Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Indverjar vantrúaðir á yfírlýsingu Sharifs, forsætisráðherra Pakistans „Kasmír- stríðinu er ekki lokið“ INDVERJAR héldu í gær áfram hernaðaraðgerðum sínum gegn skæruliðum í indverska hluta Ka- smír og fréttaskýrendur á Indlandi efuðust um að Nawaz Sharif, for- sætisráðherra Pakistans, gæti fengið skæruliðana til að fara af svæðinu. Lal Krishna Advani, inn- anríkisráðherra Indlands, sagði að Indverjar myndu ekki „láta blekkj- ast“ af yfirlýsingum Sharifs. „Ka- smír-stríðinu er ekki lokið,“ sagði hann. Sharif og Bill Clinton Bandaríkja- forseti gáfu út sameiginlega yfirlýs- ingu í Washington á sunnudag þar sem fram kom að stjórn Pakistans myndi leitast við að koma markalín- unni sem skiptir Kasmír í samt lag eftir átök síðustu tveggja mánaða. Bandaríkjamenn sögðu þetta þýða að Pakistanar myndu sjá til þess að hundruð skæruliða, sem hafa ráðist inn á indverska hluta Kasmír, færu þaðan. Indverjar segja að skærulið- arnir hafi notið aðstoðar pakist- anskra hermanna, en Pakistanar neita því. Pervez Musharraf, yfirhershöfð- ingi Pakistans, sagði í gær að skæru- liðarnir yrðu beðnir um að „færa sig til“ í samræmi við yfirlýsingu Sharifs og Clintons en bætti við að ekki væri vitað hvort þeir yrðu við þeirri beiðni. „Lokaákvörðun um hvernig þeir verða fengnir til að snúa aftur og hvaða aðferðum verður beitt verður tekin þegar forsætisráðherr- ann kemur aftur heim,“ sagði hers- höfðinginn. Musharraf bætti við að „algjört samkomulag“ væri milli yfirmanna hersins og ríkisstjórnar Pakistans í deilunni um Kasmír. Talsmaður pakistönsku stjórnar- innar sagði að hún myndi hvetja skæruliðana til að hætta árásum sín- um þar sem þeir hefðu náð þvi mark- miði sínu að vekja athygli umheims- ins á Kasmír-deilunni. Indverjar segja að hernaðarað- gerðunum gegn skæruliðunum verði ekki hætt fyrr en þeir fari aftur yfir á pakistanska hluta Kasmír eða verði vegnir. Fjölmiðlar undrandi Talsmaður indverska hersins sagði í gær ekkert benda til þess að skæruliðamir myndu fara af svæð- 3œs&tkzt Reuters INDVERSKIR hermenn færa fallbyssu frá olíubfl sem varð fyrir sprengju frá pakistönsku stórskotaliði við markalinuna sem skiptir Kasmir milli Indlands og Pakistans. inu og hernaðaraðgerðunum yrði haldið áfram af fullum krafti. Nokkrar af skæmliðahreyfingun- um, sem berjast á indverska hluta Kasmír, hafa þegar hafnað yfirlýs- ingu Sharifs og sakað hann um svik við þær. Þá hafa stjórnarandstæð- ingar í Pakistan gagnrýnt Sharif harkalega og skipulögðu þeir verk- fóll og mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins í gær. Þeir viður- kenndu þó að mótmælin hefðu farið hægt af stað og ekki raskað atvinnu- lífinu að ráði. Pakistanskir fjölmiðlar urðu undr- andi á yfirlýsingu Sharifs og kröfð- ust skýringa á samkomulagi hans við Clinton. Leyniþjón- usta Irans gagnrýnd Teheran. Reuters. LEYNIÞJÓNUSTA írans hefur að undanfómu sætt mikilli gagn- rýni vegna fjölda dularfullra mála sem tengjast fjöldamorð- um, sjálfsvígi og týndu líki og virðast málin eiga það sammerkt að tengjast yfirmönnum leyni- þjónustunnar. Hafa hneykslis- málin haft þær afieiðingai’ að virtir stjómmálamenn og klerk- ar hafa hlaupið í felur og neitað að ræða um málin. í júní sl. var Saeed Emami, fyrrverandi aðstoðarráðherra leyniþjónustumála, handtekinn vegna gmns um að eiga aðild að dularfullum morðum á a.m.k. fjómm andstæðingum klerkaveldisins síðasta haust. Nýverið fannst Emami látinn í fangelsisklefa sínum og virtust verksummerki benda til að hann hefði gleypt háreyðingar- krem. Þremur vikum síðar em spurningar varðandi málið enn fleiri en svörin sem leyniþjón- ustan hefur gefið, en hún hefur hingað til verið líkt og sjálf- stæður armur framkvæmda- valdsins. En óstaðfestar fregnir herma að fjölmargir núverandi og fyrrverandi yfírmenn í leyni- þjónustunni muni sæta rann- sóknum á næstunni. Dagblöð í Iran hafa sætt lagi og gagnrýnt rannsókn málsins harðlega og hafa sum dagblöð leitt að því líkum að málið allt sé uppspuni með það að mark- miði að koma Emami úr landi. Enn hefur lítið verið gert til að leysa morðmál andófsmann- anna og þykir það benda til tregðu meðal þeirra afla í stjórnmálum landsins er vilja snúa frá umbótastefnu Mo- hammeds Khatamis forseta. Er talið að málið geti orðið próf- steinn á hver hafi sterkari tök í írönskum stjórnmálum, Khatami og umbótasinnar eða harðlínumenn. Bush yngri í vörn vegna Víetnam Washington. The Daily Telegjaph. GEORGE Bush yngri, sem berst fyrir tilnefningu sem forsetafram- bjóðandi repúblikana, þarf nú að verjast ásökunum um að hann hafi komist hjá því að vera sendur til að berjast í Víetnamstríðinu vegna stöðu fóður síns sem þingmanns Texas í fulltrúadeild Bandaríkja- þings. I langri umfjöllun dagblaðsins The Los Angeles Times á sunnudag segir að Bush hafi notið sérstakrar fyrirgreiðslu er hann gegndi her- þjónustu á árum Víetnamstríðsins. Fékk hann árið 1968 inngöngu í flugsveit Þjóðvarðliðsins í Texas, en hann var þá 21 árs og stundaði nám í sagnfræði við Yale-háskóla. Þjóðvarðliðasveitir voru vinsælar undankomuleiðir fyrir þá ungu menn sem vildu forðast að vera sendir til Víetnam, því vera í þeim taldist til herþjónustu, en afar ólík- legt var að meðlimir þeirra þyrftu nokkumtíma að taka þátt í bardaga. Þetta átti einkum við um flugsveitir Þjóðvarðliðsins, sem voru ábyrgar fyrir vömum heimaríkis síns. Auk þess var veran í Þjóðvarðliðinu talin mun auðveldari en í hemum. í blaðinu segir að þegar George Bush yngri sótti um inngöngu í Þjóðvarðliðið í Texas hafi um 150 ungir menn verið þar á biðlista og að biðin hafi tekið um eitt og hálft ár. Umsókn Bush var hins vegar samþykkt um hæl. Ennfremur var honum veitt yfirmannsstaða strax að lokinni gmnnþjálfun, án þess að hann þyrfti að ljúka sérstökum námskeiðum, og fékk hann einnig strax að hefja flugmannsþjálfun, sem var óvenjulegt. Bush neitar að kippt hafi verið í spotta Talsmenn Bush vísa því alfarið á bug að kippt hafi verið í spotta til að Reuters George Bush koma honum hjá herþjónustu í Ví- etnam. „Eg vildi fljúga herþotum," sagði Bush við fréttamenn í New Hampshire, þar sem hann var á kosningaferðalagi á þjóðhátíðardag- inn 4. júlí. ,,Ég sótti um og hlaut inngöngu. Ég er mjög stoltur af þjónustu minni [í Þjóðvarðliðinu]. í greininni í The Los Angeles Times segir raunar að ekkert bendi til að Bush eldri, sem þá var þing- maður í fulltrúadeildinni og sóttist eftir kjöri í öldungadeildina, hafi beitt áhrifum sínum í þágu sonar- ins, eða að nokkuð ólöglegt athæfi hafi átt sér stað. A hinn bóginn sé ljóst að staða fóðurins hafi „opnað ýmsar dyr“ fyrir Bush yngri og skipt sköpum um skjótan frama hans innan Þjóðvarðliðsins. Víetnamstríðið hefur verið við- kvæmt mál fyrir marga frambjóð- endur af þessari kynslóð og fræg- asta dæmið um það er Bill Clinton, en í kosningabaráttunni gegn Geor- ge Bush eldri árið 1992 var honum legið á hálsi fyrir að hafa komið sér hjá herþjónustu. Yfírmaður BBC varar við neikvæðum áhrifum upplýsingabyltingarinnar Standa verður vörð um breska þjóðmenningu Sir John Birt London. The Daily Telegraph. SIR John Birt, fráfarandi yf- irmaður breska ríkisútvarps- ins BBC, varaði í gær við því að tækniþróunin og upplýs- ingabyltingin gæti grafið undan þjóðmenningu Breta og skaðað samkennd bresku þjóðarinnar, auk þess sem hún gæti leitt til forheimsku- nar hluta bresku þjóðarinn- ar. Ummælin vöktu nokkra athygli enda hefur Birt, sem hættir störfum hjá BBC næsta vor, mjög beitt sér fyrir því að BBC standi framarlega í hinni „stafrænu byltingu" í miðlun upplýs- inga og dagskrárefiiis. I ræðu sem Birt hélt í gær í boði timaritsins The New Statesman um þjóðfélagsleg, pólitísk og menningarleg áhrif upplýsingasamfélags- ins lýsti hann þeim áhyggj- um sem hann hefur vegna umbyltingarinnar sem tækniþró- unin óumdeilanlega getur af sér. Hann lét þar í ljósi þá skoðun sína að vinna yrði bug á „umtalsverð- um vandamálum" eigi almenning- ur og stofnanir að iyóta góðs af upplýsingabyltingunni. Birt sagði að ef BBC nyti ekki fullnægjandi fjárstuðnings á kom- andi áratugum gætu þær hættur sem fylgja framþróun í upplýs- ingamálum jafnvel skyggt á þá kosti sem fylgja henni. Verði ekki til staðar öfiugt BBC stafi breskri þjóðmenningu jafnvel hætta af al- heimsvæðingu fjölmiðla, enda hefði hún í för með sér sífellt vax- andi áhrif bandarískrar dægur- menningar. Með tilkomu æ fleiri áskriftar- sjónvarpsstöðva muni fólk neyð- ast til að borga meira og meira fyrir sjónvarpsefni og telur Birt að áhrif þess gætu m.a. orðið til að kljúfa bresku þjóðina í tvennt; annars vegar í þá sem hefðu efni á að tryggja sér aðgang að upp- lýsingum og hins vegar þá sem ekki hefðu ráð á að kaupa sér „vel unnið upplýsingaefni, skoð- anir sérfræðinga eða skemmtun". Afleiðingin yrði forheimskun hluta þjóðarinnar. Öflugt og vel rekið BBC gæti að mati Birts reynst nauðsynlegt vogarafl gegn þessari hættu, sem eins konar stafrænt „siðmenning- arafl“ sem standa myndi vörð um bresk gildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.