Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utanrfkisráðherra um flug rdssnesku hertotnanna GMuaJí> ENGAR áhyggjur mr. Clinton, Ddri er með réttu græjurnar. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Stórlaxafæð veldur áhyggjum STÓRLAXAFÆÐ veldur veiði: mönnum nokkrum áhyggjum. í fyrra var mikill smálax sem þótti vita á gott með stórlaxa á þessari vertíð. Ekki verður séð af þessum fyrstu vikum veiðitímans að meira sé af stórlaxi en áður síðustu árin. Fiskifræðingar hafa bent á að tengslin milli stór- og smálaxa hafi verið að slitna hægt og bítandi, en enn sé varla hægt að fullyrða um ástæður fyrir því. Stórlaxafæðinni er misskipt eins og gengur og trúlega hafa engir jafn miklar á hyggjur af þessu og veiðimenn og aðstandendur við Laxá í Aðaldal. Þar er veiðin minni en á sama tíma í fyrra og fyrr í vik- unni bárust þær fregnir að það væri hver „núllvaktin" af annarri fyrir neðan Æðarfossa, en á þessum tíma sumars ættu menn fremur að vera að fylla kvótann á því svæði. Menn hafa talað um að stórlaxinn sé leng- ur undir veiðiálagi þar eð hann gengur fyrr í ámar og athyglisvert er, að þar sem menn hafa lagt sig fram um að hafa sem mest af stór- laxi í klakið á haustin, t.d. við Ytri Rangá, kemur nú meiri tveggja ára lax í ána en nokkru sinni fyrr. Jónas Jónasson fiskifræðingur hefur bent á þetta sama og stutt með rann- sóknum sem hann hefur gert á löx- um, sem sagt, undan stórlaxapari er líklegra að komi fleiri stórlaxar heldur en undan smálaxapari eða blönduðu pari smálax og stórlax. Um Jónsmessuna var holl í Norð- urá sem veiddi rúmlega 80 laxa. Norðurá er að mestu smálaxaá, en í júní koma þó alltaf stórlaxagöngur, misstórar frá ári til árs. Menn væntu mikils þetta árið, en þó jafn- an sé nokkuð farið að bera á smá- laxi um Jónsmessuna í Norðurá, voru aðeins tveir laxar af rúmum áttatíu svokallaðir tveggja ára lax- ar, báðir um 10 pund. Hitt var allt smálax og var tilefni mikilla um- ræðna í veiðihúsinu um afdrif stór- laxanna. Fáir stórir stórlaxar Frekar fáir laxar af yfirstærð, 20 punda og stærri, hafa veiðst það sem af er, í fljótu bragði gátum við aðeins rifjað upp sex slíka, en þeir kunna auðvitað að vera fleiri. Stærsti lax sumarsins er enn sem komið er 22 punda lax úr Þverá. Sama á hefur einnig gefið einn 20 punda. Sval- barðsá, Vatnsdalsá og Haffjarðará hafa gefíð einn 20 punda hvor og nú síðast bættist Þverá í Fljótshlíð við með 20 punda hrygnu. HANS Magnússon með 20 punda hrygnu úr Þverá í Fljótshlíð. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir Fyrsti laxinn úr Fljótaá FYRSTI laxinn úr Fljótaá í Fljót- um veiddist sl. laugardag en það var aftaklóin Óli Andrés Agnars- son sem fékk þá 18 punda lax á maðk. Stangveiðifélag Siglufjarðar hefur haft ána á leigu meira og minna sl. 40 ár. í fyrra veiddust 282 laxar úr ánni og 951 bleikja, sem er óvenjulítil bleikjuveiði þar. Mest hafa veiðst 369 laxar á sumri og bleikjuveiðin hefur mest farið í rúmlega 7000 stykki. Að sögn Sigurðar Hafliðason- ar, formanns Stangveiðifélags Siglfirðinga, hefur áin verið óvenju vatnsmikil það sem af er sumri. Miklar leysingar hafa ver- ið undanfarið, auk þess sem vinna hefur verið við Skeiðsfoss- virkjun. Sú vinna hefur dregist þó nokkuð á langinn og hleypa hefur þurft vatni úr botnlokum í stað yfírfallsrennslis. Því kemur kaldara og gruggugra vatn í ána, veiðimönnum til mikillar gremju. Furðubátakeppni á Laugarvatni Mannheld fley keppa Sigríður Bragadóttir Amorgun verðui- á Laugarvatni furðubátakeppni sem hefst klukk- an 14. Þar verður keppt með mannheld fley og skilyrði er að þau geti siglt tvo metra. Sigríður Bragadóttir er formaður ferðamálanefndar Laug- ardalshrepps sem stend- ur fyrir þessari uppá- komu. Hvers vegna var þessi keppni sett á lagg- imar? - Það er fyrst og fremst til að skemmta okkur og leika okkur og leyfa hug- myndunum að fljóta. Það byggist að sjálfsögðu á þátttöku almennings hvemig til tekst. Við höf- um staðinn og umhverfíð en keppnin byggist á því að fólk komi og vilji vera með. - Er þetta ekkert hættulegt? - Nei, vatnið er gmnnt og upp- lögð aðstaða til þess að leika sér með svona báta þar. Bæði litla báta, stóra báta, fjarstýrða báta og módelbáta. Það er sem sagt verið að efna til bátaleiks og þess má geta að það er bátaleiga á staðnum. - Er ekki mikill ferðamanna- straumur til ykkar um þessar mundir? - Jú, hann er talsvert mikill enda er algjör „pottur" að vera héma, hér er allt til staðar. Við emm í aðeins 60 metra hæð yfír sjávar- máli en t.d. leiðin frá Selfossi er í 120 metra hæð, fólk „dettur“ svo niður í dalinn okkar þegar það kemur hingað. - Hvað gerist fleira á morgun í sambandi við bátakeppnina? - Það verður, eins og fyrr sagði, keppt í siglingu á mannheldum fl- eyjum sem verða að komast minnst 2 metra og veitt verðlaun fyrir fmmlegustu hugmyndina. Bátamir mega vera í grímubún- ingi og hvaðeina, við höfum frétt af einum sem hefur tekið baðkar- ið úr húsinu hjá sér til þess að sigla á á morgun. - Hvaða verðlaun veitið þið? - Meðal annars verður í verðlaun gisting fyrir tvo á Hótel Eddu með morgunmat, það verður líka pizzuveisla fyrir tvo á Lindinni, sem ég kalla „Perlu Suðurlands" í matartilbúningi. Svo er ham- borgaraveisla fyrir tvo og ís á eft- ir í splunkunýjum grillskála Tjaldmiðstöðvarinnar. Ekki má gleyma gufubaðinu. Það er byggt ofan á hver og þar heyrist sullið í hvemum meðan fólk er að baða sig. Það verður opið til klukkan eitt um nóttina. Svo er hægt að kasta út fyrir físk ef fólk vill. - Verða fleiri ferðamannauppá- komur á Laugarvatni í sumar? - Já, við verðum með opið í sund- lauginni og gufubaðinu helgina á eftir og ætlum að ná upp sundfjöri með leikjum í lauginni. Það verður grillað- staða opin niðri við vatnið og um að gera að mæta með „nesti og nýja skó“ og grilla. Þess má geta að í Laug- ardalnum em frábærar göngu- leiðir og að auki golfvöllur. Þann 17. júlí n.k. verða á Laugarvatni ratleikir klukkan 14, 16 og 18 í tengslum við grillveisluna. Þá helgi verður Kjötvinnsla Hafnar með kynningu á grillkjöti frá klukkan 15 til 18 í versluninni Háseli. Við höfum líka hugsað okkur að hvetja fólk til þess að ►Sigríður Bragadóttir fæddist 1955 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófí frá Verslunar- skóla íslands 1975. Sigríður var flugfreyja hjá Flugleiðum frá 1975 og er það enn, en hún tók fímm ára hlé frá því starfi með- an eiginmaður hennar, Hafþór B. Guðmundsson íþróttafræð- ingur, stundaði framhaldsnám í Kanada. Þau eiga fjóra syni. Sigríður hefur starfað að fé- lagsmálum, m.a. flugfreyja, en hún á sæti í samninganefnd fyrir þeirra hönd núna. Einnig á hún sæti í ferðamálanefnd Laugardalshrepps þar sem hún gegnir formannsstöðu. mæta með flugdreka til þess að leika sér með og endilega ætti fólk að koma með línuskauta. Gaman væri að setja upp línu- skautakeppni. Ekki síst bjóðum við alla þá sem eru með hljóðfæri, svo sem gítar og harmoniku, vel- komna á staðinn. - Eru nokkurn tíma dansleikir á Laugarvatni á sumrin? - Þeir hafa ekki verið ennþá en við höfum haft í huga koma á úti- dansleikjum og núna, í sambandi við furðubátakeppnina, höfum við gælt við þá hugmynd að fólk mæti í „furðufatnaði" og skellt verði á balli í eftirmiðdaginn fyrir böm og fullorðna. - Hvað með íþróttahúsið, er það notað á sumrin? - Ekki mikið, en það er notað eigi að síður fyrir hópa sem dvelja á staðnum, þá fyrir alls konar leiki. Einkum hefur verið bragðið á það ráð að nota húsið þegar veð- ur hefur verið vont. Iþróttahúsið er til útleigu á sumrin en megnið af skipulagningu innandyra þar hefur verið á vegum íþróttamið- stöðvarinnar. Ekki má gleyma að síðustu helgina í júlí verður hald- ið hér Pollamót KSÍ. Þá koma hingað um 600 manns, mest strákar sem keppa í fótbolta. Það verður stanslaus fót- bolti alla þá helgi. Op- ið verður í sundlaug- inni og gufubaðinu, svo og báta- leigan. - Hvað með verslunarmanna- helgina? - Þá erum við ekki með neitt skipulagt en reynslan er sú að þá er jafnan fjöldi manns á svæðinu og sérstaklega fjölskyldufólk. Að öllum líkindum verður það þannig núna líka. Það er heldur aldrei að vita hvað við gerum til hátíðabrigða hér á Laugarvatni. í Laugardal eru frábærar gönguleiðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.