Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 51 FRÉTTIR Athugasemd vegna unimæla framkvæmda- stjóra Atlantsskipa 2. Undirritaður hafði tíu dögum áð- ur óskað eftir því að Siglingastofn- un ríkisins skoðaði Panayiota þegar hún kæmi til landsins 19. maí. 3. 25. maí barst undirrituðum svar við ósk sinni frá Siglingastofn- un rikisins. Þar segir meðal annars: „Við brottför skipsins má segja að skipið standist allar almennar kröf- ur um siglingahæfni og almennt ör- yggi. “ Bréfíð er undirritað af starfs- manni stofnunarinnar fyrir hennar hönd. 4. Tveimur dögum síðar sendi und- irritaður bandarísku strandgæsl- unni bréf og myndir sem sýndu ástajid skipsins. 5. Atta dögum eftir að Siglinga- stofnun ríkisins komst að niður- stöðu sinni, sem færð var fram hér á undan, eftir að hafa að eigin sögn skoðað skipið í Njarðvíkurhöfn, stöðvaði bandaríska strandgæslan skipið í Portsmouth í Virginíu. Úndirrituðum kemur ekkert við hvað þau systkinin Eimskip og Van Ommeren aðhafast í viðskiptum sínum við bandaríska herinn og yf- irvöld í Bandaríkjunum, en vísar orðum Stefáns Kærnested, þar sem hann gerir áhuga undirritaðs á slysavörnum að viðskiptahagsmun- um Eimskips, til föðurhúsanna. Þeir sem þannig tala ættu að skammast sín, eða að minnsta kosti lesa leikrit Henriks Ibsens til að læra af þeim. Það væri svo í leiðinni áhugavert að vita hvort nýja samgönguráð- herranum liggur jafn mikið á í ör- yggismálum sjómanna og fjar- skipta- og símamálum. Hann gæti byrjað á að kanna hvað veldur því að bandaríska strandgæslan stöðv- ar skip sem „menn hans“ hjá Sigl- ingastofnun gefa leyfi til að sigla um heimsins höf. JÓHANN PÁLL SÍMONARSON sjómaður. ------------------ LEIÐRÉTT Gaf út fjórar plötur í UMFJÖLLUN um hljómsveitina Jamiroquai var þess ranglega getið að hljómsveitin hefði gefið út þrjár plötur. Hið rétta er að plöturnar eru fjórar. Önnur plata hljómsveit- arinnar og sú sem ekki var nefnd í umfjölluninni heitir Return of Spaee Cowboy. Ljáir úr stáli en ekki áli í viðtali við Guðmund Árna Ás- mundarson í gær kom fram að Árni G. Eylands hefði á árum áður farið að flytja inn ljái úr áli. Hið rétta er hinsvegar að ljáirnir voru úr stáli. Afhentu peningagjöf HÓPUR fólks frá Montana í Bandaríkjunum var hér á ferð fyrir skömmu. Um var að ræða fólk af norskum uppruna og maka þeirra sem tilheyra félags- skapnum „Synir og dætur Nor- egs“ sem má telja hliðstæðu við íslendingafélögin í Vesturheimi. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast landi og þjóð og var ferðast vítt og breitt um Suður- land í þeim tilgangi. Fólkið vildi skilja eitthvað varanlegt eftir í landinu til minningar um komu sína og landinu til heilla. í því skyni aflienti það samtökunum Gróðri fyrir fólk í landnámi Ing- ólfs peningagjöf til kaupa á tijá- plöntum, segir í fréttatilkynn- ingu. Áður en fólkið hélt áfram til Noregs til frekari landkönnunar plantaði það nokkrum tugum plantna á umhverfissetrinu á Al- viðru undir Ingólfsfjalli. Það eiga allir möguleika á verðlaunum í Prince Polo leiknum því öll svipbrigði eru tekin góð og gild. Eina skilyrðið er að Prince Polo sjáist vel á ljósmyndinni og að hún sé póstlögð fyrir 10. ágúst Úrval mynda mun birtast hálfsmánaðarlega í Dagskrárblaði Morgunblaðsins í allt sumar. „Besta Prince Polo brosið" verður svo valið og kynnt í blaðinu 18. ágúsL Keppt er um íjölda glæsilegra vinninga. Taktu þátt og sendu mynd! Utanáskriftin er: Bcsta Prince Polo brosið, Pósthólf8511,128 Reykjavík. GESTIRNIR frá Montana ásamt fulltrúum Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs. íslenski safnadagurinn og sumar á Selfossi Leikrit sett upp í Þuríðarbúð Á ÍSLENSKA safnadeginum á sunnudag standa Sjóminjasafnið á Eyrarbakka, Byggðasafn Ámes- inga í Húsinu, Listasafn Áirnesinga og Rjómabúið að Baugsstöðum að sameiginlegri dagskrá. Sértilboð verða í tilefni dagsins á kaffi- og veitingastöðunum Kaffi Lefolii á Eyrarbakka, Kaffi krús á Selfossi og Við fjöruborðið á Stokkseyri. Dagskrá á Eyrarbakka hefst klukkan 11. Þá mun Lýður Pálsson, safnstjóri í Húsinu, leiða gesti um safnið, segja frá munum og mönn- um í einu af elsta húsi landsmanna sem byggt var árið 1765. í Þuríðar- búð á Stokkseyri, en 50 ár eru liðin síðan hún var reist, verður fluttur ca 20 mínútna leikþáttur um hinn einstaka kvenskipstjóra Þuríði for- mann, er stýrði bátum á blómatíma- bili árabátaútgerðar við Stokkseyri og fékk leyfi sýslumanns tO að ganga í karlmannsfötum. Leikþátt- urinn verður endurtekinn kl. 15.45 og 17.30. Rjómabúið á Baugsstöðum, skammt austan við Stokkseyri, verður opið kl. 13-18. Þetta er eina rjómabúið sem stendur eftir með öllum búnaði. Vélar búsins voru knúnar með vatni frá vatnshjóli og vatnið leitt úr 1500 metra löngum skurði frá Hólavatni. Þarna var framleitt smjör, ostur og annað úr rjóma sem bændur færðu tO búsins. Klukkan 14 mun fyrrverandi odd- viti Eyrarbakkahrepps, Magnús Karel Hannesson, ganga um Eyrar- bakka og segja frá menningarsög- unni við ströndina, gömlu húsunum og örnefnum. Gangan hefst við Sjóminjasafnið. I samstarfi við Ull- arvinnsluna á Þingborg verður spunnið á rokk í Húsinu og gestir fræddir um þá vinnu kl. 14-16. STEFÁN Kærnested, sem er titlað- ur framkvæmdastjóri Atlantsskipa ehf. í fréttum Morgunblaðsins 6. júlí síðastliðinn, lætur að því liggja að áhugi undirritaðs á slysavörnum sé runninn undan rifjum Eimskips og forstjóra þess. Framkvæmdastjór- anum skal bent á að þótt Eimskip geri út skip þá gerir það ekki frekar en aðrir undirritaðan út af örkinni fyrir sig. Vegna þess sem fram kemur í Morgunblaðsfregninni skal eftirfarandi tekið fram: 1. Undirritaður skoðaði Pana- yiota og ljósmyndaði á eigin vegum það sem hann taldi stríða gegn lög- um, reglum og góðri sjómennsku í höfninni í Njarðvíkurhöfn 21. maí sl. ISLAND FERÐAKORT 1 : 600 OOO ,'ðHr - 'v. Nýtt ferða- kort gefíð út MÁL og menning hefur gefið út nýtt ferðakort í mælikvarða 1:600.000. Kortið er endurskoðuð útgáfa korts sem kom út á síðasta ári. Allar nýjustu vegabreytingar ársins eru á kortinu, en meðal helstu nýjunga á því eru innáprent- aðar tölur sem sýna vegalengdir m.a. á milli þéttbýhsstaða og helstu vegamóta. A bakhlið kortanna eru lýsingar og litmyndir af helstu perlum ís- lenskrar náttúru. Síðastliðið vor komu út hjá Máli og menningu fjögur ný landshluta- kort af öllu landinu í mælikvarða 1:300.000. Nýja ferðakortið og landshlutakortin eru fáanleg sam- an í öskju. mbl.is ;?♦* Snarsala í Mörk ,5ára Verð áður 2.700,- 3ára W /A %*s» Ilmreynir »Nlíi.3oa- Sorbus aucuparia ---------------------!— Hávaxið fallegt garðtré. Hvítir blómsveipir í júni, rauðir berjaklasar á haustin. Gulir og rauðir haustlitir. Harðgerður. Hæð á söluplöntu 200-250on. > Afgreiðslutími: GRÓDRARSrÖÐlN Virka daga kl. 9.00 - 21.00 *“s Um helgar kl. 9.00 -18.00 Verð áður 490,- Rtmnamura► m,-, Pntentilla fmtirnca *'IU Snarsalan er á meðan birgðir endast ^‘írlVIÖlk STJÖRNUGRÓF18, SÍMIS81 4288, FAX S81 2228 Sækiö sumariö til okkar Pöntunarþjónusta fyrir landsbyggðina Potentilla fruticosa Þéttvaxinn, fíngerður skrautrunni. Sitrónugul blóm frá júll. Hentar vel sem stakstætt og í lág limgeröl. Harðgerð. Hæð á sölupiöntu, lág: 15-20cm, há: 20-30an. l*## 'S9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.