Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Gaman- mynd úr næt- urlífinu KVIKMYMIIR S( Jörnubfó Farðu, „Go“ ★★★ Leikstjóri: Doug Liman. Handrit: John August. Aðalhlutverk: Katie Holmes, Sarah Polley, Suzanne Kull, Desmond Askew. 1999. Farðu eða „Go“ eftir Doug Liman er hressandi og skemmtileg gaman- mynd um ungt fólk á harðaspani í gegnum næturlífið og lýsir hvemig það missir gersamlega tökin á lífi sínu þegar hlutimir fara ekki eins og það ætlaði. Myndin skiptist í þrjár sögur sem tengjast innbyrðis og gæti þess vegna verið tilvísun í eina af eldri myndum Kieslowskis og fjallað um tilviljunina; allt sem gerist í henni veltur á því hvort ung afgreiðslustúlka í nýlenduvömversl- un tekur að sér aukavakt og til þess að undirstrika það notar leikstjór- inn Liman ákvörðun hennar tU þess að líma myndina saman. Farðu er eins konar glæpakó- medía og eins og flestar slíkar sem gerðar hafa verið á undanförnum ámm gætir í henni áhrifa frá Tar- antino bæði hvað varðar uppbygg- ingu frásagnarinnar og efnisinni- hald. Myndin fjallar um fjóra ein- staklinga og hver um sig á sína sögu. Afgreiðslustúlkan, sem Sarah Polley leikur frábærlega, grípur tækifærið þegar tveir ungir menn spyrja hvort hún geti reddað þeim dópi og reynir að hagnast svolítið. Ungur maður, sem einnig vinnur í búðinni, heldur ásamt vinum sínum til Las Vegas og þuklar á nektar- dansmær með hrikalegum afleiðing- um. Tveir hommar, sem spurðu af- greiðslustúlkuna eftir dópinu, em raunar í eins konar gíslingu lög- reglumanns, sem vill fá þá með sér í heimasölu. Hver saga um sig er bráðfyndin og það myndast talsverð spenna í þeim kringumstæðum sem upp koma þegar allt fer úrskeiðis í plön- um þessa fólks. Persónumar allar em áhugaverðar og leikurinn ein- staklega frísklegur og myndin hin besta skemmtun. Arnaldur Indriðason Qarðpíöntustöðin □ODOCCXiD Ýmis tilboð í hverri viku. LISTIR Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir „Mit links“ við stærstu mynd Gunnars á sýningunni í Luzern. GUNNAR kallar litlu myndirnar „Örstutt spor“. Islenskt málverk o g saxófónleikur í Luzern Luzern. Morgunblaðið. GUNNAR Kristinsson opnaði málverkasýningu í Galerie Schenker í hjarta Luzern á laug- ardag. Saxófónkvartettinn „mit links“ (með vinstri) spilaði við opnunina. Vigdís Klara Aradótt- ir er í kvartettinum. Gunnar, sem er tónskáld jafnframt því að vera listmálari, er að skrifa verk fyrir kvartettinn. Að þessu sinni lék „mit Iinks“ verk eftir Steve Reich, John Lurie og Astor Pi- azzolla. Gunnar sýnir 31 mynd úr olíu á striga á sýningunni. Hún stendur til 22. ágúst. Myndirnar eru allt frá 260 x 200 sm niður í 20 x 20. Hann kallar litlu mynd- irnar „Örstutt spor Gunnar, sem er búsettur í Sviss, vann málverkin á vinnustofu sinni handan frönsku landamæranna við Basel á undanförnum tveim- ur árum. Þau eru beint fram- hald af verkum sem hann sýndi í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, fyrir tæpum tveimur árum. Listfræðingurinn Lutz Wind- höfel frá Basel hélt ræðu við opnunina. Hann lagði út frá landslagi sem kemur fram í mis- munandi þáttum náttúrunnar. „Eg fæ innblástur úr íslenskri og svissneskri náttúru. í þessum myndum blandast innblásturinn frá báðum löndunum saman,“ segir Gunnar. „mit links“ var stofnaður fyrir þremur árum. Hljóðfæraleikar- arnir eru allir örvhentir og kvartettinn dró nafn sitt af því. Vigdís Klara hefur verið með frá upphafi. Hún kynntist hinum þegar hún var við tónlistarnám í Basel. Kvartettinn spilar aðal- lega nútímatónlist, „svona tón- list sem enginn vill heyra", sagði Vigdís Klara hlæjandi. Þau koma mikið fram á börum og einnig í tónlistarsölum. Vigdís Klara kennir einnig á klarinett og saxófón í tónlistarskóla í Luz- ern. Fukuyama við sama hey- garðshornið Bandaríkjamaðurinn Francis Fukuyama hélt því fram í tíma- ritsgrein fyrir áratug síðan að gífurleg fjölgun frjálslyndra lýð- ræðissamfélaga í heiminum væri síðasta stigið í pólitískri fram- þróun mannskepn- unnar. Fukuyama rökstuddi kenningu sína frekar í bókinni „The End of Hi- story and the Last Man“, sem út kom árið 1992, og lýsti hann því þar yfir að allar þjóðir verði á endanum frjálslynd lýðræðisríki og að þegar því marld sé náð hafi sagan í raun gengið veginn á enda. Þótt fáir gleyptu við kenn- ingunni formála- laust var um fátt annað rætt í fræðaheiminum á þessum tíma. Nú hefur Fukuyama, sem er fyrrverandi fulltrúi í bandaríska utanríkisráðuneytinu, samið nýja bók og er vart hægt að segja annað en nýjasta viðfangsefni hans sé álíka metnaðarfullt og hið fyrra. Fukuyama, sem nú er prófessor í stjómsýslufræðum við George Mason University, tekst í nýrri bók sinni, „The Gr- eat Disruption", við þjóðfélags- þróun í heiminum og þau gildi sem nú ráða ríkjum í samfélagi mannanna. Fukuyama er ekkert að skafa utan af hlutunum og sem fyrr eru kenningar hans bæði eftirtektarverðar og um- deilanlegar. í bókinni fjallar Fukuyama um hnignandi samfélagsskilyrði undanfama þrjá áratugi ef mið- að er við aukna glæpatíðni, fjölda skilnaða og fæðingu óskilgetinna barna, trausts manna í mill- um og trú á stofnan- ir samfélagsins. Er Fukuyama á þeirri skoðun að þegar svo umfangsmikið umrót gerist samtímis í mörgum samfélög- um hljóti eitthvað stórt að vera að eiga sér stað, og að rétt sé að gera tilraun til að útskýra fyrirbær- ið. Orsakir fyrr- nefndra breytinga telur Fukuyama að sé að finna í framþróun samfélaga í átt að því sem hann nefnir „póst“-iðnbylt- ingarsamfélög eða upplýsinga- þjóðfélögum. Hefur þessi þróun leitt til þess að samfélagsleg gildi fara í hundana, og rekur hann mörg dæmi þess í bók sinni. Segir í ritdómi Anthonys Gottliebs, eins af ritstjóram tímaritsins The Economist, í stórblaðinu The New York Times að hvað svo sem mönnum finnist um kenningar Fuku- yamas sé í öllu falli hægt að hafa mikið gagn og gaman af því mikla magni upplýsinga sem hann kemur á framfæri. Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vift hreinsum: Rimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskaó er. tæknihreinsunin )5 • iM 3» 9*34 • OS«Al »97 »634 Ljóð spretta af persónulegum upplifunum LJÓÐABÓKIN Okk- ar á milli eftir Arthúr Björgvin Bollason kom nýlega út hjá Máli og menn- ingu. Þetta er fyrsta Ijóðabók Arthúrs, en hann hefur áður samið bækur bæði á íslensku og þýsku. Hvernig myndirðu lýsa ljóðum þínum? Eruþnu persónuleg? „Eg geri ráð fyrir að ljóð séu alltaf per- sónuleg. Þau spretta ævinlega af persónu- Icgum upplifunum og reynslu. Eg hef sýslað við ljóðagerð síðan ég var strákur og hef oft ort Ijóð sem voru lengra frá mér heldur en þessi. Þannig að það má kannski segja að þau séu sérstaklega per- sónuleg. Annars eru þessi ljóð svolítið tvískipt því þau fjalla einnig um upplifanir í náttúr- unni.“ Náttúran kemur sterkt fram í mörgum (jóðanna, er hún þér hugleikin? „Mörg þessara Ijóða eru ort á Grikklandi, sérstaklega íslensku náttúruljóðin. Ég held að það sé nú bara gömul saga að þegar menn eru komnir hæfilega langt í burtu frá landinu fer það að fá annan blæ og Ijóma. Ég hef hins vegar ferðast mik- ið vegna starfa minna, sérstak- lega um hálendið. Ég er búinn að vera í leiðsögn í rúmlega 20 ár þannig að ég hef kynnst landinu og óbyggðunum nokkuð vel. Ég hef trú á að þetta sust inn í mann og svo komi þessi reynsla í gusum upp á yfirborðið þegar maður er kominn eitthvert ann- að. Annars eru líka tvö grísk ljóð í bókinni, auk þess sem grísk áhrif eru í nokkrum ljóðanna þótt þau séu kannski ekki alveg jafn sýnileg." Nú er þetta þín fyrsta Ijóðabók, var hún lengi í vinnslu? „Þetta er ekki fyrsta ljóðabókin sem ég set saman, en þetta er sú fyrsta sem ég læt frá mér fara á prenti. Reyndar skilaði ég einu sinni af mér hand- riti að ljóðabók til Máls og menningar. Þá stýrði Þorleifur Hauks- son útgáfunni og hann sendi mig aftur heim með hana og sagði að þau væru nú svolítið of innhverf, þessi ljóð, til þess að ég ætti að láta þau frá mér. Ég tók það handrit og kveikti symbólskt í því með nokkrum vinum mínum og hét því að gefa aldrei út ljóðabók. Þetta var eitthvað í kringum 1980 og ég held að tvö eða þrjú þeirra ljóða hafi birst í tímariti Máls og menningar. Hin fóru bara á eldinn. Þessi ljóð eru hins vegar öll, að einu undanskildu, ort á síðast- liðnum tveimur til þremur árum. Ég er skorpumaður í ljóðlistinni og þessi ljóð koma yfirleitt hratt og geyst á skömmum tíma. Þetta er nokkuð sem erfitt er að ráða við.“ Nótt við Ægissíðu himinninn strýkur rökkurmjúkum fiðluboga yfír titrandi ljósastrengi borgar frostið leikur hljómlaus stef á slaghörpu vindsins stök fuglsrödd í fjörunni tír Okkar á milli Arthúr Björgvin Bollason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.