Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Slökkvilið Hafn- arfjarðar 90 ára SLÖKKVILIÐ Hafnarfjarðar var stofnað 9. júlí 1909 og er því 90 ára um þessar mundir. Tildrögin voru þau að Hafnarfjörður fékk kaupstaðarrétt- indi árið áður og tókst þá á hendur ýmsar skyldur. Stofnun slökkviliðs var þar á meðal og fyrsti slökkvi- liðsstjórinn var Jó- hannes J. Reykdal en hann lét af því starfi árið 1910. Hér verður stiklað á stóru í sögu slökkviliðsins um leið og slökkviliðsstjóran- um, Helga Ivarssyni, og starfs- mönnum hans eru færðar góðar kveðjur í tiiefni afmælisins. Hér er einkum stuðst við umfjöllun Asgeirs Guðmundssonar í Sögu Hafnar- fjarðar, II. bindi, sem kom út árið 1983. Brunamálanefnd var stofnuð 7. febrúar árið 1910 og áttu sæti í nefndinni Magnús Jónsson bæjarfó- geti, Sigurgeir Gíslason slökkvOiðs- stjóri, Sigfús Bergmann kaupmað- ur, Einar Þorgilsson kaupmaður og Kristinn Vigfússon trésmiður. Þá var eldvarna- og slökkviliðinu skipt í þrjá flokka: I fyrsta hluta þess var slökkviliðið sjálft en það var annars vegar skipað slökkvidæluliði og vatnsburðarliði. I öðrum hluta var húsrifs- og bjarglið og lögreglulið í þriðja hluta. Kennarar undanþegnir Fyrstu árin hafði slökkviliðið að- stöðu í kjallara barnaskólans við Suðurgötu. Þá voru menn skipaðir í liðið og fyrsta árið fengu 274 menn slík bréf þar sem þeim var sagt í hvaða flokki þeir ættu að vera. Þetta voru allir verkfærir menn í bæn- um. Síðar voru kennar- ar undanþegnir slökkvistörfum því kennsla hafði raskast vegna slökkvistarfa og æfinga. Og slökkviliðið hafði fleiri verkefni en að slökkva elda. Líkt og nú sinnti það eld- vömum og réð til dæmis sótara til þess að hreinsa reykháfa. Hann fékk eina krónu fyrir hvern háf. Tækja- Afmæli Kennarar voru undan- þegnir slökkvistörfum, segir Magnús Gunnars- son, því kennsla hafði raskast vegna slökkvi- starfa og æfinga. kostur gekk fljótlega úr sér en á ár- unum 1931-32 var gerð veruleg bragarbót þar á, t.a.m. voru keyptar véldælur og brunahönum fjölgað. Húsnæðið í barnaskólanum var orð- ið of lítið og þá var slökkviliðið flutt í vörugeymsluhús á Vesturgötu 6 þar sem Sjóminjasafnið er nú til Magnús Gunnarsson UMRÆÐAN MYNDIN er tekin árið 1958 af Slökkviliði Hafnarfjarðar fyrir utan slökkvistöðina á Vesturgötu 6, þar sem Sjóminjasafnið er nú til húsa. Fremstir hægra megin á myndinni eru, frá vinstri, Garðar Benediks- son varðmaður, sem nú væri kallað að vera varðstjóri, Sigurður Gísla- son varaslökkviliðsstjóri og frakkaklæddur er Valgarð Thoroddsen slökkviliðsstjóri. húsa. í árslok 1933 var 41 maður í aðalliði slökkviliðsins og útkallskerfi var eitt hið fullkomnasta sinnar teg- undar: Fimm brunaboðar voru í bænum og þeir voru í sambandi við 19 branabjöllur heima hjá slökkvi- liðsmönnum. Enn var því þannig hagað að engir voru fastráðnir slökkviliðsmenn heldur kvaddir til frá störfum sínum. Árið 1933 var keyptur bíll til flutninga, sá bíll er nú á sýningu Byggðasafns Hafnar- fjarðar í Smiðjunni, og 1947 var keyptur sérstakur brunabfll sem tekinn var í notkun 1948. Fiskverkun við Flatahraun í nóvember 1970 samþykkti bæj- arstjórn Hafnarfjarðar að keypt yrði fískverkunarhús Torfa Gísla- sonar við Flatahraun og árið 1971 var hafist handa við að innrétta húsið fyrir slökkviliðið. Þetta sama ár var brunamálanefnd endurvakin en hún hafði verið lögð niður árið 1951. Formaður nefndarinnar nú á nítugasta afmælisári liðsins, er Jakob Kristjánsson. Nýja slökkvi- stöðin var tekin í notkun um miðj- an maí 1974. I september sama ár tók slökkviliðið að sér sjúkraflutn- inga í bænum sem Rafveitan hafði sinnt fram að því. Á þessum árum voru fjórir brunaverðir í föstum störfum við slökkviliðið en með nýju húsnæði og efldri starfsemi var þeim fjölgað um átta og voru þá tólf. Nú eru 23 stöðugildi við Slökkvi- lið Hafnarfjarðar. Fimm menn eru á vakt, tveir á sjúkrabifreið og þrír á dælubifreið. Með nýjum samningi við Neyðarlínuna hf. leggst neyðar- símsvörun af á slökkvistöðinni og flyst öll símþjónusta vegna neyðar- tilvika á símanúmerið 112. Slökkvi- liðið hefur yfir að ráða þremur dælubifreiðum og er meðal þeiira „Nýi bfllinn“ sem svo var kallaður þegar hann kom nýr árið 1954 og heldur enn því sæmdarheiti. Þá mannar slökkviliðið tvo sjúkrabfla Rauða krossins og verið er að standsetja stigabfl sem keyptur var notaður frá slökkviliði Keflavíkur- flugvallar. Margvísleg verkefni Verkefni slökkviliðsmanna eru margvísleg og þótt broslegt megi virðast þá sinna þeir enn útköllum á borð við að bjarga köttum ofan úr trjám. Því miður eru útköllin þó mörg hver mjög alvarleg og skammt er síðan grípa þurfti til eit- urefnabúninga vegna slyss í skipi sem lá við landfestar í Hafnarfjarð- arhöfn. Gera má ráð fyrir um 30 flutningum sjúkrabifreiða á viku, þar af er um þriðjungur vegna slysa eða bráðatilfella af öðrum toga. Þá má ennfremur geta þess að slökkvi- liðsstjóri er framkvæmdastjóri al- mannavai'nanefndar fyrir umdæmi slökkviliðsins og er það því veiga- mikill þáttur í almannavörnum Hafnarfjarðar og nágrannasveitar- félaga okkar. Slökkvflið Hafnarfjarðar hefur í 90 ár verið mikilvægur þáttur í ör- yggismálum í Hafnarfírði, Garðabæ og Álftaneshreppi. Umsvif slökkvi- liðsins aukast sífellt og ljóst er að framundan eru breytingar í málefn- um þess. Ymsir möguleikar verða kannaðir en hverjum manni má vera ljóst að hvergi verður slakað á öryggiskröfum er varða sveitarfélög á svæði slökkviliðsins. Eg þakka öllum þeim fjölmörgu sem starfað hafa að þessum mikil- væga öryggisþætti í samfélagi okk- ar Hafnfírðinga á umliðnum ára- tugum. Megi starfsmenn Slökkvi- liðs Hafnarfjarðar áfram njóta far- sældar í störfum sínum um ókomin ár. Höfundur er bæjarstjóri. Að skapa varanleg- an heimsfrið ATBURÐIRNIR sem hafa átt sér stað und- anfarið í Kosovo sanna að ofbeldi getur af sér ofbeldi. Tækni okkar til þess að tortíma hvert öðru hefur þró- ast gríðarlega. Er ekki tími til þess kominn að nota betri tækni til þess að skapa frið? „Aðeins ný frætegund getur gefíð af sér nýja uppskeru, aðeins ný þekking getur skapað heilbrigt, framfara- sinnað, samstillt þjóð- félag og friðsaman heim,“ segir Maharishi Mahesh Yogi, sem er einn þekkt- asti vísindamaður og kennari heimsins á sviði vitundar. Til þess að bæla niður átök er friðargæslulið sent heimshlutanna á milli fyrir stórfé og mikla áhættu, stjórnmálamenn þrýsta á friðar- samkomulag milli stríðandi afla. Samt sem áður tekst yfírleitt aldrei að við- halda varanlegum friði. Sagan segir okk- ur að á undanförnum 3.000 árum hafi fleiri en 8.000 friðarsamn- ingar verið undirritað- ir og hafa þeir að með- altali enst í 9 ár. Árið 1945 voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar með það að markmiði að koma í veg fyrir öll stríð í framtíðinni. Sa- meinuðu þjóðimar hafa því miður brugð- ist þessu hlutverki sínu, enda hafa verið háð meira en 150 meiriháttar stríð í heiminum frá stofnum SÞ. En hvert er meinið? Orsök glæpa og stríðsátaka Það sem hefur farið aflögu, að sögn Maharishi Mahesh Yogi, er að ekki hefur verið tekið á grunnorsök ofbeldis, bæði hvað varðar glæpi og stríðsátök, en það er samansöfnuð streita þjóðfélags- ins sem brýst skyndilega út. Ef samvitund þjóðar er full af streitu og afvegaleidd, er óhjákvæmilegt að ofbeldi brjótist út, alveg eins og stressaður einstaklingur gýs reiði og neikvæðni. Þessi tegund hegð- unar einstaklings og hópa brýtur lögmál náttúrunnar, sem hefur í för með sér vandamál á öllum sviðum lífsins. Þörf er á algjörlega nýjum aðferðum, sem geta dregið Ihugun Innhverf íhugun, segir Ivanka Sljivic, er einföld, áreynslu- laus tækni sem kyrrir starfsemi hugans. úr hættunni á aukinni streitu og átökum á þeim stöðum heimsins þar sem ólga ríkir. Til allrar ham- ingju er slík aðferð til, hún hefur verið þróuð undanfarin 40 ár og hefur nú þegar sannað ágæti sitt. Innhverf íhugun Innhverf íhugun er einföld, áreynslulaus tækni sem kyrrir starfsemi hugans með því að leiða athyglina að fíngerðari stigum hugsunarferlisins þar til komið er að uppsprettu hugsunarinnar djúpt innra með okkur. Það er þar sem allar hugsanir byrja, svið tærrar vitundar sem er einfaldasta form mannlegrar vitundar. Nútíma eðlisfræði hefur komið auga á svið óendanlegrar orku og greindar - samsvið - sem liggur til grundvallar öllum kröftum og efnisögnum í náttúrunni. í þessu sviði er aðsetur allra lögmála náttúrunnar. Og þar sem við er- um hluti af náttúrunni hlýtur samsviðið að vera grundvöllur til- veru okkar. Hin fornu vedafræði, þaðan sem innhverf íhugun er upprunnin, uppgötvuðu samsvið náttúrulaganna sem svið tærrar vitundar við uppsprettu hugsun- arinnar. Innhverf íhugun er fram- vinda til að komast í samband við þetta grunnsvið lífsins, upp- Ivanka Sljivic sprettu tærrar greindar sem býr innra með okkur. Á sama tíma fær líkaminn afar djúpa hvíld sem gerir honum fært að losa djúpa streitu sem hefur safnast fyrir á löngum tíma. Afleiðingin er sú að hugsun og athafnir verða sjálf- krafa meira og meira í samræmi við þróunarafl náttúrulaganna og líf einstaklingsins rís til æðstu verðleika. Einstaklingurinn er grund- vallareining heimsfriðar Til þess að skógur sé grænn verða öll trén í honum að vera græn. Á sama hátt, þegar við tölum um friðsaman heim, erum við að tala um heim friðsamra einstak- linga. Aðeins þegar menn byrja að lifa sjálfkrafa í samræmi við lögmál náttúrunnar er hægt að tala um varanlegan heimsfrið og stórstígar framfarir í heiminum. I upphafi hreyfíngar sinnar spáði Maharishi því að þegar 1% jarðarbúa iðkaði innhverfa íhugun yrðu ekki fleiri stríð í heiminum. Fyrsta rannsókn- in er staðfesti þessa spá var gerð í desember 1974, þegar vísindamenn mældu breytingar á lífsgæðum í fjórum borgum í Bandaríkjunum þar sem 1% borgarbúa iðkuðu inn- hverfa íhugun. Niðurstöðurnar sýndu fækkun glæpa í þeim borg- um á sama tíma og glæpir jukust í öðrum borgum og í landinu sjálfu. Umfang rannsóknanna var þá auk- ið og 48 borgir með 1% íbúa sem íhuguðu, voru rannsakaðar og nið- urstöðumar urðu á sömu leið. Þær voru birtar í Journal of Críme and Justice (vol. iv,’81) í Bandaríkjun- um. Frekari rannsóknir hafa sýnt að með viðbótartækninni innhverf íhugun - sidhi kerfíð, er þörf á mun færra fólki, eða aðeins kvaðratrót af 1% íbúa, til að skapa sömu áhrif (kvaðratrót af 1% allra jarðarbúa er um 7.000). Þessi samræmandi áhrif á allt þjóðfélagið eru kölluð Maharhisi-áhrif. í janúar 1984 komu 7.000 sér- fræðingar í þessari íhugunartækni saman í Maharishi Alþjóða háskól- anum í Iowa í Bandaríkjunum með það að markmiði að skapa bylgju samræmis í öllum heiminum. Rannsóknir sýndu að samstundis jókst jákvæðni í alþjóðadeilumál- um og glæpum fækkaði verulega á heimsvisu. En eftir að þessari íhugunarráðstefnu lauk - hvað gerðist þá? Þá féll allt í sama gamla farið aftur, neikvæðni, of- beldi og átök í heiminum jukust á ný- En rannsóknir á Maharishi- áhrifunum héldu áfram og nú hafa verið gerðar yfir 40 samskonar þjóðfélagsrannsóknir sem hafa birst í flestum leiðandi vísindatíma- ritum heimsins, t.d. Journal of mind and behaviour, Social ind- icators research o.fl. Hér er m.ö.o. verið að tala um vísindalega sann- aða aðferð til að skapa varanlegan frið í heiminum. Niðurstöður þess- ara rannsókna má finna á heima- síðu Islenska íhugunarfélagsins: http://www.yoga.is Eins og við getum séð hefur áætlun um að skapa samstillingar- áhrif marg oft borið góðan árangur í mörgum löndum til að minnka al- þjóðleg átök, glæpi og ofbeldi. Or- sök vandamála liggur dýpra en í trúarbrögðum fólksins, kynþáttum eða stjórnmálaskoðunum. I stofnskrá SÞ stendur að stríð byrji í hugum mannanna og það er í hugum mannanna sem friðinn verður að skapa. Aðeins með því að leysa upp streitu í samfélaginu er hægt að leysa vandamálin. Með stórum samstillingarhóp sem not- ar samsviðstæknifræði eins og innhverfa íhugun og sidhi-kerfið, getum við fengið skjótan árangur eins og 40 vísindarannsóknir sýna fram á. Spenna mun minnka og varanlegar friðsamlegar lausnir sem færa öllum ánægju munu koma í ljós. Þetta er tækifæri fyrir heiminn, þetta er tækifæri fyrir allar þjóðir. (Heimildir: Transcendental Meditation eft- ir Robert Roth.) Höfundur er kennari í innbverfri íhugun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.