Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.07.1999, Blaðsíða 60
• 150 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 FÓLK I FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ „ÉG HEF aldrei lært neina iðn nema af sjálfum mér,“ segir Karl. „Ég var togarasjómaður og hef unn- ið flest störf til sjós og lands eins og Hðrir íslendingar. Á tímabili fítlaði ég við myndlist sem vai- reyndar mjög leikmyndakennd, þannig að það er kannski ekki óeðlilegt að ég hafí endað sem leikmyndahönnuður. Ég var leðursmiður einn hluta ævi minnar, og það ár, 1983, hringdi Hrafn Gunnlaugsson í mig og bað mig að gera búningana fyrir Hrafn- inn flýgur. Þannig gerði ég búninga í fyrstu fjórar kvikmyndirnar sem ég vann við. Síðan æxlaðist það bara smám saman að ég varð það sem ég er í dag.“ Islenskar kvikmyndir eru afbragð Karl flutti til Noregs með fjöl- skylduna 1992, þar sem honum buð- ust áhugaverð verkefni. Hann hafði þá séð um bæði búninga og leikmynd í mörgum íslenskum kvikmyndum s.s.; Stella í orlofi, í skugga hrafns- ins, Kristnihald undirjökli, Ryð, Hin helgu vé og Hvíta víkingnum. „Ég fór til Noregs í tengslum við gerð Hvíta víkingsins og var boðið eftir það að gera búningana í Kvite Bjorn Kong Valemon eftir Ola Solum og leikmyndina í Second Lautnanten eftir Hans Petter Moland. Þá þurfti ég að dvelja við undirbúninginn í Noregi í hálft ár og ákvað að flytja ^rþara. Mig langaði að vinna þar sem markaðurinn er stærri, auk þess sem ég gat ekki lifað af starfinu á Is- landi. Þar vantaði t.d. tilfinnanlega kvikmyndastúdíó, og það er ansi snar þáttur í vinnu leikmyndahönn- uðar að teikna í stúdíói. Hins vegar eru Islendingar að gera afbragðs kvikmyndir, það hefur ekkert með það að gera.“ - Þyrfti margt að breytast hér til þess að þig myndi langa að flytja til baka? , „Já, ég er náttúrulega með marg- falt hærri laun hérna, og svo eru myndinar stæi-ri. Ég hef verið svo heppinn að vinna við flestar stærstu myndirnar sem hafa verið gerðar á Norðurlöndum. Myndir sem kosta 5-600 milljónir íslenskra króna. Fyrir hönnuð er miklu meiri ögrun að fást við stór verkefni." - Það hefur verið upphefð fyrir þig þegar Liv Ullman bað þig um að teikna Kristínu Lavransdóttur? „Nei, í sjálfu sér ekki. Nei, það var annar leikstjóri að gera þá mynd í upphafi og ég kom inn í pakkann með honum. Nei, myndin þykir nú ekki par vel heppnuð hérna í Nor- egi, a.m.k. ekki meðal kvikmynda- gerðarmanna. Hún er hrútleiðin- Ve&“ Tilfinning fyrir stemmningu - Hvaða kostum þarf góður leik- myndateiknari að vera búinn? „Hann þarf að hafa listrænt inn- sæi og bera gott skynbragð á form og liti. Það spillir ekki fyrir að vera góður verkstjóri, því maður er með 40-50 manns í vinnu, og svo að hafa aðeins nef fyrir peningum upp á hagsýnu hliðina. Síðast og ekki síst verður maður að hafa tilfinningu fyrir stemmningu, því maður er alltaf að skapa stemmningu; gera heim persónanna trúverðugan." - Þarf maður ekki að vera næmur á fólk, hvernig umhverfí það velur ysér og hefur í kringum sig? „Ja, ég veit það nú ekki. Mér finnst við vera ósköp einföld og lík, ef út í það er farið. Þannig að ég er ekki stöðugt að rannsaka djúpmið mannssálarinnar. En ég hef mjög gaman af stemmningu og finnst KARL á upptökustað á Nýfundnalandi. Ogrun að búa til stóra heima Karl Júlíusson leik- myndahönnuður hefur unnið við stærstu kvik- myndir gerðar á Norð- urlöndum og er núna að við tökur á nýjustu mynd Lars von Trier. Hildur Loftsdóttir hringdi í kappann. gaman að búa til heima. Ég hef gert mikið af „períódumyndum", allt frá víkingaöld og fram alla söguna. Mér finnst mannkynssagan mjög heill- andi, sérstaklega fyrri miðaldir og hámiðaldir, og les hana jöfnum höndum meðfram starfinu." I nærveru snillings -Hvað ertu lengi að vinna eina góða sviðsmynd? „Það er svo óskaplega misjafnt. Ef hún er af stærri gerðinni tekur hún svona sex mánuði, og þar af fara tveir til þrír í undirbúning. I Hamsun hafði ég bara þriggja vikna undirbúning, en var með einvala lið með mér og það var mjög gaman að vinna þá mynd. Annað hvort skapar maður sinn eigin heim eða reynir að endurskapa söguna. Hvort tveggja getur verið skemmtilegt. Hamsun var eins sögulega nákvæm og mögu- legt var, þar sem við unnum eftir Ijósmyndum. Á skrifborði Quislings höfðum við allt sem raunverulega var á skrifborði Quislings. Leik- stjórinn Jan Troell vinnur eins og í leynilögreglusögu og við komumst að ótrúlegustu hlutum. Quisling var t.d. með dellu fyrir Napóleon svo við hengdum myndir af honum um alla íbúð.“ -En hvemig fínnst þér þegar þessi heimar eru rifnir? „Mér finnst það fínt, þetta er bara framhliðin sem grotnar niður á tveimur til þremur árum. Heimarnir eru hvort eð er varðveittir að eilífu í kvikmyndinni, þar sem þeir eiga heima.“ -Hvað er skemmtilegasta verk- efnið sem þú hefur tekist á við hing- að til? „Það er erfitt að segja, en það var TEIKNING af stúdídi eftir Karl fyrir Breaking the Waves. alveg einstaklega gaman að gera Hamsun því Jan Troell er svo aldeil- is frábær maður. Og líka Breaking the Waves með Lars von Trier, sem er engum líkur. Hann er einn flinkasti kvikmyndagerðai-maður sem ég hef unnið með. Hann hefur ekkert fyrir þessu, þetta leikur allt í höndum hans.“ - Er það ekki þannig með snill- ingana? „ Jú, og ég vil bæta því við að hann er einfaldlega eini maðurinn sem ég hef hitt á lífsleiðinni þar sem mér finnst ég hafa verið í nærveru snill- ings.“ Stærri og stærri verkefni - Nú hefurðu unnið við skemmti- lega ólíkar myndir, velur þú þér verkefnin? „Verkefnin velja mig og ég vel þau. Ég þarf að hafa tekjur og það er ekki alltaf verið að gera skemmti- legar myndir. Svo hef ég verið hepp- inn að fólk hefur kosið að vinna með mér. Mig langar alltaf að takast á við stærri og stærri hluti, því það er eiginlega auðveldara að gera stórar kvikmyndir en litlar. Þá er vitað að hlutirnir kosta mikla peninga og ákveðið gangverk sem fer af stað sem hungrið stöðvar ekki, og þá er bara að keyra hönnunina í gegnum myndina. I litlum myndum er maður alltaf að spara. ÖIl leikmyndin í Junk Maii kostaði 400 þúsund íslenskar krón- ur, hún var með eindæmum ódýr. En aftur á móti var það á margan hátt styrkur þeirrar myndar, þar sem takmarkanirnar unnu með manni og það var mjög fínt að vinna þá mynd og góð stemmning í gangi. Leikstjórinn Pál Sletaune er svo elskulegur, en hann á hins vegar við það vandamál að stríða að hann get- ur ekki tekið ákvarðanir, eins og að velja milli tveggja hluta sem ég rétti honum.“ - En nú hefur leikstjórinn alltaf lokaorðið í allri ákvarðanatöku? „Hann hefur neitunarvald. En þegar leikstjórar eru sjálfsöruggir gera þeir sér grein fyrir því að þeir hafa keypt sér sérfræðing til að sjá um hönnunina, og treysta manni fullkomlega. Samstarfið hefst á skapandi umræðu, þá fæðast hug- myndir sem eru jafn mikið mínar sem leikstjórans og ég vinn eftir þeim. Mitt starf er svona, það byggist á samvinnu. T.d. í Breaking the Waves ræddi ég við Lars í ná- kvæmlega 25 mínútur. Og þar við sat.“ Að endurskapa raunsæja Ameríku - Og eftir alla þessa súpu af leik- stjórum, með hverjum myndirðu helst vilja vinna aftur? „Ja, ég held bara flestum, nema kannski Liv Ullman. Nei, nei, ég væri alveg til í að vinna aftur með henni þótt okkur hafi lent saman. Menn eru afskaplega misjafnir, en ég hef aldrei kynnst leikstjóra sem hefur verið beinlínis hræðilegur. Mér hefur þótt gaman að vinna með þeim öllum, og alltaf lært eitthvað nýtt.“ - Nú ertu í „Dancer in the Dark“ með Lars von Trier. Er það ekki spennandi verkefni? „Mjög svo, ég get bara ekki talað um það við þig, því við skrifum undir þagnareið á meðan á gerð myndar- innar stendur." - Er gaman að vinna al'tur með Lars? „Já, já. Þetta er spennandi verk- efni og erfitt, því við erum að endur- skapa Ameríku, myndin gerist nefnilega í Washington fylki. Nei, nú er ég byrjaður að kjafta frá ...“ - En þetta er í það minnsta fyrsta söngva- og dansamyndin þín? „Já, það er ekkert gert af þeim lengur. A.m.k. ekki í Evrópu. Fólk er orðið svo kaldhæðið, og hefur ekki lengur þessa fölskvalausu upp- lifunarhæfileika eins og á tímum Tónaflóðs. Sú mynd hrærði svo upp í mér að ég var gagntekinn og grét.“ - Nú eru þetta mjög sérstakir heimar sem söng- og dansamyndir gerastí... „I þessari er allt unnið út frá full- komlega nöpru raunsæinu, ná- kvæmlega eins og í Breaking the Waves. - Þannig að þú eri ekki að skapa neinn furðuheim? „Nei... þó, á vissan hátt, því þetta eru ákaflega óvenjulegir staðir til að láta söngleik gerast á.“ - En þú sérð ekki um búningana í þeirri mynd? „Nei, þegar myndirnar eru orðnar svona stórar eru ekki nokkur vegur að sjá um hvort tveggja. Það er fínt að vera bara í leikmyndinni, þótt ég hefði ekkert á móti því að gera bún- inga líka. Ég hef nú stundum áhrif á þá upp á liti og annað. Sviðsmyndin er miklu fjölbreyttara verkefni og efnin til að kljást við eru miklu fleiri. Ekki bara textíl, heldur allur fjand- inn; timbur, járn og gler, mold, gras og nefndu það.“ Gott að kunna á saltfiskinn „Seinasta mynd sem ég vann við var Misery Harbour eftir Nils Gaup, en hann gerði Vejviseren á sínum tíma sem Helgi Skúlason lék í. Hún var að hluta til tekin á Nýfundna- landi, sem var mjög gajnan því Jjað var eins og að fara til Islands. Ibú- ai-nir eru ákaflega líkir Islending- um. Þeir ráðast á mann og krefja mann sagna um hve landið sé frá- bært og telja sig miðpunkt alheims- ins. Þai' reisti ég saltfiskverksmiðju, og þá kom sér vel að hafa unnið tvö sumur í saltfiski. Við þurftum óhemju mikinn saltfisk sem er mjög dýr, en viku áður en við fórum í tök- ur, vorum við svo heppin að saltfisk- verksmiðja brann, við fengum heil bílhlöss af saltfiski og spöruðum okkur 250 þúsund dollara í salt- fiski.“ - Heldurðu að þú endir á gamals aldri inni ískúr sem myndlistarmað- ur sem býr til hluti úr öllum þessum ólíku efnum? „Ég er nú ekki með þau plön, ég hugsa ekki svo langt. Eg fékkst við myndlist á árum áður, en nú hvarfl- ar það ekki að mér. Það er kannski eins gott. Þó, hver veit, auðvitað langar mann að taka frí og gera eitt- hvað fyrir sjálfan sig. En það kemur að því þegar kemur að því,“ segir Karl Júlíusson sem er með báða fætur á jörðinni og hendurnar á öll- um fjandanum. UR norsku myndinni Junk Mail, sem hlaut verðlaun víða á kvikmyndahátíðum. HAMSUN gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Max von Sydow í titilhlutverkinu. LARS von Trier, Stellan Skarsgárd og Emily Watson í raunsærri leikmyndinni í Breaking the Waves, en Karl hlaut dönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.