Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bclgrad. The Daily Telegraph. MARKO Milosevic, sonur Slobod- ans Milosevics, forseta Jú- góslavíu, opnaði sl. sunnudag glæsilegan íþrótta- og skemmti- garð, Bambipark, í fæðingarbæ föður síns, Pozarevac. Bygging- arframkvæmdir í garðinum stóðu yfir á sama tíma og loft- árásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu fóru fram. í fjölda- mótmæium gegn Milosevic í Uzice í Serbíu í vikunni for- dæmdi aðstoðarbæjarstjórinn, Miroslav Martovic, íjölskyldu for- setans, ekki síst Marko, og pen- ingaveldi þeirra á sama tíma og efnahagur Serbíu er í rúst. „[Marko] eyðir rúmlega 28 milljónum króna í Bambipark á sama tima og straumur serbneskra flóttamanna liggur frá Kosovo,“ sagði Martovic við góðar undirtektir áheyrenda. A þeim tíu árum sem Milosevic hefur verið við völd í Serbíu hef- ur sonur hans hreiðrað um sig í Pozarevac, iðnaðarbæ 80 km suð- ur af Belgrad, höfuðborg Serbíu. Foreldrar hans, Milosevic og Mira Markovic, hófu kynni sín í þessum bæ og nú er Marko orð- inn einn af helstu viðskiptafröm- uðum Pozarevac og einn af valdamestu mönnum bæjarins. Marko er cigandi skemmtistað- arins Madonna, sem að sögn þeirra sem til þekkja er með þeim nútímalegri í útliti og undir beru lofti. Þá er útvarp Madonna cinnig í eigu Markos, auk net- þjónustunnar Madonnu og Ma- donnu-bakarísins. Nýjasta rósin í hnappagat hans er hins vegar hinn stórglæsilegi skemmtigarð- ur Bambipark. I garðinum er blakvöllur, völl- ur fyrir strandfótbolta, götukörfúbolta, brautir fyrir línuskauta, hjólabretti og BMX- hjólreiðar. Þar er einnig að finna völundarhús, sundlaug og báta- garð. Upphaflega hafði verið ráð- gert að skemmtigarðurinn yrði opnaður á afmæiisdegi Markos, 23. maí, en vegna átakanna í Kosovo seinkaði framkvæmdun- um. I staðinn opnaði garðurinn á „degi stríðsmanna“, sem var op- inber hátiðardagur á tímum kommúnismans til að minnast baráttu föðurlandssinna við nas- isma Þýskalands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Með Sonur Milosevics opnar glæsilegan skemmtigarð MIRA Markovic, eiginkona Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta, kom ásamt syni sínum, Marko, og unn- ustu hans, Milica Gajic, á opnunarhát íðina i Bambipark. „í þágu komandi kynslóöa" GESTIR ganga um völundar- hús, sem Bambipark hefur upp á að bjóða. En átökin í Kosovo seinkuðu ekki aðeins vígslu garðsins, held- ur urðu þau til þess að Marko breytti upphaflegu nafni garðs- ins úr Bambiland i Bambipark. Marko sleppti engilsaxneska heitinu „Iand“ úr nafninu í mót- mælaskyni vegna loftárása Atl- antshafsbandalagsins, sem hann sagði drifnar áfram af Bretum og Bandaríkjamönnum. í staðinn skeytti hann „park“ aftan á Bambi en það er serbó- króatískt orð. Mark skýrði garð- inn hins vegar „Bambi“ í höfuðið á stærsta kexframleiðanda í Jú- góslavíu, sem lagt hefur fé til framkvæmdanna. Slobodan Orlic, varaforseti Lýðræðisflokks jafnaðarmanna, hefur gagnrýnt framkvæmdir Markos harðlega. Hann sagði hundruð ungmenna hafa flúið Serbíu frá því að Milosevic komst til valda og eftir væri fólk eins og Marko, sem væri ekki áskjós- anlegasta fyrirmyndin fyrir kom- andi kynslóðir. Marko var hins vegar á öðru máli og sagði garðinn „bestu hugsanlegu leiðina til að tryggja framtíð ungu kynslóðarinnar". Mótmæli stjórnarandstöðunnar og serbnesks almennings Hættan á borgara- átökum eykst HÆTTAN á því að átök milli stjómarandstæðinga og stjómar- sinna í Serbíu kunni að brjótast út hefur aukist eftir mótmælaaðgerðir undanfama daga í fjölmörgum borgum og bæjum í landinu. Stjóm- arliðar í sósíalistaflokki Slobodans Milosevics fóm þess á leit í gær við stuðningsmenn forsetans að þeir fjölmenntu í bænum Prokuplje, nærri borginni Nis, og kæfðu niður andóf stjómarandstæðinga. Svipað- ar aðstæður komu upp fyrir um þremur ámm í Belgrad með þeim afleiðingum að tugir slösuðust og einn maður a.m.k. lést. Andstaða stjómarandstæðinga við veldi Milosevics virðist hins vegar fara í ferðalagið Á öllum upplýsingamiðstöðvum og í söluturnum víða um land er hægt að fá Sumarferðir ‘99, ferðahandbók Morgunblaðsins. Taktu handbókina með í ferðalagið! plorgiwWaiþiíí rt v •»* *• ... . m vaxandi og hefur Breytingabanda- lagið, regnhlifasamtök stjómarand- stöðuflokka á þingi, náð að virkja al- menning með fjöldamótmælum sín- um sem fyrirhugað er að halda um gervalla Serbíu það sem eftir er sumars. Stjómarandstæðingar hafa, með Zoran Djindjic, leiðtoga Lýðræðis- ílokksins, fremstan í flokki, hvatt al- menning til aðgerða og lagt á ráðin um allsherjarverkfall og umfangs- miklar andófsaðgerðir sem ekki muni linna fyrr en stjómin fari frá. Djindjic lýsti yfir í ræðu er hann hélt í gær að almenningur ætti að vera reiðubúinn. „Þetta verður langt sumar en að því loknu mun lýðræðið ríkja“. Hann hefur varað Milosevic við borgarastyrjöld, reyni hann að tefja stjómarskipti. Kemur sljómarand- stæðingum í opna skjöldu Bandaríska dagblaðið New York Times telur að hinn sterki vilji al- menningis til breytinga sem komið hefur fram að undanfömu hafi jafn- vel komið stjómarandstæðingum í opna skjöldu. Veður hafa skipast skjótt í lofti og andstæðingar stjórnarinnar, sem skiptast í nokkr- ar fylkingar, verða því að hafa sig alla við til að leiða hina formlegu andstöðu í stað þess að fylgja vilja almennings í því kapphlaupi um völd sem senn kann að fara í hönd í Serbíu. Það sem komið hefur einna mest á óvart í mótmælaaðgerðunum era mótmælin í Leskovac, hvert Milos- evic-fjölskyldan hefur sótt völd sín og jafnframt haft þar bæði tögl og hagldir. Mótmælaaðgerðirimar á þriðjudaginn, sem u.þ.b. 20.000 bæj- arbúar tóku þátt í, voru ekki skipu- lagðar af stjómarandstöðuflokkum en nutu hins vegar stuðnings serbneskra uppgjafarhermanna úr stríðinu í Kosovo. Fólkið réðst á lögreglustöð í bænum og krafðist lausnar sjónvarpstæknimannsins sem hafði hvatt fólk til að mótmæla. Lögreglan svaraði aðgerðum fólks- ins með táragasi og kylfum. „Ef Milosevic á í vandræðum í Leskovac er víst að vandræðin era mikil," sagði Aleksa Djilas, sagn- fræðingur og stjómmálaskýrandi í Belgrad, í viðtali við New York Times. „Þetta er líkt og upphafið að endinum. Eg veit ekki hvenær að endinum kemur en víst er að það verður innan mánaða, ekki ára.“ Almennt er talið að þátttaka upp- gjafarhermanna í mótmælaaðgerð- unum sé til marks um hversu djúpt andstaðan við Milosevic-veldið risti og gæti þetta orðið til þess að mót- mælin dreifðust hraðar út en ella og mun hraðar en leiðtogar stjómar- andstöðuflokka bjuggust við. Síðan átökunum í Kosovo-héraði lauk hafa hundruð uppgjafarhennanna lokað vegum og brúm í mið- og suður- hluta Serbíu og krafist launa fyrir ellefu vikna herþjónustu sína í Kosovo. Ekki má afskrifa Milosevic Hins vegar ber að varast að af- skrifa Milosevic of skjótt. Þótt hann hafi tapað fjóram stríðum á undan- fömum tíu áram og beri ábyrgð á bágum efnahag landsmanna, hefur hann náð að halda völdum og virkja serbnesku þjóðarsálina. Hann getur talið sér til tekna að hafa staðið af sér þriggja mánaða langar mót- mælaaðgerðir, svipaðar þeim sem nú hafa hafist, veturinn 1996-7. Ef halla fer ískyggilega undan fæti hjá Júgóslavíuforseta er al- mennt talið að hann fari fram á að- gerðir ríkislögreglunnar, sem er honum enn hliðholl, og ríkissjón- varpsins sem sér þorra almennings fyrir daglegum tíðindum. En und- anfama daga hefur lítið sem ekkert verið minnst á mótmælaaðgerðir stjómarandstæðinga í serbneska sjónvarpinu. Þrátt íyrir mátt lög- reglunnar er ekki talið líklegt að Milosevic muni reyna að kæfa að- gerðir með valdi en þess í stað nota sérsveitir lögreglunnar og stjórnar- liða til að ógna stjómarandstæðing- um. Djindjic lét þau orð falla í ræðu í borginni Uzice fyrr í vikunni að Milosevic myndi ekki hætta á að virkja lögregluna til mikilla ofbeld- isverka. „Ef fjöldi okkar er mikill mun valdi síður verða beitt,“ sagði Djindjic. Hitt er þó ljóst að ef ógnarhald Milosevics á lögreglu og fjölmiðlum nýtist honum ekki í vamarbarátt- unni getur hann ætíð bragðið á það ráð að gera stjórnarandstæðingum gylliboð. Reynsla undanfarinna ára kennir að slíkar aðgerðir hafa skilað Milosevic góðum árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.