Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Landsvirkjun greiðir fyrir rekstri Skógræktar ríkisins á Tumastöðum Framhaldið ákveðið um áramótin Morgunblaðið/Jim Smart SIGURÐUR Sigmundsson, hjá Landsvirkjun, sagði mikilvægt að starf- semi gróðrarstöðvarinnar á Tumastöðum yrði ekki hætt og að þeirri rannsóknarvinnu sem þar hefur verið unnin yrði haldið áfram. BJÖRG Elín Guðmundsdóttir frá Hellu og Sveinbjörg Jónsdóttir úr Fljótshlíð eru á meðal þeirra 20 ungmenna sem vinna ýmis störf í gróðrarstöðinni á Tumastöðum í sumar, en í gær fengu þær það verk- efni að hreinsa beðin. LANDSVIRKJUN hefur tekist á hendur að greiða rekstur Skóg- ræktar ríkisins á Tumastöðum í Fljótshlíð, en þar hafa verið fram- leiddar plöntur til verkefna Skóg- ræktarinnar, auk þess sem þar hef- ur verið rekið trjásafn og fræfram- leiðsla. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Sigurð Sig- mundsson, starfsmann umhverfis- stjóra Landsvirkjunar og umsjónar- mann Starfsmenntaskólans. Siguður sagði að samið hefði ver- ið um það í apríl sl. að Landsvirkjun sæi um rekstur gróðrarstöðvarinn- ar fram að áramótum, en að þá yrði tekin ákvörðun um framhaldið. Hann sagði að staðurinn byði upp á ýmsa möguleika og að mikill áhugi væri hjá Landsvirkjun á að viðhalda rekstrinum. Að sögn Sigurðar má rekja upp- hafið að þessu til síðasta Skógrækt- arþings, en þar viðraði Jón Loftsson skógræktarstjóri þá hugmynd við Sigurð að hafið yrði einhvers konar samstarf um Tumastaði, en Skóg- ræktin hefur annast staðinn í 55 ár eða frá stofnun gróðrarstöðvarinn- ar, lýðveldisárið 1944. Ástæðurnar fjárhagslegs eðlis Ástæðurnar fyrir því að Skóg- ræktin leitaði til Landsvirkjunar eru fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis að sögn Sigurðar, en í ágúst í fyrra ákvað Skógræktin, vegna samkeppnislaga, að hætta fram- leiðslu garðplantna og sölu til einka- aðila. Þeir fjármunir sem ríkið ætl- ar til skógræktar renna líka að mestu leyti til héraðsskóga, bænda- skóga eða skyldra verkefna, að hans sögn. Sigurður sagði að þeir hagsmunir sem lægju að baki vilja Landsvirkj- unar til að viðhalda starfsemi á Tumastöðum væru ekki fjárhags- legs eðlis, heldur væri það stefna fyrirtækisins að reyna eftir bestu getu að skila einhverju aftur til samfélags og umhverfis. Hann sagði að starfsemin á Tumastöðum félli því vel að markmiðum fyrir- tækisins, þar sem í Rangárvallar- sýslu væri að finna helstu virkjanh' þess. I sumar vinna um 20 ungmenni úr Fljótshlíð eða neðanverðri Rang- árvallarsýslu í gróðrarstöðinni, en ungmennin, sem eru á aldrinum 16 tO 20 ára, vinna við að sá til trjá- plantna og almennan rekstur gróðr- arstöðvarinnar. Mikilvægt að viðhalda rannsóknarstarfinu Sigurður sagði að ef Landsvirkj- un myndi ganga til samstarfs um reksturinn til framtíðar, myndu að sjálfsögður einhverjar rekstrar- breytingar fylgja í kjölfarið. Hann sagði mjög mikilvægt að koma því á framfæri að Landsvirkjun hygðist alls ekki fara í samkeppni á þessum markaði heldur myndi fyrirtækið vilja styðja þá sem fyrir væru. Hann sagði að í þessu sambandi væri mikilvægt að viðhalda því rannsóknarstarfi sem Skógræktin hefði unnið á staðnum í gegnum tíð- ina og nefndi þar t.d. framræktun plantna. Hann sagði aðstæður á Tumastöðum einstaklega vel til þess fallnar að rækta skóg, þar sem mýrarjarðvegurinn á staðnum væri afar frjór og veðursældin mikil. Þá eru á Tumastöðum 12 gróðurhús að flatarmáli um 2.000 fermetrar og heildarflatarmál ræktaðs lands er um 7 hektarar. Landsvirkjun hefur í gegnum ár- in verið með um 230 ungmenni í vinnu við uppgræðslustörf víða um land á sumrin og síðustu sjö ár hef- ur Starfsmenntaskóli fyrirtækisins boðið upp á vikunámskeið, sem metið hefur verið til eininga inn í flesta þá skóla landsins sem eru með áfangakerfi. Sigurður sagði að hingað til hefðu fyrirlesarar haldið á staðina, þar sem ungmennin hefðu verið, og kennt þar og því hefði vantað samastað fyrir skóla- starfið. Hann sagði Tumastaði vera ákjósanlegan stað fyrir skólahaldið og að ef Landsvirkjun héldi áfram rekstrinum yrði ungmennum í vinnu hjá Landsvirkjun boðið upp á vikunámskeið á staðnum. Það mætti því reikna með því að á Tumastöðum yrðu um 35 til 45 ung- menni á hverju sumri, þ.e. 15 til 20 við vinnu og 20 til 25 á vikunám- skeiðum. Skólinn myndi vinna náið með Fjölbrautaskólanum á Suðurlandi, Landgræðslu ríkisins og Garð- yrkjuskóla ríkisins, að sögn Sigurð- ar og þá myndi Landgræðslan bjóða hverjum hópi að koma upp í Gunn- arsholt í einn dag, þar sem ung- mennunum yrði kennd fræverkun o.þ.h. Hann sagði að reiknað væri með því að hægt yrði að ræsa hóp- inn á Tumastöðum út í sérstök um- hverfisverkefni, til dæmis til að laga til eftir slæma umgengni ferða- manna á hálendinu. Hluti af námi við Fjölbrautaskóla Suðurlands verði á staðnum Einnig eru upp hugmyndir um að færa verklega hluta umhverfisá- fanga Fjölbrautaskóla Suðurlands á Tumastaði, þannig að nemendur yrðu þar í um 2 til 3 vikur á hverri önn í einskonar seli, en hann bætti því við að allt væri enn óráðið með þetta. Mikilvægt er að starfseminni á Tumastöðum verði ekki hætt, að sögn Sigurðar. Hann sagðist vonast til þess að í framtíðinni yrði svæðið opnað enn frekar fyrir almenning, því staðurinn væri mjög fallegur, þar væri mikil veðursæld og einnig væri þar að finna eitt fjölbreyttasta fuglalíf landsins. Hann sagði að þetta mætti gera með því t.d. að koma þar fyrir tjaldstæðum. Þá sagðist Sigurður vonast tO að rekin yrði menningar- og fræðslustarf- semi allt árið um kring á Tumastöð- um. Konur í stjórnmálum og stjórnun Ymsar hindranir FYRIRTÆKIÐ Skref fyrir skref ehf. hefur kynnt niðurstöður úr fyrri hluta rannsóknarverkefnisins Gæði og jafnræði í ákvörðunartöku á sveitarstjórnarstigi. Markmið fyiTÍ hluta rannsóknarinnar var að skoða hlut kynja í sveitarstjórnum og hvaða hindranir væri að finna fyrir jafnri þátttöku kvenna og karla í ákvarðanatöku. Markmið síðari hluta felst í hönnun fræðslu- og þjálfunarlíkans til að vinna gegn kynjamun í stjórnmálum og stjórn- unarstöðum. Rannsókninni er ekki að fullu lokið, en lokaskýrslu verður skilað fyi-ir 1. október í ár. Evrópusam- bandið styrkir rannsóknina og greiðir 60% af kostnaðinum, sem var 12 milljónir króna við þennan hluta hennar. Ásdís G. Ragnarsdóttir, verkefn- isstjóri Skrefs fyrir skref, sá um rannsóknina ásamt Hansínu B. Einarsdóttur, ^ framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ásdís segir að tekin hafi verið viðtöl við 38 þátttakendur í sveitarstjórnarkosningum 1998 á Akureyri og í Reykjavík. Hún segir að spurt hafi verið um samfélags- lega, félagslega og persónulega þætti sem hefðu letjandi áhrif á þátttöku kvenna í stjórnmálum. Skipulag kosningakerfis konum óhagstætt „Niðurstöðurnar urðu þær helst- ar að samfélagslegar hindranir væru fyrst og fremst vegna skipu- lags kosningakerfis. Viðmælendur sögðu að samkvæmt núgOdandi kerfi yrði lítil endurnýjun á fram- bjóðendum. Oft heyrðist setningin: „Það má ekki ganga framhjá flokksgæðingunum." Þættir eins og uppbygging 0g starfsemi stjórn- málaflokka, forgangsröðun mál- efna, eðli prófkjara og baráttuað- ferðir, starf stjórnmálamannsins, þáttur fjölmiðla og áróður og að lokum staða kynja á vinnumarkaði voru einnig nefndir," segir hún. Ásdís segir að þeir félagslegu þættir sem viðmælendur teldu hafa letjandi áhrif á þátttöku kvenna í stjórnmálum hafi verið fjölmargir. „Þeir sem oftast voru nefndir voru almenn viðhorf tO kvenna, skortur á fyrirmyndum, uppeldi kynjanna, fjölskyldu- og heimOisaðstæður, tími og tekjur. Þeir persónulegu eiginleikar sem oftast voru nefndir sem hindranir fyrir konur og gerðu þeim erfítt að starfa í stjórnmálum voru að konur voru taldar of sam- viskusamar og gagnrýnar á eigin störf, talið var að þær tækju gagn- rýni of persónulega og að þær skorti sjálfstraust," segir Ásdís. Náttúrufræðistofnim vísar því á bug að hafa lagt til styttingu rjúpnaveiðitímans Brýnt að rannsaka áhrif skotveiða JÓN GUNNAR Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir að skrifstofustjóri umhverfisráðu- neytisins hafi farið alrangt með þegar hann fullyrti í Morgunblað- inu á þriðjudag að stofnunin hefði lagt til í fyrra að rjúpnaveiðitíminn yrði styttur og þær tillögur borist seint. Jón Gunnar segir að hvorki hafi stofnunin lagt til að veiðitím- inn yrði styttur né hafi svör hennar við erindum ráðuneytisins borist seint. „Við höfum aldrei nokkurn tím- ann lagt til að veiðitíminn yrði stytt- ur,“ segir Jón Gunnar. „Þessi ágæti embættismaður virðist ekki hafa haft fyrir því að rifja málið upp frá síðasta ári.“ Hann segir að í júní í fyrra hafi stofnunin veitt ráðuneytinu upplýs- ingar um ástand rjúpnastofnsins og þar hafi m.a. komið fram að stofn- inn væri í slæmu ásigkomulagi á Suðvesturlandi, fyrst og fremst vegna skotveiða. Ástand verst í nágrenni Reykjavíkur „Hinn 23. júlí skrifaði ráðuneytið Náttúrufræðistofnun bréf og bað um nánari upplýsingar um ástandið. Við sendum þeim um hæl mjög ítar- lega greinargerð um ástand stofns- ins þar sem við bentum ennfremur á um fjóra möguleika til að takast á við vandann. Þessa greinargerð sendi ráðuneytið til ráðgjafarnefnd- ar um villt dýr og eftir að nefndin hafði fjallað um málið mæltist hún til þess að dregið yrði úr veiðum á Suðvesturlandi,“ segir Jón Gunnar. „Ráðuneytið skrifaði okkur aftur 17. september sl. og bað um form- legar tillögur um aðgerðir. Við svöruðum því strax 23. september og bentum á að við teldum vænleg- ast að banna veiði í landi Reykjavík- ur og Mosfellsbæjar þar sem ástand stofnins væri verst. Þáverandi ráð- herra ákvað að gera það ekki heldur kvaðst ætla að taka ákvörðun, ekki síðar en í janúar eða febrúar, um aðgerðir sem áttu að taka gildi á þessu ári, þ.e. 1999. Hverjar þær aðgerðir eru hefur hins vegar ekki enn komið í ljós.“ Skrifstofustjóri umhverfisráðu- neytisins sagði jafnframt í Morgun- blaðinu að ráðuneytið hefði lagt áherslu á meiri rannsóknir og tölu- verðum fjármunum hefði verið veitt í þær. Jón Gunnar vísar þessu einnig á bug. „Hið sanna í því máli er að frá því í desember 1997 hafa legið fyrir mjög ítarlegar tillögur frá Náttúru- fræðistofnun um rannsóknir og vöktun á rjúpnastofninum. Ráðu- neytið hefur ennþá ekki tekið af- stöðu til þeirra. Guðmundur Bjamason, fyrrverandi ráðherra, lýsti því yfir í viðtali 8. október í fyri'a að það yrðu ekki veittir meiri peningar til rjúpnarannsókna. Mér skilst að ekki verði gerð nein breyt- ing á framlögum til rjúpnarann- sókna á þessu ári. Þá segir skrif- stofustjórinn að ekki séu komnar fram tillögur frá Náttúrufræði- stofnun á þessu ári en þær muni væntanlega liggja fyrir á næstunni. Um þetta er það að segja að ráðu- neytið hefur ekki beðið um neinar tillögur umfram það sem við höfum þegar sent því,“ segir Jón Gunnar. Þörf á 9-12 milljónum kr. Hann segir að áætlaður kostnað- ur við rannsóknir á rjúpnastofnin- um nemi um 3—4 milljónum króna á ári og sé miðað við þriggja ára rannsóknir, eða alls um 9 til 12 milljónir króna. Skoða þurfi betur áhrif skotveiða á vetrarafföll stofns- ins. Þeir fjármunir þyrftu að koma til viðbótar við þær 4,5 milljónii' króna sem veitt er árlega til þessa málaflokks en þeir fjármunir renna, að sögn Jóns Gunnars, fyrst og fremst til vöktunar á stofninum en nægja ekki til rannsókna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.