Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fyrirhugaður Ólafsvíkur- vegur og Útnesvegur Frummat vegna Ólafs- víkur- og Utnesvegar Raskar ósnortnu grónu svæði og votlendi Samvinna Tals hf. við erlenda hluthafa fyrirtækisins skapar tækifæri Vinna að verkefni á Haítí TAL hf. hefur verið fengið til að sjá um verkefn- isstjómun við uppsetningu gjaldtökukerfis hjá símafyrirtæki á eyjunni Haítí í Karabíska haftnu. Að sögn Þórólfs Arnasonar, forstjóra Tals, var gengið frá samningi í febrúar síðastliðnum og var það gert fyrir milligöngu Westem Wireless, sem er stærsti eigandinn í Tali með 47% eignaraðild, en fyrirtækið á einnig hlut í fyrirtækinu á Haítí. „Uppsetningu búnaðar er lokið og tengingar á prufusímtölum hafa gengið vel fyrir sig,“ sagði Þórólfur. „Fyrstu gjaldtökuviðskiptavinimir munu væntanlega fara að nota kerfið seinna í mánuðinum eða í ágúst og þá verður settur punktur við okkar verk.“ „Haítí er mjög vanþróað þjóðfélag, sem er að reyna að koma upp þeim kerfum sem em nauð- synleg öllum nútíma þjóðfélögum, eins og t.d. samgöngu-, öryggis-, löggæslu- og samskipta- eða fjarskiptakerfum. Westem Wireless komust að því að símalínur og símaaðstaða væra af mjög skomum skammti og því væri ljóst að þráðlaus samskipti væra í raun eina lausnin fyrir t.d. fyr- irtæki að hafa samskipti.“ Gjaldtökukerfi Tals hentar vel á Haítí Að sögn Þórólfs var haft samband við Tal vegna þess að gjaldtökukerfíð sem fyrirtækið hefur notað hér í Talfrelsinu, hefði þótt henta vel fyrir markaðinn á Haítí, sem er frekar lítill. Sá búnaður sem notaður hefur verið hér í tengslum við gjaldtökukerfið er frá bandaríska fyrirtækinu Homisco, að sögn Þórólfs, en þessi búnaður vinnur með sjálfri símstöðinni sem er frá Nortel. Hann sagði að þessi samtvinnun sím- stöðvar og gjaldtökukerfis hefði gengið mjög vel hér á landi. í febrúar þegar Tal hf. var að koma upp gjald- tökukerfinu hér á landi leitaði Western Wireless til Tals og bað fyrirtækið um að sjá um verkefn- isstjórn á Haítí við að koma upp gjaldtökukerfi þar. Á Haítí er notast við símstöð frá fyrirtækinu Lucent í Bandaríkjunum og því þarf að leysa ýmsar verkfræðilegar lausnir þar og hefur Þor- leifur Jónasson, verkfræðingur hjá Tali, séð um verkið. Þorleifur hefur átta ára reynslu í verk- efnastjórnun bæði hjá Tali og Ericsson í Svíþjóð og á Italíu. Þórólfur sagði að þátttaka fyrirtæksins í verkefninu á Haítí sýndi að samstarfið við er- lendu hluthafa Tals, þ.e. Westem Wii’eless og The Walter Group, veitti fyrirtækinu ýmiss tækifæri. Aðspurður sagði hann ekki tímabært að svara því hvort aðrir samningar væru í bí- gerð. Vorleiðangur Jöklarannsóknafélagsins í Grímsvötn Morgunblaðið/Magnús Tumi Guðmundsson Vatnsborð hefur hækkað mikið TÖLUVERT miklar breytingar hafa átt sér stað í Grímsvötn- um síðustu fjóra mánuði, að sögn Magntísar Tuma Guð- mundssonar jarðeðlisfræðings. Hann var í vorleiðangri Jökla- rannsóknafélagsins sem rann- sakaði gosstöðvarnar í síðasta mánuði. Magntís sagði að skoðaðar hefðu verið breytingar á Grím- svötnum vegna gossins og sagði hann að rnikill jarðhiti væri á svæðinu sem gerði það að verk- um að jökullinn hefði bráðnað nokkuð og að myndast hefðu sigkatlar. Eftir hlaupið í vetur fór vatnsborðið niður í 1.335 metra, að sögn Magntísar Tuma, og hefur það aðeins einu sinni ver- ið lægra síðustu 25 ár en það var í lok stóra hlaupsins árið 1996. Hann sagði að vatnsborð- ið hefði hækkað mikið síðustu 4 mánuði, eða um 25 til 26 metra. „Svona gróft séð er eins og Grímsvötn séu tvöfalt til þrefalt öflugra vatnsbræðslukerfí en þau voru fyrir gosið,“ sagði Magntís Tumi. Nýjum mælitækjum komið fyrir Magntís Tumi sagði að auk hefðbundinna rannsóknar- starfa hefði elsti skálinn verið stækkaður og honum breytt til að hægt væri að koma þar fyr- ir nýjum mælitækjum. Hann sagði að þau tæki sem þegar væru komin í skálann væru nýr og mjög fullkominn jarð- skjálftamælir og ný veðurstöð. Þá var settur upp nýr vatns- hæðarmælir, í stað þess sem eyðilagðist í Grímsvatnagosinu í vetur, en einnig var lagt net af jarðskjálftamælum á svæð- inu sem verða þar fram eftir sumri. Leiðangur Jöklarannsóknafé- lagsins stóð í tæpar þrjár vikur, frá 5. til 24. júní. í þijá daga var ekki hægt að vinna neitt við mælingar utandyra vegna veð- urs, að sögn Magnúsar Tuma, en slíkt hefur ekki gerst í vorferð- um Jöklarannsóknafélagsins í marga áratugi. I óveðrinu mældist vindur um 40 m/sek. og þá fauk allt lauslegt og fólk þurftí að skríða á milli htísa. Auk sjálfboðaliða Jöklarann- sóknafélagsins tóku átta rann- sóknastofnanir þátt í leið- angrinum: Raunvísindastofnun Háskólans, Veðurstofan, Nor- ræna elfjallastöðin, Orkustofn- un, Landsvirkjun, Náttúru- fræðistofa Suðurlands, Háskól- inn í Cambridge og British Ant- arctíc Survey. LAGNING og endurbygging Ólafs- víkurvegar og Útnesvegar á Snæ- fellsnesi, frá Bjarnafossi að Egils- skarði, og efnistaka vegna hennar mun raska ósnortnu grónu svæði og votlendi. Jákvæð áhrif framkvæmd- anna era bættar samgöngur, sem talið er að muni bæta aðkomu að ferðamannastöðum og glæða ferða- þjónustu, og aukið umferðaröryggi, einkum við gatnamót Ólafsvíkurveg- ar og Útnesvegar. Þetta kemur fram í frammats- skýrslu um umhverfisáhrif fram- kvæmdanna. Skýrslan hefur nú verið lögð fram til kynningar á bæjarskrif- stofu Snæfellsbæjai; á Hellissandi, sýsluskrifstofunni í Ólafsvík, á Hóteí Búðum, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Athugasemdir verða að hafa borist til Skipulags- stofnunar í síðasta lagi 11. ágúst nk. Samkvæmt fréttatilkynningu frá stofnuninni verður vegurinn samtals um 11,4 km langur, þar af era nýir vegarkaflar um 5,3 km. Allur vegur- inn verður lagður bundnu slitlagi. Efnistaka er ráðgerð úr námum við Hraunsmúla, Rjúpnaborgir, Egils- skarð að sunnanverðu, Sleggjubeinu og Smálækjarhlíð. Sjaldgæf jurt og fornminjar Á svæðinu sem vegurinn er lagður um er að finna hagastör, sem er sjald- gæf jurt á íslandi, en nokkuð algeng á þessum slóðum. Samkvæmt frum- matsskýrslunni er ekki talið mögu- legt að sneiða hjá búsvæði hennar. Við hönnun Ólafsvíkurvegar var miðað við að raska ekki rústaþyrp- ingu sem er austan Hraunhafna og verður reynt að halda umferð vinnu- véla í grennd við minjarnar í lág- marki. Leitað var umsagnar frá Snæfells- bæ, Náttúravernd ríkisins, Hollustu- vernd ríkisins og Þjóðminjasafni Is- lands vegna framkvæmdarinnar og hún var kynnt Ferðamálaráði Is- lands, Náttúrafræðistofnun Islands og veiðimálastjóra. VATNSBORÐIÐ hefur hækk- að mikið í Grímsvötnum síð- ustu 4 mánuði. Vatn sést á botninum en megingígurinn rís fjær og hamraveggir Grímsfjalls eru til hægri. Gjóska úr gosinu þekur snjó- inn næst gígunum. 29. seprtember - 8. október Einstakt tækifæri fýrir þá sem vilja fara ótroðnar slóöir og reyna nýja og spennandi golfvelli. Minnum einnig á sívinsælar golfferðir okkar til Tælands. Tryggöu þér miða í tíma! Samvinnuferðir Landsýn Á varöi fyrir þ i g I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.