Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Dýrasti ósigur tóbaks- iðnaðarins í dómsmáli Miami. AP, AFP. KVIÐDÓMUR í Miami í Bandaríkj- unum hefur komist að þeirri niður- stöðu að sígarettuframleiðendur búi til gallaðar vörur sem valdi lungna- þembu, lungnakrabba og öðrum sjúkdómum. Úrskurður þessi kann að verða kostnaðarsamasta tap tó- baksiðnaðarins í dómsmáli til þessa, því málshöfðendur krefjast að minnsta kosti 200 milljarða dala í skaðabætur, eða sem svarar yfir fjórtán þúsund milljarða íslenskra króna. Þetta er fyrsta hópmálshöfðunin sem kviðdómur úrskurðar um, en málið var höfðað 1994 fyrir hönd allt að 500 þúsund reykingamanna í Flórídaríki og erfingja látinna reyk- ingamanna. Kviðdómurinn, sem í eru sex manns, þar á meðal einn reykingamaður, mun næst ákvarða um skaðabótagreiðslur sem sígar- etturframleiðendurnir kunna að þurfa að inna af hendi. Kviðdómendur þurftu að fella úrskurð í tíu liðum og tók það þá viku að komast að niðurstöðu. Var hún ákæranda í vil í öllum tilfell- um. Sígarettuframleiðendur voru fundir sekir um að hafa blekkt reykingamenn er varðar hættuna af reykingum, haldið rannsóknar- niðurstöðum leyndum, stöðvað rannsóknir sem leitt hefðu til framleiðslu á öruggari sígarettum og höfðað til barna með auglýsing- um. Þá komst kviðdómur ennfrem- ur að þeirri niðurstöðu að sígar- ettuframleiðendur hefðu „ætlað sér að valda alvarlegum tilfinn- ingavanda“. Fimm stærstu fyrirtækin Sígarettuframleiðendur héldu því fram, að ekki hafi verið vísindalega sannað að reykingar valdi sjúkdóm- um og að almenningur viti vel að það sé áhættusamt að reykja. Málið var höfðað á hendur fimm stærstu tóbaksfyrirtækjum Bandaríkjanna, Philip Morris, R.J. Reynolds Tobacco, Brown and Williamson Tobacco, Lorillard Tobacco og Lig- gett Group, auk tveggja samstarfs- hópa í tóbaksiðnaði, Council for Tobacco Research og Tobacco Institute. Samkvæmt 206 milljarða dala dómssátt, sem gerð var við tóbaks- iðnaðinn í nóvember, er ríkjum Bandaríkjanna meinað að höfða mál á hendur sígarettuframleiðendum og krefjast endurgreiðslna vegna kostnaðar við að meðhöndla fólk, er veikist vegna reykinga. Sáttin úti- lokar hins vegar ekki að einstak- lingar höfði mál, eins og nú var gert. Réttarhöldin hafa staðið í um það bil ár. Kviðdómurinn mun næst skera úr um hversu miklar skaðabætur skuli greiddar níu ákærendum, og þegar sá úrskurður liggur fyrir geta hinir þátttakendurnir í hópá- kærunni lagt fram skaðabótakröfur sínar. Akærendumir níu verða að sýna fram á að þeir séu haldnir þeim sjúkdómum sem um ræðir, að veikindi þeirra megi rekja til reyk- inga og að sígarettuframleiðendur hafi blekkt þá. Sígarettuframleið- endum era ýmsir vegir færir til áfrýjana er gætu breytt niðurstöð- unni. I mars í fyrra úrskurðaði kvið- dómur í Oregonríki að Philip Morris skyldi greiða 81 milljón dala í skaða- bætur til fjölskyldu manns sem reykt hafði Marlborosígarettur í fjóra áratugi áður en hann dó. I febrúar dæmdi kviðdómur í Kali- fomíu sama fyrirtæki til að greiða 51,5 milljónir dala í skaðabætur til konu sem sagði að reykingar hefðu leitt til þess að hún væri með lungnakrabbamein. I báðum tilfell- um hafa dómarar lækkað upphæð- ina og báðum úrskurðum hefur ver- ið áfrýjað. Þetta er í fimmta sinn sem kvið- dómur í Bandaríkjunum úrskurðar ákærenda í hag í dómsmáli gegn sí- garettuframleiðendum. Tveir úr- skurðanna hafa verið ógiltir við áfrýjun. I að minnsta kosti fjóram málum hefur úrskurður kviðdóms verið sígarettuframleiðendum í hag. Marlboromaðurinn dottinn Þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í dómssal í Miami á miðvikudag felldu margir ákærenda tár og féllust í faðma. Framkvæmdastjóri Samtaka um reykiaust samfélag, Ahron Leichtman, sagði: „Marl- boromaðurinn er dottinn af hest- baki og lenti í kviksyndi og það munu líða mörg ár þangað til tó- baksiðnaðurinn nær að draga hann hálfa leið upp aftur.“ Blair gerir lítið úr deilu við Prescott London. The Daily Telegraph. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði í gær lítið úr fréttum um að blossað hefði upp deila milli hans og Johns Prescotts aðstoðarforsætisráðherra eftir að sá síðarnefndi hafði sakað nokkra af ráðgjöfum Blairs um að hafa grafið undan stefnu sinni. The Times sagði að Prescott hefði lýst ráðgjöfum forsætis- ráðherrans sem „andlitslausum viðundrum" og sagt að nokkrir af ráðherrum Verkamannaflokksins stæðu á bak við nafnlausa gagn- rýni á störf hans í fjölmiðlunum. Bresku blöðin sögðu að komið hefði upp vandræðaleg deila milli tveggja æðstu ráðherra stjómarinnar um hvort hraða ætti breytingum á þjónustu hins opinbera. Talsmaður forsætisráðherrans sagði hins vegar við fréttamenn að Blair hefði sagt ráðherrum sínum að gefa engan gaum að „þvaðrinu sem gengur í fjölmiðlunum". „Prescott fer í stríð,“ sagði í fyrirsögn dagblaðsins Guardian um meinta deilu ráðherranna. „Prescott svarar með árás á BIair,“ sagði The Independent. Tildrög þessara fyrirsagna voru ummæli sem Prescott viðhafði í fyrradag þar sem hann fór lofsamleguin orðum um frammistöðu opinberra starfsmanna, en daginn áður hafði Blair sakað þá um að vera dragbítar á umbótum. „Fólk í opinbera geiranum er fastara í þeirri hugsun að ef eitthvað hefúr alltaf verið gert með ákveðnum hætti þá verði það alltaf að vera þannig en aðrir hópar sem ég hef kynnst," sagði Blair. Verkalýðsleiðtogar og margir þingmenn Verkamannaflokksins urðu æfir yfir þessum ummælum. Skilaboðin frá Prescott dagiim eftir voru allt önnur og hann lagði áherslu á að opinberi geirinn, sveitarfélögin og ríkið, hefði átt stóran þátt í að knýja fram samfélagslegar umbætur síðustu 200 árin. „Þegar einkageirinn brást skarst opinberi geirinn í lcikinn. Það var hið opinbera sem gerði almenna menntun mögulega, tryggði landsmönnum gott húsnæði og skipulagði umönnun þeirra sem höfðu mesta þörf fyrir hjálp.“ ROBERT Heim, forsvarsmaður lögmanna tóbaksfyrirtækjanna, hlustar á dómara lesa upp úrskurðinn. Friðarsamkomulagi fagnað í höfíiðstað Sierra Leone borg Freetown aftur á f sitt vald í janúar. Einn af æðstu for- ingjum uppreisnar- mannanna úr hernum sagði að þeir hygðust virða friðarsamkomu- lagið og refsa þeim sem reyndu að grafa undan því. Hann hrós- aði Kabbah og Sankoh fyrir að koma á friði í landinu og kvaðst von- ast til þess að hægt yrði að koma á sáttum í landinu. „Við vonum að íbúar Sierra Leone fyrirgefi, þótt ekki sé auðvelt að fyrirgefa." Kabbah í gær. „Ég gleðst hér í dag yfír því að friður skuli aftur hafa komist á, þótt þeir hafí höggvið af mér hend- urnar,“ sagði hún. „Ég var aflimuð eftir að nokkrir af nágrönnum mínum sögðu upp- reisnarmönnunum að ég væri ekki hlynnt þeim. Megi Guð mis- kunna þeim.“ Abu Cole, virtur lög- fræðingur í Freetown, hrósaði Kabbah fyrir að undirrita friðar- samninginn þótt hann hefði sætt harðri gagn- Dýrkeyptur svefn í strætó London. The Daily Telegraph. BRESK nunna, sem sofnaði í strætisvagni og fór því lengra en ferðakort hennar leyfði, hefur verið ákærð fyrir að skjóta sér undan þvi að greiða rétt far- gjald, andvirði 120 króna. Nunnan hafði ætlað að heim- sækja fjölskyldu sjúklings á sjúkrahúsi sem hún starfar á, en sofnaði á leiðinni. Eftirlitsmaður vakti hana á fyrsta viðkomustað strætisvagnsins utan þess svæð- , is sem ferðakort hennar gilti á. Nunnan bauðst til að greiða andvirði 500 króna í sekt, en efb- irlitsmaðurinn hafnaði því. Hún var því leidd fyrir rétt í London og strætisvagnafyrirtækið þarf að greiða saksóknarkostnaðinn, sem nemur tugþúsundum króna. „Við efumst ekki um heiðar- leika nunnunnar og höldum því ekki fram að hún hafi reynt að svindla á okkur,“ sagði lögfræð- ingur fyrirtækisins. „Við segj- um aðeins að hún hafi brotið reglurnar. Svefn er ekki afsök- un sem við getum tekið til greina.“ „Þetta er sorglegasti dagur- inn í lífi mínu,“ sagði nunnan efl> ir að réttarhaldið hófst. Freetown. Reuters, The Daily Telegraph. ÍBÚAR Freetown, höfuðborgar Si- erra Leone, dönsuðu á götum borg- arinnar í gær til að fagna friðar- samkomulagi sem á að binda enda á eitt af grimmilegustu og langvinnu- stu borgarastríðum Afríku. Her- menn, sem höfðu gengið til liðs við uppreisnarmenn er hófu stríðið fyr- ir átta árum, lofuðu að virða friðar- samkomulagið. Ahmad Tejan Kabbah, forseti Si- erra Leone, og leiðtogi uppreisnar- mannanna, Foday Sankoh, undirrit- uðu samkomulagið ásamt þjóðhöfð- ingjum nokkurra Vestur-Afríku- ríkja í Tógó í fyrradag. Hreyfing Sankoh, Sameinaða byltingarfylkingin, hóf uppreisnina árið 1991. Sankoh undirritaði frið- arsamning við stjórn Kabbah árið 1996 eftir að hún hafði farið með sigur af hólmi í fjölflokkakosingum en ekki var staðið við samninginn. Uppreisnarmennirnir hófu sam- starf við hermenn, sem steyptu stjórn Kabbah ári síðar, og lögðu hluta Freetown undir sig. Kabbah komst síðan aftur til valda í fyrra eftir að hersveitir Vestur-Afríku- ríkja hröktu uppreisnarmennina úr höfuðborginni. Þeir náðu þó mið- Myrtu og aflimuðu þúsundir manna Uppreisnarmennirnir hafa verið sakaðir um grimmilegar árásir á óbreytta borgara og eru sagðir hafa myrt og aflimað þúsundir manna, m.a. konur og börn. Eitt af fórnarlömbum uppreisn- armanna, átján ára stúlka, var á meðal þeirra sem fögnuðu friðar- samkomulaginu á götum Freetown rýni fyrir að semja við uppreisnar- mennina. „Eigi friðurinn að vera varanlegur þurfum við að fyrirgefa og Sameinuðu þjóðirnar þurfa að koma hingað strax til að stjórna af- vopnuninni.“ Deilt um sakaruppgjöf Samkvæmt friðarsamkomulaginu eiga uppreisnarmennirnir að af- vopnast og fá nokkur mikilvæg ráð- herraembætti í stjórninni. I sam- komulaginu er einnig umdeilt ókvæði um að uppreisnarmönnun- um verði veitt víðtæk sakaruppgjöf. Margir telja að með samkomu- laginu sé verið að verðlauna upp- reisnarmennina fyrir að hefja vopn- aða baráttu gegn þjóðkjörnum for- seta og fremja grimmdarverk. Mannréttindahreyfingin Human Rights Watch segir að Sameinuðu þjóðirnar eigi ekki að leggja bless- un sína yfir samning sem feli í sér gróft brot á meginreglum samtak- anna í mannréttindamálum. Sameinuðu þjóðirnar hafa fagnað samkomulaginu en segjast aðeins samþykkja það með fyrirvara um að sakaruppgjöfin verði takmörkuð. „Afstaða okkar er sú að sakarupp- gjöf og náðun eigi ekki að ná til glæpa eins og hópmorða, glæpa gegn mannkyninu, stríðsglæpa og annarra alvarlegra brota á alþjóð- legum mannúðarlögum,“ sagði tals- maður Sameinuðu þjóðanna, Ma- noel de Almeida e Silva. Mary Robinson, mannréttinda- fulltrúi SÞ, sagði að grimmdarverk- in sem framin voru í Sierra Leone væru enn verri en stríðsglæpirnir í Kosovo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.