Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 10
 SpícSS?!s«SPí95T’e.f.^r„>''. 10 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999________________________________________________________MORGUNBLABIÐ FRÉTTIR Nemendur úr Austurbæjarskóla héldu upp á 50 ára útskriftarafmæli / Attræður kennarinn fagnaði með FIMMTÍU ár er liðin síðan 12 ára bekkur C útskrifaðist úr Austur- bæjarskóla og í tilefni af þessum tímamótum héldu útskriftarnem- arnir bekkjarmót í fyrradag þar sem rifjuð voru upp gömul kynni. Sérstaklega skemmtilegt þótti að kennarinn, Sveinbjörn Markús- son, skyldi hafa séð sér fært að koma, en hann hélt nýverið upp á áttatíu ára afmæli sitt. Að sögn Ingibjargar Björns- dóttur, fyrrverandi nemanda og núverandi starfsmanns í fjár- málaráðuneyt inu, tókst afskap- lega vel til með bekkjarmótið, en margir höfðu ekki sést síðan rétt eftir seinna stríð, eða árið 1949, þegar þeir voru saman í barna- skólanum. Bjóst ekki við að þekkja þau aftur Hápunktur dagsins var að hitta gamla kennarann, Svein- björn Markússon, sem þann 25. júní síðastliðinn hélt upp á áttatíu ára afmæli sitt. Svein- björn, sem varð þrítugur rétt eftir að bekkurinn útskrifaðist, mætti á bekkjarmótið eldhress ásamt spúsu sinni, Önnu Jóns- dóttur. „Kvöldið var í einu orði sagt yndislegt, við sátum til að verða eitt og gleymdum okkur alveg gjörsamlega," sagði Sveinbjörn um bekkjarmótið. „Nemendur mínir hafa stundum haldið mér samsæti úti í bæ, en það hefur yf- irleitt verið skemmra umliðið en þetta, þetta var dálitið sérstakt. Ég bjóst heldur ekki við að þekkja þau aftur, þar sem þau voru náttúrlega börn þegar ég sá flest þeirra síðast. Það kom mér siðan á óvart hvað ég þekkti marga, en þetta var afskaplega góður bekkur og duglegt náms- fólk.“ Bekkurinn sem nú fagnaði fímmtíu ára útskrift var fyrsti bekkurinn sem Sveinbjörn út- skrifaði, en hann kenndi börn- unum frá átta ára aldri og þar til þau útskrifuðust úr barna- skólanum tólf ára gömul, en sjálfur kenndi hann við skólann í 44 ár. Að sögn Ingibjargar var Svein- björn einstaklega vinsæll kennari og rifjaði hún upp litla sögu svona rétt til að undirstrika vin- sældir hans. Að hennar sögn var hann afar agaður kennari og þegar nokkrir nemendurnir mættu ekki í kennslustund á til- skildum tíma læsti hann dyrun- um að bekkjarstofunni. Krakk- arnir, sem læstir voru úti, höfðu verið við leik í nýbyggingu rétt fyrir ofan skólann, eða nánar til- tekið í Iðnskólanum, sem þá var í smiðum. Ákafínn var svo mikill að komast í tímann að krakkarn- ir fundu sér stiga, reistu hann fyrir neðan einn gluggann að kennslustofunni og klifruðu upp og inn um gluggann til þess eins að missa ekki af neinu. Sungu fyrir kennarann Alls mættu 21 af 33 nemendum Sveinbjörns á bekkjarmótið, en þrír eru Iátnir, sex voru erlendis og þrír komust ekki. Ingibjörg sagði að fyrst hefði fólkið hist í skólanum sjálfum og að þar hefði Sveinbirni verið afhentur kladdi og hann beðinn að lesa upp nöfn þeirra sem mættir hefðu verið, svona líkt og hann hefði gert í gamla daga. Eftir upplesturinn var haldið í sal í Borgartúni 6 þar sem snætt var, hlustað á er- indi, rætt saman og sungið. Ingi- björg sagði að hún og fímm stöll- ur sinar hefðu sungið fyrir Svein- björn, en þegar þær voru í Aust- urbæjarskóla gengu þær undir nafninu Vögguvísnakórinn og fékk Sveinbjörn þær þá til að syngja fyrir konu sína á afmælis- degi hennar árið 1949. Eftir að hópurinn útskrifaðist árið 1949 gaf hann kennara sín- um armbandsúr og þótti það mjög sérstakt á þeim tíma, nú var leikurinn endurtekinn og Sveinbirni afhent áletrað vasaúr. Ingibjörg sagði að þrátt fyrir að þetta hefði verið fyrsta bekkj- armótið hefði gengið ótrúlega vel að koma hópnum saman. V Eu; - r' ^ Mf"W Srj jnb ' • • /?'$!&, |||4 - NEMENDUR úr Austurbæjarskóla héldu upp á 50 ára útskriftarafmæli sitt í fyrradag, alls komust 21 af 33 nemendum á bekkjarmótið, en í sviga fyrir aftan nöfnin er tilgreint nánar um þá sem komust ekki eða eru látnir. Fremsta röð frá vinstri: Agnes Gestsdóttir (fjarverandi), Rannveig Bjarnadóttir, Ingibjörg Björnsdótt- ir, Ingibjörg Halldórsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Sveinbjörn Markússon (kennari), Þóra Sigurðardóttir, Kristín Guðmundsdóttir (erlendis), Sigríður Þórðardóttir (erlendis), Karólína Smith og Rakel Ragnarsdóttir (fjarverandi). Miðröð: Heimir Þorleifsson, Pétur Ingólfsson, Sveinn Sveinsson (látinn), Jónas Finnbogason, Gunnlaugur Ingvarsson, Bjarni Pálsson, Jón Birgir Jónsson, Kristinn Baldvinsson (látinn), Gunnlaugur Helgason, Þorsteinn Jónsson (Iátinn) og Pálmi Lárusson. Aftasta röð: Erna Andrésdóttir Hanson, Þóra Árna- dóttir, Guðrún Jónsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Jóhanna Traustadóttir (erlendis), Kristín Gísladóttir (erlend- is), Aðalheiður Svavarsdóttir, Jóhann Björgvinsson, Gylfí Gígja (fjarverandi), Gunnar Jóhannesson (erlendis) og Sigfrið Ólafsson (erlendis). Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SVEINBJÖRN Markússon og kona hans, Anna Jónsdóttir, sem standa í fremstu röð fyrir miðju, komu á bekkjarmótið, en þessi mynd var tekin við það tilefni og stillti fólkið sér upp svipað og gert var á bekkjar- myndinni fyrir 50 árum. Sex til átta deyja árlega hérlendis vegna heilahimnubólgu Dánartíðni breytist lítið þrátt fyrir þróun sýklalyQa DÁNARTÍÐNI af völdum heila- himnubólgu hefur lítið breyst síð- ustu 20 til 25 árin þrátt fyrir þróun í framleiðslu á sýklalyfjum. Ný- gengi heilahimnubólgu er hérlend- is 30 til 40 tilfelli árlega og dánar- tíðnin um 15-20% og deyja því milli sex og átta sjúklingar árlega af völdum hennar. Ymsar orsakir eru fyrir heila- himnubólgu en algengasta og al- varlegasta myndin er sú sem bakt- erían meningókokkur eða heila- himnubólgubaktería veldur. Sig- urður Guðmundsson landlæknir segir að hún sé mjög skæð, ein mjög fárra ef ekki sú eina sem lagt geti hraustan fulltíða mann að velli á 6 til 12 klukkustundum frá því fyrstu einkenna sé vart. Sigurður segir veikina þó stöku sinnum væga en algengast sé að men- ingókokkur berist í blóðrás og valdi háum hita, útbrotum og blæðingum í húð sem séu þekkt einkenni og síðan berist hann í heilahimnur og valdi þar heila- himnubólgu. Takist að hefja með- ferð nógu snemma má lækna heila- himnubólgu og segir Sigurður langflesta sem lifa sjúkdóminn af læknast að fullu og ekki bera nein merld um hann. Fyrstu einkenni eru saklaus Sigurður segir fyrstu einkennin oft saklaus, þeim svipi til flensu, menn finni til almenns slappleika, fái hálssærindi, hita og höfuðverk. Sú geti verið ásýnd sjúkdómsins fyrstu klukkutímana og nánast úti- lokað að greina hann nema ein- kenni bætist við. Það séu m.a. út- brot eða blæðingar er valda stór- um marblettum, ljósfælni, mikill höfuðverkur og stífur hnakki. Seg- ir Sigurður útbrotin oft koma fram á mjög stuttum tíma, jafnvel nokkrum mínútum. Nýgengi hærra hérlendis en í nágrannalöndum Nýgengi hérlendis er heldur hærra en í nágrannalöndum og segir landlæknir ekki skýringar á því. Hann segir sveiflur nokkrar en að meðaltali séu tilfelli meðal fullorðinna um þrjú á ári á hverja 100 þúsund íbúa. Dánartíðnin hef- ur síðustu árin verið 15% sem þýð- ir eitt til tvö dauðsföll á ári meðal fullorðinna. Heilahimnubólgan er heldur algengari meðal bama, en samanlagt koma hér fram um 30 tilfelli árlega. Þrír til fjórir hafa að jafnaði látist úr sjúkdómnum ár- lega síðustu árin. „Sýkillinn kemur svo hratt og óvænt og fyrstu einkennin eru svo sakleysisleg að sjúkdómurinn er því miður oft talsvert langt geng- inn þegar hann greinist. Það er vegna felubúnings sýkilsins í fyrst- unni og hversu hratt hann gengur þegar einkennin eru komin af stað,“ segir landlæknir. „Dánar- tíðnin hefur lítið sem ekkert breyst síðustu tvo áratugina þrátt fyrir þróun í sýklalyfjum.“ Alvarlegur smitsjúkdómur Meðferð segir Sigurður fólgna í sýklalyfjagjöf, hún fari oft fram á gjörgæsludeild, vökvameðferð og sumir sjúklingar þurfa lyf til að halda uppi blóðþrýstingi og jafnvel að vera í öndunarvél. Foreldrar eða nánir ættingjar sjúklinga fá einnig sýklalyfjameðferð og séu veik börn t.d. af barnaheimilum er börnum þar einnig boðin meðferð í varnarskyni. Sjúkdómurinn getur smitast við hósta eða hnerra. Sigurður segir því um mjög alvarlegan sjúkdóm að ræða og miklu skipti að greina hann fljótt. Ætíð skyldu sjúklingar metnir með tilliti til þessa sjúk- dóms ef þeir fá háan hita með höf- uðverk, ljósfælni og húðblæðing- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.