Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsvarsmenn Rauða hersins vonast eftir skýrari stöðu um helgina Ræða við aðila um hugsan- lega enduríj ármögnun KETILL Helgason, framkvæmdastjóri fyrir- tækjanna sem mynda Rauða herinn á Vestfjörð- um, segir að um og eftir næstu helgi vonist for- ráðamenn fyrirtækjanna til að skýrari mynd fáist af stöðu fyrirtækjanna og hugsanlegu framhaldi reksturs þeirra. Hann segir að fáist 70-80 millj- ónir króna til rekstursins geri menn sér vonir um að hægt verði að koma málum á rekspöl, sem síð- an væri hægt að fylgja eftir með hlutafjáraukn- ingu eða öðrum ráðum. Hann segir m.a. til skoðunar að fá nýtt hlutafé inn í fyrirtækin eða aðila til samstarfs sem gætu lagt fram fjármuni, hráefni eða annað það sem gæti leyst úr brýnasta vandanum. „Við höfum rætt við hina og þessa sem hafa verið í einu og öðru, rekstri og útgerð, og hugmyndum verið varpað fram og til baka,“ segir Ketill. „Það kost- ar ákveðið að rífa eitt hús upp úr svona öldudal og það getur verið að við tökum ákvörðun um að hefja rekstur aftur í einu húsi og bíðum með hin, en síðan getur verið að við komumst í þá aðstöðu að geta hafíð rekstur að nýju í þeim öllum. Allt eru þetta aðeins vangaveltur enn sem komið er.“ „Við höfum verið að skoða málin innbyrðis í dag [gær] og tökum væntanlega ákvarðanir um helgina hvort við sjáum einhver ráð í stöðunni og hvað við getum gert. Byggðastofnun hefur verið mjög sein til svars og við þurfum að kanna hvort við getum náð í peninga annars staðar," segir Ketill. „Starfsemi okkar miðaðist við að fá lán hjá Byggðastofnun, en það hefur ekki gengið eftir. Við sóttum um allt að 150 milljónir króna hjá stofnuninni og það væri draumastaðan að hafa þá fjármuni til rekstursins. Það þurfti alltaf að eiga sér stað endurfjármögnun, en með 70-80 milljón- um kæmumst við af stað og þá væri hugsanlegt að leysa afganginn með hlutafé eða einhverjum slíkum ráðum.“ Þrýstingur frá opinberum aðilum? Stjórn verkalýðsfélagsins Brynju á Þingeyri fundaði í gær og ræddi þar stöðu mála og hugs- anleg skref í framhaldinu, auk þess sem mikil áhersla var lögð á að koma í veg fyrir brottflutn- ing vinnuafls úr bænum, einkum erlendra starfs- manna. Gunnhildur Elíasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks hjá Rauðsíðu, segir við ramman reip að draga og vísast sé ferðahugur í mörgum. Þannig hyggist t.d. formaður verkalýðsfélagsins flytja á brott ásamt fjölskyldu sinni á næstu vik- um vegna atvinnuástandsins. „Við horfum upp á slæma framtíð ef erlenda verkafólkið tekur að yfirgefa okkur. Fólkið vill vera hér en getur það tæpast til lengdar ef það hefur ekki vinnu, auk þess sem það er gríðarleg- ur þrýstingur frá utanaðkomandi aðilum sem vilja fá þetta fólk til vinnu. Eg hef þar að auki á tilfinningunni að félagsmálaráðuneytið vísi fyr- irtækjum á þetta fólk því það er legið á ráðu- neytinu að gefa út atvinnuleyfi. I morgun [gær- morgun] kom fulltrúi frá svæðisvinnumiðlun til að útskýra fyrir því að atvinnutilboðin sem stæðu því til boða væru fjölmörg og ég vil meina að þar sé um að ræða ákveðinn þrýsting frá op- inberum aðilum um að þetta fólk haldi til starfa annars staðar." Líknardeild lokað vegna sumarleyfa eftir þriggja mánaða starf Vantar fólk í afleysingar ÍÍÍISSÍÍ5I1ÚÍ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hagahvíld TEKIN hefur verið ákvörðun um að loka nýstofnaðri líknardeild Land- spítala í Kópavogi um fjögurra vikna skeið vegna sumarleyfa, frá og með 17. júlí næstkomandi. Heilbrigðis- ráðherra opnaði deildina með form- legum hætti 16. apríl sl., en fyrsti sjúklingurinn lagðist inn á hana 23. apríl. Þorbjörg Guðmundsdóttir, deildarstjóri líknardeildarinnnar, segir að forsvarsmenn deildarinnar hafi tekið þessa ákvörðun í samráði við yfirstjórn Landspítalans. Deildin er ættuð tíu sjúklingum en aðeins fimm til sex rúm hafa verið í notkun, að sögn Þorbjargar, fyrst og fremst vegna skorts á hjúkrunar- fræðingum en einnig vegna þjálfun- ar starfsfólks. Deildin hefur haft leyfi fyrir sextán stöðugildum en að- eins nýtt um helming þeirra heim- ilda. Þorbjörg segir hluta af vandan- um felast í að deildin sé ekki full- mönnuð. „Um nýja starfsemi er að ræða og starfsfólk kemur frá ýmsum öðrum deildum og þurfti að fá aðlögun hér og byggja upp umönnunar- og hjúkr- unarþáttinn. Við tókum þá ákvörðun fyrir nokkrum vikum að loka vegna sumarleyfa, iyrst og fremst vegna þess að gerð er krafa um að þeir sem vinna á líknardeild hafi nokkurra ára starfsreynslu. Þetta fólk á rétt á sex vikna sumarleyfi og þar að auki er- um við ekki með fullskipað lið. Hvorki þessi deild né aðrar hafa get- að galdrað fram fullar sumarafleys- ingar og því var þessi ákvörðun tek- in, í stað þess að vera með viðvarandi erfitt ástand í jafnvel þrjá mánuði,“ segir Þorbjörg. Erfið ákvörðun um Iokun Hún segir þessa lokun ekki tengj- ast á neinn hátt fjárveitingum til deildarinnar, þær hrökkvi til rekst- ursins, og ástæðan sé eingöngu skortur á fólki til starfa. Líknardeildin annast langt leidda sjúklinga og fá þeir m.a. svokallaða einkennameðferð, auk hvíldarinn- lagna. Meðallegutími er um þrjár vikur. Þorbjörg kveðst gera sér von- ir um að með haustinu lagist ástand mála, þar sem nánast sé búið að manna ófylltar stöður í september og október. Aðspurð um hvort þessi lokun valdi ekki miklu óhagræði fyrir sjúk- linga á deildinni, segir Þorbjörg að ákvörðun þar að lútandi hafi verið mjög erfið og forsvarsmenn hennar hafi ekki verið ánægðir með að þurfa að grípa til þessara ráðstafana. „Við reynum að gera þetta þannig að um sem minnsta röskun sé að ræða. Við höfum stýrt innlögnum með þeim hætti að undanfórnu að fólk hefur vitað að við myndum loka vegna sumarleyfa. Við höfum þegar gert ráðstafanir vegna þeirra sjúklinga sem liggja á deildinni og fólk fer ekki á vergang, heldur á ákveðnar deildir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Land- spítala sem við höfum haft samvinnu við,“ segir Þorbjörg. NÚ ER háannatimi í hestaferð- um. Þá er gott að hvfla lúin bein, þegar færi gefst í góðum haga. Þessi fákur faldi sig í dalalæð- unni skammt frá Geysi og naut lífsins fyrir næsta áfanga.. Tveggja ára fangelsi fyrir skattsvik HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 44 ára gamlan mann, Ai-na Arnar Sigurpálsson, í tveggja ára fangelsi og 64 milljóna króna sekt fyrir brot gegn lögum um virð- isaukaskatt, brot gegn lögum um staðgreiðslu opinbeiTa gjalda, skjalafals og tollalagabrot. Akærði var fundinn sekur um að hafa á árunum 1993-1994 og 1995, sem stjómarformaður og fram- kvæmdastjóri Bónusbíla hf., ýmist afhent rangar eða engar virðisauka- skattskýrslur með þeim afleiðingum að skattskyld velta félagsins á fram- angreindum árum var vantalin um rúma 81 milljón króna, sem varð til þess að félagið komst hjá að greiða rúmar 22 milljónir króna í virðis- aukaskatt til tollstjórans í Reykja- vík. Akærði var ennfremur fundinn sekur um að hafa ekki staðið Gjald- heimtunni í Reykjavík skil á stað- greiðslu opinberra gjalda sem hald- ið var eftir af launum starfsmanna Bónusbfla á árunum 1994 og 1995, samtals að fjárhæð rúmar 500 þús- und krónur. Skjalafals og tollalagabrot þau er ákærði var fundinn sekur um að hafa framið áttu sér stað á tímabil- inu 21. maí 1996 til 25. september 1997 og framdi ákærði brotin með þeim hætti að hann útbjó eða lét út- búa og sendi síðan embætti Toll- stjórans í Reykjavík 24 falsaða vörureikninga þar sem kaupverð var tilgreint lægra en það raunveru- lega var. Með þeim hætti komst ákærði ásamt meðákærða í málinu hjá því að greiða rúmar 22 milljónir í aðflutningsgjöld sem áttu að renna í ríkissjóð. ----------------- Stykkishólmur Nýr bæjar- stjóri í haust SAMÞYKKT var á fundi bæjar- stjómar Stykkishólms í gær að ganga til viðræðna við Ola Jón Gunnarsson, fyrrverandi bæjar- stjóra Borgarbyggðar, um að hann taki við stöðu bæjarstjóra í Stykk- ishólmi af Ólafi Hilmari Sverris- syni. Samþykktin var samhljóða. Óli Jón hefur að undanförnu unn- ið við eftirlit með hitaveitufram- kvæmdum í Stykkishólmi. Að sögn Rúnars Gíslasonar, forseta bæjar- stjórnar, verður hann í því starfi eitthvað áfram, en ráðgert er að hann taki við bæjarstjórastöðunni 1. september. Óli Jón Gunnarsson er tækni- fræðingur að mennt. Hann var bæjarstjóri Borgarness um 13 ára skeið, en áður hafði hann verið byggingarfulltrúi þar og unnið hjá fyrirtækinu Loftorku. í síðustu sveitarstjórnarkosningum var hann kosinn í bæjarstjórn Borgar- byggðar. I Sérblöð í dag____ Viðskiptablað Morgunblaðsins Serblað um viðskipti/atvinnulíf El Guerrouj með heimsmet í míluhlaupi í Róm / C4 ••••••••••••••••••••••••• Islendingar undir smá- sjánni hjá Watford / C1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.