Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 39 stór blá augu, kvikar hreyfingar og tæra rödd eða standandi á milli aspanna úti í garði verjandi þrumu- skot af mikilli snilld. Minningarnar um hann munu vara hjá okkur að eilífu. Kveðjuorð sonar okkar eru eftir- farandi: Þú varst góður vinur, alltaf svo fjörugur og skemmtilegur. Þú varst alltaf til í að gera allt með manni og lána manni eitthvað, eins og hjólið þitt, þótt það væri glænýtt og þú varst alltaf að gefa manni eitt- hvað. Ég hélt alltaf að við gætum verið vinir, líka þegar við værum orðnir stórir. Bless, elsku vinur minn, það er hræðilegt að hafa misst þig- Við fjölskyldan teljum það for- rétttindi að hafa fengið að kynnast þessum góða og glaðværa dreng. Með miklum söknuði í hjarta, þökk- um við Viðari samfylgdina og send- um þér, elsku Heiða, og öðrum að- standendum, innilegustu samúðar- kveðjur. Sólborg Þóra, Einar Geir, Marvin Ingi og Ingibjörg Rut. Lítill gimsteinn lítur dagsins ljós. Geislandi foreldrar, stoltið leynir sér ekki. Hann er svo fallegur, með stóru bláu augun, hann heillar alla í kringum sig. Hann stækkar og mannast og fer að hlaða inn falleg- um minningum í huga allra sem kynnast honum. Ný verkefni, ný áhugamál, nýir vinir, nýjar hindran- ir til að yfirstíga, fleiri spurningar fyrir foreldrana að svara, lífið er æv- intýraheimur fyrir lítinn dreng. En á augabragði er hann tekinn frá okkur, burt úr þessum heimi, en eft- ir sitja minningarnar um fallega drenginn. Og það eru þær sem hugga okkur í sorginni, og það eru þær sem eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Elsku Heiða og Omar, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur og hugga í sorginni. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér. En ég vil fá þér englavörð, mín innsta hjartans bænagjörð: Guð leiði þig. (M.Joch.) Góður guð styrki og huggi Gógó ömmu, Guggu, Halla, Friðþjóf, Magneu og aðra aðstandendur. Minningin um Viðar Þór lifir! Sigþóra, Brynjar og böm. Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða með sælu sumrin löng. Þar angar blómabreiða við blíðan fuglasöng. (Guðm. Magn.) „Lítill drengur, ljós og fagur ..." Þetta vísuorð hefur leitað sterkt á huga minn síðan mér var tilkynnt um hið sviplega slys sem varð til þess að elsku Viðar Þór, skólafélagi okkar og vinur, kvaddi þennan heim svo óásættanlega snöggt. Óbærileg sársaukatilfinning gagntók mig við fréttirnar og ég fann að eina leiðin til að geta horfst í augu við orðinn hlut var að reyna að hefja hugann upp úr farvegi hversdagsleikans, leita í fjársjóð barnstrúarinnar og þeirrar trúarlegu lífssýnar sem mót- ast hefur með manni í gegnum tíð- ina. Það er sterkasta haldreipið við aðstæður sem þessar þar sem strengur mannlegs skilnings er þan- inn til hins ýtrasta. í gegnum þján- inguna fær andinn sína vígslu. Ótímabær brottfór Viðars Þórs hef- ur vakið margar erfiðar spurningar hjá börnunum í Smárahverfinu - spurningar sem foreldrar reyna að svara eftir bestu getu. Þegar börn fæðast tökum við það sem sjálfgefið að þau eigi allt lífið framundan. Svo gerist það sem er langt ofar skiln- ingi okkar - að lítið barn kveður á svo óvæntan hátt. Hjá Viðari Þór var „allt lífið" svo óásættanlega stutt. Við hefðum viljað hafa hann svo miklu lengur hjá okkur. Honum hafa sýnilega verið ætluð æðri verk á æðri stöðum. Viðar Þór var draumanemandi allra kennara og eftirsóknai-verður félagi. Hann var afar ljúfur í lund - eins og hugur manns. Hann var vin- sæll meðal félaganna - spilaði mikið fótbolta og var virkur í öðrum íþróttagreinum í skólanum. Hann var mjög ræðinn og það var gaman að spjalla við hann. Viðar Þór var sannkallaður sólargeisli og ég er sannfærð um að hann heldur áfram að vera sami sólargeislinn þar sem hann er nú. Slíkir sólargeislar hjálpa okkur hinum að festa sjónir á ljós- inu. Við í Smáraskóla munum ætíð varðveita minninguna um Viðar Þór í hjörtum okkar. Við erum afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast honum. Minningin um htla, Ijósa drenginn er umvafin birtu og hlýju. Fyrir hönd starfsmanna í Smára- skóla votta ég foreldrum Viðars Þórs og öðrum ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Megi trú á góðan Guð veita ykkur styrk. I sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Valgerður Snæland Jónsdóttir. Kæri vinin-. Ég þekkti þig ekki lengi en við kynntumst í Vestmannaeyjum í júní síðastliðnum, þegar við vorum í heimsókn hjá frændum mínum þar meðan á Pæjumótinu stóð. Þeir voru reyndar ekki heima en þess í stað fékk ég þig sem leikfélaga í nokkra daga og það þykir mér vænt um. Við fórum saman í sund og lék- um okkur heima hjá frændum mín- um, bæði úti og inni. Daginn sem við mamma og systur mínar fórum heim með Herjólfí þá borðuðum við saman og skiptumst á heimilisföng- um. Okkur fannst sniðugt að þú hafðir húsnúmerið 24 í Kópavogi og ég var að fara að flytja í húsnúmer 24 í Reykjavík og höfðum ætlað okkur að hittast seinna í sumar. Við töluðum báðir um að við ætluðum okkur að verða flugmenn er við yrð- um stórir, það var sameiginlegur draumur okkar beggja. Nú ert þú uppi hjá Guði og ég veit að hann gætir þín vel og þú ert umvafinn birtu og hlýju frelsarans. Það er sárt að þú ert ekki lengur hér á meðal okkar og ég hugsa til þín með söknuði. Hvíldu í friði. Þinn vinur, Daníel Bjarkason. Viðari Þór kynntumst við árið 1995 þegar pabbi hans kom inn í fjölskyldu okkar, og hóf búskap með Magneu systur. Viðai- varð strax einn af fjölskylduhópnum. Hann heillaði alla með stóru augunum sín- um og fallega brosinu. Hann kom mjög oft út í Eyjar og var orðinn mikill Eyjapeyi. Hann var Skaga- maður mikill, þegar hann kom í fjöl- skylduna, en það leið ekki langur tími þangað til okkar maður var orð- inn eldheitur ÍBV-ari. Maður hefði aldrei ímyndað sér hvað áramótin eru orðin dýrmæt stund í okkar augum. Við ákváðum að vera öll saman úti í Eyjum, þar var allur hópurinn saman kominn og auðvitað Viðar með okkur. En það er stutt á milli gleði og sorgar, allir voru svo glaðir eftir þessa skemmti- legu daga en fyrsta áfallið í fjöl- skyldunni kom 4. janúar, þegar við misstum unga mágkonu okkar, og svo aftur núna þetta hörmulega slys. Við höfum oft þakkað fyrir þessar stundir, og enn meira núna. Viðar var með okkur á ættarmóti í byrjun júní, þar var fjölskyldan aftur öll saman komin. Elsku Viðar okkar, við þökkum fyrir þann stutta tíma sem við feng- um að hafa þig hjá okkur. Og við vit- um að þér verður tekið opnum örm- um á nýjum slóðum. Elsku Ómar, Magnea, Rikki, Agga, Lilja Dröfn og Guðbjörg Ósk. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Einnig vottum við Heiðu móður Viðars, ömmunum og öfunum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guð geymi þig, elsku drengurinn okkar. Lilja, Guðmundur, Sigurður Bjarni, Erlingur Birgir, Arnar og íjölskyldur. Siemens risarnir Nafn Stig 1 2 Gary Kasparov 2812 1 1/2 1/2 1/2 Viswanathan Anand 2781 0 Vz Vz Vz Vladimir Kramnik 2751 Vz Vz 0 1/2 1/21/201/2 I Anatoly Karpov 2710 1/2 1/2 1/2 0 1/2 1 1/2 0 Vinn. Röð Vz Vz 1 Vz Vz Vz Vz 1 lVz Vz 1 Vz Vz o y21 _________1 y21 Vz Vz 0 Vz v_ 2.-3. 2.-3. 4Vz Weistaraflokkur Nr. Nafn Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 Vinn. Röð 1 Fritz 6 Forrit g 1/2 1 11/2 1 0 11 11/2 01/2 1/21 91/2 1. 2 Peter Leko 2694 1/2 0 11 01/2 1/21 11/2 11/2 1/21 9 2.-3. 3 Veselin Topalov 2700 0 1/2 00 0 1 1 1 11 11 1/21 9 2.-3. 4 Peter Svidler 2713 0 1 11/2 1 0 00 11 1/21/2 1/21/2 lVz 4. 5 Judit Polgar 2677 00 1/2 0 00 11 0 1 1 0 11/2 6 5.-6. 6 Christopher Lutz 2610 0 1/2 01/2 00 0 0 uH 1 1 11 6 5.-6. 7 Alexander Morozevich 2723 11/2 o1/2 00 1/21/2 0 1 00 i /21 51/2 7. 8 Michael Adams 2716 1/20 1/2 0 1/20 1/21/2 01/2 00 1/2 31/2 8. * Þorvarður Olafsson og Jóhann Ragnarsson sigra á Skákþingi Garðabæjar SKAK Caröabær SKÁKÞING GARÐABÆJAR 2.-4. júh' SKÁKÞING Garðabæjar var háð um síðustu helgi. Þátttaka var töluvert betri en undanfarin ár, enda var mótið hluti af Bikar- keppninni í skák. Fyrirfram mátti búast við sigri Sigurbjöms Björnssonar. Hann var 300 stig- um hærri en næsti þátttakandi og hefur sýnt mjög góða tafl- mennsku undanfarið ár, eins og m.a. má sjá af mikilli hækkun hans á nýjasta FIDE-stigalistan- um. Eftir þrjár umferðir voru þeir Sigurbjörn og Jóhann H. Ragn- arsson efstir með fullt hús og höfðu vinnings forystu á næstu menn. Þeir tefldu því saman í fjórðu umferð og skákinni lyktaði með sigri Sigurbjörns, sem þar með var kominn með eins vinn- ings forystu á mótinu. í fimmtu umferð tefldi Sigurbjöm við næststigahæsta keppandann, Þorvarð Ólafsson. Skákinni lauk með jafntefli eftir örfáa leiki. Þar með hafði Sigurbjörn lokið keppni við tvo skeinuhættustu keppinautana samkvæmt stigum og hafði vinnings forystu þegar tvær umferðir vom til loka móts- ins. Sigurinn virtist því í höfn. I sjöttu og næstsíðustu umferð mótsins mætti Sigurbjörn Ólafi Kjartanssyni, stigalægsta kepp- anda mótsins, þótt að vísu tækju þrír stigalausir keppendur þátt í mótinu. Sigurbjöm hafði svart og tefldi kóngsindverska vörn. Hon- um tókst ekki að ná undirtökun- um í skákinni. Þrátt fyrir það ætlaði hann sér greinilega sigur. Það leiddi hins vegar til þess að eftir u.þ.b. 40 leiki var hann kom- inn með gjörtapað tafl. Engu að síður var sigurviljinn slíkur, að hann hafnaði jafntefli í 41. leik, þegar hann átti kost á því að fá sömu stöðuna upp í þriðja skipti. Þetta varð hans banabiti og Ólaf- ur náði þar með óvæntum sigri, en greinilegt er að Ólafur er í mikilli framför um þessar mund- ir. Eftir þessa niðurstöðu var komin upp óvenjuleg staða þar sem helmingur keppenda á mót- Róbert Harðarson Ingibjörg Edda Birgisdóttir inu átti kost á að tryggja sér efsta sætið í síðustu umferð. Vigfús Óð- inn Vigfússon sigraði Sigurbjöm í síðustu umferðinni, Jóhann Ragn- arsson sigraði Guðjón Valgarðs- son og Þorvarður Ólafsson sigraði Ólaf Kjartansson. Þar með höfðu þeir Þorvarður og Jóhann tryggt sér efsta sætið á mótinu, fengu báðir 5'Ai vinning í sjö umferðum. Það þurfti því að grípa til stigaútreikninga til að skera úr um sigurvegarann á mótinu. Þá kom í ljós að Þorvarð- ur hafði haft betur en Jóhann og því kom efsta sætið í hans hlut. Það er óhætt að segja að það hafi verið óvenju spennandi að fylgjast með þessu skákmóti vegna óvæntra úrslita. Röð efstu manna varð sem hér segir. Kepp- endum sem fengu sama vinninga- fjölda er raðað eftir stigum: 1. Þorvarður Ólafsson 514 v. 2. Jóhann H. Ragnarsson 5!4 v. 3. Vigfús Vigfússon 5 v. 4. Sigurbjörn Bjömsson 4!4 v. 5. Ólafur Kjartansson 4!4 v. 6. Guðjón Heiðar Valgarðsson 4 v. 7. Stefán Freyr Guðmundsson 3!4 v. 8. Hjörtur Daðason 3!4 v. 9. Páll Sigurðsson 3!4 v. 10. Arnljótur Sigurðsson 3!4 v. o.s.frv. Góð frammistaða Róberts og Ingibjargar Róbert Harðarson gerði jafn- tefli við stigahæsta þátttakand- ann á Politiken Cup-skákmótinu í Kaupmannahöfn í þriðju umferð. Það var bandaríski stórmeistar- inn Nick deFirmian (2.598) sem hafði svart og þrátt fyrir að Ró- bert tefldi byrjun sem af sumum er ekki talin góður pappír (Morra- bragð) tókst deFirmian ekki að nýta sér það til sigurs og Róbert þvingaði fram jafntefli í 22 leikj- um. Róbert er því meðal efstu manna á mótinu með 2'A vinning. Róbert teflir við Simon Bekker-Jensen (2.436) í fjórðu um- ferð. Stefán Krist- jánsson tapaði í þriðju umferð og er með tvo vinninga. Sigurður Páll Steindórsson er með l'Æ vinning. Ingólfur Gíslason, Dagur Amgrímsson, Lárus H. Bjarna- son, Harpa Ingólfsdóttir og Ingi- björg Edda Birgisdóttir hafa fengið einn vinning. Aldís Rún Lárusdóttir hefur hálfan vinning. Fyrir utan árangur Róberts er góð frammistaða Ingibjargar Eddu athyglisverð. Árangur hennar er þessi: Ingibjörg - Lars Petersen (2.096) V2-V2 Ingibjörg - Jeroen Bosch (2.433) 0-1 Ingibjörg - Jens Henrichsen (2.059) V2-V2 Ingibjörg hefur því teflt gegn mjög sterkum andstæðingum og náð mun betri árangri en búast mátti við. Takist henni jafn vel upp í framhaldinu gætu alþjóðleg skákstig verið innan seilingar. Lokaúrslitin í Frankfurt Vegna mistaka í vinnslu blaðs- ins birtust rangar töflur með úr- slitum Siemens-skákmótsins í síð- asta skákþætti. Rétt lokaúrslit má sjá í meðfylgjandi töflum. Kasparov gegn heiminum Kasparov hefur nú leikið sínum áttunda leik gegn heiminum: l.e4 c5 2.Rffi d6 3.Bb5+ Bd7 4. Bxd7+ Dxd7 5. c4 Rc6 6. Rc3 Rf6 7. 0-0 g6 8. d4 Kasparov hefur hvítt. Enn geta skákáhugamenn skráð sig í heimsliðið og þar með lagt sitt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að þvi að velja leik. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Fasteignir á Netinu ®mb l.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.