Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugvöllur á fyllingum talinn óhagkvæmur kostur og náttúruspjöll Lítil hverfí við • • Orfírisey raunhæf Borgarráð hefur fengið mat á ýmsum hugmyndum um byggð á fyllingum á nokkrum stöðum við borgina, flutningi flugvallarins á fyllingu og byggð í Vatnsmýri. Jóhannes Tómasson hlýddi á kynningu á málinu hjá borgarstjóra og fletti skýrslunni. Biskupinn yfír íslandi embættar f Bolungarvik Sr. Agnes tekur við embætti prófasts ísafírði. Morgunblaðið. BISKUPINN yfir íslandi, herra Karl Sigurbjömsson, setur í dag sr. Agnesi M. Sig- urðardóttur, sóknarprest í Bolungarvík, í embætti pró- fasts í ísafjarðarprófasts- dæmi. Jafnframt lætur sr. Baldur Vilhelmsson í Vatns- firði af starfi prófasts, en hann tók við af sr. Lárusi Þ. Guðmundssyni fyrir um ára- tug. Innsetningin verður við almenna guðsþjónustu í Hóls- kirkju í Bolungarvík sem hefst kl. hálfníu. Sr. Baldur Vilhelmsson verður sjötugur eftir tvær vikur en hann hefur verið sóknarprestur í Vatnsfirði frá 1956 eða í fjörutíu og þrjú ár. Feðgin prófastar Þetta mun vera í fyrsta skipti sem feðgin gegna pró- fastsembætti á íslandi og lík- lega þótt víðar væri leitað. Faðir sr. Agnesar, sr. Sigurð- ur heitinn Kristjánsson, var sóknarprestur á Isafirði og prófastur í áratugi. Sr. Agnes er hins vegar þriðja konan sem gegnir prófastsembætti hérlendis. Hinar eru sr. Dalla Þórðardóttir í Miklabæ, sem í eina tíð var prestur á Bfldu- dal, og sr. Halldóra Þorvarð- ardóttir í Fellsmúla, sýslu- mannsdóttir frá Isafirði. HUGMYNDIR um fimm þúsund manna byggð á íyllingum við Örfirisey geta verið raunhæfar, áhugavert er að skoða nánar til- lögu um tvö þúsund manna íbúðar- byggð á fyllingu við Skerjafjörð og hugmyndir um byggð á fyllingu við Ingólfsgarð eru þegar í skoðun. Þetta er meðal niðurstaðna borgar- verkfræðings og Borgarskipulags á uppbyggingu nokkurra svæða í borginni á uppfyllingum. Þá telja þessir aðilar hugmyndir um flug- velli á fyllingum í Skerjafirði og við Engey óraunhæfar og að leita verði annarra leiða varðandi flutn- ing Reykjavíkurflugvallar ef til þess kæmi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnti niðurstöðumar fjölmiðlum í gær ásamt Stefáni Hermannssyni borgarverkfræðingi og Þorvaldi S. Þorvaldssyni skipu- lagsstjóra en þær voru lagðar fyrir borgarráð í fyrradag. Borgarráð fól borgarverkfræðingi og skipu- lagsstjóra í febrúar að kanna nokkrar tillögur um uppbyggingu íbúðarhverfa á fyllingum vestan Elliðaáa ásamt tillögum um flutn- ing Reykjavíkurflugvallar í Skerja- fjörð eða til Engeyjar og að í Vatnsmýrinni risi í stað hans um 20 þúsund manna byggð. Gerð er grein fyrir könnuninni í skýrslu sem nefnd er Landfyllingar og er þar að finna heildamiðurstöður og umsögn um hverja og eina hug- mynd. Kannaðar vora eftirfarandi til- lögur: Hugmynd Björgunar frá árinu 1985 um uppfyllingar út frá Örfirisey og síðari tillaga um íbúð- arhverfi á uppfyllingu í Skerjafirði; tillögur samtakanna Betri byggð um uppfyllingar út að Akurey, um flutning Reykjavíkurflugvallar í Skerjafjörð og uppbyggingu íbúð- arhverfis í Vatnsmýri; hugmyndir í hafnarstjórn um landfyllingu við Sæbraut fyrir hafnsækna starf- semi eða aðra starfsemi, t.d. mið- bæjarstarfsemi, og tillaga Júlíusar Vífils Ingvarssonar borgarfulltrúa um flugvöll í Engey. Borgarstjóri sagði skýrsluna mikilvægt innlegg í umræðuna um skipulag og þróun höfuðborgarinn- ar. Margt væri í deiglunni, m.a. í tengslum við svæðaskipulag sem nú er unnið að fyrir allt höfuðborg- arsvæðið og framkvæmdirnar sem standa fyrir dyram á Reykjavíkur- flugvelli. Hún sagði skýrsluna geta verið gott innlegg í þá skoðana- myndun sem þyrfti að eiga sér stað varðandi þessi mál. Hugmyndin um 20 til 30 þúsund manna byggð á 483 hektara fyll- ingu við Akurey þykir ekki raun- hæf að sögn borgarstjóra, m.a. vegna þess að Hringbraut myndi ekki þola aukið umferðarálag sem því fylgdi, jafnvel þótt til kæmi ný vegtenging yfir hafnarmynnið. Byggð á svæðinu segir hún hins vegar ákjósanlega þar sem um 22 þúsund atvinnutækifæri umfram íbúa eru í borginni vestan Elliðaáa og því æskilegt að auka íbúðar- byggð þar. Fimm þúsund manna hverfi á um 65 ha. uppfyllingu við Örfirisey er því talið raunhæft og viðráðanlegt fyrir gatnakerfið með hóflegum endurbótum. Þá er tillaga Björgunar um tvö þúsund manna íbúðarhverfi á 11 hektara fyllingu við Skerjafjörð talin áhugaverð. Borgarstjóri segir marga þætti hennar þó þarfnast nánari skoðunar og hún segir þetta hverfi munu styrkja byggðina við Skerjafjörð. Svæðið sé þó mun við- kvæmara en fylling við Örfirisey. Ekki er talið að Einarsnes eða Suðurgata beri aukna umferð og því verði að koma til vegur undir flugbrautina og inn á Hlíðarfót. Fylling við Ingólfs- garð í skoðun Hugmyndir hafnarstjórnar um fyllingu við Sæbraut, þ.e. rúmlega þriggja ha. svæði við Ingólfsgarð, falla að tillögum um tónlistarhús, ráðstefnuhús og hótel á þessu svæði og era í skoðun. Önnur hug- mynd og stórtækari er fylling með- fram allri Sæbraut sem talið er erfitt að nýta undir íbúðarbyggð vegna hávaða frá umferð. Einnig Landfylling ' við Sæbraut v. tónl.húss SELTJARNARNES meðfram Sæbraut Landfylling \ undir flugvþll Reykjavíkur- flugvöllur S Tillögur að landfyllingum við Reykjavík Þrjár mis- munandi til- löqur að upp- fyllingum við Orfirisey og Akureý Uppfylling vegna flugvallar í Engey SKERJA- FJÖRÐUR ! km Uppfyliing J fyriribúðahverfi , Fossvogur er bent á að svæðið er nýlega frá- gengið og því varpað fram að slíta mætti nýja fyllingu frá ströndinni, hafa eins konar síki á milli. Talið er að svæðið verði eftirsótt til bygg- inga og tæknilega sé uppfyllingu ekkert til fyrirstöðu. Hugmyndir um flugvelli á fyll- ingum era taldar óraunhæfar og óhagkvæmar, umhverfisáhrif fyll- inga talin neikvæð og því álitið að finna verði annan kost fyrir flug- völl í framtíðinni. I samantekt Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen hf. um umferð vegna landfyll- inga segir að 20 þúsund manna byggð verði ekki reist í Vatnsmýri eða við Akurey án þess að til komi mjög miklar breytingar á núver- andi gatnakerfi, sem sumar hveij- ar gæti verið erfitt að framkvæma. Það eigi við um vestasta hluta Hr- ingbrautar, Snorrabraut og ýmsar aðrar íbúðargötur í miðbænum, en á þeim yrði óhjákvæmilega aukið umferðarálag vegna nýrrar byggð- ar. Vatnsmýrin er þó talin viðráð- anlegri í þessum efnum en ný byggð við Akurey, m.a. vegna tengimöguleika við Hlíðarfót. Flugvellir á fyllingum taldir náttúruspjöll Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði aðspurð að ekki væri ósenni- legt að Reykjavíkurflugvöllur yrði fluttur í framtíðinni. Hún sagði skýrsluna staðfesta að flugvöllur á landfyllingum væri ekki ákjósan- legur kostur, m.a. út frá umhverfis- sjónarmiðum. Um það segir m.a. í niðurstöðum Þorvaldar S. Þor- valdssonar og Ingibjargar R. Guð- laugsdóttur hjá Borgai'skipulagi: „Hvort tveggja, hugmynd um flug- völl á fyllingum í Skerjafirði og við Engey, teljum við á borgarskipu- lagi náttúraspjöll og inngrip í fag- urt „landslag" höfuðborgarsvæðis- ins, ásýnd þess og skerðingu á út- sýni frá núverandi byggð um sund, sker og fjörð.“ Þau benda einnig á að hávaði frá flugvelli myndi ekki minnka heldur aðeins færast til og yrði flugvöllurinn fluttur og íbúðar- hverfi byggt þar upp í staðinn gæti áhugi á uppbyggingu í miðborginni minnkað. Sagði Þorvaldur um þetta efni að þegar lokið væri þéttingu byggðar í miðbænum mætti horfa til byggingar íbúðarhverfis í Vatns- mýri þégar góður kostur væri fund- inn fyrir innanlandsflugvöll í ná- grenni við borgina. Borgarstjóri sagði að frá sjónar- miði Reykjavíkur sem sveitarfé- lags væri fysilegt að fá svæði Reykjavíkurflugvallar fyrir íbúðar- byggð í framtíðinni en væri horft á málið út frá Reykjavík sem höfuð- borg landsins hlytu flugsamgöngur innanlands að eiga þar miðstöð sína eins og svo margt annað í at- vinnulífi, menningarlífi og opin- berri stjórnsýslu sem tilheyrði höf- uðborg. 19 sjómenn frá Þingeyri sjá fram á atvinnumissi Stefnir í 50% atvinnuleysi NÍTJÁN af samtals 69 mönnum í áhöfn tveggja togara Básafells, Sléttaness IS og Orra ÍS, sem ráð- gert er að selja, eru frá Þingeyri. Ef þeir missa vinnuna, til dæmis ef skipið verður selt burt frá Vestfjörð- um, gæti atvinnuleysi á staðnum komist upp í allt að 50%. Um 100 manns hefur verið í vinnu hjá Rauðsíðu hf. sem nú er í greiðslu- stöðvun og hefur verið neitað um lán frá Byggðastofnun. Fyrirtækið Unn- ur ehf., hefur einnig boðað að það kunni að hætta starfsemi í haust. Hjá því hafa unnið um 14 manns. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni voru skráðir íbúar Þingeyr- ar, á aldrinum 16-67 ára, 295 talsins 1. desember í fyrra. Þórir Örn Guð- mundsson, starfsmaður skrifstofu ísafjarðarbæjar á Þingeyri, segir að tíu séu þegar á atvinnuleysisskrá á Þingeyri. Hátt í helmingur íbúanna sér því hugsanlega fram á atvinnu- leysi og ef allt fer á versta veg má búast við því að önnur starfsemi sem þjónað hefur atvinnufyrirtækjunum leggi einnig upp laupana. Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu Básafells hf. hefur samtals 69 manns verið í 45 stöðum á frystitog- urunum Sléttanesi IS og Orra IS sem ráðgert er að selja til að grynnka á skuldum fyrirtækisins. Þar af eru 38 manns frá Isafirði og nágrenni. Nítján sjómannanna eru búsettir á Þingeyri. „Maður vonar að maður haldi vinnunni, að skipið fari ekki langt,“ segir Sigurður Marteinn Magnús- son, háseti á Sléttanesinu. „Menn eru ekkert voðalega bjartsýnir.“ Sigurður segist ekki geta farið burt því hann sé bundinn af fasteign á Þingeyri. „Ég get ekki farið að kaupa hús annars staðar og ekki fer ég til Reykjavíkur og borga 50-60 þúsund krónur á mánuði í leigu.“ Sjómönnunum boðin vinna í landvinnslu Svanur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Básafells, segir að lík- lega geti hann boðið sjómönnunum vinnu við landvinnslu en engin störf sé að hafa á skipum fyrirtækisins. Sigurður segir að enginn þeirra hafi áhuga á vinnu í landi hjá Básafelli. „Ég á bágt með að trúa að nokkuð sé til í því yfirleitt að þeir séu að fara að auka landvinnsluna því það eru allir aðrir að draga hana saman. Með því að selja Sléttanesið er verið að selja þá kú sem mjólkar. Þetta er eina skipið sem gefið hefur eitthvað af sér að ráði síðustu sex mánuðina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.