15 para. Efstu pör voru: Aron Þorfinnsson - Vigfús Pálsson ... .+48 Erla Sigurjónsdóttir - Guðni Ingvarsson ......................+28 Sigurður Kristjánsson - Jón Ingþórsson.........................+26 Erlingur Sverrisson - Björn Friðriksson......................+17 Ágústa Jónsdóttir - Inga Jóna Stefánsdóttir................+15 Sumarbrids 1999 er spilaður 6 daga vikunnar, alla daga nema laug- ardaga. Spilamennska byrjar alltaf kl. 19. Einnig er spiluð sveitakeppni alla daga fyrir frídaga ef þátttaka næst. Spilarar sem era 20 ára og yngri spila frítt í boði Bridssambands Is- lands. Umsjónarmaður Sumarbrids er Sveinn Rúnar Eiríksson. VELVAKAADI Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Leið 7 aftur um Eskihlíðina VIÐ breytinguna á leiðar- kerfi SVR 1. júní sl. hætti leið 7 að ganga Eskihlíðina og fer núna út á Loftleiðir og í Skógarhlíð. Mig lang- ar til að benda á að við Eskihlíð eru fjölmargar blokkir og margt fólk, bæði ungt og gamalt. Þar eru tveir leikskólar og einn skóli rétt fyrir ofan Eskihlíðina. Leið 7 hefur þjónað Eskihlíðinni allar götur frá upphafi, en nú skyndilega við síðustu breytingar þá hætti vagn- inn að ganga um Eskihlíð- ina, Skógarhlíð og út á Loftleiðir. Ég tel þessa breytingu mjög til hins verra og tala fyrir munn margra sem búa í Eskihlíðinni. Ég vil benda á að enginn íbúi býr við Skógarhlíð, þar eru nokkur fyrirtæki en ekk- ert íbúðarhús. Kjörorð strætisvagna Reykjavíkur er þjónusta í fyrirrúmi og ég spyr; fyrir hvem er þessi þjónusta? Leið 1 var lögð niður við síðustu breytingu, en leið 1 þjónaði Þingholtunum og fór út á Loftleiðir, en eftir að leið 1 lagðist niður hefur leið 7 tekið yfir hluta af þeirri leið. Oska ég eftir að leið 7 verði látin ganga aftur um Eskihlíðina og fenginn yrði lítill vagn fyrir leiðina sem leið 1 fór áður. Við sem ferðumst með Strætisvögnum Reykja- víkur eigum rétt á að njóta góðrar þjónustu í sam- ræmi við kjörorð strætis- vagnanna: Þjónusta í fyr- irrúmi. Kona í Hlíðunum. Friðum rjúpuna í desember NU loksins eru fuglafræð- ingar búnir að viðurkenna að það sé ofveiði á rjúp- unni, á vissum svæðum a.m.k. Ég vil láta stytta tímann og friða rjúpuna frá 1. desember eins og ég hef oft talað um, sérstak- lega út af vélsleðaskytteríi sem virðist hafa viðgengist í Skagafirði og Húna- vatnssýslu. Lögreglan virðist ekki framfylgja lögunum og taka fyrir þetta. Ég sé engin ráð önnur en að banna rjúpuveiðar í desember. Sigurfínnur Jónsson, Oldustíg 9, Sauðárkróki. 110330-7669. Frábært starfsfólk á slysadeildinni KONA utan af landi hringdi og vill koma á framfæri þakklæti til starfsfólks slysadeildar Borgarspítalans; Ég þurfti að leita á slysadeildina út af veikindum mínum sem betur fer hafa ekki verið alvarleg. En einn föstu- daginn, seinnipartinn, kom ég þangað og það var mjög mikið að gera. Það er alltaf pláss fyrir mann á bráðamóttökunni í einn sólarhring, en daginn eftir á að senda mann heim. En þar sem ég var bíllaus var mér boðið að liggja í rúminu þangað til rútan færi, þótt allt væri fullt úr dyrum. Þetta finnst mér alveg frábær þjónusta. Ein þakklát. Tapað/fundið Úlpa og flíspeysa ULPA svört hvít og grá, af fimm ára dreng og flís- peysa með hettu glataðist í Seljahverfinu. Upplýs- ingar í síma 5872948. Dýrahald Embla er týnd HÚN Embla, sem er svört og hvít læða, mjög lítil og fíngerð með bleika ól og er merkt, tapaðist frá Dal- húsum í Grafarvorgi sl. laugardag. Hún er inni- köttur og er nýflutt í Graf- arvog og ratar sennilega ekki heim til sín aftur. Upplýsingar í síma 5670410 eða 8983512. SKAK Umsjón Margeir Pótursson _ c5 18. dxc5! _ Dxf3 19. c6+ vinnur hvítur einnig) 18. Dxb7 _ Hc8 19. Bg5+ _ f6 20. Dxg7 _ fxg5 21. Dxh8+ _ Kc7 22. De5+ _ Dxe5 23. dxeð _ h6 24. Hel _ He8 25. h4 _ gxh4 26. Rxh4 _ Bf7 27. Rf5 og Staðan kom upp á ofur- svartur gafst upp. sterku atskák- móti, Siemens- mótinu í Dort- mund í Þýska- landi í síðustu viku. Indverjinn Vyswanathan Anand (2.781) hafði hvítt og átti leik gegn Rússanum Vladímir Kramnik (2.751). 16. Hxe7! Kxe7 17. Db4+ _ Kd8 (Eftir 17. HVÍTUR leikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI " ZJppselt e.!nu sinn.L erm*." ÞETTA er frá skatt- stofunni. Ég hef ekki enn þorað að opna það. KRISTALSKÚLAN? Nei ég er iöngu hætt að nota svo gamal- dags aðferð. Víkverji skrifar... NYVERIÐ var opnað kaffihús í Nauthólsvík þar sem hægt er að sitja úti og njóta veðurblíðunnar þegar hún er til staðar, sem er því miður allt of sjaldan. Miklar fram- kvæmdir era í Nauthólsvikinni í sumar og verður spennandi að sjá hvemig útkoman verður og hvort Reykvíkingar eignist þar útivistar- perlu. Víkverji fer mjög oft um göngu- stíginn meðfram sjávarsíðunni og þakkar borgaryfirvöldum í hvert skipti í huganum fyrir að hafa gert íbúum höfuðborgarsvæðisins að njóta þess, hvort sem þeir era fót- gangandi, hjólandi eða á línuskaut- um. Aftur á móti er eitt sem fer ákaflega í taugarnar á þeim sem fara um stíginn á línuskautum. En það er möl og sandur sem hefur borist á stíginn og þá sérstaklega í Nauthólsvíkinni þar sem fram- kvæmdirnar era. Mikil slysahætta er af þessu fyrir skautara þar sem auðvelt er að fljúga á hausinn ef viðkomandi lendir á smásteinum. Veður og veðurfréttir skipta okkur Islendinga miklu máli sem er ekki skrítið miðað við veðurfar og örar breytingar á veðri. Þegar sumarið kom loksins á suðvestur- horninu í síðustu viku var eins og lífið yi’ði allt miklu auðveldara. Bros á sólbrenndum andlitum og annar hver maður í sandölum og ermalausum bol. Og ekki minnkar umræðan um veðrið við þetta. Öll fjölskyldan safnast saman í andakt fyrir framan veðurfregnirnar í sjónvarpinu og þögn slær á hópinn þegar veðurfregnir eru lesnar í út- varpi. Skyldi veðurblíðan haldast eða er það regngallinn á ný? Síðasta helgi var önnur stærsta ferðahelgi ársins. Skólafólkið búið að fá fyrstu mánaðarlaunin greidd út og hitastigið að næturlagi orðið bærilegt til tjaldferða fyrir meðal- Jóninn. Með hnút í maganum sat stór hluti þjóðarinnar fyrir framan við- tækið og hlustaði á dóm veður- fræðinga og ferðaáætlun breytt reglulega í samræmi við niðurstöð- una. Víkverji ákvað að hlusta ekki á spár og fara norður á Akureyri þrátt fyrir að þar væri spáð óspennandi veðri og sá ekki eftir því. Mikið líf var á Akureyri alla helgina og hitti Víkverji marga kunningja og vinnufélaga í höfuð- stað Norðurlands á laugardag. Ekkert var að veðrinu þrátt fyrir að lítið færi fyrir sólinni en Vík- verji gat ekki gert að því að glotta í sundi á laugardag þegar hann hlustaði á umræðurnar í heita pott- inum um hvernig veðrið á hinum ýmsu stöðum á landinu væri. Með tilkomu GSM-símanna í hönd ann- ars hvers íslendings er orðið tryggt að hægt er að fá veðurlýs- ingar frá vinum og kunningjum hvenær sem er þannig að ekki þarf að bíða eftir niðurstöðu veðurfræð- inga. Þvílíkur léttir...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.