Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leikritið Eða þannig... sýnt í Lónkoti LEIKRITIÐ Eða þannig ... eftir Völu Þórsdóttur verður sýnt í Lónkoti í Skagafirði 10. og 11. júlí nk. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir og leikari Vala Þórsdóttir. Leikritið er um þrítuga konu sem er að átta sig á lífi sínu fyrir og eftir skilnað. Hún rokkar á milli bjartsýni og svartsýni og sendir áhorfend- ur í tilfinningalegt ferðalag sem þeytir þeim milli gleði og sorgar, segir í fréttatilkynn- ingu. Þetta er svartur gamanleik- ur í tveimur hlutum. Fyrri sýningin verður laugardaginn 10. júlí kl. 21 og er dansleikur á eftir þeirri sýningu og seinni sýningin verður sunnudaginn 11. júlí kl. 16 og er kaffihlað- borð á eftir þeirri sýningu. Myndlist í Lónkoti VALDIMAR Björnsson sýnir í Galleríi Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skagafirði. Til sýnis eru vatnslita- og pastelmyndir auk pennateikninga. Myndirn- ar eru allar í anda hins sk. hlutkennda málverks. Valdimar er fæddur 1931 á Hofsósi og er algeriega sjálf- menntaður í list sinni. Hann fór fyrst að mála að ráði eftir að hann komst á eftirlaunaald- urinn og er þetta hans fyrsta myndlistarsýning. Sýningin stendur til og með 15. júlí. & GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 ^jyæða fl/sar ^jyæða parket ^jyóð verð þjónusta Getur flutt sin- fóníuhlj ómsveit- ina inn 121. öldina Eftir miklar vangaveltur og langan aðdraganda hefur Fíl- harmóníuhljómsveit Berlínar ráðið Bretann Sir Simon Rattle sem aðalsfjórnanda hljómsveit- arinnar frá haustinu 2002. Rattle er 45 ára og hefur um 20 ára skeið verið aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Birmingham. Rattle er óum- deilanlega einn af fremstu hljómsveitarstjórum samtímans og „... einn af fáum sem getur gert 19. aldar fyrirbærið sin- fóníuhljómsveit að verðugum þátttakanda í 21. öldinni,“ segir Andrew Clark, tónlistargagn- rýnandi Financial Times. Vista- skipti Rattles eiga sér nokkurn aðdraganda því hann lýsti því yfir fyrir þremur árum að hann hygðist hætta sem aðalstjórn- andi í Birmingham árið 1998. Ekki gekk það alveg eftir, en nú liggur framhaldið ljóst fyr- ir. Simon Rattle var kornungur og óþekktur þegar stjórn Sin- fóníuhljómsveitar Birmingham réð hann sem aðalstjórnanda fyrir 20 árum. Hann hefur vax- ið og dafnað í því samstarfi, hljómsveitin hefur einnig notið þess og nú stendur Rattle á há- tindi ferils síns og hefur verið ráðinn aðalstjórnandi þeirrar hljómsveitar sem sumir segja þá bestu í heimi, með sterkustu hefðirnar að baki og glæsileg- ustu stjórnendurna. Sir Simon mun taka við af Italanum Claudio Abbado, sem tók við af hin- um goðsagna- kennda stjórnanda Herbert von Karaj- an. Andrew Clark lætur að því liggja að Abbado hafi alltaf gert sér grein fyrir því að eitt af hans verkefnum væri að undirbúa jarðveginn fyrir næsta stjórnanda, gera hljómsveitina færa um að taka stökkið og velja leiðtoga sem gæti sett henni nýjar viðmiðanir. Rattle er sagður eiga einstaklega auðvelt með að ná sambandi við hljóð- færaleikara og honum hefur verið hælt fyrir að leggja áherslu á flutning nýrrar tón- listar svo og vanræktrar eldri tónlistar. Það eru 120 meðlimir fíl- harmómúnnar sem velja aðal- stjórnandann í tveimur umferð- um leynilegrar atkvæða- greiðslu. í fyrstu um- ferð er kosið um alla umsækjendur en í þeirri seinni er kosið um tvo efstu. Reglur kveða á um að 17% at- kvæðamunur verði að skilja á milli til að at- kvæðagreiðslan teljist gild. Eftir fyrri um- ferð fékk Simon Rattle 43% atkvæða, Daniel Barenboim 25%, Mariss Jansons 11% og aðrir, þ.á.m. Lorin Maazel og Kleibel, fengu þaðan af minna. I seinni umferðinni fékk Rattle yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða og Barenboim tók niðurstöðunni af yfirvegun þar sem hann var við hljóm- sveitaraæfingar í Bayreuth. Báðir höfðu þeir stjórnað Berlínarfflharmóníunni á sér- stökum tónleikum á milli um- ferðanna tveggja í atkvæða- greiðslunni. Verkefnaval þeirra lýsir því hversu ólfldr þeir eru. Barenboim kaus að setja Mozart á oddinn en Rattle valdi Mahler. Andrew Clark lýsir því svo að hljómsveitin hafi fengið að sjá öll spilin á hendi Barenboims strax en Rattle hafi aðeins sýnt nokkur spila sinna; hljómsveitin hafi ekki aðeins hrifist af sann- færingarkrafti Rattles við túlk- un 7. sinfóníu Mahlers heldur einnig af eigin getu til að mæta óvenjulegum kröfum hans. Áheyrendur á tónleikunum greiddu atkvæði sitt með afger- andi hætti með því að rísa á fæt- ur í lok tónleikanna og fagna lengi og innilega. Ekki fer heldur hjá því að nokkurs stolts gæti meðal Eng- lendinga að þekktasta og virtasta hljómsveit meginlands- ins skuli hafa valið enskan stjórnanda. Stoltið er þó blandið eftirsjá því Rattle hefur gert Sinfóníuhljómsveit Birmingham heimsþekkta, en hann hefur lýst því yfir að hann muni stjórna henni áfram í tvo mánuði á ári. Fleiri voru þó á höttunum eftir Rattle, því bæði Sinfóníuhljóm- sveitin í Boston og Fflharmómú- hljómsveit Vúiarborgar höfðu lýst yfir áhuga súium. Rattle verður á ferð og flugi næstu þrjú árin áður en hann tekur endanlega við stjórninni í Berlín, en áhugasamir gætu at- hugað hvort miðar eru enn fá- anlegir í september er hann stjórnar flutningi Fflharmóníu- hljómsveitar Berlúiar á 10. sin- fóníu Gustavs Mahlers. Simon Rattle Tímamót á sléttimni KVIKMYjVDIR HÁSLÉTTAN - („HI-LO COUNTRY") irk Leikstjóri Stephen Frears. Handritshöfundur Wa- lon Green. Kvikmyndatökusljóri Oliver Stapleton. Tónskáld Carter Burwell. Aðalleikendur Woody Harrelson, Billy Crudrup, Patricia Arquette, Sam Elliott, Penólope Cruz, Cole Hauser. 112 mín. Bandarísk. Gramercy, 1998. BRESKI leikstjórinn Stephen Frears er með mistækari mönnum einsog myndimar hans sanna.Þær sveiflast frá hágæðum The Grifters, Dangerous Liaisons), niður í örgustu leiðindi (Mary Reilly, The Vari). Hásléttan lullar þarna á milli í hægum gír, tilþrifalítil og misjöfn. Byggð á samnefndri bók sem vakti víst tals- verða athygli er hún kom út um 1960; m.a. vestraleikstjórans góða, Sams Peckinpah, sem hugðist nota Charlton Heston og Lee Marvin í hlutverk þeirra Pete (Billy Crudup) og Big Boy (Woody Harrelson). Hún hefði getað lukk- ast. Á þeim tíma hefði efnið einnig fallið betur í kramið. Myndin fjallar um vináttu tveggja, ungra kúreka í Nýju-Mexíkó á fimmta áratugn- um. Pete kaupir smábýli fyrir arf eftir foreldra sína, Big Boy er hagvanur á þessum slóðum og kemur nýgræðingnum til hjálpar þegar hann er að koma sér fyrir í héraðinu, Hi-Lo Country, sem myndin heitir eftir. Tímarnir eru að breyt- ast og mennimir með. Big Boy, Pete, og aðrir kúrekar af gamla skólanum, eru að verða tíma- skekkja í heimi þar sem vélar eru að taka yfir og stórbændur að ryðja kotkörlum úr vegi. í öðru lagi er myndin hádramatísk ástarsaga þar sem vinimir leggja báðir hug á sömu stúlkuna, Mónu (Patricia Arquette), sem í ofanálag er gift hægri hönd Jims Ed (Sam Elliott). Sem er markvisst að leggja undir sig héraðið og naut- gripabúskapinn. Þeir félagar láta sér ekki segjast. Halda upp- teknum hætti kúreka fortíðarinnar, úti á slétt- unni, í bólinu og á bamum. Big Boy hefur betur í ástamálunum, án þess að slíta vináttuböndin. Lífsstíll þeirra er hinsvegar dauðadæmdur og hlýtur að enda á einn veg. Hamelson heldur myndinni á floti, lengst af, í snaggaralegri túlkun á tímaskekkjunni, harð- naglanum Big Boy, sem eltir vandræðin uppi og telur sig geta leyst þau með hnefunum og marghleypunni. Harrelson er skemmtilega óforskammaður, fæddur í þessar rullur. Cm- dup er bærilegur í sérlega luðrulegu hlutverki Petes, sem lufsast með án þess að taka afger- andi ákvarðanir. Þungamiðja myndarinnar er stúlkan Móna, en í meðföram Patriciu Arquette er hún lélegur homsteinn og fær reyndar litla hjálp frá handritshöfundi. Arquette hefur löngum verið í uppáhaldi á þessum bæ, verið oft á tíðum firna góð, en hér bregst henni bogalistin og ég leyfi mér að skella skuldinni á Frears, sem finnur sig enganvegin í þessu framandi umhverfi. Útkom- an er sundurlaus stórmyndartilraun með glæsi- legri kvikmyndatöku, mögnuðum bakgrunni og brokkgengum leikarahóp. Sem fær lítinn stuðning frá leikstjóra og handritshöfundi, sem ofaná annað, „týnir“ veigamiklum persónum, einsog Jim Ed, („einn góðan veðurdag munuð þið koma skríðandi til mín...“), og Josephu, (Penélope Cmz), vinkonu Petes, lykilpersónu sem nær aldrei að setja mark sitt á stefnulausa mynd. Sæbjörn Valdimarsson m mmm ■■■■*■»#■■ ilyn j'jmir oy yiliialijiayga! fö&AÚ yj'JÖ - -32-3 3020 •‘iH® Opid virka daga kl. 9 - 18 og laugardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.