Morgunblaðið - 09.07.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.07.1999, Qupperneq 1
152. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Andstæðingar Milosevics hvattir til að sýna 6ánæg;ju sína í verki Skotið að sljórnarand- stæðingum Prokupye, Pristina, Belgrad. AFP, Reuters. Reuters STJÓRNARSINNINN Ratko Zacevic hleypti af átta skotum á svölum aðalstöðva Jafnaðarmannaflokksins í Prokuplje í Kosovo, er stjórnar- andstæðingar efndu þar til mótmæla gegn Milosevic Júgóslavíuforseta. LEIÐTOGI Jafnaðarmannaflokks Slobodans Milosevics Júgóslavíu- forseta í Kosovo, Ratko Zacevic, skaut í gær að stjórnarandstæðing- um í bænum Prokuplje í suðurhluta Serbíu eftir að um fjögur þúsund manns höfðu safnast þar saman til að krefjast afsagnar Milosevics. Að sögn vitna hleypti Zacevic af átta skotum á svölum byggingar þeirrar er hýsir aðalstöðvar Jafnaðar- mannaflokksins í bænum, skammt frá svæði því er stjómarandstæð- ingar höfðu safnast saman á. Hafði mannfjöldinn komið til Prokuplje eftir að Zoran Djindjic, leiðtogi Lýðræðisflokksins og einn öflugasti andstæðingur stjómarinn- ar í Belgrad, hafði hvatt almenning til að sýna óánægju sína í verki. Hafði mikil spenna legið í loftinu áð- ur en af mótmælunum varð þar eð stjómarsinnar höfðu lýst því yfir að þeir myndu fjölmenna á staðmn og kveða mótmælin niður. Þrátt fyrir að fjöldafundi stjóm- arsinna hefði verið aflýst fyrr um daginn söfnuðust hópar þeirra sam- an við fundarstað stjómarandstæð- inga og reyndu þeir að ögra þeim og koma þannig í veg fyrir mótmælin. „Við erum hér saman komin til að sýna andstöðu okkar við aðgerðim- ar,“ sagði Zacevic. Mótmælaaðgerðir gærdagsins vora hinar fimmtu þessa viku og telja sérfræðingar að hættan á of- beldisverkum hafi aukist mikið samfara víðtækari mótmælum. Djindjic, sem sneri til Serbíu fyrr í vikunni eftir sjálfskipaða útlegð í Svartfjallalandi, hefur að undan- fómu rætt við stjómmálamenn í ríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og sagðist hann í gær von- ast til að daglegar mótmælaaðgerð- ir almennings græfu undan stjóm- inni í Belgrad. Hefur serbneska rík- issjónvarpið lýst Djindjic sem út- sendara Vesturlanda og fulltrúa undirróðursafla NATO og Kosovo- Albana. Kaldar kveðjur í Kosovo Fyrr um daginn héldu Djindjic og aðrir stjómarandstæðingar til Kosovo þar sem þeir hugðust breiða út boðskap lýðræðis í Serbíu meðal serbneska minnihlutans í héraðinu. Um eitt hundrað þjóðemissinnar stöðvuðu ferðir stjórnarandstæð- inganna við Gracanica-grafreitinn nærri Pristina, héraðshöfuðstað Kosovo, og gerðu hróp að þeim. Sökuðu þeir gestina um að hafa yf- irgefið þá bjargarlausa á rauna- stundu er serbneskar hersveitir héldu á brott frá Kosovo í liðnum mánuði. „Við viljum Slobodan, Djindjic verður frá að hverfa. Hann var hvergi nærri er loftárásir NATO dundu yfir og við höfðum engan mat,“ hrópuðu Kosovo-Serbamir. ■ Hættan á borgaraátökum/28 Bókabanni aflétt Skopje. Reuters. MAKEDÓNÍA hefur létt banni af búlgörskum bókum, þrátt fyrir eindregin andmæli stjórn- arandstöðunnar. „Búlgaríuvæð- ing menningar okkar er stærsti ásteytingarsteinninn í Make- dóníu og þingið ætti að ræða þetta,“ sagði formaður stjórn- arandstöðunnar. Búlgaría við- m’kenndi sjálfstæði Makedóníu 1991 en Búlgarar vildu lengi ekki viðurkenna að makedníska væri sérstakt tungumál, heldur sögðu hana búlgarska mál- lýsku. Þetta þótti Makedóníu- mönnum fráleitt og sögðu tungumálið vera grundvallar- þátt í þjóðarvitund sinni. Deilan var formlega leyst í febrúar og samskipti ríkjanna hafa batnað verulega síðan. Þó hefur aldrei fyllilega gróið um heilt. Menntamálaráðherra Makdóníu sagði bannið hafa verið leifar frá tímum komm- únismans. „Bækur og blöð á búlgörsku vora tekin af makedónískum borguram. Einungis stærð- fræði- og vísindarit vora leyfð.“ Fjölmiðlar fögnuðu afléttingu bannsins. „Það var kominn tími til að lyfta þessu járntjaldi," sagði í leiðara blaðsins Dnevnik. Eldsvoði í norskri ferju ELDUR kom upp í norsku ferj- unni „Prinsesse Ragnhild" í gær um klukkan tvö að nóttu að staðartíma, en þá var skipið statt undan vesturströnd Sví- þjóðar, skammt frá Gautaborg. Yfir þrettán hundruð manns var bjargað frá borði er eldur- inn kom upp í vélarrými skips- ins, en engin alvarleg meiðsl urðu á fólki, að sögn björgun- arliðsmanna. Á myndinni sést er farþegar skipsins koma að flotastöð í Gautaborg, en þeir voru fluttir með hraðbát frá skipinu. ■ Yfir 1.300 manns bjargað/24 Undirritun samkomulags stefnt í tvísýnu Svartsýni ríkir um að raunverulegur friður komist á Lusaka, Kigali. Reuters, AFP, AP. RÁÐGERT er að leiðtogar sex Afríkuríkja skrifi undir friðarsam- komulag á morgun sem binda á enda á 11 mánaða borgarastyrjöld í Lýðveldinu Kongó. Þó gætir svart- sýni á að úr undirrituninni verði þar sem enn ríkir töluverð tortryggni milli stríðandi fylkinga. Fulltrú- ar ríkisstjóma Kongó, Namibíu, Skæruliðar og stjórnarher í Kólumbíu 7 7 látast í átökum Bogota. Reuters. AÐ minnsta kosti 77 létu lífið í blóð- ugum átökum er bratust út milli marxískra skæruliða og sérsveita stjómarhersins í nágrenni fjalla- bæjarins Gutierrez, skammt frá Bogota, höfuðborg Kólumbíu. Höfðu hundruð skæraliða haft í hyggju að gera atlögu að höfuð- borginni, að sögn talsmanns stjóm- arhersins. Allt að fjöratíu sérsveitarher- menn létu lífið í átökunum og a.m.k. 37 liðsmenn Uppreisnarhers Kól- umbíu (FARC), að því er Paulino Coronado, hershöfðingi í stjómar- hernum, sagði. Coronado sagðist ekki vita nákvæmlega hvaða staði skæraliðamir hefðu ætlað að ráðast á í borginni, en taldi líklegt að ætl- unin hefði verið að sýna mátt sinn og megin til að styrkja stöðu þeirra í samningaumleitunum við ríkis- stjómina. Um sex hundruð liðs- menn stjórnarhersins höfðu tekið sér stöðu í fjalllendinu til vamar árásum skæruliðanna á borgina. Blóðug átök hafa staðið yfir í tíu ár milli skæraliða og stjómarhers- ins sem kostað hafa um 35.000 manns lífið. Andres Pastrana for- seti hóf formlega friðaramleitanir í janúar sl., en á miðvikudag átti næsta lota að hefjast í viðræðunum, en henni vai’ frestað til 20. júlí nk. Vonir um að friður komist á virðast nú fara dvínandi meðal almennings en í vikunni var bæjarstjóri Canas- gordas myrtur og era skæraliðarnir taldir standa að baki morðinu. Sé það rétt er þetta sjöundi bæjar- stjórinn sem fellur fyrir hendi skæraliða það sem af er þessu ári. Angóla, Zimbabve, Úganda og Rú- anda auk leiðtoga þriggja helstu skæraliðahópa Kongó munu undir- rita friðarsamkomulagið, sem náðist sl. miðvikudag, í Lusaka, höfuðborg Zambíu. Samkomulagið felur í sér að átökunum sloti sólarhring eftir undirritunina, að erlend ríki dragi hersveith’ sínar til baka, að sameig- inlegar hersveitir verði settar á laggirnar til að framfylgja friðar- samkomulaginu og að stríðsfangar verði látnir lausir úr haldi. Einnig er kveðið svo á að friðargæsluliðar frá Samtökum um afríska einingu eða Sameinuðu þjóðunum verði sendir til Kongó. Mikillar tortryggni gætir hins vegar milli leiðtoga ríkjanna um hvort allir aðilar muni standa við þau skilyrði sem friðarsamkomulag- ið felur í sér. Ríkisstjórnir Rúanda og Úganda hafa stutt baráttu skæraliða sem saka Kabila um spillingu og van- hæfni í embætti. Ríkisstjórnir Zimbabve, Namibíu og Ángóla styðja hins vegar Kabila af ýmsum efnahags- og öryggisástæðum. Átök héldu áfram í suðurhluta Lýðveldisins Kongó í gær milli skæraliða, stjórnarhersins og bandamanna hans, þrátt fyrir ný- gert friðarsamkomulag. Sagði leið- togi skæraliðanna að átökin myndu halda áfram þar sem ekki hefði ver- ið skrifað undir friðarsamkomulag og samið um vopnahlé.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.