Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 34
M MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + Magnús Guð- mundur Magn- ússon fæddist í Reykjavík 22. des- ember 1973. Hann lést 29. júní 1999. Foreldrar hans eru Magnús Jóhann Magnússon, f. 12.1. 1949 og Kristín Björnsdóttir, f. 8.6. 1948. Þau skildu ár- ið 1989. Sambýlismaður Kristínar er Jón V. Ottason, f. 12.8. 1939. Sambýliskona Magnúsar er Petrína Kristjáns- dóttir, f. 29.5. 1957. Systkini Magnúsar eru Hulda f. 27.5. 1968 og Björn Jakob f. 9.9. 1971. Björn er í sambúð með Kristínu Guðlaugu Guðfínns- dóttur, f. 16.4. 1971. Þau eiga Elsku Maggi minn, mér er orða vant á þessum erfiðu tímamótum, þó að minningamar séu margar. Mig langar þó að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa hverjum sem var hjálparþurfi. „Maggi er vinur vina sinna,“ sagði Krissi, vin- ur okkar, einu sinni. Þau orð lýsa þér mjög vel, því traustari vin er ekki hægt að hugsa sér. Þú reynd- ist öllum svo vel. Eftirminnilegustu árin okkar saman voru þau sem við áttum á Akureyri. Þar leið okkur svo vel á stúdentagörðunum á Útsteini og ‘Klettastíg. Þar eignuðumst við stóran hóp góðra vina og var umtal- að hversu sterk vinatengsl mynd- uðust í bekknum þínum í sjávarút- vegsfræðinni. Þú gerðir alltaf mikl- ar kröfur til sjálfs þín enda gekk þér mjög vel í skólanum. Svo var það fyrir rúmum tveimur árum að guð gaf okkur lítið kraftaverk sem við gáfum nafnið Erla Mist. Nú á ég þennan sólargeisla eftir til minn- ingar um þig og þakka guði fyrir það. Astin mín, nú kveð ég þig. Þú varst alltaf besti vinur minn og alltaf til staðar þegar ég þurfti á stuðningi og hlýju að halda. Þessi hræðilegi sjúkdómur gerði það að verkum að þú sást ekld birtuna. Þú -sást ekki hvað þú hafðir margt að gefa okkur. Nú ertu hjá guði, þar hefur þú öðlast hugarró, þar líður þér vel hjá Erlu ömmu þinni sem þér þótti svo vænt um. Margrét og Erla Mist. Það er erfítt að sætta sig við þá staðreynd að æskuvinur minn er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Við vorum bestu vinir frá því ég man eftir mér. Við bjuggum í sömu götu í Safamýrinni til ársins 1980 er við fluttum í Árbæinn. Við vor- um alltaf saman, ég, Maggi (Gummi eins og ég kallaði hann í þá daga) 'og Bjössi bróðir hans. Við vorum sem bræður því við vorum saman frá morgni til kvölds alla daga öll þessi ár. Foreldrar okkar urðu miklir vinir og eru mæður okkar bestu vinkonur. Minningar mínar um okkar samleið eru efni í heila bók. Ef ég hefði sama minnið og hann Maggi hefðu bækurnar ef- laust orðið nokkrar, því hann mundi allt. Maggi var alltaf að rifja upp atvik úr lífi okkar sem mig rámaði oft ekki einu sinni í. Maggi var árinu yngri en ég og ^var allan grunnskólann í bekk með Birnu systur. Mér er minnisstæð ljósmynd af þeim saman í röð fyrir utan Álftamýrarskóla, sem tekin var fyrsta skóladaginn þeirra. Maggi var ekki mikið fyrir skóla- bækur fyrstu árin í grunnskóla en það átti eftir að breytast. Á sumrin ffðum við saman fótbolta með ylki. Maggi var alltaf sá fastasti Andreu Ýr, f. 10.4. 1999. Hálfsystir Magnúsar er Eva Rakel, f. 24.11. 1992. Uppeldisbróð- ir hans er Davíð AI- bertsson f. 10.11. 1979. Sambýliskona Magnúsar er Mar- grét Árnadóttir f. 17.7. 1973 og eiga þau eina dóttur, Erlu Mist, f. 18.4. 1997. Magnús út- skrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1993. Árið 1998 lauk hann B.Sc.- gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Hann starfaði á Viðskiptastofu Lands- banka Islands. Útför Magnúsar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. fyrir í vörninni. Sem dæmi um hörkuna í honum þá ristarbrotnaði hann í einum fyrrihálfleiknum, haltraði smá eftir það en kláraði allar 90 mínúturnar. Annað var ekki inni í myndinni hjá honum. Maggi var ekki bara harður heldur mjög kaldur. Við príluðum oft upp á húsþökin á byggingunum í Sel- ásnum til þess að stökkva niður í snjóskafla og var það þá alltaf Maggi sem stökk fyrstur til að kanna aðstæður. Það fylgir oft þeim, sem eru svona kaldir, smá óheppni. Einu sinni stökk hann í, sem virtist, mjög djúpan skafl, nema hvað í honum leyndist rusla- tunna úr járni af stærstu gerð og þá fótbrotnaði hann. Annað dæmi um óheppni hans var þegar ég var að gera upp „Grifterið" mitt. Ég hafði sprautað það og fægt, þannig að það var sem nýtt. Maggi kom þá í bílskúrinn til mín og þegar hann sá hjólið varð hann að fá að taka í. Ég vildi það nú ekki því ég var að leita að einni skrúfu sem ég átti eftir að festa frambremsuna með við gaffalinn. Málið með Magga var að þegar hann vildi gera eitthvað þá framkvæmdi hann það bara. Hann tók hjólið og fór út á götu. Stuttu síðar heyrðist hróp, Robbi, Robbi, ég er fastur. Ég fór út á götu og þar lá Maggi ósjálfbjarga undir hjólinu og það fossblæddi úr lærinu. Frambremsan hafði flækst í dekkinu. Það var ekki nóg hjá honum að detta á malbikið heldur beint á smá stein sem var sá eini í margra metra radíus. Mamma varð að fara með hann á slysó þar sem hann var saumaður fleiri spor í lærið. Á þessum árum var Maggi oft á hækjum, haltur, marinn eða skrapaður eftir hin ýmsu uppá- tæki. Þegar við Maggi vorum í gaggó vorum við mikið á skíðum. Við gátum rennt okkur heilu dag- ana án þess að þreytast. Þar var það sem fyrr Maggi sem fór fyrst- ur á stökkpallana til að kanna hvort við hinir, sem á eftir komu, ættum að fara jafn hratt eða hægar en hann. Við þurftum sjaldan að fara hraðar. Þetta endaði oft með hörðum lendingum en það var hrist af sér á sömu mínútunni. Við Maggi fórum báðir í Menntaskólann við Sund (MS) og útskrifuðumst þaðan af náttúru- fræðibraut. Hann var árinu á eftir mér. Þar kynntist Maggi alveg yndislegri manneskju, henni Mar- gréti, eða Möggu. eins og ég kalla hana. Við Magga urðum strax góð- ir vinir. Á þessum árum var sam- band mitt og Magga minna en áð- ur. Maggi og Magga voru á kafi í hestamennskunni og ég var enn í Fylki á æfíngum. Þá tók ég upp á því að fara á sjóinn á sumrin. Við hittumst þó alltaf mjög reglulega og skemmtum okkur saman. Kem- ur þá upp í huga þegar við héldum upp á 17 ára afmælið hans Magga, MINNINGAR ég, Maggi, Magga og Krissi með svo mjög eftirminnilegum hætti sem ekki verður útlistaður hér. Maggi tók námið föstum tökum í MS. Hann og Magga voru saman í bekk öll fjögur árin og lærðu alltaf saman. Þeim gekk báðum mjög vel og útskrifuðust þaðan með mjög góð próf. Eftir MS tóku þau sér frí frá námi í eitt ár, unnu mikið og söfnuðu fyrir íbúð. Maggi var hörkuduglegur vinnumaður og hafði mikinn metnað fyrir því sem hann tók sér fyrir hendur. Keyptu þau sér íbúð í Safamýrinni þar sem hann hafði búið áður. Það var í febrúar 1994 að Maggi hringdi í mig og sagðist ákveðinn í að fara í Sjávarútvegdeild Háskólans á Akureyri (SHA). Það kom mér á óvart því hann hafði aldrei unnið í fiski né komið nálægt sjávarútvegi á nokkurn hátt. Hann var viss um að þetta væri menntun sem fram- tíð væri í. Hann spurði mig hvort ég kæmi ekki me sér norður. Ég vissi vel af þessu námi og sló til. Um haustið fluttum við til Akur- eyrar. Þar kynntist ég Selmu minni. Maggi og Magga lánuðu mér bílinn sinn svo ég gæti boðið henni í bíó. Við fjögur urðum strax miklir vinir. Við Maggi lærðum mikið saman þessi fjögur ár í SHA. Maggi var mjög metnaðar- fullur. Okkur gekk mjög vel að vinna saman og vorum gott teymi. Við unnum mörg verkefni saman og leystum þau með ágætum. Við lærðum saman fyrir flestöll próf og spurðum hvor annan spjörun- um úr. Þessi „taktík" gekk upp. Maggi var einn af þeim sem sýndu bestan árangur í hverju prófi. Menntun í skóla er eitt og skóli lífsins annað. Maggi vissi að það var ekki nóg að vita að karfi væri rauður og fæðir lifandi afkvæmi. Hann varð að komast á sjóinn og finna lyktina af slorinu. Þar sem ég hafði verið á Vigra síðustu sumur bað ég um pláss fyrir hann en það var í eina skiptið sem ég gerði slíkt. Það gerir maður ekki nema maður sé 100% viss um að viðkomandi sé duglegur og hafi áhuga. Það var ekki spurning með hann, því ég held að fáir hafi farið til sjós með eins brennandi áhuga um hvernig við öflum þjóðartekna okkar. Hann var hörkuduglegur og fékk þá túra sem hann sóttist eftir. Þegar Maggi og Magga eignuðust Erlu Mist veittist mér sá heiður að halda á henni nokkurra klukkustunda gam- alli. Maggi var afar stoltur og fjöl- skyldan tók sig afskaplega vel út. Nú voru breyttir tímar, Maggi var orðinn pabbi. Maggi byrjaði að vinna hjá Viðskiptastofu Lands- banka Islands og var að vinna með helstu ráðamönnum okkar þjóðfé- lags. Forstjórum sjávarútvegsfyrir- tækja, banka, olíufélaga og fleirum merkum mönnum. Hann hafði mjög gaman af starfi sínu. Honum gekk vel í vinnunni og var metnaðarfull- ur í starfi sem fyrr. Þegar hann lést hafði hann nýlokið við erfitt mál. Fyrir það verkefni fékk hann hrós frá fleiri en einum aðila, hvernig hann tók á málinu. Maggi hafði á annað ár átt við sjúkdóm að stríða er nefndur er þunglyndi. Slíkur sjúkdómur er hræðilegur en hann var hans bana- mein. Ég á erfitt með að sætta mig við það að Maggi hafi farið frá mér án þess að hleypa mér inn og ræða málin. Ég hefði kannski getað hjálp- að eitthvað því við vorum bestu vin- ir. Ég skil ekki hvemig hann gat byrgt þetta inni í sér án þess að ég tæki eftir því. Maggi skilur eftir sig djúpt skarð í hjarta mínu. Ég kveð hann með miklum söknuði sem orð fá ekki lýst og bið góðan Guð að vemda hann og geyma. Eþsku Magga, Erla Mist, Erna og Árni, Kristín og Jón, Bjössi, Kristín og Andrea, Hulda, Davíð, Magnús J. og fjölskylda. Megi Guð styrkja ykkur öll í sorginni. Róbert. Elsku Gummi bróðir: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Þessi sálmur lýsir huga mínum þessa stundina svo vel. Þú varst mér ekki bara bróðir heldur einnig vinur. Allt líf þitt lá fyrir þér. Þú áttir svo góða konu, hana Möggu, og sólargeislann, Erlu Mist. Þið vomð búin að koma ykkur svo vel fyrir í íbúð ykkar og þú varst búinn að mennta þig og farinn að starfa í Landsbankanum í tengslum við menntun þína. En eins og fram kemur í sálminum þá var kallið komið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu þína og veri með Möggu og Erlu Mist í þessari miklu sorg. Þinn bróðir, Björn. Ég var svo lánsöm að kynnast Magnúsi Guðmundi þegar ég fór að vera með bróður hans, honum Birni, fyrir um fjóram áram síðan. En það voru ekki margar stundir sem við áttum saman í fyrstu. Hann og Margrét, kona hans, voru við nám á Akureyri og Björn alltaf á sjónum. En við fóram norður nokkram sinnum og heimsóttum þau. Mér er það minnistætt þegar við heimsóttum þau rétt áður en Erla Mist, sólargeislinn þeirra, kom í heiminn. Þau buðu okkur í mat ásamt vinum sínum og það var þröng á þingi í íbúðinni. Én það kom ekki að sök þar sem góður hópur var saman kominn og góðar veitingar. Það var okkur Birni mikið til- hlökkunarefni að eiga eftir að hitta hann, Möggu og Erlu Mist oftar þegar þau fluttu suður fyrir um ári. Það var virkilega gaman að sjá framtakssemina hjá þeim skötu- hjúunum. Ekki var flutt inn í íbúð- ina í Safamýri fyrr en búið var að skipta um eldhúsinnréttingu, brjóta niður einn vegg og mála. Eftir að þau voru flutt inn var alltaf verið að gera íbúðina vist- legri. Við áttum margar góðar stundir saman með þeim í mat hjá þeim eða okkur. Ég var svo lánsöm að geta leitað til þeirra þegar Björn var á sjónum fyrir síðustu áramót. Það var svo gott að geta setið hjá þeim í stað þess að láta sér leiðast ein heima. Þegar Björn fór að vinna í landi fórum við oftar til þeirra. Með vorinu fór Maggi að stunda hestamennskuna. Þá var ég svo gæfurík að fá að passa Erlu Mist nokkrum sinnum þegar Magga var upptekin í söngnum og hann vildi komast á hestbak. Þau komu svo til okkar og samglöddust okkur þegar við eignuðumst dóttur okkar. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Ég bið Guð að varðveita þig og styðja Möggu og Erlu Mist í þess- ari miklu sorg. Einnig bið ég Guð að styðja Kristínu, Jón, Huldu, Da- víð, Björn afa, Magnús, Petra, Evu Rakel, Ernu, Árna, Karvel, Eyþór og alla aðra sem eiga sárt að binda á þessari stundu. Kristín. Það er ólýsanlega sár tilfinning að elsku Maggi okkar skuli vera farinn frá okkur. Mín fyrstu kynni af Magga vora þegar stór hópur ungs fólks flutti norður til Akureyr- ar að stunda nám við Háskólann á MAGNUS GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Akureyri haustið 1994. Þá kynntist ég unnusta mínum, Róberti, æsku- félaga Magga. Maggi og Magga vora einstakt par, samheldin, indæl og tóku á móti manni opnum örmum. Ekki leið á löngu þar til við Róbert urð- um heimalningar hjá þeim, nánast heima hjá þeim hvern dag. Maggi var einstaklega góður kokkur og hafði mjög gaman af að bjóða fólki í mat. Það vora margar veislurnar heima hjá þeim fínar eins og á veit- ingahúsum. Við Róbert áttum það sameiginlegt með þeim Magga og Möggu að vera pizzusjúklingar og gengum við svo langt að við skipt- umst á að baka pizzur vikulega. Síðan eyddum við kvöldinu saman, töluðum eða horfðum á sjónvarpið þar sem við Maggi sofnuðum iðu- lega. Maggi og Magga gáfu vinum sín- um mikinn tíma og voru það þó nokkrar ferðir sem við fóram sam- an. Mér er minnisstætt þegar þau tóku mig með í Þórsmörk sumarið 1995 þegar Róbert var á sjónum. Það var eins og ég hefði þekkt þau í mörg ár. Við sungum saman í Mözdunni góðu og skemmtum okk- ur vel. Ekki má gleyma veiðiferð- unum upp á Auðkúluheiði og Portú- galsferðinni sem verða lengi í minn- um hafðar. Vorið 1997 fæddist þeim Magga og Möggu yndisleg dóttir, hún Erla Mist. Það var mikil gleðistund og fannst okkur fyndið að svo lítið barn gæti líkst pabba sínum eins mikið og hún gerir. Maggi var mjög ánægður með það og var stoltur af henni. Maggi var einstakur maður, alltaf tilbúinn að aðstoða aðra og leggja til hjálparhönd. Hann var dugnaðarforkur sem maður lítur upp til. Allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann vel. Sést það vel á íbúðinni sem þau Magga voru að endurbæta. Mikill er missirinn en minningin um hann mun ávallt vera til staðar. Elsku besta Magga og Erla Mist, foreldrar og systkini, ég bið góðan Guð að vera með ykkur og styrkja. Selma. Elsku Maggi. Það er erfitt að hugsa til þess að við sjáum þig aldrei aftur en við vitum að þér líð- ur vel þar sem þú ert núna. Góði Guð, viltu passa Magga fyr- ir okkur og varðveita. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Margrét, Erla Mist og aðrh aðstandendur. Við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Ástarkveðjur, Karvel, Linda, Friðrik Snær og Hilmar Daði. I litlu samfélagi, þar sem fólk kemur saman til náms og starfa fjarri heimahögum sínum, nánustu fjölskyldu og æskuvinum, myndast einatt vinatengsl, þess eðlis sem ekki eiga sér vaxtarvon undir venjubundnum kringumstæðum. Við kynntumst Magnúsi á Akur- eyri, þangað sem hann flutti eftir stúdentspróf ásamt Margréti, unn- ustu sinni. Þar lagði hann stund á nám í sjávarútvegsfræðum við Há- skólann á Akureyri. Fjölskyldur okkar bjuggu í nábýli lengst af á meðan á Akureyrardvöl stóð og myndaðist traustur vinskapur með- al okkar og annarra samnemenda úr skólanum. Úr varð samheldinn hópur sem staðið hefur saman gegnum súrt og sætt. Magnús var kappsamur í námi og leik og hamhleypa til vinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.