Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 31 UMRÆÐAN Er mark takandi á for- seta borgarsl jórnar? AÐ ÖLLU jöfnu ættu menn að geta tekið mark á upplýs- ingum, sem fram kæmu í blaðagreinum eftir forseta borgar- stjórnar höfuðborgar- innar. En því miður er svo mikið af vitleysum, rangfærslum og mis- skilningi í grein eftir Helga Hjörvar, sem birtist í Morgunblað- inu 6. júlí, að nauðsyn- legt er að koma fáein- um leiðréttingum á framfæri. Fyrirsögn greinar Helga er „Ríkissjón- varpið Breiðband". Helgi segir Landssímann hafa komið á fót nýju ríkissjónvarpi með því að bjóða heimilum, sem tengjast breiðbandi fyrirtækisins, upp á áskrift að sjónvarpsrásum. Gagn- rýnir Helgi síðan fjárfestingu Landssímans í breiðbandskerfi, sem hann segir í þágu þessa sjón- varpsrekstrar. Hann telur sig augljóslega hafa góðar upplýsing- ar um þessa fjárfestingu, en kvartar þó undan því að undirrit- aður hafi ekki viljað upplýsa hann um hana. Vonandi verður það virt undir- rituðum til vorkunnar að hafa ekki viljað afhenda samkeppnis- upplýsingar úr bókhaldi Lands- símans til væntanlegs keppinaut- ar fyrirtækisins. Helgi Hjörvar er, eins og allir vita, formaður verkefnis- stjórnar Línu hf., einkahlutafélags í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem er opinber stofnun. Þetta einkahlutafélag Orkuveitunnar ætlar að verja um 350 millj- ónum króna til að tengja um 100 heimili og fyrirtæki í Reykjavík við gagna- flutningsnet, sem verður m.a. í sam- keppni við breiðband Landssímans. Líkast til er þessi væntan- lega samkeppni orsök skyndilegs áhuga borgarfulltrúans á málefn- um Landssímans. Rangar tölur um fjárfestingarkostnað Helgi Hjörvar ruglar saman breiðbandskerfi Landssímans og sjónvarpsþjónustunni, sem rekin hefur verið undir nafninu Breið- varp. Breiðband Landssímans mun í árslok ná til yfir 30 þúsund íbúða í Reykjavík og nágrannasveitarfé- lögunum, sem er yfir helmingur heimila á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt er nú unnið að lagningu breiðbands á sex stöðum úti á landi og munu á næsta ári tæplega 40% heimila á landinu eiga kost á að tengjast breiðbandinu. Fjárfesting Landssímans í lagningu breið- Breiðbandið Helgi Hjörvar slær fram röngum tölum um fjárfestingar Lands- símans. Olafur Þ. Stephensen segir grein forseta borgarstjórnar fulla af rangfærslum og misskilningi. bands til þessara 35.000 heimila er um einn milljarður króna, fjórð- ungur af upphæðinni, sem forseti borgarstjómar slær fram. Munurinn á breiðbandi og Breiðvarpinu Breiðbandið er langt frá því að vera eitthvert kapalsjónvarpskerfi, sem eingöngu sé hugsað til að end- urvarpa sjónvarpsefni. Það er ljós- leiðarakerfi, sem verður fjarskipta- kerfi framtíðarinnar. Krafa jafnt heimila sem fyrirtækja um band- vídd fer sívaxandi og framtíðin er að ljósleiðari liggi alla leið heim til notenda. A slíku breiðbandskerfi verður hægt að veita margmiðlun- arþjónustu af ýmsu tagi; sjónvarp og útvarp, kvikmyndaveitu, frétta- veitu, mynd- og talsíma, Internet- aðgang o.s.frv. Uppbygging Landssímans á breiðbandskerfinu er á undan þróuninni í þeim enda- búnaði, sem nauðsynlegur er til að það verði gagnvirkt margmiðlunar- net. Sá búnaður mun þins vegar verða almenningseign á næstu ár- um. Um leið mun Landssíminn flytja stærstan hluta fjarskipta sinna af gömlu koparvírunum yfir á ljósleiðarakerfið. Fjárfestingin í breiðbandinu er þannig hugsuð til framtíðar, en ekki fyrst og fremst til að þjóna sjónvarpsrekstri, sem seint verður talinn umfangsmikill. Rekstur Breiðvarpsins er eingöngu til þess hugsaður að nýta fjárfestinguna með þeirri tækni, sem þegar er fyrir hendi til að bjóða upp á þjón- ustu á Netinu. Hver sem er, ekki eingöngu Landssíminn, getur samið um að dreifa sjónvarpsdag- skrá um breiðbandið, rétt eins og önnur símafyrirtæki geta samið um aðgang að grunnkerfi Lands- símans. Munurinn á þáttasölu- sjónvarpi og kvikmyndaveitu Helgi kallar það síðan „mynd- bandaleigu ríkisins", að Landssím- inn hyggist síðar á þessu ári bjóða upp á svokallað þáttasölusjónvarp („pay per view“ á ensku) og gerir því skóna að þetta framtak muni leggja myndbandaleigumarkaðinn í rúst. Það er enn einn misskilning- ur forseta borgarstjómar að þátta- sölusjónvarp gangi út á að bjóða sams konar þjónustu og mynd- bandaleigur veita. Þar verður Ólafur Þ. Stephensen þvert á móti um að ræða efni, sem sýnt er á fyrirfram ákveðnum tíma og mikið af því glænýtt, t.d. beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum, sem menn borga fyrir eina og eina í senn, eftir því á hvaða efni þeir hafa áhuga. I framtíðinni munu hins vegar opnast möguleikar á svokallaðri kvikmyndaveitu, þannig að fólk geti sótt sér bíómyndir á kvik- myndaþjón þegar því hentar, í fyrstu með væntanlegri ADSL- tengingu, sem Landssiminn hyggst bjóða viðskiptavinum í almenna símakerfinu, og síðar um breið- bandið. Þannig verður myndbanda- leigan í raun komin heim í stofu til fólks. Kannski mun Landssíminn bjóða upp á slíka þjónustu, þótt engin áform séu um slíkt í dag, en jafnframt mun hver sem er annar geta boðið upp á kvikmyndaveitu eða aðra margmiðlunarþjónustu um flutningskerfi Landssímans. Þá munu hefðbundnar myndbanda- leigur eflaust missa spón úr aski sínum og sjálfsagt verður Helgi Hjörvar þar af leiðandi á móti tæknivæðingu í þessum geira at- vinnulífsins. Upplýstar ákvarðanir? Það hlýtur að vera ósk Reykvík- inga og annarra, sem nota og borga fyrir þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur, að fjárfestingar- ákvarðanir Helga Hjörvar fyrir hönd Línu ehf. séu byggðar á betri upplýsingum en greinarkorn hans í Morgunblaðinu. Höfundur er forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssíma íslands hf. mbl.is _/kLLTjHf= GITTHXSAÐ NÝTT Litir: Sv. Verð kr. 5.750. Stærðir 36-41 Litir: Svartur, Ijós, hvítur og brúnn Verð kr. 6.850. Stærðir 36-41 Litir: Svartur. Verð kr. 6.900. Stærðir 36-41 Litir: Hvítur, svartur og gylltur. Verð kr. 4.850. Stærðir 36-41 Litir: Svartur og grár. Verð kr. 4.650. Stærðir 36-41 Litir: Grár og svartur. Verð kr. 4.800. Stærðir 36-41 Litir: Svartur, hvítur. Verð kr. 5.450. Stærðir 36-41 Litir: Svartur. Verð kr. 5.850. Stærðir 36-41 Litir: Svartur, hvítur. Verð kr. 4.900. Stærðir 36-41 Litir: Ljós og svartur. Verð kr. 5.900. Stærðir 36-41 Litir: Svartur og hvítur. Verð kr. 6.900 Stærðir 36-41 Litir: Hvítur. Verð kr. 6.900. Stærðir 36-41 Kringlan 4-12 - 2. hæð Sími 553 2888 ! i j l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.