Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 3^ Hann var harður í horn að taka í íþróttum, og fengu menn iðulega að fínna fyrir ákafa hans og eftir- fylgni í návígi. I dagsins önn var hann hins vegar rólyndur og yfir- vegaður og sérlega rökfastur í hugsun og ræðu. Pessir eiginleikar Magnúsar öfluðu honum vinsælda og velvildar meðal þeirra sem um- gengust hann og þekktu. í góðum hópi var Magnús glettinn og gam- ansamur, en orðhvass og bein- skeyttur ef honum þótti svo hæfa og lá ekki á skoðunum sínum um menn og málefni. A eintali var hann jafnan alvörugefinn og hrein- skiptinn, og á stundum nánast barnslega einlægur. Fráfall Magn- úsar lætur eftir sig skarð sem aldrei verður fyllt. Það bar óvænt að og skilur eftir spurningar sem engin eiga svör. Sorgin og söknuð- urinn minna okkur þó á að við lif- um og finnum til, að lífið er dýr- mætt og heilsan fallvölt. Við kveðj- um góðan dreng. Elsku Margrét og litla Erla Mist, við vottum ykkur og öðrum að- standendum Magnúsar okkar dýpstu samúð. Jóhann og Ólöf. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Maggi okkar er látinn en við minnumst allra góðu stundanna með honum. Árin fyrir norðan þeg- ar Maggi og Magga bjuggu í stúd- entablokkunum og gestirnir streymdu til þeirra. Það var enginn í sjávarútvegsdeildinni duglegri að bjóða í matarveislu en Maggi. Sát- um við gestirnir þá oft langt fram eftir kvöldi og nutum félagsskapar við þau Magga og Möggu. Veiði- ferðin upp á Auðkúluheiði í tjaldi í september er einnig ógleymanleg. Það var Maggi sem átti hugmynd- ina að þeirri ferð og fékk okkur til að flaka silung langt fram á nótt. Maggi var kappsamur og ham- hleypa til verka. Hann átti því erfitt með að skilja hvers vegna Gísli þyrfti að eyða svo miklum tíma í lærdóm. Sjálfur var Maggi af- burðanámsmaður. Síðasta árið okkar fyrir norðan vorum við búin að eignast tví- burana, og Maggi og Magga Erlu Mist. Þá komu Maggi og Erla Mist oft seinni part dags niður til mín og veittu mér og börnunum félags- skap. Fyrir það verður honum seint fullþakkað. Magga var umhugað um líðan annarra en bar sjálfur hai-m sinn í hljóði. Nú vildi maður óska að hann hefði deilt sínum erf- iðu stundum með okkur. Þetta kennir okkur að gæta að vinum okkar. Að útskrift lokinni þegar fólk fór hvert í sína áttina var Maggi dug- legur að kalla saman hópinn. Við minnumst kvöldanna í Safamýrinni með söknuði því við verðum að horfast í augu við það að Maggi mun aldrei koma aftur. En við geymum hann öll í hjarta okkar. Guð blessi hann Magnús okkar. Elsku Magga, Erla Mist og ætt- ingjar og vinir Magnúsar, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. María, Gísli og börn. Það er skrýtið hvernig maður er alltaf minntur á að það er ekkert öruggt í lífinu. Eina stundina situr maður og hlakkar til að hitta ein- hvern en þá næstu er sá hinn sami skyndilega horfinn að eilífu. Þegar fréttin um andlát Magga vinar okk- ar barst var eins og hluti af manni væri tekinn burtu. Það myndaðist stórt skarð í vinahópinn og enn stærra í hjarta okkar. Ég kynntist Magga og Möggu unnustu hans fyrst í Menntaskólan- um við Sund. Mín fyrstu kynni af Magga voru svipuð og sjálfsagt margra annarra vina hans, ég lenti fyrir beinskeyttum glósum frá hon- um í kennslustund. Það varð fátt um svör frá mér en bak við glós- urnar var frábær drengur sem var bara að segja á sinn hátt: Þú ert ágætur. Vinátta mín og Alfheiðar unnustu minnar við Magga og Möggu byrjaði síðan fyrir alvöru þegar við Maggi hófum nám við Háskólann á Akureyri haustið 1994. Það var einstakur hópur sem byrjaði saman í sjávarútvegsfræði þetta haust og með okkur mynduð- ust vinabönd sem vonandi slitna aldrei. Það er svo margs að minnast þegar horft er til baka til skólaár- anna okkar á Akureyri. Þær eru margar ógleymanlegar ferðirnar sem við fórum saman hvort sem það voru skólaferðir, Sjallaferðir eða veiðiferðir og margai’ voru mat- arveislurnar. Veiðiferðin okkar á Auðkúluheiði sem til stóð að endur- taka í haust, er ein af þessum frá- bæru minningum sem aldrei gleymast. Það er alltaf vinna að viðhalda vináttu. Maggi var duglegur í þeirri vinnu eins og annarri. Hann bauð í matarboð og kom í heimsóknir. Alltaf var jafn notalegt að sitja og spjalla við hann og Möggu og ekki spillti litla prinsessan gleðinni með brosi sínu. Maggi var traustur vin- ur sem alltaf var tilbúinn að hjálpa öðrum við úrlausnir sinna mála. Hann hafði skoðun á öllu og gott var að fá álit hans á og rökræða við hann um það sem maður var að kljást við hverju sinni. Það var eitt sem maður gekk að vísu í samskipt- um við Magga að hann var hrein- skilinn og berorður sem er mikill kostur í fari vina. Maggi vildi alltaf hafa nóg fyrir stafni, ef hann var ekki að taka slátur eða tína ber í sultu þá pússaði hann upp húsgögn, flísalagði eða smíðaði í sumarbú- staðnum. Þetta er orka sem við vilj- um öll hafa til að bera. Þrátt fyrir að lífið virtist blasa við Magga bar hann þyngri byrðar en við gerðum okkur grein fyrir. Maggi var veikur og veikindi hans báru hann ofurliði. Það er við slíkar aðstæður sem maður vildi óska þess að maður gæti læknað, hjálpað, gert eitthvað. Það eina sem við getum gert er að verma okkur við yndislegar minn- ingar um góðan vin og reyna að nota þær til að fylla stóra skarðið sem myndaðist í hjarta okkar þeg- ar Maggi dó. Við viljum votta fjölskyldu Magga og ótrúlega sterkri unnustu hans og dóttur, okkar innilegustu samúð og megi Guð gefa ykkur styrk og þrek til að ganga áfram. Jón Kjartan, Alfheiður og Elísabet. Að kveðja er erfitt og að horfa á eftir vini líkt og Magga er þung raun. Við Maggi kynntumst haustið 1994 þegar við hófum nám við Há- skólann á Akureyri líkt og Margrét unnasta hans. Góð kynni tókust með okkur, sérstaklega eftir að ég fluttist á stúdentagarðana þar sem Maggi og Magga bjuggu. Osjaldan kom Maggi yfir til mín og bauð mér í mat sem hann hafði eldað af sinni snild enda hafði hann gaman af þeirri iðju. Erfitt var að launa fyrir þetta en var þó reynt með því að leggja á borð og sjá um uppvaskið. Alltaf vai’ hægt að leita til Magga ef eitthvað gekk ekki rétt fyrir sig hjá mér, hvort sem það var stærðfræði, efnafræði eða eitthvað annað, Maggi kláraði þetta allt. Á skólaár- unum var ýmislegt gert fyrir utan skólann. Þannig fór vinahópurinn í veiðiferðir upp á Auðkúluheiði sem Maggi stofnaði til. Þó ferðirnar hafi verið farnar til gamans þá kom í ljós hversu hagsýnn Maggi var því hann bæði gróf silunginn og frysti til seinna tíma. Ári fyrir útskrift fórum við bekkjarfélagarnir svo saman í útskriftarferð til Portúgals. Þar hlotnaðist mér mikill heiður að grípa inn í föðurhlutverk Magga um tíma þar sem hann komst ekki með strax vegna sjómennsku sinn- ar. Seinna kom Maggi hress og kát- ur til leiks og þarna áttum við góð- ar stundir jafnt við sundlaugar- bakkann sem og á öðrum ferðum um Portúgal. Eftir fjögur góð ár á Akureyri tók atvinnulífið við og fluttum við suður og Maggi með sína fjöl- skyldu, Möggu og þeirra yndislegu dóttur Erlu Mist. Við þetta minnk- uðu samskiptin eins og eðlilegt er þegar menn eru komnir á fullt í að sanna sig úti í atvinnulífinu. Síðan gerist það óvænta og sorglega að Maggi vinur minn þurfti að kveðja þetta líf. Eftir situr minning um góðan og kraftmikinn dreng. Þó minningarnar séu margar og góðar um Magga bið ég þig góður guð að gefa þeim Möggu og Erlu Mist styrk á þessum erfiðum og sáru tímum. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín er uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans í leit að friði (Kahlil Gibran) Þinn vinur, Bryiy'ar. Elsku Maggi. Ég trúi því vart enn að þú sé farinn frá okkur. Það er skrítið að hugsa til þess að geta ekki heimsótt þig eða fengið þig í heimsókn í framtíðinni. Ég man vel eftir því þegar við vorum að byrja okkar vinskap, við höfðum auðvitað verið skólabræður í gegn- um grunnskólann, en urðum við fyrst bekkjarbræður í M.S. Allt í einu vorum við orðnir góðir vinir, nánast eins og við hefðum verið það í mörg ár. Þannig var þinn vin- skapur, Maggi, þú gafst þig allan. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd og þú stóðst alltaf með manni. Ég dáðist líka að því hversu sterkur þú varst heima hjá þér, þú varst klettur fyrir mömmu þína og systkini. Þú hafðir sér- staka kímnigáfu sem ég kunni að meta og við áttum ófáar stundirn- ar saman, bullandi um hitt og þetta. Ég kynntist líka vinum þín- um og sá strax hvernig þeir báru allir virðingu fyrir þér og hversu mikill vinur þú varst. Ég sagði það víst einhvern tíma um þig að þú værir svo mikill vinur vina þinna. Það er líka rétt, vinir þínir höfðu ávallt þinn stuðning og þér hefði aldrei dottið í hug að hallmæla þeim. Við vorum orðnir það nánir að þegar þú og Magga byrjuðuð saman hræddist ég svolítið að þú myndir eiga lítinn tíma fyrir mig. Svo reyndist hins vegar alls ekki, við gerðum líka margt saman þrjú, og skemmtum okkur saman. Þið Magga áttuð líka svo vel saman og ég held að það sé ekki algengt að fólk eigi svo margt sameiginlegt. Þið voruð hestafólk og svo auðvit- að duglegir námsmenn, eitthvað sem þið unnuð saman, jafnvel þeg- ar þú varst í sjávarútvegsfræðinni og Magga í kennaranáminu. Við áttum líka góðar stundir saman fjögur, ég og Margrét og þú og Magga. Eins líka þegar við vorum orðnir stoltir pabbar, t.d. þegar við komum í heimsókn til ykkar um páskana. Við áttum von á ykkur út til okkar í júlí og því er það svo erfitt að skilja hvernig svona getur gerst. Þú virkaðir svo ánægður í vinnunni og þið voruð búin að koma ykkur svo vel fyrir. Lífið virtist brosa við þér. Það er erfitt fyrir okkur Mar- gréti að geta ekki fylgt þér, vinur minn, því þú varst sjálfur svo tryggur vinur. Þú verður samt alltaf hjá okkur og allar stundirn- ar sem við áttum saman geymum við á sérstökum stað í hjarta okk- ar. Ég bið góðan guð um að styrkja Möggu, Erlu Mist og fjölskyldurn- ar í sorginni. Þú varst virkilega ein- stakur og vinskapurinn sem við átt- um var ómetanlegur. Guð geymi þig, elsku karlinn minn. Christopher og Margrét. Mig langar með þessum fáu orð- um að minnast Magga Gumma eða Gumma eins og hann var venjulega kallaður af minni fjölskyldu. Fjöl- skylda hans bjó í sömu götu og mín, í Safamýrinni, um nokkurra ára skeið, eða þangað til ég var tíu og Gummi sex. Á sama ári fluttumst við svo upp í Selás og hefur því vin- skapur verið milli okkar nánast alla okkar ævi. Gummi og Bjössi, bróðir hans, voru miklir vinir Robba bróð- ur og voru því ósjaldan í Dísarásn- um hjá okkur. Éinnig var góður vinskapur milli foreldra okkar og er enn milli mæðra okkar. Þar sem ég er aðeins eldri en þessir strákar voru kynni mín af Gumma mest- megnis í gegnum Robba. Á þessum árum sá maður þá bræður oft en sjaldnar nú hin síðari ár, enda voru Robbi og Gummi saman við nám á Akureyri í fjögur ár. Þó hitti ég Gumma nokkrum sinnum nú síð- asta árið og annaðhvort var það heima hjá Robba eða niðri á Við- skiptastofu Landsbankans þar sem hann vann. Alltaf var umræðuefnið það sama hjá okkur, íslenski fjár- málamarkaðurinn. Ég kveð þig kæri vinur og þakka þér fyrir kynnin í gegnum tíðina. Elsku Magga og Erla Mist, Kristín, Magnús, Hulda, Bjössi, fjölskyldur ykkar og aðrir ættingj- ar, Robbi og Selma og aðrir vinir. Minningin um góðan dreng lifir áfram. Þórður Gislason og fjölskylda. Okkur langar til að kveðja vinnu- félaga og góðan vin okkar, Magnús Guðmund Magnússon, og þakka fyrir þær ánægjulegu samveru- stundir sem við áttum með honum. Samstarf okkar með Magga, eins og hann var jafnan kallaður í okkar hópi, varð því miður alltof stutt því það er einungis tæpt ár síðan Maggi hóf störf á viðskiptastofu Landsbankans og nú er hann lát- inn. Maggi brautskráðist með próf í sjávarútvegsfræðum frá Háskólan- um á Akureyri vorið 1998 og var ráðinn á Viðskiptastofuna sem sér- fræðingur á fyrirtækjasviði í júlí- mánuði það sama ár. Það kom fljótt í ljós að kraftar hans nýttust vel því hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á þörfum sjávarútvegsfyrirtækja og gekk því vel að veita þeim góða og faglega þjónustu. Maggi var snöggur að mynda sér skoðun á hlutunum og það var eftirtektar- vert hversu fljótur hann var að setja sig inn í starfið. Maggi kom alltaf fram af krafti og sannfæringu enda hafði hann sjálfur verið tölu- vert til sjós og þekkti því vel lands- lagið í atvinnugreininni. Þrátt fyrir að kynni okkar af Magga hafi að mestu farið fram í gegnum vinnuna þá tengdumst við honum traustum og órjúfanlegum vinaböndum. Við þekktum hann sem glaðværan og skemmtilegan félaga sem skipaði mikilvægan sess hjá okkur sem störfum við fyrir- tækjatengsl. Það verður erfitt að fylla það skarð sem Maggi skilur eftir og það mun taka okkur langan tíma að komast yfir þá sorg sem fráfall hans veldur. Þótt söknuður okkar sé mikill er hann þó mestur hjá fjölskyldu Magga og aðstandendum hans. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur, þá sérstaklega konu hans Margréti og dóttur þeirra Erlu Mist. Elsku Maggi, þakka þér fyrir samverustundirnar okkar. Hvíl í friði. Þínir samstarfsmenn 1 fyrir- tækjatengslum á viðskiptastofu Landsbankans, Rúnar, Davíð, Hlynur, Arnar, Birgir og Þorsteinn. Fréttin um fráfall Magnúsar Guðmundar kom eins og reiðarslag yfir starfsfólk viðskiptastofu Landsbankans á annars sólbjört- um morgni dags hinn 30. júní sl. Magnús, eins og við kölluðum hann ævinlega, kom til starfa í Lands- banka Islands á miðju síðasta ári. Hann sinnti störfum sínum sem sérfræðingur í sjávarútvegsmálum af miklum áhuga og kappi. Magnús var þægilegur í umgengni og óx hratt í starfi. Hann kom með ný sjónarhorn úr ranni sjávarútvegs- ins inn í umræðu og ákvarðanir varðandi þessa grundvallarat- vinnugrein landsmanna. Magnús hafði á stuttum starfstíma sínum í Landsbankanum farið vítt og, breitt um landið í heimsóknir i<- sjávarútvegsfyrirtæki og hann var við störf fram undir kvöldmat dag- inn sem hann lést. Fráfall hans kom okkur öllum jafn mikið á óvart. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri gnind, fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði,- líf mannlegt endar skjótt. . (Hallgrímur Pétursson.) Kynni mín af Magnúsi vöruðu miklu skemur en mig óraði fyrir. Missir okkar samstarfsfélaganna er sár. En sárastur er hann konu hans, Margréti, og hinni ungu dóttur þeirra, Erlu Mist, sem og annarra nánustu ættingja og vina. Ég fyrir mína hönd og Lands- b'anka íslands votta þeim öllum dýpstu samúð með von um að þau njóti styrks Guðs í sorg sinni og lífi. Brynjólfur Helgason. Skarð þitt verður aldrei fyllt. Það - er þó huggun harmi gegn að við höfum Erlu Mist og Margréti og í framtíðinni munu þær, ásamt okk- ur vinum þínum, lýsa upp minningu þína. Þú verður ávallt hluti af okkar vinahóp sem í gegnum Háskólann á Akureyri kynntist og upplifði í sameiningu erfiða tíma og sannar gleðistundir. Þegar við horfum til baka koma fram óteljandi minningar. Þá ber hæst gestrisni ykkar Möggu ogA eldamennsku þína sem var framúr- skarandi (þó svo að poka-endur ættu í hiut). Við minnumst Massa- borgaranna og þeirra sælustunda sem við áttum öll saman. Þau voru ófá skiptin sem við hitt- um þig niðri í leikherbergi á Út- steini þegar þú varst að gera upp barnarúmið fyrir litla gullmolann þinn. Maggi, vinirnir gerast ekki betri, þú varst alltaf boðinn og búinn til að hjálpa til við það sem við tókum okkur fyrir hendur. Það er sérlega sárt að kveðja þig. Þú munt lifa með okkur í framtíð- inni í gegnum lífsgleði Erlu Mistar og sálarstyrkinn hennar Möggu. ^ Elsku Magga okkar og Erla Mist, við biðjum Guð að veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Elsku Maggi, minning þín er ljós í lífi okkar. Björgvin og Iris, Ingvar og Margrét. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfor er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.