Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 29 Aftur í menntó KVIKMY]\ÐIR It e g n b o g i n n / B í ó h ö 11 i n NEVER BEEN KISSED ★★ Leikstjórn: Raja Gosnell. Handrit: Abby Kohn og Marc Silverstein. Að- alhlutverk: Drew Barrymore, Micahel Vartan, David Arquette, Leelee Sobieski, Molly Shannon, John C. Reilly og Garry Marshall. Fox 2000 Pictures, 1999. BLAÐAKONAN Josie var kölluð Josie ógeð á menntaskólaárunum þegar hún var sú allra misheppnað- asta af öllum nörðunum, og hefur reyndar ekki breyst mikið síðan. Pegar he'nni er svo falið rannsókn- arverkefni þar sem hún neyðist til að dulbúast sem 17 ára menntskæl- ingur, setjast á skólabekk og upp- lifa aftur þessi hræðilegu ár, verður hún óneitanlega að líta í eigin barm. Hér er á ferðinni hin „klassíska" unglingamynd, þægilega fyrh'sjáan- leg ástarsaga með töffurunum og gellunum sem eru andstyggileg við nörðana. Og þótt nörðunum þyki töffaramir ömurlegir, vilja þeir innst inni að þeir samþykki sig. Drew Barrymore leikur blaðakon- una Josie, sem mótmælir þessu fyr- irkomulagi þegar hún þarf að upp- lifa það aftur. Gylfi Ægisson Gylfí Ægisson sýnir á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. FJÖLLISTAMAÐURINN Gylfi Ægisson sýndi málverk sín í Safnahúsinu á Húsavík um síðustu helgi. Þar sýndi hann 60 lista- verk, flest unnin með akrýllitum. Það eru fimm ár síðan Gylfi hafði sína fyrstu einka- sýningu og nýlega hafði hann vel sótta sýningu í Vestmannaeyjum sem hann helgaði minningu lát- inna vina sinna. Gylfi hefur um árin verið meira þekktur sem tónlistar- maður, höfundur og flytjandi en á sviði myndlistar, en hann hefur verið afkastamikill á báðum svið- um og Iist hans vakið eftirtekt. Málverka- sýning í Þrastarlundi EDWIN Kaaber sýnir þessa dagana myndir unnar í olíu, akryl, vatnslitum og pastel í veit- ingastaðnum Þrastarlundi við Sog. Sýn- ingunni lýkur 25. júlí nk. Hulda Hall- dórs sýnir í Perlunni HULDA Halldórs opnar sý- ningu á verkum sínum í Perlunni á morgun, laugardag, klukkan 14. A sýningunni, sem ber heitið „Strendur íslands" eru akrýl- verk, unnin á þessu ári og í fyrra. Þetta er 8. einkasýning Huldu. Sýningin „Strendur íslands" stendur th 1. ágúst. Josie er mjög hallærisleg og mis- heppnuð, greyið, og þótt hún sé að- alpersónan ganga mörg atriðin út á það að hlæja að henni og oft gerir hún sig að algjöru fífli. Kannski það segi eitthvað sérstakt um mig að mér tókst að samsvara mig henni, en það er aldeilis óvíst að öllum tak- ist það, sem virðist áhættusöm per- sónusköpun í unglingamynd. En Drew er krúttleg og berskjölduð og flestar ungmeyjarnar í bíóinu tjáðu henni væntumþykju sína með dill- andi glaðværum hlátri. Margir ágætir leikarar taka þátt í þessari meðalmynd, og frammi- staða þeirra er jafn ágæt og búast má við. Sá eini sem leikur sæmi- lega eðlilega og geðþekka persónu er Michael Vartan, bjargvættur myndarinnar, í hlutverki kennar- ans sem fellur fyrir krúttlega nerð- inum. Hildur Loftsdóttir Á fínlegn nótunum MYM)LIST Gallerf Ingólfsslræti 8 BLÖNDUÐ TÆKNI - HREINN FRIÐFINNSSON Opið frá fimmtudegi til sunnudags frá 14 til 18. Til 18. júlí. ÞAÐ fer að koma að því að Hreinn Friðfmnsson verði talinn til „gömlu meistaranna" í íslenskri myndlist - eða er ekki svo? Reglan hefur verið sú, að þegar frá líða stundir, þá eru gömlu róttæklingarnir, sem allt gerðu vitlaust og fengu alla upp á móti sér, smám saman teknir í sátt hjá almenningi og fá viðurkenningu og sess í Islandssögunni. Er þá ekki komið að því að almenningur taki Súm-listamennina í sátt? Það er erfitt að segja, en mér býður í grun að af einhverjum ástæðum þá eigi al- menningur erfiðara með að venjast myndlist Súm og konsept kynslóðar- innar, á sjöunda og áttunda áratugn- um, heldur en abstraktkynslóðar sjötta áratugarins. Kannski verðum við að bíða fram á næstu öld, þegar farið verður að ræða um þá lista- menn sem komu fram á „sjöunda áratug síðustu aldar“, eins og þeh' tilheyri horfnum heimi. Þá fær list þeirra sjálfkrafa sögulegt gildi, án þess að það verði nokkurn tímann útkljáð hvort fólk almennt hafi nokkurn tímann lært að meta hana. Sýning Hreins Friðfinnssonar í Gall- eríi Ingólfstræti 8, er ef til vill síð- asta tækifærið til að sjá myndlist hans með augum samtímans, áður en aldamótaskiptin gera hana að stein- gervingi í setlögum íslenskrar menn- ingar. En við skulum ekki vera að velta okkur upp úr 2000-vanda ís- lensks listalífs. Myndlistin í Ingólfsstræti 8 talar sínu máli um myndhugsun og stíl- brögð Hreins Friðfinnssonar. A sýningunni eru tólf verk, öll í smærri kantinum, þar sem koma fyrir samsetningar úr ýmsum efn- um og hlutum, fundnir hlutir settir í óvænt samhengi, ljósmyndir og bókverk. Einkenni á verkum Hreins er hið létta og fínlega yfirbragð, þar sem allt er á mjög hljóðlátum nót- um. Ljós, skuggi, speglun og gler koma víða fyrir. Það er eins og hann sé að reyna að fanga í mynd það sem er ekki höndlanlegt, en rennur manni sífellt úr greipum, eins og sandur í tímaglasi, hverfulleiki augnabliksins, þögnin og merking- arleysið. I því sambandi er ljós- myndaverkið „Sólarleikur" nokkuð dæmigert fyrir myndhugsun Hreins. Ljósmyndin sýnir prisma, sem brýtur sólarljósið og mann sem stendur til hliðar, réttir fram lófann og grípur litrófið og heldur á list- brigðum ljóssins í lófa sínum. Annað gott dæmi um hvernig Hreinn leikur sér með merkingu hlutanna, og áhorfandann í leiðinni, er einfalt verk sem hann kallar „Gull“. Það samanstendur einfald- lega af skel og beini á lítilli hillu. Gull, leggur og skel, það þarf ekki að segja meira um sambandið milli þessara þriggja orða. En vafalaust segja einhverjir sem sjá verkið: leggur og skel, er það allt og sumt? Verðmætamat getur verið afskap- lega afstætt. Það sem einum finnst vera „gullin sín“, finnst öðrum Iítið til koma. Einungis þeir sem taka þátt í „leiknum“ sjá verðmæti í verðlausum hlutum. Skyldi það sama gilda um verk Hreins, að í augum sumra eru þau gulls ígildi, á meðan aðrir sjá ekki annað en verð- lausan samtíning? Myndverkin bera hugviti lista- mannsins glöggt vitni. Sýningin sjálf er aftur á móti ekki með þeim betri. Verkin eru ekki öll ný af nál- inni, sem er í sjálfu sér ekkert at- hugavert. En það getur verið ástæðan fyrir því, að á þessari sýn- ingu ná þau ekki að ríma almenni- lega saman. Það hefur verið ein- kenni á sýningum Hreins að þær eru vandlega úthugsaðar og skapa sterkan heildarsvip, þ.a. brothætt verkin fá stuðning af samhenginu. Hér hefur ekki tekist að skapa slíkt samhengi og ég get ekki greint neinn tiltekin þráð eða stef sem er endurtekið í einstökum verkum. En þetta rænir mann þó ekki ánægj- unni af að hitta fyrir fínlega og snjalla myndlist Hreins Friðfinns- sonar. Gunnar J. Árnason BÆKIIR Ljóð Annó eftir Kristian Guttesen. Cymru, 1999. VALD skálds á hugarheimi sínum kann að virðast óbrigðult svo sem lesa má út úr sumum ljóðum Kristians Guttesen í ljóða- bókinni Annó. Bókin er eins konar úrval ljóða síðustu fimm ára og ljóðunum er skipt í flokka eft- ir því hvenær þau eru ort. Ljóðaheimur Kristians er fremur lokaður og sjálfhverfur. Þetta er fomlegur heimur enda styðst skáldið við fornt skáldamál og hætti. En umfram allt er heimur hans hugai'heimur: ég get látið stjörnurnar skína með einni hugsun á dimmbreiðu hafsins sem umlykur himinröndina Það er fremur dimmt og þungt yfir þessum ljóðum, dauðakvíði og tóm. Með einni hugsun Þannig yrkir skáldið t.a.m. um sig og nóttina einhvers konai' sorgar og saknaðarljóð í anda nýrómantíkur: við nóttin höfum myndað dúett og dauðinn er okkar vals hinsta dansinn tómlega stígum stjömur er sakna alls í kyrrðinni hjarta þitt grætur þar grefur myrkrið sig nú ég er hin fóllnu norðurljós næturregnið ert þú Líkt og hjá fleiri skáldum sem velja hugveruleikann sem athvarf reynist sá heimur dimmur dalur uppfuUur af sorg, kvíða og umfram allt annað einmanaleika. Sum kvæð- in eru slík harmljóð að vai'la verður lengra gengið á þeirri braut: nær mun tíminn tárin þerra sem tengsl míns anda hafa rofið fásinnið er stríður straumur stormsins ævi svarta mín ást er eins og draumur sem aldrei fékk að rætast Hið óbrigðula vald skálds á sínum eigin hugarheimi er nefnilega einnig fásinni og rofin tengsl við ytra líf. Þessar andstæður innri heims og ytra lífs gegna miklu hlut- verki í skáldskapi Kristians og það er Ijóst að í honum er ljóðrænn strengur. Hitt er svo annað mál að kvæði bókarinnar eru nokkuð fá- breytileg miðað við það að hún er ort á þetta löngum tíma. Fyrii' bragðið verður hún dálítið eintóna. Allmörg kvæðin hafa raunar birst áður nýlega í öðnim bókum skálds- ins svo að ég sé eiginlega ekki til- ganginn með því að birta þau hér. Þá verð ég að gera athugasemd við þann hátt Kristians að rita öll ljóða- heiti með rúnaletri. Kann að vera að slíkt háttalag setji á einhvern hátt fornlegt yfh'bragð á kvæðin en mér finnst það allt að því tilgerðarlegt. Varla stækkar þetta heldur les- endahópinn því að fáir hafa vald á rúnaletri. Skafti Þ. Halldórsson Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Málverkasýn- ing í íþrótta- miðstöðinni SYNING á verkum Snorra Arin- bjarnar og Þorvalds Skúlasonar stendur nú yfír í Iþróttamiðstöð- inni á Blönduósi, en listamennirn- ir bjuggu báðir á Blönduósi um tíma. Verkin eru öll í eigu Lista- safns íslands og á myndinni er Rakel Pétursdóttir að kynna Blönduósbúum listamennina og verk þeirra. Sögusýning í Hille- brandtshúsi Blönduósi. Morgunblaðið. Sýning á myndum um upphaf byggðar á Blönduósi hefur ver- ið opnuð í Hillebrantshúsi. Hér er um að ræða sýningu í máli og myndum og eru allar myndirnar fengnar að láni frá Héraðsskjalasafni A-Hún. Hil- lebrandtshús er talið vera eitt elsta timburhús landsins, upp- haflega byggt árið 1733 á Skagaströnd en flutt til Blöndu- óss árið 1877. Sýningin í Hil- lebrandtshúsi- er opin daglega fram til kl 17 og mun standa fram eftir sumri. http://www.rit.cc enskar þýðingar og textagerð Súrefinisvörur Karin Herzog Kynning ícfag kl. 14-18 í Hagkaup - Akureyri Ingólfs Apóteki - Kringlunni, og Hagkaup - Skeifunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.