Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN I „BÖRN eiga rétt á að láta í ljós skoðun sína um öll mál sém snerta þau sjálf. Þegar dómstólar og yfirvöld fjalla um mál sem varða bam ber að hlusta á sjónarmið bamsins og hafa hags- muni þess að leiðar- ljósi. Tryggja ber mál- og fundarfrelsi barns- ins.“(Úr hefti Bama- heilla „Bamasáttmáli Sameinuðu þjóðanna í hnotskum", 12.-15. grein). Ætli börnum á Is- landi finnist þau fái að starfa og lifa í sam- ræmi við þessar greinar Bamasátt- málans? Alla vega kom í ljós á mál- þingi sem haldið var á vegum Um- boðsmanns bama sl. haust, að bömum og unglingum finnst að margt mætti betur fara, ekki síst í skólastarfinu. Um álit þeirra og skoðanir má lesa í hefti sem gefið var út í kjölfar málþingsins og nefnist „Ungir hafa orðið“. En það er ekki bara börnunum sem finnst á sér brotið hvað varðar rétt þeirra til að tjá sig um mál sem snerta þau sjálf; foreldrar og fleiri eru þessu oft sammála. Einnig finnst foreldrum réttur sinn til að tjá sig um málefni baraanna oft brotinn. Einkum finnst þeim þetta eiga við um skólastarfið. Ávallt í samvinnu við forráða- menn Brjóti nemandi skólareglur á, skv. gmnnskólalögum, að gera for- ráðamönnum grein fyrir agabrot- inu og nemandi á að fá að tjá sig um það. Þetta á við um öll brot - alvar- leg sem minni háttar. Einnig á að gera umsjónarkennara bamsins grein fyrir brotinu. Þurfi að vinna frekar með agabrot bamsins er það í höndum um- sjónarkennara, skóla- stjóra og sérfróðra ráð- gjafa skólans en ávallt í samvinnu við foreldra - og að sjálfsögðu við bamið. Takist ekki að leysa málið innan skól- ans á viku, vísar skóla- stjóri því til úrlausnar skólanefndar (íræðslu- ráðs). I samráði við for- ráðamenn og viðkom- andi aðila innan skólans beitir skólanefnd sér fyrir skjótum úrbótum. Ákvörðunin birt Hvað eiga foreldrar að gera þeg- ar umsjónarkennari, skólastjóri eða aðrir sem tengjast skólanum ræða hvorki við bam þeirra um brot á skólareglum, né þau sjálf? Fjalla Barnasáttmálinn Ætli börnum á íslandi, spyr Bryndís Krist- jánsdóttir, fínnist þau fái að starfa og lifa í samræmi við greinar B arnasáttmálans? þess í stað um málið í skólanefnd áður en tilskilin vika er liðin og for- eldrar og bam fá fyrst að heyra um ákvörðun skólayfirvalda á síðum dagblaða og í öðram fjölmiðlum? Og hvað eiga foreldrar að gera þeg- ar þeim er tilkynnt ákvörðun skóla- yfirvalda um „úrlausn" máls bams þeirra án þess að nokkurn tíma hafi verið rætt við bamið eða þau um hana? Bamið aldrei spurt hvers vegna það hafi brotið af sér, né á nokkurn hátt annan leitað eftir or- sökum brotsins. Ekki tekið tillit til þess að agabrotið var að ákveðnu leyti svar við ofbeldi og ótta sem nemandinn bjó við í skólanum. Hvað eiga foreldrar og böm að gera þegar réttur þeirra og bams þeirra er margbrotinn og fótum- troðinn? Aftur í fjölmiðla Úrræðin em ekki mörg og fæstir foreldrar treysta sér til að ganga næsta skref sem er að kæra máls- meðferð skólayfirvalda til mennta- málaráðuneytisins. Það er ekki ein- falt og líklega þurfa flestir foreldr- ar að ráða sér lögfræðing til að fara með málið þegar til þessa kemur. Miðað við að í landinu em lög og reglur sem segja hvemig samskipt- um foreldra og skólayfirvalda skuli háttað og miðað við að Island hefur skuldbundið sig til að framfylgja hinum ýmsu alþjóðlegu samning- um, sbr. Baraasáttmála sameinuðu þjóðanna, þá er óskiljanlegt að for- eldrar skuli þurfa að grípa til slíkra örþrifaráða til að leita réttar barns síns. Ætla mætti að foreldrar, kennari og skólastjóri ættu að geta fundið ásættanlega lausn í flestum málum án þess að kalla þurfi utan- aðkomandi aðila til. Svo er því mið- ur ekki í of mörgum tilfellum og margar kvartanir berast um að skólayfirvöld hlusti ekki á foreldra. Dæmið sem hér er til umfjöllunar er nýlegt og það er ekki einsdæmi, þótt líklega séu þau ekki mörg sem em sambærileg. Málið er enn óleyst en það nýjasta sem þar gerð- ist er að í annað sinn fá foreldrar fyrst að vita ákvörðun skólayfir- valda í fjölmiðlum. Föstudagskvöld- ið 25. júní var þriðja fréttin í aðal- fréttatíma Sjónvarpsins umfjöllun um úrskurð fræðsluráðs Reykjavík- ur varðandi málið, án þess þó að þar væri þess getið hvers vegna foreldrar væm yfir höfuð að fetta fingur út í málsmeðferð skólayfir- valda - en áður höfðu hvorki for- eldrar né lögfræðingur þeirra feng- ið um úrskurðinn að vita! Hvað eiga foreldrar og böm að gera? Höfundur á sæti í stjórn SAMFOK - Sambandi foreldrafélaga og for- Hvað eiga foreldrar og börn að gera? Bryndís Kristjánsdóttir Dómur sem skýrir ábyrgðarsvið NÝLEGUR dómur Héraðsdóms Reykja- víkur tekur af öll tví- mæli um hlutverk end- urskoðunar og ábyrgð endurskoðanda um leið og dómurinn áréttar þá ríku ábyrgð sem stjórn- armenn í hlutafélögum bera á ársreikningum og innra eftirliti félaga sinna. Áhugamenn um rekstur fyrirtækja og endurskoðun ættu að kynna sér málavexti í þessu áhugaverða dæmi sem skýrir mikilvæga þætti í starfsemi hluta- félaga. Nathan og Olsen hf. höfðaði mál gegn endurskoðanda sínum, PRICEWATERHOUSECOOPER ehf., þar sem krafist var skaðabóta vegna fjárdráttar gjaldkera stefn- anda og var kröfufjárhæðin um 25 milljónir króna. Héraðsdómur sýkn- aði endurskoðandann alfarið. Það taldist sannað að innra eftirliti fyrir- tækisins hafi verið ábótavant, þar sem umsjón og eftirliti með störfiim gjaldkerans hafi verið áfátt. Á fund- um með framkvæmdastjóra og fjár- málastjóra fyrir aðalfund félagsins komu fram ábendingar frá endur- skoðanda sem þykja sanna að fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins hafi haft vitneskju um ágallana. Rík ábyrgð stjórnar- manna I forsendum dómsins er m.a. tekið fram að samkvæmt 1. mgr. 68. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög fara félags- stjóm og framkvæmda- stjóri með stjóm félags- ins. í 3. mgr. sömu greinar segir svo: „Fé- lagsstjóm skal annast um að nægilegt eftirlit sé með bókhaldi og meðferð fjármuna fé- lagsins. Ef ráðinn er framkvæmdastjóri skal hann sjá um að bókhald félagsins sé fært í sam- ræmi við lög og venjur og meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti.“ Dómurinn sýnir þá ríku ábyrgð sem stjómarmenn í hlutafélögum bera. Ársreikningar em gefnir út á ábyrgð stjómar félagsins og hún ber ábyrgð á innra eftirliti félags- ins. í leiðbeinandi reglum um end- urskoðun kemur fram að könnun endurskoðanda beinist að því hvort ársreikningur félags gefi glögga heildarmynd af afkomu þess og efnahag. Hún beinist ekki sérstak- lega að því að leiða í ljós svik eða annað misferli. Hinsvegar kann ábyrgð endurskoðanda að koma til greina reynist heildarmynd reikn- Endurskoðun Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur tekur af öll tvímæli, segir Þorvarður Gunnars- son, um hlutverk end- urskoðenda og ábyrgð stjómenda. ingsskila röng. Leiði slík handvömm til þess að þriðji aðili verði fyrir tjóni hlýtur endurskoðandi að vera ábyrgur fyrir því að sínum hluta. Öðm máli gegnir um félagið sjálft þar sem stjómendur þess bera ábyrgð á innra eftirlitinu og geta ekki yfirfært þá ábyrgð á neina aðra. Niðurstaðan er því sú að stjóm- endur hlutafélags geta ekki vænst þess að endurskoðun, sem fyrst og fremst beinist að því að gefa glögga heildarmynd af afkomu og efnahag félagsins, leiði til afhjúpunar á svik- um eða misferli án afskipta af þeirra hálfu. Höfundur er formaður Fclags lög- giltra endurskoðenda. Þorvarður Gunnarsson Nokkur orð um nýja skólabók ISLENSK bókrýni hefur því miður stund- um einkennst af þröng- sýni og vandlætingu sem á það til að verða ofstopafull. Gagnrýn- andanum hættir til að einblína á smáatriði og fordæma skóginn, finni hann eitt fölnað lauf- blað. Bókin er ekki met- in á hennar eigin for- sendum né í samræmi við markmið hennar, heldur slær gagnrýn- andinn því föstu að hún eigi að vera öðravísi en hún er, og þá er eftir- leikurinn auðveldur: bókin er óhæf og hún er rifin niður af hetjumóði því að hún er gagnrýnandanum ekki að skapi og fellur ekki að viðmiðum hans. Grein Árna Ibsens í Mbl. 20. júní sl. um bók Heimis Pálssonar Sögur ljóð og líf er þessu marki brennd. Ami hefur ýmislegt til síns máls en hann lætur fordæminguna ráða íbr. Umræður um bókmenntir og bók- menntasögu em fagnaðarefni en gagmýnin þarf að vera granduð og uppbyggileg samræða við umfjöll- unarefnið. Einhverjir vaskir riddarar höfðu áður veist að þessari bók og tekur Árni undir þá aðför fortakslaust. Eysteinn Þorvaldsson Gagnrýni Bókin er ekki metin á hennar eigin forsendum, segir Eysteinn Þorvaldsson, né í samræmi við markmið hennar, Þessum mönnum verður starsýnt á það sem ekki er í bókinni og þá er nærtækast að óskapast yfir því að einhverra höfunda eða skáldrita sé ekki getið eða að sumum bók- menntagreinum sé ekki gert nógu hátt undir höfði. Það vantar sem- sagt nafn á einhverju skáldi, leik- ritahöfundi eða fræðimanni og þar með er bókin ekki boðleg. Allir ættu þó að vita að þeir sem semja yfir- litsrit eins og þessa umræddu bók verða að takmarka umfjöllun sína og þá ekki síst fjölda þeirra manna- nafna sem komið er fyrir í bókinni. Hið sama gildir um úrvalsrit og sýnisbækur. Ævinlega era einhverj- ir og kannski flestir óánægðir með textaval eða höfundaval og hafa um- sjónarmenn slíkra rita víða um lönd margsinnis brýnt fyrir lesendum að allt slíkt val sé að sjálfsögðu álita- mál, en sérhver umsjónarmaður ber ábyrgð á sínu vali sem hann byggir á ákveðnum forsendum. I formála gerir Heimir Pálsson grein fyrir til- gangi bókar sinnar og einnig fyrir takmörkunum hennar. Sjálfur sakna ég ýmissa höfunda í bókinni og það væri áreiðanlega jafnauðvelt fyrir Ama Ibsen og mig að benda á nöfn í bókinni sem mættu gjaman hverfa í staðinn fyr- ir okkar fólk. En þetta er bara aukaatriði. Bókin yrði ekki hótinu skárri þótt einhver fengi að hrókera á slíkan hátt. Engir tveir yrðu sam- mála um slíkar breytingar, og ef Ami fengi að koma sínu leikrita- skáldi að, hví fengi ég þá ekki að smeygja inn skáldsagnahöfundi mínum, og síðan kæmi Halldór Blöndal og allir hinir með sitt fólk og bókin yrði óskapnaður. Höfund- ur Sagna, ljóða og lífs teflir fram höfundum í samræmi við sitt mat og tilgang bókarinnar, og það væri illt í efni ef hann léti aðra ráða því. Nytsamleg skólabók Ef við sleppum þessum aukaat- riðum og endalausu naggi um fjar- vistir mannanafna, þá væri ekki úr vegi að meta hvemig bókin er annars vaxin í heild sinni og hversu líkleg hún er til að þjóna til- gangi sínum. Þetta er nefnilega skólabók. Og þetta er nytsamleg skólabók. Skyldi það ekki skipta máli? I henni birtist skýrt og aðgengilegt yfirlit um efnið sem henni er ætl- að að miðla, þ.e. ís- lenskar bókmenntir á 20. öld. Auðvitað era skiptar skoðanir um áherslur á bókmennta- greinar, skáldverk og höfunda. Áma Ibsen þykir hlutur leikritunar rýr og ég býst við að við Ami séum sammála um að hlutur bókmenntaþýðinga mætti vera stærri í bókinni; einhverjum þykir eflaust of lítið fjallað um nýjustu skáldsögumar og svo mætti lengi telja. En bókin er ekki verri að heldur. Sjálfur er ég auðvitað ekki sammála öllu sem í bókinni stend- ur, en það rýrir ekki gildi hennar, og tilveran væri líka harla daufleg ef fræðimenn væru alltaf sammála. Það hefur nefnilega aldrei verið samið verk sem er gallalaust að allra áliti eins og Ami Ibsen ýjar reyndar að, og eru verk guðanna ekki undanskilin. Aðalatriðið er að bókin gerir við- fangsefni sínu góð skil, hún er að- gengileg og efnið sett fram á skýr- an og aðlaðandi hátt. Hún sýnir tengsl bókmennta við þjóðfélags- þróunina og það er fengur að þeirri nýjung að tengja bókmenntirnar við myndlist samtímans hverju sinni. Bókin er full af tilvísunum og ábendingum til margra átta, til fræðirita af ýmsu tagi, og opnar þannig margar leiðir til frekari fræðslu. Og af því að þetta er skóla- bók skulum við ekki gleyma því að kennarar era ekki óvirkir lesendur. Það er þeirra hlutverk að leiðbeina öðram um notkun bóka, og í kennslunni fylla þeir í þær eyður sem kunna að finnast, efna til um- ræðna og brýna fyrir nemendum að meta hvert fræðslurit á gagnrýninn en sanngjarnan hátt. Að sjálfsögðu bæta kennarar við höfundum, sem þeir telja að eigi að vera með í för, og auka vægi bókmenntagreina ef þurfa þykir; það hafa þeir raunar alltaf gert í kennslu bókmennta og bókmenntasögu ef þeim finnst eitt- hvað vantalið í skólabókum og fræðiritum. Bókin Sögur, ljóð og líf hentar vel sem grundvallarrit til slíkrar kennslu og náms, - til skóla- starfs sem miðar að því að auka áhugann á sögum, ljóðum og leik- ritum. Höfundur er prófessor við Kennara- háskóla Islands. Heldur þú að B-vítamín sé nóg ? NATEN -ernógl brúðargjafa L.J Fallegir borðdúkar í gjafakössuin Uppsetningabúðin Uvcrfisgötu 7-i, sími 552 5270. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.