Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 ERLENT FERÐALOG MORGUNBLAÐIÐ Bandaríkin herða sóknina gegn bin Laden Setja við- skiptabann á Afganistan Washington, Kahúl. AP, AFP. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Afganistan fognuðu í gær viðskipta- banni sem Bandaríkin settu gegn stjórn Talebana í landinu á mánu- dag, vegna þess að hreyfingin hefði skotið skjólshúsi yfir hryðjuverka- manninn Osama bin Laden. Leið- togar Talebana hafa hins vegar for- dæmt viðskiptabannið og segjast ekki vita hvar bin Laden heldur sig. Viðskiptabannið nær til þess meginhluta Afganistans sem er undir stjóm Talebana, en andstæð- ingar þeirra hafa ríflega tíunda hluta landsins undir sinni stjórn. Bandaríkjamenn fluttu inn vörur fyrir 17 milljónir dollara (1,3 millj- arða ísl. kr.) frá Afganistan á síð- asta ári, og seldu þangað vörur fyrir 7 milljónir dollara. Viðskiptaþving- anirnar munu þó ekki hafa áhrif á starfsemi bandarískra mannúðar- og hjálparstofnana í Afganistan. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu vegna málsins á þriðjudag að bin Laden og samtök hans myndu halda áfram að skipu- leggja tilræði gegn Bandaríkja- mönnum, án tillits til þess að fóm- arlömbin hefðu ekkert til saka unn- ið. Sagði hann að viðskiptabannið myndi „auka á einangrun Talebana á alþjóðavettvangi, takmarka getu þeirra til að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum og sýna fram á nauðsyn þess að þeir virði al- þjóðlegar hegðunarvenjur". Bin Laden er eftirlýstur vegna sprengjutilræðanna við sendiráð Bandaríkjanna í Tansaníu og Kenýa síðasta sumar. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að Talebanar framselji hann tU Bandaríkjanna eða annars lands, þar sem hann verði dreginn fyrir dóm, og í síðasta mánuði setti bandaríska alríkislög- reglan (FBI) 5 milljónir dollara (375 milljónir ísl. kr.) tíl höfuðs honum. Stjórnarkreppa á Papúa Nýju-Gíneu Port Moresby. AP. BILL Skate, forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu í Suðaustur-As- íu, sagði af sér í gær, skömmu eftir að hann hafði valdið alþjóðlegu upp- námi með því að viðurkenna sjálf- stæði Taívan. Greiða átti atkvæði um vantraust á Skate á þingi inn- an fáma daga og var talið víst að hann yrði undir. Skate hefur ver- ið legið á hálsi fyr- ir meinta spillingu og tengsl við óald- arflokka á Papúa Nýju-Gíneu. Hann sagði í gær að hann segði af sér í þeirri von að pólitískur stöðugleiki kæmist á að nýju og viðskiptatraust ykist. Hann ætlar að tUkynna landstjóranum, Sir SUas Atopare, afsögnina í dag. Papúa Nýja-Gínea tUheyrir Breska samveldinu. í gær var ekki íyllUega ljóst hver mundi taka við af Skate, en hann sagði að lögfræðingar hefðu sagt sér að hann gæti gegnt embætti uns þingið hefði kosið nýjan forsætisráð- herra. Þingið kemur saman á þriðju- daginn, og höfðu andstæðingar Skates ætlað sér að bera upp van- trauststUlögu á hann og segja frétta- skýrendur allar líkur á að tUlagan hafi verið samþykkt. Stjómmál á Papúa Nýju-Gíneu eru margbrotin og eiga að mörgu leyti rætur að rekja tU aldagamalla þjóðflokkabandalaga sem geta breyst skyndUega. Brestir voru komnir í samsteypustjóm Skates, og nýverið gekk einn samstarfsflokk- anna úr stjóminni og gekk tU liðs við stjómarandstöðuna. Skate sagði pólitíska bandamenn hafa svikið sig og að þeir hygðust bola sér frá. Hann sagði afsögnina í engu tengjast því, að fyrr í vikunni viður- kenndi stjóm Skates sjálfstæði Taí- vans í skiptum fyrir efnahagsaðstoð. Viðurkenningin kom kínverskum stjómvöldum í uppnám, því þau líta á Taívan sem hluta af Kína. Skate varð forsætisráðherra eftir kosningar 1997, en var áður borgar- stjóri í Port Moresby, höfuðstað landsins. VantrauststUlögur voru svo algengar orðnar á þingi lands- ins, að samþykkt vora lög sem bönnuðu þær fyrsta hálfa annað ár- ið sem forsætisráðherra gegnir embætti. Var þetta samþykkt tU þess að auka pólitískan stöðugleika. Helsti stjórnarandstæðingur í Bahrain Dæmdur 1 sekt og tíu ára fangelsi Manama í Bahrain. AP. SÉRSTAKUR öryggisdómstóll í Bahrain dæmdi í gær helsta stjóm- arandstæðing í landinu tU tíu ára fangelsisvistar fyrir njósnir og und- irróðursstarfsemi. Þriggja manna dómstóllinn dæmdi klerkinn Abdul- Ameer al-Jamri, sem er sextíu og tveggja ára gamall og sagður við slæma heUsu, einnig tU að greiða sekt upp á 5,7 milljónir dínara, um einn milljarð íslenskra króna. „Úrskurður dómstólsins er mikið áfall,“ sagði Abdul-Shaheed Khalaf, lögmaður al-Jamris. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir því að al-Jamri yrði sleppt lausum í kjölfar þess að þjóðhöfðingi Bahrain, Hamad bin Isa A1 Khalifa, veitti fjölda fanga sakarappgjöf. Al-Jamri, sem var handtekinn í janúar 1996 og hefur síðan verið í gæsluvarðhaldi, var dæmdur fyrir að stunda njósnir í Bahrain á vegum erlends ríkis og fyrir að æsa upp andspymu gegn stjómvöldum í Persaflóaríkinu. Er talið að stjóm- völd telji al-Jamir hafa stundað njósnir fyrir Irani, en grannt er á því góða mUli ríkjanna. Al-Jamri er shíti og hefur beitt sér fyrir aukn- um pólitískum réttindum shíta í Ba- hrain. Þeir era þar í meirihluta en meðlimir stjómarfjölskyldunnar era hins vegar súnní-múslimar. GUNNLAUGUR Jónasson og Hulda Daníelsdóttir, sem reka Gistihúsið Egilsstöðum, ásamt Maríu Jóngerð dóttur sinni. Gamalt hús öðlast nýtt líf HJÓNIN Gunnlaugur Jónasson og Hulda Daníelsdóttir festu kaup á eldri hluta bæjarins sem hýsir Gistihúsið Egilsstöðum fyrir tveim- ur árum, þá nýkomin frá Dan- mörku. A síðasta ári keyptu þau svo yngri hluta hússins og hófu rekstur gistiheimilis í bænum. „Okkur langaði að koma heim til Islands og vantaði eitthvað að gera,“ sagði Gunnlaugur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sem tók hús á hjónunum. Þeim bauðst Egilsstaðabærinn til kaups og ákváðu að slá til. Gunnlaugur þekk- ir húsið vel og hefur sterkar taugar til þess, afi hans og amma áttu þar heima og hann hefur heyrt margar sögur af fólki sem bjó á bænum. Hjónin hafa gert hluta gistihúss- ins upp, öll loft og gólf og komið fyrir úðakerfi til að mæta kröfum um brunavarnir. Húsið heldur upp- haflegri mynd eftir megni, ytra út- lit þess er til að mynda uppruna- legt. Húsfriðunarnefnd hefur sýnt bænum mikinn áhuga og styrkt hjónin við endurbæturnar. Gunn- laugur starfaði við að gera upp gömul hús þegar hann var búsettur í Danmörku, sú reynsla kemur sér vel nú. Húsgögnin á gistihúsinu eru flest gömul húsgögn úr bænum. „Háa- Ioftið er fullt af húsgögnum sem sumir myndu kalla gamalt drasl en aðrir fornminjar,“ sagði Gunnlaug- ur. Rétt er að taka fram að ný rúm eru á öllum herbergjum. Þrettán herbergi eru nú í notk- un, þijú eins manns og tíu tveggja manna. Baðherbergi er inn af fjór- um herbergjanna, vaskar eru á hin- um en góð sameiginleg snyrtiað- staða frammi á gangi. Enn á eftir að gera stóran hluta gistihússins upp, Gunnlaugur segir fyrirhugað að innrétta nokkur gistiherbergi í viðbót en útbúa að auki íbúðir til útleigu. Ibúðirnar sameina kosti sveitar og bæjar, að sögn Gunn- laugs. Þær þjóna sem hálfgildings sumarbústaðir en styttra er að sækja alla þjónustu. Hjónin benda á að Egilsstaðir séu ákjósanlegur dvalarstaður; þar megi finna margar fallegar göngu- leiðir, stutt sé upp á hálendi og inn í Hallormsstaðarskóg. Þau segja mikla ró og kyrrð á svæðinu. Gistihúsið Egilsstöðum er opið allt árið. Morgunmatur er fram- reiddur á staðnum og kaffíveiting- ar eru á boðstólum. Hópar geta pantað mat og fyrirhugað er að hafa rétt dagsins í boði fyrir gesti. Stefnt er að því að opna veislusal í kjallara gistihússins fyrir næstu jól, þar verður aðstaða fyrir hópa og jafnvel ráðstefnur. Reksturinn er því í örum vexti og felur í sér fullt starf allan sólarhringinn. Hulda og Gunnlaugur búa sjálf á bænum og eru því alltaf til taks. Tveir starfsmenn eru hjónunum til aðstoðar f sumar og foreldrar Gunnlaugs, sem búa í næsta húsi við gistiheimilið, hafa létt undir með þeim. „Þetta væri ekki hægt án aðstoðar þeirra,“ sagði Gunn- laugur. Gestir Gistihússins Egilsstöðum koma úr ýmsum áttum. Hjónin segja suma vera að leita sér að ódýrri gistingu meðan aðrir gætu vel hugsað sér að borga meira fyrir að fá að gista í húsinu, „finna sög- una og andann". í vetur var stór hluti gestanna íslenskir sölumenn á ferð en Gunnlaugur segir að sér hafí komið á óvart að útlendingar sæki þau heim árið um kring. Hjón- in hafa hug á að fjölga vetrargest- um á gistihúsinu, kyrrðin er mest á veturna og Gistihúsið Egilsstöðum kjörið til að slaka á. Morgunblaðið/Anna Ingólfs GISTIHÚSIÐ á Egilsstöðum Saga Gistihússins á Egilsstöðum Egilsstöðum. Morgunblaðið. ARIÐ 1903 var ráðist í að byggja hús á Egilsstöðum sem átti eftir að þjóna stóru hlutverki. Viðbygging þess tíu áram síðar varð gistihús sem nefnt var Gistihúsið á Egils- stöðum. Fyrstu ábúendur og rekstraraðilar hússins vora þau Margrét Pétursdóttir og Jón Bergsson. í Egilsstaðasögu er rakin saga þessa merka húss og starfsem- innar sem þar var. Segir þar; „Hinn ungi Egilsstaðabær á rót sína að rekja til þessa gamla húss, Egils- staðahússins, og þeirra sem þar bjuggu lungann úr öldinni." Egilsstaðahúsið er tvö sambyggð hús, Egilsstaðir I og II. Húsið er reist á klöpp og eru hvalbök í kjall- aragólfinu. Kjallarinn er hár, gijót- hlaðinn og grjótið bundið saman með steinsteypu. Húsið er „steypt í binding“, reist úr timburgrind sem fyllt er í með steypu á þrjá vegu, en einn veggur úr timbri. Gólf og skil- rúm eru úr timbri. Húsið er elsta steinhús á Austurlandi. Mikill gestagangur í upphafi var húsið ætlað búinu Egilsstöðum en gestagangur var mikill á bænum eins og oft kemur fram í bréfum sem skrifuð vora á Egilsstöðum af bömum Jóns og Margrétar upp úr aldamótunum. Það var árið 1913 sem vora uppi áætlanir um að byggja við eldri hluta hússins „víst nokkurs konar gistihús" og er það orðið tímabært, „því gestanauð og átroðningur eyði- leggi búið ef fram heldur“, eins og segir í einu bréfanna. Þar með var framtíð hússins ráðin. Ekki er vitað hvenær viðbyggingin var tekin í gagnið, en lengi mátti bæta við og laga innan dyra og er byggingartími hússins talinn vera til 1918. Jón Bergsson rak verslun, pósthús og símstöð í húsinu. Rekstur Gistihússins í höndum fjölskyldunnar Árið 1924 keyptu sonur Jóns, Sveinn Jónsson, og kona hans, Sig- ríður Fanney, hluta jarðarinnar Egilsstaða ásamt Gistihúsinu. Þau höfðu þá séð um rekstur Gistihúss- ins í um 3 ár. Upp úr 1940 var byggt við húsið að norðanverðu og komið fyrir stigum, frá kjallara og upp úr og vatnssalemum. Árið 1946 vora svo gerðir kvistir á þakið. Sigríður og Sveinn ráku Gistihúsið til ársins Hornstofa. 1970 en þá tók Ásdís, dóttir þeirra, við rekstrinum. Hún naut þó dyggr- ar aðstoðar foreldra sinna. Margir góðir gestir heimsóttu Gistihúsið og var Jóhannes Kjarval tíður gestur. Hann gisti gjarnan í herbergi sem nefnt var forsetaherbergið og vildi hvergi annars staðar vera. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.