Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 4^ á Eyrarhrauni við Hafnarfjörð, - bæ ofan við Krosseyrarmalir sem um- girtur er stórbrotnu og fögru hrauni þar sem sjávarfalla gætir í hraun- bollunum næst ströndinni. Slíkir staðir búa yfir miklum töfrum og eru ævintýraheimur barna, enda þótti honum vænt um hraunið og kunni vel að meta fegurð þess og hrikafegurð, dulúð og gróðurfar. Hafnarfjörður vai- kominn í hóp stærri bæja á uppvaxtarárum Vil- bergs og íbúatalan mjakaðist hægt en örugglega upp á við; var orðin u.þ.b. tvö þúsund og fímm hundruð árið sem hann fæddist og nálgaðist fjórar þúsundir þegar hann varð tví- tugur. íbúai-nir þekktu flestir eitt- hvað hver til annars og bæjarbrag- urinn var harla ólíkur því sem nú er. Þá var fátt um farartæki og fram- kvæmdir í hrauninu örðugleikum háðar vegna frumstæðra verkfæra. Nú er þessu öfugt farið. Fyrir til- verknað stórvirki'a vinnuvéla er hraunlendið auðvelt viðfangs og veldur ekki erfiðleikum nema síður sé. - Og þá var hvorki malbik á göt- um né hitaveita í húsum og ryk- mökkur lá yfír götum á sólskinsdög- um, en fólkið sem hér bjó var flest í stétt sjómanna og verkamanna og líf þess og afkoma háð sjávarafla og vinnslu hans. Vilbergur var jafnan fámáll um fjölskyldu sína og aðstæður í upp- vexti, en hann ólst upp við kröpp kjör og móður sína missti hann inn- an við tvítugt. Systkini hans sem upp komust voru fimm, fjórir bræð- ur og ein systir; bróður eignaðist hann sem lést í frumbernsku og systir hans lést ung kona. Faðir hans stundaði daglaunavinnu þegar hana var að fá, en var hneigður fyrir skepnuhald, einkum hesta. í byrjun seinna stríðs fluttist fjölskyldan austur í Ölfus og hóf búskap í Sogni; þar andaðist móðir hans í mars 1942. Við þann atburð losnaði um fjölskylduböndin, en faðir hans átti heima austanfjalls til æviloka. Þrátt fyrir erfiðleika í uppvexti bar Vilbergur hlýjan hug til æsku- stöðva sinna og heimabæjar og þótt það yrði hlutskipti hans að dvelja meginhluta starfsævinnar í öðru sveitarfélagi fylgdist hann vel með því helsta í mannlífi Hafnfirðinga og þegar hann komst á eftirlaun - seldi hann bústað sinn og flutti í gamla Fjörðinn og settist að í námunda við bernskustöðvarnar. Með miklum dugnaði tókst Vil- bergi að afla sér góðrar menntunar og lauk kennaraprófí vorið 1944. Hann átti það til að minnast þess stundum hversu knappt honum var skorinn skammtminn á skólaárun- um; átti það bæði við um mat og fatn- að, en honum tókst að sigla krappa báruna og láta lítt á erfiðleikum bera. Þegar ég kynntist honum haustið 1952 var hann orðinn fastráðinn kennari við Barnaskóla Hafnarfjarð- ar, nú Lækjarskólann, sem þá var eini opinberi barnaskólinn í bænum; bróðir hans, Stefán, nokkru eldri að árum, var yfirkennari við skólann, en skólastjórínn var hinn gáfaði öðlings- maður Guðjón Guðjónsson. Hafði skólinn notið mikils trausts og álits undir stjórn þessara manna og þegar Guðjón lét af störfum eftir 35 ára far- sæl störf við kennslu og skólastjórn var almennt talið sjálfsagt að Stefán tæki við af honum. Svo fór þó ekki því að flokkspólitískir hai-ðh'numenn komu í veg fyrir það með aðgerðum sem þeim einum er lagið. Afleiðingin varð sú að þeir bræður hættu störf- um við skólann og hófu kennslu við gagnfræðaskólann í Flensborg, en stóðu þar þó stutt við, Stefán þó öllu lengur eða frá ‘55-’63 er hann tók að sér forstöðu fyrir Fræðslumyndasafn nldsins, en Vilbergur hlaut skóla- stjórastöðu 1958 við Bainaskóla Garðahrepps, síðai’ Flataskóla í Gai-ðabæ, og gegndi því starfi til 1984; vann síðan við seinni útgáfu Kennaratalsins í ein þrjú ár á vegum Prentsmiðjunnar Odda. Þótt ég nú háfi stiklað á stærstu þáttunum í starfssögu Vilbergs Júlí- ussonar segir það ekki nema hluta af öllu því sem hann lét sig varða. Vil- bergur var mikill félagsmálamaður, félagsmálagarpur væri ef til vill rétt- ara að segja, og beitti sér af mikilli ósérplægni fyrir framförum og nýj- ungum, einkum á sviði uppeldis- og æskulýðsmála. Fyrir daga skólastjónai- sinnar varð hann barna- verndarfulltrúi í Hafnarfirði og lét til sín taka eins og jafnan þegar hann átti hlut að máh. I framhaldi af því átti hann meginþátt í stofnun sumar- dvalarheimilis fyiir börn í Glaumbæ í Hraunum, vestan Straumsvíkur, og var það heimili starfrækt allt þai- til bræðsla hófst í álverinu. Vilbergur fylgdist vel með og var fljótur að tileinka sér nýjungar. Hann var lengstum, áður en heilsan tók að angra hann, fullur af hug- myndum og löngun til að láta til sín taka og gerði það ósvikið með ýms- um hætti, svo sem í Skólastjórafé- lagi Islands og Félagi skólastjóra og yfirkennai-a. Hann gat verið sprett- harður í ákvörðunum og fram- kvæmdum og til dæmis um það langar mig að nefna að rúmu ári eft- ir okkar fyrstu kynni áttum við þess kost að kaupa húsgrunn á afar við- felldnum stað ofan Lækjarins í Hafnarfirði. Við slógum til, þótt hvorugur ætti grænan eyri, byggð- um húsið, sem er tvær rúmgóðar hæðir og kjallari á hálfum grunnin- um. Þetta tókst og báðir komumst við klakklaust í gegnum þetta ævin- týri; - þurftum hvorki að selja né iðrast og bjuggum í tvíbýh svo árum skipti í þessu ágæta húsi. Vilbergur hafði mikla löngum til ferðalaga, þau voru honum nánast ástríða sem hann átti erfitt með að láta á móti sér. Honum tókst líka víða um að skyggnast og ferðir hans juku honum áræði og þrótt til að takast á við verkefni. „Sá einn veit / er víða ratar / og hefur fjölð of farit...“ segir í fornu kvæði. Það mun hafa vakið athygli á sínum tíma þegar Vilbergur tók sér ferð á hend- ur til Ástralíu á fimmta áratugnum og komst þá m.a. á slóðir Jörundar hundadagakonungs. Þótti honum ávallt mikið til Jörundar koma og hafði lengi í huga að semja rit um ævi hans, en úr því varð þó ekki vegna heilsubrests. Þessi ferð og kynni hans við frumbyggja landsins hafði mikil áhrif á viðhorf hans og bjó hann að því alla ævi. Um hana ritaði hann bókina Austur til Astral- íu sem út kom árið 1955. Vilbergur var maður vel ritfær og átti gott safn bóka. Barnabækur hans, ýmist frumsamdar, endur- sagðar eða þýddar, urðu vinsælar og þykja gefa góða raun við byijunar- kennslu í lestri. Hann var ritstjóri Hraunbúans og Skátablaðsins um skeið og bjó Skátabókina til prent- unar. Hann hafði ætíð áhuga á skátastarfi, var sannfærður um upp- eldislegt gildi þess og varanleg áhrif. I nokkur skipti var hann full- trúi Bandalags íslenski-a skáta á al- þjóðaráðstefnum skátabandalaga. Hann ritstýrði Jólablaði Alþýðu- blaðs Hafnarfjarðar á árunum 1957-60 og þykja þau blöð hin merkustu. Hann var hvatamaður að útgáfu Kennaratals á íslandi og átti sæti í kennaratalsnefndinni og - eins og áður er fram komið - vann hann um þriggja ára skeið að seinni útgáfu Kennaratalsins. Vilbergur var maður heppinn í einkalífi. Hinn 1. maí 1954 gekk hann í hjónaband með Pálínu Guðnadóttur, ekkju eftir fyrri mann sinn, ættaðri frá Þverdal í Aðalvík, gæðakonu og mikilhæfri húsmóður. Þau eignuðust fallegt heimili og gestrisni og ljúfmennska húsmóður- innar setti ætíð svip á heimilisbrag- inn. Þau voru bæði vinföst og vin- mörg og þangað lögðu margir leið sína og oft voru þar erlendir gestir á sumrum sem Vilbergur hafði kynnst á ferðum sínum. Þau eignuðust ekki börn saman; sorg þeirra var því mikil og sár þegar sonur Pálínu og stjúpsonur Vilbergs, Guðjón Ingi Sigurðsson, leikari og leikstjóri, féll frá í blóma lífsins, en ekkja hans og börn hans tvö hafa verið heimilinu mikill styrkur í langvarandi og mikl- um veikindum húsbóndans. Vilbergur Júlíusson var maður sem hafði margt til brunns að bera: viljasterkur og einarður, harður og hlífðarlaus gagnvart sjálfum sér fyndist honum eitthvað vera í húfi; hindranir og erfiðleika lét hann lítt á sig fá ef markmið var í sjónmáli. Hann vildi láta verkin tala og tók ekki mark á málalengingum og gat verið stífur og þverúðarfullur þegar sá gállinn var á honum. Hann hafði sterka pólitíska sannfæringu, var alla tíð jafnaðarmaður og trúði því að jafnaðarstefnan og umburðar- lyndi í samskiptum einstaklinga og þjóða væri lykillinn að framtíð mannkynsins. Þegar líkaminn þjáist, kraftarnir dvína, hreyfingar stirðna, þjáningin á köflum nánast óbærileg þá verður dauðinn ávinningur, þá er ekki ástæða til gráts og harma heldur fagnaðar og léttis. Því enda ég þess- ar línur með því að taka undir orðin í sálmi Jakobs Jóhannessonar Smára er hann segir: Fagna þú sál mín dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól er þessi er hnigin. Snorri Jónsson. Mikilvægi þess að eiga góða ná- granna er öllum ljóst, við þurfum enga ástralska framhaldsþætti til að staðfesta það. Fjölskylda okkar var svo heppin að eiga þau Vilberg og Pálínu sem góða gi-anna og ekki síst sem góða vini. Við bjuggum í nábýli í Goðatún- inu í u.þ.b. 20 ár og þótt við séum öll flutt hefur sambandið aldrei rofnað. Við eigum ljúfar minningar um Vil- berg, bæði sem skólastjóra í Barna- skóla Garðahrepps, nú Flataskóla, öll okkar skólaár þar, sem farar- stjóra í ferðum skólakórsins og ekki síst sem góðan vin og granna og gest á æskuheimili okkar, en þau hjónin hafa tekið þátt í mörgum stórum stundum í okkar fjölskyldu. Elsku Pálína, Hanna Björk og Siggi, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hver minning dýrmæt perla að lidnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það ölium er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Sigríður, Ólafur Björn og Jóhanna. Það var sól og sumar, landið var fagurt og frítt, fuglarnir sungu og gróðurangan fyllti veröldina, þegar kallið kom: Gríptu stafinn þinn og malinn þinn og svefnpokann og prímusinn og tjaldið þitt og komdu bara með. í þetta sinn var það skaparinn sjálfur sem kallaði. Hinn gamal- reyndi skáti Vilbergur Júlíusson hlýddi kalli og hélt af stað. Hann var farinn heim. Og sólin hélt áfram að sldna, landið hló við himinblámanum, sumarblærinn strauk ylmjúkri hendi um fjöll og tinda, fuglar sungu og angan birkis og blóma lagði yfir laut og leiti. Hann fékk gott ferðaveður hann Vilbergur Júlíusson. Skáta- bróðir hefur kvatt. Vinur hefur vikið sér frá yfir landamæri lífs og dauða. Uppalandinn er horfinn af vettvangi daglegs lífs. En fræin sem hann sáði hafa spírað, vaxið og blómgast í hugsun og hjarta þeirra sem nutu handleiðslu hans. Fararstjórinn sem svo oft fór í broddi fylkingar, hann Vilbergur Júlíusson, ryður ekki leng- ur brautina. En við veginn sem við göngum standa óbrotgjamar vörður sem hann hlóð og vísa okkur leiðina. Það er gott að feta í fótspor hans. En við vitum að leiðin liggur lengra fram um ótroðnar brautir framtíðarinnar, þar sem ný verkefni biða okkar, er skapa okkur nýja skátaveröld, nýjan og betri heim. Neistinn sem Vilbergur gaf okkur, kjarkurinn og þorið sem hann rækt- aði með okkur, trúin á skátahug- sjónina, sem hann innrætti okkur, er það afl sem knýr okkur áfram til góðra verka, þegar hann er allur. Ungui’ að ái’um gerðist Vilbergui’ skáti í Hafnarilrði. Hann var fæddur og uppalinn þar í hrauninu, unni feg- urð þess og margbreytileika, skynj- aði kynngimagnaða dulúð þess, fann að þar var gott að eiga skjól. Þess vegna var það honum svo eðlilegt, að skátafélagið hans héti Hraunbúar, að hann væri Hraunbúi, eins og þeir bestir gerast. Og blaðið sem skátafélagið hans fór að gefa út undir hans leiðsögn? Auðvitað hét það Hraunbúinn. Hann var aflið, sem þar var að verki, lífið og sálin. Og skátaheimilið hans og okkar Hraunbúanna? Hvað gat það heitið annað en Hraunbyrgi? Það munaði um Vilberg Júlíusson, hvar sem hann var að verki. Því kynntust skátarnir í Hafnarfirði rækilega. Skátastarfið var honum óþrjótandi lind hugmynda og at- hafna. Þess nutu Hraunbúar. Þess naut skátastafið í heild á öllu land- inu, ekki síst þegar hann var ritstjóri Skátablaðsins og framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta. Vilberg- ur var ýtinn og ákveðinn, fylginn sér í orðum og athöfnum, hugmjmdarík- ur og hugkvæmur, sannkallaður grjótpáll í hverju því verki sem hann tók að sér. Hvar sem Vilbergur kom að verki var hann heill - aldrei hálf- ur. Ég minnist þess sérstaklega, þegar hann sem félagsforingi hafði forustu um að koma „gamla“ Hraun- byi’gi við Hraunbrún í gagnið, gera það að aðlaðandi skátaheimili, þar sem glaðlyndir skátar fundu sig heima við síbreytileg skátaverkefni, söng og leiki. Það var við vandasamt verk að fást, sem Vilbergur leysti af hendi með óbilandi elju, hugkvæmni og framkvæmdasemi. Þeir eru margir, sem eiga Vil- bergi Júlíussyni margt gott að þakka. Ekki aðeins aðstandendur og vinir. Heldur líka óteljandi aðrir, sem notið hafa huga hans og handa. Þeir eru ófáir litlu íslendingarnir, sem notið hafa frásagnargáfu hans og málsnilldar í litlu smásögunum og myndabókunum sem hann þýddi. Lifandi einfaldur textinn seytlaði inn í ungar sálir og settist þar að, veitti gleði og ánægju, glæddi og örvaði ímyndunaraflið. Börnin í skólunum þar sem hann var kennari eða skólastjóri og nutu umhyggju hans, hlýju og hollrar leiðsagnar til heilbrigðra athafna og sannrar lífs- hamingju, þau hafa margt að þakka. Störf Vilbergs á vettvangi skóla- mála í athöfnum, orðum og riti voiu sannarlega með þeim hætti að þau ber að þakka. Og síðast en ekki síst störfin hans í skátahreyfingunni, bæði stór og smá. Þau skilja eftir góðar minningar blandaðar þakk- læti og vinarhug. Hver og einn skáti skrifar sína skátabók með hugsunum sínum, orðum og athöfnum. Skátabókin hans Vilbergs er góð bók og mikil að vöxtum. Það eru ekki margar slíkar betri. Þá bók Vilbergs fáum við seint fullþakkað. Vilbergur Júhusson. Á kveðjustund vil ég þakka þér samveru og sam- starf, viðmót allt og vináttu. Skátar í Hafnarfii’ði, yngri og eldri, geyma góðar minningar um þig og störf þín, minningar sem Ioga og lýsa hug okk- ar og hjarta - líkt og skátavarðeldur ævintýra, vona og drauma lýsir upp dimma vetramóttina. Og veganestið sem þú hlýtur frá okkur, þegar þú leggur nú upp í ferðina miklu, er vin- arhugur, virðing og þökk. Pálínu Guðnadóttur konu hans sendum við skátarnir innilegar sam- úðarkveðjur, svo og öðrum aðstand- endum hans. Hún var stoð hans og stytta í dagsins önn, aflgjafi hans til góðra verka þegar allt lék í lyndi, skjöldur hans og skjól þegar á reyndi. Heiður sé henni og þökk. Það er sumar og gi’óandinn situr að völdum. Landið skartar sumar- skrúða, lækirnir hjala, fossinn er kveðandi, fiðrildin flögra, lóan syng- ui’ og gróðurangan gleður göngu- mann á langri leið. Þetta er góð um- gjörð og vel viðeigandi, þegar skáta- drengurinn og skólamaðurinn, vinur okkar, kveður. Góða ferð Vilbergur Júh'usson og þökk fyrir allt. Hörður Zóphaníasson. Það er ekki hægt að segja að frá- fall vinar míns, Vilbergs Júlíusson- ar, hafi komið mér á óvart, því ég hafði fylgst með líðan hans lengi, og þóttist vita að hverju stefndi. En þrátt fyrir það setti mig hljóðan er ég frétti lát hans. Ég vi) með línum þessum þakka honum margra ára vináttu og sam- starf. Okkai’ samstarf byrjaði með því að ég kom til hans og ræddi við hann um stofnun félags skólastjóra. Vilbergur tók vel í þessa hugmynd og taldi áhugavert og þörf á því að koma á slíkri félagsstofnun fyrir skólastjóra landsins. Við hófumst svo handa og á næsta ári var Skóla- stjórafélag Islands stofnað. í-' Það fór aldrei leynt, að þó að ég væri kosinn formaður þessa félags að þá var aðalskipulagið og starfs- krafturinn hjá Vilbergi. Þau 18 ár sem við unnum saman í þessu fé- lagsstarfi tengdi það okkur saman nánum vináttuböndum. En eftir 18 ár tóku aðrir við stjórninni og félag- ið er ennþá starfandi. Við áttum í nokkrum erfiðleikum fyrst með að koma félaginu í þá starfsáætlun sem við settum okkur en með hjálp góðra félaga, víða um landið, tókst það. _ Á þessum 18 áium voru haldin o ” landsmót með um 80 til 100 þátttak- endum skólastjóra, yfirkennara og maka þeirra. Mótin stóðu í 5 daga hvert og voru á þeim stöðum sem gistiaðstaða var fyrir hendi. Þarna voru þekktir skólamenn fengnir til að fræða okkur, mikið rætt og sam- þykktir gerðar, sem vöktu athygli, en einnig fylgdi þessum mótum ferðir um nágrennið og heimatilbún- ir og aðfengnir skemmtikraftar. Einnig stóð félagið að þremur er- lendum mótum - í Svíþjóð, Noregi og Danmörku með um og yfir 30 þátt- takendum á hverju þeirra. Þarna voru fengnir þekktir skólamenn til að fræða okkur um skólastarfið á þess- um stöðum. Skipulagðar ferðir ur»2^ þessi lönd voru svo á eftir. Út úr þessum félagsskap komu svo kaupin á Bakkaseli, sem var stór sumarbú- staður við Þingvallavatn og mikið notaður. Auk þessa voru, á hverjum vetri, ein til tvær skemmtisamkomur í Reykjavík fyrir félaga og gesti. Já og margar ánægjustundir höf- um við átt saman umfram það sem hér er talið upp sem ég geymi í hug- anum og þakka fyrir. Ég votta ástvinum Vilbergs mína innilegustu samúð við fráfall hans^t og þó sérstaklega konu hans, Pálínu Guðnadóttur, og því fylgir líka þakk- læti til hennar fyrir vináttu og henn- ar þátt í félagsstarfinu, sem var eft- irminnilegur. Hans Jörgensson. Vilbergur Júlíusson var skóla- frömuður og rithöfundur en fyrst og fremst uppeldisfrömuður. Hann var frumkvöðull í skóla sínum og brydd- aði upp á mörgu sem nú þykir sjálf- sagt eða ómissandi. Hann gekk ungur í skátahreyfing- una og heillaðist af kenningum Ba- den-Powells í uppeldismálum, og var alla ævi traustur bakhjarl skáta- starfsins. Hann varð ungur frarm** kvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta og var sá tími einn sá blómleg- asti sem skátahreyfingin heíúr lifað. Skátablaðið varð eitt útbreiddasta tímarit landsins, þá var haldið stór- glæsilegt Landsmót skáta á Þingvöll- um árið 1948 og stór hópur skáta sótti alþjóðamót skáta, Jamboree, í Frakklandi. Hann var barmafullur af nýjum hugmyndum og framsýni, sem hinir eldri forystumenn hreyfingai’- innar töldu ungæðishátt og höfnuðu - illu heilli. Á síðustu áratugum hafa margar af hugmyndum Vilbergs um skátastarfið orðið að veruleika sem ég veit að gladdi hann mjög. Vilberg- ur Júlíusson var félagi í skátafélag- inu Hraunbúum í Hafnarfirði og fé^* lagsforingi þess skátafélags, en í hans tíð var verulegur kraftur í starfi félagsins og nýtt skátaheimili var tekið í notkun. Vilbergur var sömu- leiðis driffjöður í stofnun skátafélags í Garðabæ og undirbjó stofnun fé- lagsins af alúð og studdi með ráðum og dáð alla tíð. Hann var jafnan hvetjandi og áhugasamur og ungur í anda. Honum var mikið í mun að sem flestir ættu kost á að vera félagar í skátahreyfingunni og njóta þess upp- eldis sem þar væri að finna. Skátahreyfingin á Islandi kveðut^ mikilhæfan forystumann með sökrl^ uði og þakklæti og flytur ástvinum hans dýpstu samúðarkveðjur í nafni allra skátanna sem eiga Vilbergi skuld að gjalda. Ólafur Ásgeirsson, skátahöfðingi. • Fleiri minningargreinar um ^ Vilberg Júlíusson bíða birtingar munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.