Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 4^ glöddumst yfir hverjum endurfundi. Úmhyggjusamur eiginmaður henn- ar, Valgarð, gerði allt sem í hans valdi stóð til að uppfylla óskir henn- ar, m.a. að hitta okkur. Síðustu tvö árin dvaldi Asdís á Hjúkrunarheimilinu Skjóli og þang- að heimsótti ég hana og sá að vel fór um hana, bæði fyrir tilstilli stofnun- arinnar og ekki síst fjölskyldunnar. Mér rann oft til rifja að sjá jafn- öldru mína algjörlega bundna sjúkrarúmi og hjólastól og um það ræddum við bekkjarsystunar oft. Enn standa læknavísindin ráðþrota gagnvart slíkum sjúkdómi, en það er sársaukafullt að fylgjast með og sjá þennan sjúkdóm leggja atorku- samt og lífsglatt fólk að velli fyrir aldur fram. Síðasta sinn er ég heim- sótti Ásdísi ræddum við um sölu húss þeirra Valgarðs í Hveragerði og nýju íbúðina er þau höfðu fest kaup á í Garðabænum. Hún gladd- ist yfir útsýninu og ég sagði henni að ég kannaðist við allar aðstæður þama því þessi íbúð var í eigu eins úr fjölskyldu okkar. I kringum af- mælisdag Ásdísar í júní sl. fóru tvær bekkjarsystur í heimsókn með blómasendingu frá okkur og skrif- aðar kveðjur frá okkur öllum. Það var síðasta kveðja okkar til hennar í lifanda lífi. Erfiðum sjúkdómsferli er lokið. Nú hefur Ásdís fengið hvfldina. Við biðjum góðan Guð að blessa minn- ingu Ásdísar Kjartansdóttur Við bekkjarsysturnar sendum eiginmanni, bömum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Greta Bachmann. Talið er merki þróttar þrátt það að vera sonur, en landið hefur löngum átt líka sterkar konur. (Olína Andrésdóttir.) Sterk, glæsfleg og kjarkmikil, þannig var Ásdís. Það var að áliðnu sumri árið 1987 að fundum okkar bar fyrst saman. Til íslands voru komnii- fulltrúar frá sambandi norrænna síma- manna, aðalfund sambandsins átti að halda norður á Húsavík. Frænd- ur okkar óskuðu að sjá helstu sögu- staði landsins og þurftu fararstjóra sem talaði norðurlandamálin. Mikið lifandis ósköp kveið ég þessari ferð. Hjartað var svo sem eins og ekki neitt. Ásdís tók að sér fararstjóm, málið var leyst, allur kvíði og vanda- mál að baki. Eftir samverustundir þessarra daga tókst með okkur vin- átta sem aldrei bar skugga á og ferðirnar urðu fleiri bæði hérlendis og erlendis. Auðna ræður hverjir verða samferða á vegferð lífsins og til forréttinda hlýtur það að teljast að fá góða samferðamenn. Ásdís var góður og traustur samferðamaður, hún var hnyttin í tilsvörum, fljót að átta sig og húmorinn frábær. Við töluðum saman, við hlógum saman, þögðum saman og grétum saman. Áhugamál Ásdísar voru mörg, hún unni listum, menntun, kvenfrelsi og jafnrétti og setti manngildi í fyrsta sæti. Fjölskyldan var henni afar kær enda mikill mannauður í kring- um hana. Fyrir tólf árum greindist hún með erfiðan sjúkdóm og háði við hann hetjulega baráttu, gafst aldrei upp. Við þessar aðstæður er ekki spurt og maðurinn á ekkert val. Kæra vinkona, ég þakka þér sam- fylgdina og leiðsögnina. Og ég sakna þín, nú þegar fótatakið er þagnað. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Fregnin um andlát Ásdísar vin- konu okkar hefði ekki átt að koma okkur á óvart, svo lengi hafði hún háð baráttuna við erfiðan sjúkdóm. Samt er það svo að maður er aldrei viðbúinn þegar samferðamaður kveður, maður staldrar við og minn- ingarnar streyma fram í hugann. Hann var nokkuð blandaður nem- endahópurinn í dönskudeildinni í Háskóla Islands á áttunda áratugn- um. Þar voru auk nýstúdenta eldri stúdentar og einnig kennarar sem höfðu kennt í mörg ár í grunnskóla en voru nú að afla sér menntunar sem dönskukennarar á framhalds- skólastigi. Á þessum vettvangi bar fundum okkar og Ásdísar fyrst saman. Hún hafði lengi stai-fað sem kennari en var nú komin í háskól- ann tfl að afla sér framhaldsmennt- unar. Ásdís vakti strax athygli. Hún var glæsfleg, alltaf mjög smekklega klædd og bar með sér einhvern „heimskonublæ". I fyrstu virtist hún nokkuð fjarlæg en það breyttist við nánari kynni. Það mátti segja um Ásdísi að hún væri ekki allra en þeim sem eignuðust vináttu hennar var hún tryggur og einlægur vinur. Þótt hún væri hlédræg og dul að eðlisfari gat hún sannarlega glaðst með glöðum á góðri stund. Hún hafði svolítið sérstaka kímnigáfu og komst oft vel að orði. Ásdís var kennari af lífi og sál og vfldi veg dönskukennslu og nor- rænnar samvinnu sem mestan. Hún taldi ekki eftir sér að koma frá Hveragerði í alls konar veðrum ef eitthvað var á döfinni hjá dönsku- kennarafélaginu eða í Norræna húsinu og var ötul við að afla sér framhaldsmenntunar á námskeið- um bæði hér á landi sem erlendis. Við eigum góðar minningar frá mörgum námskeiðum, einkum frá Danmörku. Ber þar hæst námskeið- in á Scháfergaarden svo og menn- ingarferðir eins og t.d. þegar við fórum vítt og breitt um Danmörku undir leiðsögn Islandsvinarins Vestergaard-Nielsens prófessors. Þá var Ásdís í essinu sínu og naut sín vel og minntumst við þessara ferða oft síðan. Ásdís og Valgarð bjuggu lengst af í Hveragerði en einnig um skeið á Selfossi þar sem þau kenndu bæði við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Oft nutum við gestrisni þeirra því þau voru sannir höfðingjar heim að sækja og heimili þeirra mótað af mikilli smekkvísi og sameiginlegum áhuga þeirra á menningu og listum. Fyrir næstum áratug fór að bera á sjúkdómi þeim sem hrjáði hana til æviloka. Hún stóð á meðan stætt var en loks þrutu kraftar og síðustu árin hefur hún dvalið á sjúkrastofn- unum. Það má nærri geta hversu erfitt hlutskipti það hefur verið fyr- ir þessa sterku konu að vera þannig dæmd úr leik í miðju starfi. Samt heyrðum við hana aldrei kvarta. Hún gat jafnvel brugðið á glens þótt hún væri oft sárþjáð og oft var stutt í gamla „húmorinn". Það var ekki hægt annað en að dást að hug- rekki hennar og lífsorku. En Ásdís stóð ekki ein í baráttunni. Hún átti góðan eiginmann og fjölskyldu sem studdu hana eftir mætti og reyndu að létta henni sjúkdómsbyrðina. Og nú er stríðinu lokið og Ásdís hefur fengið hvfldina. Við minnumst henn- ar með söknuði og þökkum fyrir samfylgdina gegnum árin. Valgarð og fjölskyldunni sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Aðalbjörg og Halla. Þegar Ásdís varð að segja lausri stöðu sinni sem kennari við Fjöl- brautaskóla Suðurlands haustið 1994 vegna þráláts sjúkdóms, þá vonuðum við samstarfsmenn henn- ar að hún myndi eiga afturkvæmt til okkar. Því miður varð eigi svo, sjúk- dómurinn ágerðist og leggur hana nú að velli langt um aldur fram. Ás- dís var éinn þeirra kennara við Iðn- skólann á Selfossi sem voru í frum- herjahópi Fjölbrautaskólans þegar hann var stofnaður 1981. Einnig hafði hún kennt tvö ár við öldunga- deild sem rekin var við Gagnfræða- skólann í Hveragerði og var íyrir- rennari öldungadeildar við Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Enn frem- ur kenndi hún við framhaldsdefld Gagnfræðaskólans á Selfossi sem sömuleiðis varð stofn að Fjölbrauta- skólanum. Hún var því brautryðj- andi að skóla okkar í þreföldum skflningi. Ásdís var fyrst í stað eini dönskukennarinn við skólann en sem nemendum og kennurum fjölg- aði varð hún deildarstjóri í þeirri grein og stjómaði uppbyggingar- starfi af metnaði og krafti. Hún gerði miklar kröfur tfl sjálfrar sín og vfldi árangur nemenda sem best- an. Henni var lagið að efla þá tfl dáða sem vfldu leggja sig fram. Það sem okkur er efst í huga þegar þessi ágæta samstarfskona er kvödd, er sú staðreynd, að öll upp- hafsár skólans, þegar efnislegar að- stæður voru þröngar og oft erfiðar, og reyndar svo lengi sem heilsa hennar leyfði, þá var það ekki síst Ásdís sem stuðlaði að samheldni í hópnum með félagslyndi sínu og óþrjótandi gestrisni. Ofá voru þau skipti að starfsfólki var boðið heim tfl þeirra góðu hjóna, Ásdísar og Valgarðs, í Skarði eða Hveragerði. Þetta stuðlaði ekki einasta að betri kynnum, hér efldist andrfld og sam- heldni, oft við söng, sem ríkulegur var hjá þeim og bömunum. Tvö af bömum hennar hafa kennt hér við skólann, Kjartan einn vetur en Vera er hér kennari síðan 1986. Valgarð var einnig í hlutastarfi öðm hverju frá stofnun skólans til 1996. Því má segja, að skóli vor hafi tengst þess^ ari fjölskyldu traustum böndum. I nafni starfsmanna Fjölbrautaskóla Suðurlands tjáum við þeim samúð okkar. Ásdísi þökkum við ógleym- anlegar samvemstundir, blessuð sé minning hennar. Sigurður Sigursveinsson, Þór Vigfússon, Orlygur Karisson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞÓRARINN S. MAGNÚSSON, Steinahlíð 6a, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar mánudaginn 5. júlí, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju mánudaginn 12. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Bergrós Sigurðardóttir, Sigurður Þórarinsson, Þóra Björg Magnúsdóttir, Helga María Þórarinsdóttir, Gunnar Georg Gunnarsson, Arnar Þórarinsson, og barnabörn. t Móðir mín og tengdamóðir okkar, GUÐRÚN HELGADÓTTIR, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 7. júlí. Björn Jensson, Elín Óladóttir, Dóra Frímannsdóttir, Halldóra Áskelsdóttir. HJÖRDÍS KAREN G UÐMUNDSDÓTTIR . + Hjördís Karen Guðmundsdóttir fæddist á Borg í Ög- urhreppi, N-ísa- fjarðarsýslu, 11. desember 1943. Hún lést á Landspit- alanum 29. júm' síð- astliðinn. Utför hennar fór fram 6. júlí. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúíú og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur i verld var gjöf, sem gleymist eigi, oggæfavarþaðöEum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elskuleg vinkona mín er dáin. Sorgin er mikfl og söknuðurinn sár og eigingjam. Samt sem áður er ég viss um að Hjördísi minni líður vel og hennar bíður nú annað hlutskipti á öðrum stað. Hver veit nema að ég eigi eftir að hitta þig aftur, elsku kerlingin mín. Hjördís heilsaði mér alltaf með þessari setningu „Sæl elsku kerlingin mín“. Hjördís var sérstaklega ljúf í lund, glaðvær og bjartsýn, sama hvað á dundi, „þetta var svo spaugi- legt“ var hún vön að segja og það var einmitt svo dæmigert fyrir hana að sjá alltaf broslegu hliðamar á öll- um hlutum og hún smitaði glaðværð sinni tfl allra sem ná- lægt vom. Við Hjördís, ásamt Þórdísi vinkonu okkar stofnuðum saman snyrti-, nudd- og fóta- aðgerðastofuna Lík- ama og sál hér í Mos- fellsbæ. Þar auðnaðist Hjördísi ekki að starfa með okkur nema í sex mánuði, en þá veiktist hún og var hennar sjúkrasaga hreint ótrú- leg þar sem hvert áfall- ið rak annað, þar tfl hún greindist með sjúkdóm sem leiddi hana að lokum tfl dauða. Eg vfl þakka Hjördísi þá stuttu samfylgd sem við áttum í þessu lífi og þá stóm gjöf að hafa eignast vin- áttu hennar. Elsku Gunnar, Ægir og Matthild- ur. Eg bið Guð að styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar í sorginni og varðveita minningu móður ykkar. Guð á hæðum gaf þér ástríkt hjarta, gæfu, lán og marga daga bjarta. Nú er sál þín svifin heimi frá sett til nýrra starfa Guði þjá. Jf Vertu sæll! Þig signi ljósið bjarta, sjálfúr Guð þig leggi sér að hjarta. Blómgist þar um eilífð andi þinn, innilegi vinur minn. (BB) Hugrún Þorgeirsdóttir. + Móðir mín og tengdamóðir, RAGNA ÓLAFSDÓTTIR, lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 2. júlí. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu föstu- daginn 9. júlí kl. 13.30. Úlfar Gunnar Jónsson, Charlotta Ó. Þórðardóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA FINNBOGADÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 3. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 9. júlí kl. 10.30. Svanur Þór Vilhjálmsson, Rosina Vilhjálmsdóttir, Hlöðver Örn Vilhjálmsson, Hrafnhildur Ásgeirsdóttir, Erla Vilhjálmsdóttir, Skúli Jóhannesson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Anna J. Johnsen, Rósa Stefánsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. *4. + Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur ómetanlegan stuðning, samúð og vináttu í veikindum og við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS R. JÓSAFATSSONAR, Ártúni 17, Sauðárkróki, Sérstakar þakkir færum við Guðmundi M. Jóhannessyni lækni og starfsfólki á Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Sigríður Ingimarsdóttir. Jónanna Jónsdóttir, Ingimar Jónsson, Ingibjörg R. Friðbjörnsdóttir, Jósafat Þ. Jónsson, Trine Veno Ulstrup, Atli Björn, Logi Már, Jón Rúnar, Davíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.