Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svo gerir samning um fatasölu í New York og Tókíó Morgunblaðið/Jim Smart SÓLVEIG Guðmundsdóttir, Steven Allen og Linda Björg Árnadóttir. Fimm ára drengur týnd- ur í tvær klukkustundir FIMM ára drengur fannst eftir tæplega tveggja klukkustunda leit í Húsafelli í gær. Drengur- inn var nokkuð kaldur og hræddur þegar hann kom í leit- irnar en reyndist óslasaður. Að sögn Sigríðar Jónsdóttur hjá Ferðaþjónustu Húsafells leituðu foreldrar drengsins að- stoðar starfsmanna hennar um hálfsexleytið í gær. Þau höfðu þá leitað drengsins í klukku- stund. Drengurinn, sem er þroskaheftur, dvelst í sumar- húsi á Húsafelli ásamt foreldr- um sínum. Þeir höfðu talsverð- ar áhyggjur af því að hann svaraði ekki nafnakalli, og færi sér að voða. Kallað var á björgunarsveitir og allt fólk sem tiltækt var á svæðinu, starfsmenn Húsafells og Langjökuls auk þess sem lögreglumaður sem staddur var á svæðinu kom til aðstoðar. Drengurinn fannst um 40 mín- útum eftir að starfsmönnum Ferðaþjónustunnar hafði verið gert viðvart, við bústað nokkur hundruð metra frá bústað for- eldranna. Rúta nær fokin út af RÚTA fauk út í vegarkant á Akrafjallsvegi, norðan Akra- fjalls, þegar hún fékk á sig mikia vindhviðu, klukkan hálf- þrjú í gærdag. Rútan festist í kantinum, og þurfti að kalla til kranabíi til að losa hana en það tók um einn og hálfan tíma. Að sögn lögreglu í Borgarnesi var mjög hvasst og rigning þegar atvikið átti sér stað. Engan sakaði og rútan reyndist vera óskemmd. „Allar vonir að FYRIR ári flutt.i Linda Björg Árnadóttir til íslands frá Frakk- landi. Tilefnið var að setja hönn- unarfyrirtækið Svo á laggirnar en Linda er fatahönnuður þess. Nú, ári síðar, hefur heldur betur hlaupið á snærið hjá Lindu og fé- lögum hennar. Bandaríkjamaður- inn Steven Allen er staddur hér á landi til að ganga frá samningum um sölu og dreifingu á fatnaði fyr- irtækisins. Steven á sjálfur tvær verslanir í New York og er að opna þá þriðju, auk tveggja í Tókýó. Auk þess er hann eigandi söluskrifstofu þar sem hann kynn- ir fatalínur hönnuða fyrir sljóm- endum verslana. Steven segist hafa heillast af fatnaði Svo á sýningu í London í fyrra en það var fyrst nú í vor sem hann afréð að taka fatnaðinn í sölu eftir að hann hafði séð mynd- ir af haustlinunni. „Ég hafði sam- band við Lindu og hún kom til New York. Við gengum svo frá því að ég tók fötin strax í heild- sölu, sem er injög óvenjulegt. Venjulega prófa ég þau fyrst í búðinni minni til að athuga gæðin betur.“ Steven segir að salan hafi gengið ótrúlega vel þótt í rauninni hafi sölutimabilinu verið Iokið og nú sé verið að vinna að kynningu sumarlínunnar 2000 í New York í haust. En nú þegar hafa tvö tíma- rit, Harpers Bazar og Mirabelle, afráðið að gera tískuþátt með föt- um Lindu. Föt eru hluti af lífsstíl Steven segist frá upphafi hafa heillast af andrúmsloftinu og heildarhugmyndinni á bak við föt Lindu. „Nú era kaupendur farair að hafa meiri áhuga á því sem fyr- irtæki standa fyrir en áður fyrr. Það eru ekki eingöngu einstaka okkar rætast“ flíkur sem fólk skoðar heldur heildarmyndin. Þetta er oft spurn- ing um lífsstfl. Það er t.d. ákveð- inn hópur fólks sem kaupir hjá mér, oft listamenn eða fólk sem vinnur í tölvuiðnaðinum, fylgist með tónlist, les Dazed and Confu- sed og ferðast til New York og Norðurlandanna." Steven segir fatnað Lindu hafa ákveðinn karakter. „Það gildir það sama um föt og verk lista- manna; hvort sem manni líkar við þau eður ei þá þekkir maður handbragðið. Föt Lindu eru mjög frumleg, þokkafull og fara vel á líkamanum." Kaupendur tengja þessi föt ákveðinni ímynd, segir Steven og bætir við að Reykjavík hafi stfl sem sé einstakur og mun óhefðbundnari en aðrar Evrópu- borgir, þessi stfll skili sér í fatnaði Lindu og sé það sem hans við- skiptavinir leiti eftir. Björtustu vonir rætast Linda og Sólveig Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, segja að tengslin við Steven breyti mjög aðstöðu þeirra, enda eigi Steven bestu söluskrifstofuna í greininni. „Það eru allar okkar vonir að rætast og núna sjáum við fram á að komast í bestu fataverslanirnar, svokallaðar hönnunarverslanir. Auk þess þurfum við ekki að sjá sjálfar um alla kynningu eins og áður.“ Sólveig er búsett í Frakklandi og þar er fatnaðurinn framleidd- ur. „Upphaflega stefndum við að- allega á Evrópumarkað en málin hafa nú þróast þannig að það er meiri áhersla á Bandarfldn,“ segir Sólveig og bætir við að tískumark- aðurinn sé að flytjast meira til New York frá London. Greiðslustöðvun Rauða hersins dreg'in til baka Ráðgjafi ráðinn á Þingeyri FYRIRTÆKI Rauða hersins á Vestfjörðum afturkölluðu í gær beiðni um greiðslustöðvun, sem fyrirtækjunum var veitt 24. júní og átti að renna út 13. júlí. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti er óheimilt að bjóða eignir fyrirtækis upp hafi það fengið greiðslustöðv- un, auk þess sem ekki má taka það til gjaldþrotaskipta meðan á greiðslustöðvuninni stendur. Hvort tveggja er hins vegar heimilt að greiðslustöðvun lokinni. Ekki grundvöllur fyrir nauðasamningum Ketill Helgason, framkvæmda- stjóri fyrirtækjanna, segir að beiðnin hafi verið afturkölluð þar sem ljóst hafi þótt að ekki væri grundvöllur fyrir nauðasamning- um, vegna þess að ekki hafi fengist lán frá Byggðastofnun. Hann vill ekki kveða upp úr með hvort nú verði beðið um gjaldþrotaskipti, en segir að ákvarðanir verði teknar í kringum helgina. Tilsjónarmenn með greiðslustöðvuninni tilkynntu lánardrottnum í gær að fundi með þeim, sem átti að halda í dag, væri aflýst. Haraldur Líndal Haraldsson, hagfræðingur og fyi-rverandi bæj- arstjóri Isafjarðar, hefur verið skipaður ráðgjafi Þingeyringa í at- vinnumálum. Að sögn Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á ísa- firði, verður hlutverk hans að hafa umsjón með aðgerðum til að skapa verkefni í bænum. Hann hóf störf í gær og átti fund með íbúum Þingeyrar í gærkvöldi. Haraldur vildi ekki tjá sig um verkefnið að svo stöddu þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær- kvöldi. Fugl skemmdi þotuhreyfil FUGL, sem lenti í einum af fjórum hreyflum breiðþotu Atlanta í flugtaki á Keflavík- urflugvelli í gærmorgun, olli því að snúa varð vélinni til lendingar á ný og fá aðra þotu til að flytja 441 farþega til London. Fengin var önnur þota Atlanta frá Englandi og hélt hún af stað með bróður- partinn af farþegunum kl. 19 í gær, 12 tímum eftir upphaf- lega brottför. Fuglinn olli verulegum skemmdum á einum hreyfli þotunnar og var henni flogið laust eftir hádegi í gær á þremur hreyflum til Lúxem- borgar þar sem skipta átti um hreyfil. Cargolux annast viðhald á Boeing-breiðþotum Atlanta og þar er varahreyf- ill geymdur. Tristar-þota Atlanta, sem fengin var frá Englandi, tek- ur 362 farþega og því varð að senda 79 farþega, sem ekki komust með henni, með Flugleiðaþotu til London síðdegis í gær. Sagði Haf- steinn Arnason, stöðvar- stjóri Atlanta í Keflavík, að það hefði verið lán í óláni að nákvæm- lega 79 sæti voru laus í vél Flug- leiða. Þotan sem bilaði var ekki bókuð í flug í dag og eftir hreyfil- skiptin er hún tiltæk í verkefni á morgun ef upp kemur, að sögn Morgunblaðið/Golli FLUGVIRKJAR yfirfóru hreyfil Atlanta- þotunnar á Keflavíkurflugvelli í gær áð- ur en henni var flogið til Lúxemborgar þar sem skipta á um hreyfil í dag. Sveins Zoega aðstoðarflugrekstr- arstjóra, en næsta bókaða flug hennar er frá írlandi á sunnudag. Á mánudagsmorgun tekur hún síð- an farþega frá London til íslands. ■ Verslum kannski/10 asteiR ÁFÖSTUDÖGUM Afrískur dans á íslandi Gömlu húsin á Höfn ! '• J«*r»imW«bi6 ih iS Náttúra ; Edgar Davids líklega til ; Manchester United / C1 : KR-ingar og Blikar komn- I ir áfram í bikarnum / C3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.