Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. INNRA EFTIRLIT SKATTYFIRVALDA ÞAÐ ER MAT skattstjórans í Reykjanesumdæmi og ríkisskattstjóra, að nauðsynlegt sé að koma upp innra eftirliti skattyfirvalda til að fylgjast með því, hvort starfs- menn þeirra brjóti af sér í starfí og reyna að koma í veg fyrir það. Tilefni þessara ummæla þeirra var að starfs- maður skattstofu Reykjanesumdæmis var úrskurðaður í gæzluvarðhald vegna gruns um nær ellefu milljóna króna virðisaukaskattssvik. Starfsmaðurinn er talinn hafa notað sér aðstöðu sína á skattstofunni til að ástunda svikin. Sigmundur Stefánsson skattstjóri benti á það, eftir að málið kom upp, að varnir kerfisins beinist fyrst og fremst að svikum utan frá og því sé óhjákvæmilegt að skoða hvaða leiðir séu færar til að koma í veg fyrir slíkan atburð. Sigmundur sagði að þetta mál væri visst áfall fyrir skatt- stofuna, með líkum hætti og þegar fjárdráttur kemur upp í fyrirtækjum eða stofnunum. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri segir að þótt mál- ið sé nær einsdæmi hjá skattinum sýni það engu síður þörf á skipulegu innra eftirliti í skattkerfinu. Hann býst við að það verði rætt alveg á næstunni. Ríkisskattstjóri kvað miklar kröfur gerðar um heiðarleika og traust þegar menn væru ráðnir til skattsins en hins vegar væri misjafn sauður í mörgu fé. „Ég held að það sé betra fyrir kerfið og starfsmenn, að það sé fyrir hendi eitthvert kerfi, sem með reglubundnum hætti skoðar, hvort allt sé með felldu,“ sagði Indriði H. Þorláksson. Viðbrögð skattstjóranna eru til fyrirmyndar, því það er forsenda fyrir eðlilegum samskiptum borgaranna og skattyfírvalda, að fyllsta traust ríki þeirra á milli. Það er óþolandi tilhugsun fyrir borgarana að starfsmenn skatts- ins séu ekki trausts verðir, því þeir fjalla um fjármál ein- staklinga og fyrirtækja, sem oft á tíðum eru viðkvæm trúnaðarmál og það af margvíslegum ástæðum. Vafalaust er rétt að nauðsyn sé á innra eftirliti hjá skattyfírvöldum og ekki aðeins til að fylgjast með því hvort starfsmenn brjóti af sér í starfi heldur einnig til að fylgjast með því hvort samskipti þeirra við borgarana séu með eðlilegum hætti og þeir sæti ekki óþarfa áreiti. Skatt- yfírvöld munu örugglega njóta stuðnings almennings til nauðsynlegra úrbóta í þessu skyni. VESTURFARASAFN Á GIMLI ÞAÐ LÝSIR virðingu og miklum áhuga afkomenda ís- lenskra landnema í Norður-Ameríku á gamla landinu sínu að nú hefur verið ákveðið að reisa íslenskt menning- arsetur og vesturfarasafn á Gimli í Kanada. Húsið er við- bygging við elliheimilið Betel og hluti af byggingunni verður íbúðir fyrir aldraða. I hinum hlutanum verður safn um vesturfarana, skrifstofur ýmissa vesUir-íslenskra sam- taka svo sem Þjóðræknifélagsins og íslendingadagsins. Einnig er gert ráð fyrir að þar verði ritstjórnarskrifstofur Lögbergs og Heimskringlu og skrifstofa ræðismanns ís- lands á Gimli. Eins og fram kemur í samtali Morgunblaðsins við Irvin Olafson, einn af forvígismönnum byggingarinnar, mun hlutverk safnsins verða að viðhalda menningararfleifð Vestur-íslendinga en Irvin segir ekki vanþörf á því: „Is- lenskan er að hverfa og sögurnar af gamla landinu sem við ólumst upp við heyrast ekki eins oft og áður. Við verðum að varðveita þær og sögurnar af landnáminu hér til að vita hvaðan við komum.“ Manitóbaríki hefur og sýnt áhuga sinn á þessu verkefni með styrk upp á eina milljón dollara eða um fimmtíu millj- ónir íslenskra króna en Gary Filmon forsætisráðherra sagðist ekki aðeins sjá fyrir sér aukin menningarleg sam- skipti milli nýja og gamla landsins heldur einnig aukin við- skipti. Til stendur að Island leggi fram fjóra og hálfa milljón króna til byggingarinnar og gæti það orðið táknrænt framlag til eflingar samskipta við frændur okkar í vestur- heimi. Islendingar eiga þar ríkan menningararf sem mikil- vægt er að rækta. Nýtt ADSL-flutningskerfi L; Betri fjarvinnsla ( kvikmyndaveitu Oj Landssíminn hefur tilkynnt að í árslok verði boðið upp á svokallaðar ADSL- tengingar sem gera notendum kleift að flytja mun meira af gögnum en áður á hefðbundnum síma- línum. Helgi Þor- steinsson leitaði upp- lýsinga um þessa nýju tækni, sem fjöl- margar þjóðir eru að fara að taka í notk- un, og fékk einnig viðbrögð Línunnar, gagnaflutningsfyrir- tækis Orkuveitu Reykjavíkur. ADSL-tengingin sem Landssíminn hyggst bjóða upp á í árslok bætir aðstöðu til fjarvinnslu og veitir möguleika á kvikmyndaveitu. Öllum verður frjálst að veita þjón- ustu í ADSL-kerfinu, á sama hátt og í hefðbundna símkerfinu. Not- endur munu borga fast gjald, en ekkert aukalega vegna mikillar notkunar. Ólafur Stephensen, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningarmála hjá Landssímanum, segir að ADSL-tengingar séu á tilrauna- stigi í mörgum löndum, en að á þessu og næstu árum verði al- menningi víða boðið upp á aðgang. Skammstöfunin ADSL stendur fyrir Assymetric Digital Subscri- ber Line, í beinni þýðingu Ósam- hverf stafræn notendalína. „ADSL gerir það kleift að nota hefbundna símalínu til flutnings á háhraða- merki, allt að 8 MB á sekúndu til notandans, og 1 MB á sekúndu frá honum við bestu aðstæður," segir Ólafur. „Með ósamhverfri línu er SAMANBURÐUR Á NETTI Flaumræn (anaiog) mótöld Sta Breyta stafrænum upplýsingum í hljóðbylgjur sem eru sendar með venjulegum símalínum. Símafyrirtæki takmarka styrk bylgjanna og þannig einnig það magn upplýsinga sem borist getur gegnum mótaldið. Netið Með hjálp sérs stafrænar uppl Þetta gengur b en um fimm kn sekúndur Flaumrænt sekúndur Stafrænt kerfi 33,6K mótald er hraðvirkast flaumrænna ISDN línur Með því að þjappa saman upplýsingum er hægt að auka sendingarhraðann, en truflanir á línu og lélegt samband draga yfirleitt úr honum. Þær eru núvei neytendur. Er beint inn í staf Notandinn fær tvær línur fyrir tal, fax og tölvutengingu Klukkan sýnir hversu langan tíma tekur að senda Ijósmynd með mikilli uppl. (1 Mb) 56K mótald er hálfstafrænt Netþjónustufyrirtæki sendir stafrænar upplýsingar beint til viðskiptavina, sem nota * ,/ flaumræna tækni til að senda upplýsingar til baka. Hljoðmerki fra mótaldi er breytt í stafrænar upplýsingar Kostnaðui Búnaðurim þarf mánac Kostnaður: Odyrt motaid, mánaðargreiðslur til netþjón- ustufyrirtækis og símgjöld. ASDL-lí Kostnaður: Tengingin dj ISDN og már hærra, en n< stöðugt í sai greiðir engin Kostnaður Mótaldið nokkru dýrara en 33,6K mótald, mánaðar greiðslur til netþjónustu- fyrirtækis og símgjöld. Breiðba 0,8 sekúndi Nágrannar deila með sér breiðbandinu Eftir því sem fleiri eru að nota það í einu þeim mun hægvirkari er tengingin. HEIMILDIR: Cable Datacom News, MediaOne Express, ADSL Forum; NetSpeed Inc., BellSouth Inc. átt við að gagnaflutningsmöguleik- arnir séu mismiklir eftir því hvort flutt er til eða frá notanda. Bæði Netið og kvikmyndaveitur, svo dæmi séu tekin, eru í eðli sínu ósamhverfar þjónustur, því það er miklu meira af efni sem fer til not- andans heldur en frá honum.“ Á tíðnisviði fyrir ofan simasambandið Ólafur segir að einn kostur ADSL- tengingarinnar sé að hún er alger- lega óháð venjulegu síma- sambandi. „Gagnaþjón- ustan fer á tíðniband fyrir ofan símaþjónustuna. Venjulegt símasamband fer upp í fjögur kflórið, ISDN upp í 142 en á ADSL eru gögnin frá notandanum á bilinu frá 142 til 280 kflórið og til notandans á bilinu 280 til 1100 kflór- ið (1,1 megarið). Þetta fæst með því að koma upp síu hjá notandanum sem síar símasambandið frá gagna- sambandinu. Þannig verður notkun- in á símalínunni algerlega óháð gagnaþjónustunni og tekur ekkert pláss frá henni. Þegar notast er við ISDN-tengingu minnkar ílutnings- hraðinn ef verið er að nota símann um leið.“ Annar kostur við ADSL-tenging- una er að notendur eru alltaf tengd- ir. Ekki er gert ráð fyrir að greitt sé sérstaklega fyrir notkun, heldur er aðeins fast mánaðargjald, auk stofnkostnaðar. Gera má ráð fyrir að bæði fasta mánaðargjald- ið og stofnkostnaðurinn verði töluvert hærri held- ur en bæði fyrir ISDN og venjulega símsambandið. Ólafur segist ekki geta nefnt neinar upphæðir í þessu sam- bandi, en segir að í Helsinki í Finn- landi, þar sem fyrirtækið Finnet býður upp á ADSL-tengingu, sé fastagjaldið um 12 þúsund íslenskar krónur á mánuði, og er þá Netþjón- usta innifalin. Fá þarf tæknimann á staðinn til að koma upp ADSL- tengingu, og segir Ólafur að gera megi ráð fyrir að stofnkostnaðurinn verði töluvert hærri en fyrir ISDN- tengingu. Hún kostar nú 7.255 krónur, ef gömul símalína er fyrir, en 17.900 krónur ef lögð er ný lína. Mánaðargjald af ISDN-heimanúm- eri er 960 krónur, en af atvinnu- númeri 1920 krónur. Hugsanlegt er að boðið verði upp á mismikla bandbreidd. Tæknilega er hámarksbandbreiddin 8 MB á sekúndu, en Ólafur segir að ólíklegt sé að hún muni standa til boða, bæði af tæknilegum og fjárhagsleg- um ástæðum. Hann segir að erlend- is sé sums staðar boðið upp á allt að 4 MB á sekúndu. Ef bandbreiddin verður mismunandi má búast við að fastagjaldið taki mið af því. Fjarvinnsla verður fýsilegri Landssíminn tók á sínum tíma þátt í svokölluðu Amuse-tilraunaverk- efni nokkurra Evrópuþjóða um gagnvirka dreifða margmiðlunar- Fast mánaðar- gjald en ekki greitt fyrir símnotkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.