Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 48
^8 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móðursystir okkar, ÞÓRHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, Hátúni 10a, Reykjavfk, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látinu. Brynja D. Runólfsdóttir, Jón H. Runólfsson, Gunnar Runólfsson. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR Þ. JOHNSON, Sóltúni 28, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. júlí kl. 10.30. Jóhanna Þ. Matthíasdóttir, Margrét Shimko, Þorsteinn Ó. Johnson, Arndís Björnsdóttir, Kristinn Óskarsson, Kristín M. Indriðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. rsíj Eiginmaður minn, BJÖRN ÞORSTEINSSON, Snartarstöðum, Lundarreykjadal, er lést á heimili sínu fimmtudaginn 1. júlí, verður jarðsunginn frá Lundarkirkju laugardaginn 10. júlí kl. 13.30. •M- Guðrún Hannesdóttir, börn, tengdadóttir og barnabörn. Alúðar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdadóttur, systur og mágkonu, RÖGNU ÞÓRUNNAR STEFÁNSDÓTTUR, Hálsaseli 38, Jón S. Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Helga Kristín Jónsdóttir, Ingveldur Gísladóttir, Kristín S. Kvaran, Einar B. Kvaran. + Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug vegna andláts og útfarar systur okkar og frænku, JÚLÍÖNU EINARSDÓTTUR kjólasaumsmeistara. Indriði Einarsson, Haraldur Einarsson, Arndís Einarsdóttir, Finnbogi Einarsson og systkinabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur okkar, systur og barnabarns, BENEDIKTU ÓLAFSDÓTTUR, Dvergaborgum 5. Ólafur Benediktsson, Móeiður Jónsdóttir, Jón Ingi Ólafsson, Kristín Ósk Ólafsdóttir, Óli Ben Ólafsson, Ingigerður Eiríksdóttir, Jón Ingvarsson. JÓHANN STEINASON + Jóhann Steina- son fæddist á Narfastöðum í Melasveit í Borgar- fjarðarsýslu 20. október 1912. Hann lést í Hjúkrunar- heimilinu Skógabæ 5. júlí siðastliðinn. Jóhann var sonur hjónanna Steina Björns Arnórssonar bónda þar, f. 8. ágúst 1862, d. 11. ágúst 1952 og Steinunnar Sigurð- ardóttur, f. 2. ágúst 1865, d. 20. október 1955. Jó- hann var yngstur 12 systkina sem með andláti hans eru öil látin. Systkini hans voru: 1) Arnbjörg, f. 15.5. 1889, d. 14.2. 1979, 2) Pálína, f. 24.2. 1891, d. 21.8. 1960, 3) Lijja Guðrún, f. 15.3. 1892, d. 21. 6. 1917, 4) Efemía, f. 22.1. 1894, d. 29.5. 1894, 5) Efemía, f. 25.3. 1895, d. 10.4. 1973, 6) Arnór, f. 17.12. 1897, d. 23.1. 1988, 7) Hans, f. 10.4. 1900, d. 22.5. 1985, 8) Þóra, f. 5.8. 1902, d. 27.3. 1998, 9) Ólafía Ester, f. 21.1. 1905, d. 17.4. 1995, 10) Þor- valdur, f. 6.4. 1907 d. 15.1. 1973, 11) Jó- hanna, f. 27.5. 1909, d. 27.12. 1910. Jóhann kvæntist 11. júní 1949 Maríu Sigríði Finsen, f. 25. október 1916. Foreldrar hennar voru Carl Finsen forstjöri í Reylyavík, f. 10.7. 1879, d. 8.11. 1955 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, f. 8.6. 1995, d. 25.2. 1959. María og Jóhann eignuðust fjögur börn: 1) Karl Finsen lögfræðing- ur, f. 19. apríl 1950 kvæntur Bergljótu Aradóttur kennara, f. Tengdafaðir minn, Jóhann Steinason, er látinn á 87. aldursári. Undanfarin ár átti Jóhann við van- heilsu að stríða, en hann var lög- maður og stundaði lögmannsstörf allt til ársins 1994 eða á meðan heilsan leyfði. Hann hélt þó þokka- legri heilsu fram á sl. haust er hann varð fyrir áfóllum. Hann fékk þó nokkum bata, en nú í vor hrakaði honum aftur og þar sem hann var ekki fær um að dvelja lengur heima hjá sér fékk hann inni á hjúkrunarheimilinu Skógar- bæ í lok maí þar sem hann andað- ist aðfaranótt sl. mánudags. Þrátt fyrir veikindi sín kvartaði hann aldrei og hann hélt andlegri reisn allt til loka. Jóhann var kominn hátt á sjö- tugsaldur er ég kom inn í fjöl- skylduna. Hann tók strax vel á móti mér með þeirri alúð, góð- mennsku, örlæti og umburðarlyndi sem einkenndi hann jafnan. Honum var mjög annt um fjöl- skyldu sína og velferð hennar. Enda þótt hann og tengdamóðir mín, María, hafi á margan hátt verið ólík, ríkti jafnræði með þeim og hann kom fram við hana jafnan af ást og virðingu. í veikindum Jó- hanns sýndi tengdamóðir mín hon- um mikla umhyggju og alúð og er missir hennar mikill. Alla tíð hafði Jóhann mikinn áhuga á þjóðmálum og hélst áhugi hans í þeim efnum til æviloka. Jó- hann var mikill bókamaður og enda þótt sjónin væri farin að gefa sig í lokin aftraði það ekki honum frá lestri bóka og blaða. Hann var mikill grúskari og kunni skil á hin- um ólíklegustu efnum, einkum á sviði ættfræði og sögu. Hann hafði yndi af því að ferðast um landið og hann var gjörkunnugur í hinum ýmsu landshlutum og það var ótrúlegt hve mikið hann vissi um einstaka staði, sögu þeirra, íbúa og ættir. Mér er í fersku minni þegar hann rakti ættir okkar saman í 5. og 6. lið strax og hann vissi hverra manna ég var. Enda þótt vinnu- staður hans hafi lengst af verið í Reykjavík var hann úr sveit og hann hafði ávallt mjög sterkar taugar þangað, einkum til æsku- stöðva sinna í Melasveit. Jóhann var maður hægur og dagfarsprúður en þó ákveðinn og fylginn sér ef með þurfti, jafnvel þrjóskur og skapmaður gat hann orðið. Hann gat greint á við mann, en alltaf byggðist afstaða hans á sanngimi og réttsýni. Hann var mjög frændrækinn og ekki mátti hann heyra styggðarorð um ætt- ingja sína eða vini öðru vísi en hann snérist þeim til varnar. Hann var samt maður sáttar og friðar. Það var honum mikið gleðiefni í byrjun júnímánaðar að koma heim til sín af hjúkrunarheimilinu þar sem haldin var í senn veisla í til- efni gullbrúðkaups hans og tengdamóður minnar og svo stúd- entsprófs sonarsonarins Ara. A myndum sem teknar voru af hon- um á þessum degi sést hann ljóma af ánægju en jafnframt má þar greina trega eins og honum hefði verið Ijósara en öllum öðrum hversu stutt væri í lokin hjá hon- um. Eg vil að lokum þakka elskuleg- um tengdaföður mínum fyrir alla þá vinsemd og hlýju sem hann jafnan sýndi mér og mínum. Það verður tómlegt að koma á Greni- melinn þar sem hann er ekki leng- ur til staðar að taka á móti okkur með sínu brosi sem geislaði af gleði og góðmennsku. Blessuð sé minning Jóhanns Steinasonar. Bergljót Aradóttir. „Taka lýsi eða tala dönsku“ var ráð afa Jóhanns í átökum lífsins, sorgum þess og gleði, sama hversu fjarstæðukennd lausn það virtist. Ef menn meiddu sig átti að taka lýsi eða tala dönsku, ef menn voru hlæjandi skyldu þeir taka lýsi og tala dönsku og ef ekk- ert sérstakt var á seyði átti und- antekningalaust að taka lýsi og tala dönsku. Aldrei ræddi afi þó gagnsemi eða vísindalegar rann- sóknir þessa ráðs síns, en maður fann fljótt að það virkaði, a.m.k. kallaði það fram bros eða hlátur sem létti lundina. Síðustu dagana, þar sem hann lá helsjúkur og kvalinn á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, var mér ósjaldan hugsað til þessarar setningar hans og í hvert sinn leið manni of- urlítið betur. Afi Jóhann var umfram allt ljúf- lingur í umgengni, þrátt fyrir að skaplaus væri hann ekki. Hann átti það til að rjúka upp í bræði ef honum var misboðið, en það var jafnskjótt fokið aftur úr honum. Okkur barnabörnunum var hann góður og tók hann alltaf á móti manni með bros á vör og léttu spaugi. Aldrei hastaði hann á mig eða skammaði íyrir að láta hátt eða þegar ég ærslaðist um stofurn- ar á Grenimel og var þó oft drjúg ástæða þegar ég átti í hlut. Hann fylgdist vel með sínu fólki og spurði jafnan frétta um nám þess og störf. Nokkrum dögum áður en hann lést spurði hann mig í þaula um nýja vinnu sem ég hafði ráð mig í og nú í vor þegar ég var að þreyta stúdentspróf vildi hann fá að vita sem mest um prófin, enda hafði hann sjálfur lokið prófum frá MR 1935. Afi Jóhann fylgdist einnig vel með fréttum og hafði hann ein- stakt lag á því að leggja út af þeim af miklum húmor. Nú í byrjun júnímánaðar þegar við horfðum 3.1. 1950. Þau eiga tvö börn, Ara, f. 24.9. 1979 og Hönnu Maríu, f. 15.1. 1986. Fósturson- ur Karls og sonur Bergljótar er Davíð Ágúst Sveinsson, f. 12.10. 1969. 2) Steini Björn vélfræð- ingur, f. 8.2. 1953. 3) Gunnar stýrimaður, f. 4.12. 1955. Gunn- ar á eina dóttur, Kristrúnu f. 6.7. 1975. 4) Anna Guðrún skrifstofumaður, f. 16. 1. 1963. Barnabarnabörnin eru tvö. Áð- ur átti Jóhann dóttur, Stein- unni skrifstofumann, f. 30.10. 1943, með Guðbjörgu Helgu Bjarnadóttur. Jóhann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935 og lög- fræðingur frá Háskóla Islands vorið 1941. Að loknu námi varð Jóhann bóndi á Narfastöðum til ársins 1945 er hann gerðist fulltrúi hjá Magnúsi Thorlacius hrl. í október 1948 hóf hann rekstur eigin lögmannsskrif- stofu í Reykjavík og rak hana til ársins 1994. Hann varð hdl. 1948 og hrl. 1971. Utför hans verður gerð frá Grensárskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. saman á kvöldfréttirnar, þar sem meðal annars var greint frá því í nokkrum æsifréttastíl að iðnaðar- ráðuneytið væri ekki tilbúið með útboðsgögn fyrir eitthvert ál- versútboðið, horfði hann á mig glottandi og sagði: „Hvaða æsing- ur er þetta? Finnur kann bara ekki að reikna.“ Afi var séntilmað- ur og kavalér á sinn eigin hátt, færði ömmu te og ristað brauð í rúmið á morgnana og síðan aftur milli tíu og ellefu á kvöldin. Ef fyr- ir kom að lítill gestur væri hjá þeim yfir nótt fékk hann sömu trakteringar. Ömmu kallaði hann yfirleitt frú Maríu og var kært með þeim. Hann leyfði ekki að á hana væri hallað á nokkurn hátt. Á afmælum ömmu og á jólum var samningur í gildi á milli þeirra hjóna, amma valdi sér gjöf og afi borgaði. Sem lögmaður var hann sam- viskusamur og rækti sín störf af skyldurækni og alúð. Hann rak um áratuga skeið lögfræðistofu og hætti ekki að vinna þrátt fýrir að eftirlaunaaldri væri náð. Síðari ár- in vann hann aðallega við þingfest- ingu mála og mætti hann í síðasta skipti í réttarsal í þeim tilgangi snemmsumars 1994, þá 82 ára að aldri. Afi var mannblendinn en hóg- vær og hægur þegar hann fór út á meðal manna og hann hafði gaman af því að vera glaður á góðri stund. Afi Jóhann er sá sem kveikti áhuga minn á sagnfræði, ekki með því að segja frá í tíma og ótíma, heldur með því að spyrja, hlusta og svara spurningum. Hann var fræðasjór um ýmis málefni, þó sér- staklega sagnfræði, ættfræði og ís- lenska þjóðhætti. Bernskuslóðirn- ar í Melasveit voru honum alla tíð hugleiknar og efa ég að margir hafi staðið honum á sporði í hér- aðssögu Borgarfjarðar. Hann leit þó á sig sem Reykvíking, enda bjó hann hér bróðurpart ævinnar, lærði í Reykjavík og stundaði sína vinnu og var fróður um sögu borg- arinnar. Síðustu sex vikurnar dvaldist afi Jóhann á Hjúkrunurheimilinu Skógarbæ og naut hann þar frá- bærrar umönnunar og læknis- hjálpar sem gerði þessa vikur létt- bærari bæði fyrir hann og okkur aðstandendur. Er mér því bæði ljúft og skylt að þakka starfsfólki Hólabæjar og Jóni Eyjólfi Jóns- syni lækni fyrir veitta umönnun. Að leiðarlokum kemur fjöldinn allur af minningum um afa upp á yfirborðið og ég finn hversu mikið ég sakna hans. En þá sé ég hann fyrir mér þar sem hann stendur á skyrtunni, brosandi og segir: „Bara að taka lýsi og tala dönsku, Ari minn.“ Og merkilegt nokk, mér líður strax ofurlítið betur. Ari Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.