Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningar undirritaðir um stækkun Kringlunnar Opnað verður 30. september í haust FULLTRÚAR Reykjavíkurborg- ar, Eignarhaldsfélagsins Kringl- unnar hf., Húsfélags Kringlunnar og Leikfélags Reykjavíkur undir- rituðu í gær samning um byggingu leikhússalar, Borgarbókasafns, bílageymslu, torga og tengibygg- inga við verslunarmiðstöðina Kr- ingluna. Ætlunin er að opna verslanir og veitingastaði viðbyggingarinnar 30. september á þessu ári, en þá verður 374 fm og 250 sæta leikhússal Borg- arleikhússins og 600 fm húsnæði Borgarbókasafnsins skilað fok- heldu. Ætlunin er, að sögn Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, borg- arstjóra, að opna Borgarbókasafnið í kringum áramótin 2000/2001 og leikhússal Borgarleikhússins við upphaf leikárs haustið 2000, að sögn Þórhildar Þorleifsdóttur, leikhús- stjóra Borgarleikhússins. Að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra eignarhaldsfélagsins Kringlunnar hf., er stærð nýbyggingarinnar tæplega 10.000 fm. Stærð uppruna- legu Kringlunnar er 30.000 fm, húss Borgarkringlunnar 10.000 fm og Borgarleikhússins aðrir 10.000 fm. Samtals verður stærð Kringlunna, að meðtöldum viðbyggingum, leik- húsinu og bókasafninu, um 60.000 fm, auk bflastæða og útitorga. Menning og viðskipti styðja hvað annað Samningurinn sem undirritaður var í gær felur í sér að Eignarhalds- félagið Kringlan byggii’ og fjár- magnar hús fyrir leikhússal og Borgarbókasafn. Reykjavíkurborg greiðir Eignarhaldsfélaginu til baka byggingarkostnað hússins, eftir að framkvæmdum hefur verið lokið. Eignarhaldsfélagið, með styrk frá Reykjavíkurborg, mun einnig byggja bflageymslu, tvö torg, lista- verk og yfírbyggða göngugötu sem mun tengja saman Borgarleikhúsið, Borgarbókasafnið og Kringluna. Morgunblaðið/Jim Smart TEKIST í hendur eftir undirritun samnings um byggingu leikhússalar, Borgarbókasafns, bflageymslu, torga og tengibyggingar við verslunarmiðstöðina Kringluna í gær. Samninginn undirrituðu, talið frá vinstri, Einar Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, Sigurður Gísli Pálmason, stjórnarformaður Eignarhaldsfélagsins Kringlunnar hf. og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdirnar, að undanskildum inn- anhússframkvæmdum í Borgar- bókasafninu og Borgarleikhúsinu, eru um 2 milljarðar króna, að sögn Ragnars Atla. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, sagði við undirritun samningsins í gær að hún hefði mikla trú á því samstarfi menningar, lista, viðskipta og verslunar sem hér væri að hefjast. „Eg hef trú á að samstarf á milli þessara sviða aukist í náinni fram- tíð, en víst er að þau bæta hvort annað upp.“ Undir þetta tók Ragnar Atli sem sagði að með nýjum leikhússal og bókasafni myndu möguleikai’ fólks til menntunar og afþreyingar aukast og með því myndi hagur Kr- inglunnar vænkast. Að sama skapi myndu leikhúsið og bókasafnið njóta góðs af þeim mikla fjölda fólks sem heimsækir Kringluna, en í hana komu 5,2 milljónir manna á ár- inu 1998. Aðstæður starfsmanna „Rauða hersinsu á Vestfjörðum með mismunandi hætti Pólverjarnir eftir- sóttir en Islendingar bundnir í báða skó Islenskir starfsmenn fyrírtækja Rauða hersins á Vestfjörðum telja að engin önnur ráð séu til að tryggja þeim störf en að fá kvóta til byggðarlaganna því erfítt sé að sækja vinnu annað. Pólverjunum sem unnu hjá fyrirtækjunum hefur á hinn bóginn ver- ið boðin vinna víða um land. Helgi Þor- steinsson kannaði aðstæður þessara tveggja hópa og hvaða leiðir standa þeim opnar. TOLUVERT hefur verið fjallað um erfiða stöðu pólskra fiskvinnslu- verkamanna sem unnið hafa hjá Rauða hernum svonefnda á Vest- fjörðum og fæstir eiga rétt á at- vinnuleysisbótum. Nú hefur komið í ljós að lítil hætta er á þeir verði at- vinnulausir því mikil eftirspurn er eftir starfskröftum þeirra í fisk- vinnslu annars staðar á landinu. Að sumu leyti er því staða íslenskra starfsmanna vem því fleiri úr þeim hópi eru með börn, fasteignir og sterkar rætur sem binda þá við heimabyggðina. Þeir telja að eina vonin sé að kvóti fáist á staðina og horfa því vonaraugum til Byggða- stofnunar þar sem verið er að móta reglur um úthlutun 1500 tonna byggðakvóta. Ef sá kvóti fæst og fiskvinnsla hefst aftur á Þingeyri kemur þó upp nýr vandi: Pól- verjamir verða líklega farnir og miðað við fyrri reynslu mun ekki fást nægilegur fjöldi íslendinga á staðnum til að halda henni uppi. Blekking að tala um eitt atvinnusvæði Um fimmtíu km eru milli Þing- eyrar og ísafjarðar. Áætlunarbfll gengur á milli staðanna og fargjald- ið er 130 krónur. Gunnhildur Elías- dóttir, trúnaðarmaður starfsmanna Rauðsíðu á Þingeyri, segir að það sé þó blekking að Þingeyri og ísafjörð- ur séu orðin að einu atvinnusvæði. Hún bendir á að þeir sem séu að missa vinnu hjá Rauðsíðu á Þing- eyri séu aðallega húsmæður með böm og fyrir þær borgi sig ekki að fara milli staðanna á hverjum degi og borga fyrir pössun. Gunnhildur segir að þeir sem ráði sig til vinnu á ísafírði þurfi að leggja af stað klukkan sjö að morgni með áætlunarbíl og komi til baka klukkan sex. Leikskólinn á Þingeyri er ekki opnaður fyrr.en klukkan átta og er lokað klukkan fimm. „Þar fyrir utan era margar af húsmæðranum hér í hálfu starfi og sinna heimilinu hinn hluta dagsins. Það sér hver maður að fjárhagslega gengur það ekki upp að þær fari til Isafjarðar á hveijum degi.“ Gunnhildur segir að það sé ekki oft sem vegurinn lokist vegna veð- urs en möguleikinn sé alltaf fyrir hendi. „Sem dæmi get ég nefnt að ég er með fimm ára gamalt barn heima og gæti lent í því að lokast inni á ísafirði í viku. Maður tekur ekki slíka áhættu." Gunnhildur segir að aðeins örfáir einstaklingar á staðnum sæki nú vinnu til Isafjarðar. Hún bendir á að ólfldegt sé að vinnu sé að hafa þar fyrir fleiri í ljósi þess að þar séu líklega yfir hundrað manns að verða atvinnulaus. Um fimmtíu manns sækja vinnu í öðrum byggðarlögum Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, tekur undir það að lfldega sé litla vinnu að hafa fyrir Þingeyringa í nágrannabyggðum, nema hvað eitthvað skorti af fólki á Flateyri. Hann er þó þeirrar skoðun- ar að svæðið sé eitt atvinnusvæði í reynd en samgöngur takmarki möguleikana nokkuð. „Það er eitt- hvað um að fólk frá Súðavík, Bolung- arvík, Suðureyri, Flateyri og Þing- eyri komi hingað [til ísafjarðar]. Svo er líka eitthvað um það að fólk fari héðan til vinnu á Flateyri og Suðm’- eyri. Ég skýt á að þetta sé samtals um fimmtíu manns, sem er töluvert." Halldór segist ekki hafa fengið ábendingar um það að lengja þann tíma sem leikskólar era opnir eða gera aðrar ráðstafanir tfl að auð- velda fólki að sækja vinnu milli byggðarlaganna en ef þær berist muni verði bragðist jákvætt við. „Við höfum hins vegar fengið beiðni um að leyfa bömum að hætta á leik- skólum og borga fólki fyrir að hafa þau heima hjá sér,“ segir Halldór. Meiri kvóti eina lausnin Gunnhildur segir að eina lausnin á vanda Þingeyringa sé meiri kvóti. „Það verður að vera kvóti sem eng- inn einn hefur umráð yfir til að selja úr byggðarlaginu. Það fyrsta sem útgerðarmennimir gera, þegar þeir komast í vandræði, er að bytja að selja frá sér kvótann til að bjarga sér.“ Gunnhildur segist ekki hafa heyrt um að neinir íbúanna séu að hugsa sér til hreyfings frá staðnum, nema fólk sem hafi tekið um það ákvörðun áður en tfl erfiðleikanna kom. „Það er bara fólk sem er að breyta til og það er hið besta mál. Það er ekkert verið að tala um það að við séum bundin einhverjum átthagafjötram og viljum hvergi annars staðar vera en okkur líður vel héma. Þeir sem vilja færa sig gera það en við vfljum líka eiga möguleika á að fá fólk til okkar. Hér er allt til sem þarf; ný og glæsileg heilsugæsla sem heil- brigðisráðherra opnaði formlega í byrjun maí, hér er verið að byggja dvaiarheimili fyiir aldraða, hér er fínn grannskóli og leikskóli, íþrótta- hús og sundlaug. Það era allir möguleikar á að fólki getið liðið vel hér ef við fáum vinnu.“ Pólveijarnir dýrmætt starfsfólk Ljóst er að sumir Pólverjanna era farnir að hugsa sér til hreyfíngs frá Þingeyri og öðram þeim stöðum sem íyrirtæki Rauða hersins hafa starfað á. Fjölmörg sjávarútvegs- fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að fá þá til starfa. Pétur Sigurðsson, formaður Verkalýðsfélagsins Bald- urs á ísafirði, segir að vinnuveit- endur hafi byrjað að hafa samband strax og fréttist af erfiðleikum Rauða hersins en þá hafi hann sagt að það væri ekki til umræðu í bili, enda hafi menn haft töluverða von um að fyrirtækin héldu velli. Hann segist vita til þess að nokkrir Pól- verjar frá Bfldudal, sennilega fjórir, hafi nú verið ráðnir til vinnu hjá fyr- irtæki á Patreksfirði. „Fólk eins þetta, sem er orðið þjálfað í fiskvinnslu, er verðmætt starfsfólk," segir Ólafur Ásbjöms- son, framkvæmdastjóri útgerðar- fyrirtækisins Jökuls á Raufarhöfn. „Það tekur marga mánuði að þjálfa menn upp í þessi störf og við vitum af eigin reynslu að þetta fólk [Pól- verjarnir] er góður starfskraftur og þess vegna sækjumst við eftir því.“ Ólafur vill ráða tíu Pólverja frá fyrirtækjum Rauða hersins tfl starfa hjá sér en hefur jafnframt leitað eftir tuttugu í viðbót fyrir önnur fyrirtæki á Norðurlandi. Hjá Jökli era fyrir þrettán pólskir starfsmenn, af samtals 130 starfs- mönnum fyrirtækisins. „Pólverjar era víða í vinnu um landið og það væri mjög slæmt fyrir fyrirtæki á landinu almennt ef þess- ir starfsmenn þyrftu að fara heim vegna rekstrarstöðvunar fyrirtæk- is,“ segir Ólafur. Sá tuttugasti sem hringdi Kristján Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtæk- isins Snoppu í Ólafsvík segist hafa haft samband við verkalýðsfélög á Vestfjörðum tfl að kanna möguleika á að fá þaðan 4-5 Pólveija. „Þegar ég hringdi í eitt þessara félaga var mér sagt að ég væri sá tuttugasti sem hefði samband. Einhver er því aðsóknin í þá.“ Samkvæmt upplýsingum frá Egg- erti Herbertssyni, verkstjóra hjá íyrirtækinu Frostfiski í Reykjavík, hefur einnig verið haft samband það- an við verkalýðsfélög á Vestfjörðum og möguleikar á að ráða aUt að fimm Pólverja kannaðir. Loks hefur ónefnt grænmetisframleiðsluíyrir- tæki á Suðurlandi boðið tímabundna vinnu og önnur fyrirtæki víða um land hafa einnig spurst fyrir. Fáir íslendingar sem vilja vinna í fiskvinnslunni Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir að það geti valdið Vestfirðing- um vanda í framtíðinni fari erlenda starfsfólkið á brott. Illa hefur geng- ið að láta heimamenn standa undir fiskvinnslunni. „Fyrir tveimur árum fór fyrirtækið Fáfnir yfir um á Þingeyri," segir Halldór. „Þá liðu níu mánuðir áður en eitthvað gerð- ist. Þegar Ketill [Helgason, fram- kvæmdastjóri Rauðsíðu] kom inn á staðinn og sóttist eftir starfsfólki sótti nánast enginn um. Reyndar tosaðist það upp í hátt í fjöratíu Is- lendinga hjá honum, að því er ég held, en hann þurfti að flytja inn út- lendinga. íslendingarnir sjálfir vOja sjaldnast vinna í fiskvinnslu, að undanskfldu ákveðnu kjarnaliði. Landvinnslan á Flateyri og Suður- eyri er að mörgu leyti mönnuð út- lendingum. Eitt vandamálið er auð- vitað lág laun í fiskvinnslu." Halldór segir þó að Pólverjarnir eigi fárra annarra kosta völ en að koma sér í nýja vinnu hið fyrsta. „Ég held að það séu fimm af þess- um hópi útlendinga, 60-70 manns, sem hafa verið lengur en tvö ár á Þingeyri. Og það eru þeir einir sem eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Hin- ir verða að koma sér í vinnu, annars eru þeir réttlausir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.