Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 FÓLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ^^LEIKFÉLAGllaé REYKJAVÍKURl® ---- 18117- 19*17 BORGARLEIKHÚSIÐ A SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: Litía ktyWiHtjffttúðin eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. í kvöld fös. 9/7 örfá sæti laus lau. 10/7 örfá sæti laus fim. 15/7 örfá sæti laus fös. 16/7 lau. 17/7 örfá sæti laus Ósóttar pantanir seldar daglega Litla sviðið: Ormstunga Aðeins þessi sýning í kvöld fös. 9/7 kl. 17 Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Simapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. 5 30 30 30 i qki ft*á 12-18 og fram að sýrtngu í DpH Irá 11 tyrt* t )riCg^iQU HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00 Fös 9/7 UPPSELT Mið 14/7örfá sæti laus Rm 15/7, Fös 16/7 SNYRAFTUR Fös 9/7 kl. 23.00 í sölu núna Lau 10/7 kl. 23.00 i sölu núna Sun 11/7 kl. 20.00 í sölu núna Mið 14/7 kl. 20.00 í sölu núna Fim 15/7 kl. 23.00 í sötu núna lau 10/7 kl. 19.00. UPPSELT íþróttahöllin, Hvanneyri 11/7 kl. 21 Aðeins þessar sýningar! TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afeláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó. Borðaparvtanir í síma 562 9700. HUMPHREY Bogart, Claude Akins, Robert Francis og Fred McMurray í The Caine Mutiny (‘54). ROBERT Ryan í hlutverki hermanns, grunaðs morðingja, við yfirheyrslur (Robert Mitchum, Robert Young). EDWARD DMYTRYK MAXIMILLIAN Schell og Marlon Brando, sem gnæfir yfir aðra í minn- isstæðri túlkun á þýskum hermanni sem tekur að efast um ágæti nas- ismans í The Young Lions (‘58). LEIKSTJÓRINN og brautryðj- andinn Edward Dmytryk, oft kallaður „faðir rökkurmyndanna (film noir)“, féll frá í byrjun júlí, níræður að aldri. Á fjórða ára- tugnum, þegar Bandariskar bíó- myndir voru að ná þeirri yfir- burðastöðu á markaðnum sem þær hafa enn þann dag í dag, voru glæpamyndir, hrollvekjur, dramatískar, sögulegar stór- myndir og spennumyndir mest áberadi kvikmyndategunda - genres. Við upphaf þess fimmta voru vestrarnir hans Johns Ford, dansa- og söngvamyndir Busby Berkeleys og ærslagrínmyndir Prestons Sturges þær sem troð- fylltu bíóin um heimsbyggðina. Seinni heimsstyrjöldin breytti þessu sem flestu öðru. Stríðs- myndir og myndir tengdar hern- aði urðu áberandi ásamt þjóðfé- lagslegum ádeilum og myndum sem leituðu svara við áleitnum samviskuspurningum þar sem kjarni málsins var gjarnan nokk- uð þungbúinn. Kíkt er á bak við fínpússaða framhlið mannlifsins, ofan í ruslakirnur sálarinnar, „film noir“ kom fram á sjónar- sviðið. Ein besta myndin sem gaf þennan nýja tón var Crossfire, (‘47). Tekin algjörlega að nætur- lagi og almennt talin fyrsta Hollywoodmyndin sem tók ein- arðlega á kynþáttafordómum. Hún hlaut fimm Óskarsverð- launatilnefningar, m.a. sem besta myndin, og skipaði Edward Dmytryk á bekk með þeim bestu. Fyrrum snúningastrákurinn hóf sinn glæsta leikstjórnarferil sem bæði var prýddur sigrum og stráður þyrnum. Dmytryk fæddist í Kanada 1908, fluttist til Kaliforníu þar sem hann hóf störf í kvikmynda- iðnaðinum sem sendisveinn hjá Famous Players, sem síðar varð Paramount. Vann sig hægt og bítandi upp í stöðu klippara og starfaði sem slíkur um árabil með ieikstjórum á borð við Geor- ge Cukor, en á þessum tímum var samvinna þessara listgreina injög náin. Dmytryk fékk loks að spreyta sig í B-myndadeild Para- mount og Columbia um og eftir 1940, án umtalsverðs árangurs að undanskilinni hrollvekjunni The Devil Commands, (‘41), með Boris Karloff. Eftir að leiðin lá til RKO fóru hjólin að snúast. Dmy- tryk gerði Hitler’s Children árið 1942, ódýra áróðursmynd sem sló í gegn og varð ein arðbærasta myndin í sögu kvikmyndaversins. Leikstjórinn hafði í nógu að snú- ast hjá RKO næstu árin, einkum við gerð ódýrra afþreyingar- mynda sem nutu umtalsverðra vinsælda. Sem fyrr segir var fiim noir að verða til, uppspretta þeirra mynda er ekki síst í saka- málareyftirum Dashiells Hammett og Raymonds Chandler. Murder My Sweet, (‘44), er einmitt byggð á hinni frægu sögu Chandlers, Farewell My Lovely. Myndin hlaut frá- bæra dóma og aðsókn og Dick Powell þótti óaðfinnanlegur Phil- ip Marlowe. Næstu myndir Dmy- tryks, Cornered, (‘46), Crossfire, (‘47, ásamt Möltufálka Hustons, Double Indemnity, (‘44), e. Billy Wilder, Detour, (‘45), e. Edgar Ulmer og The Big Sleep, (‘45), e. Howard Hawks, festu rökkur- myndina endanlega í sessi. Crossfire er jafnan talin með sígildum verkum kvikmyndasög- unnar og ferill Dmytryks, sem hlaut sína einu tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir myndina, var í hæðum þegar Óameríska þingnefndin kallaði hann fyrir sem vinstrisinna. Dmytryk neit- aði að „nefna nöfn“ frammi fyrir kommaveiðurunum, var rekinn frá RKO (og Hollywood). Var einn hinna kunnu bannlista- manna, leikstjóra og rithöfunda, sem jafnan hafa verið kallaðir „Hollywood tugurinn - The Hollywood 10“, og settist að á Englandi. Þar gerði hann örfáar Sígilt verk þar sem tekist er í ein- lægni á við gyðingahatur, efni sem hafði verið að mestu geymt í þögn- inni. Þessi ódýra en eftirminnilega mynd sannaði að lágstemmdar spennumyndir eru kjörinn farvegur fyrir slíka þjóðfélagsádeilu. Robert Ryan fer á kostum sem geðtruflað- ur hermaður sem myrðir mann af gyðingaættum. Einn af félögum hans liggur undir grun, annar er myrtur. Dmytryk heldur spennu- blöndnu andrúmslofti í hámarki frá upphafi til enda og Robert Mitchum og Robert Powell eru fimagóðir, ásamt Ryan - sem hér var í sínu fyrsta, stóra hlutverki. Gyðingahat- rið fær hnitmiðað á baukinn undir kraumandi yfirborði morðgátu. UPPREISNIN Á CAINE - THE CAINE MUTINY (‘54) irkirk Klassískt réttardrama upp úr leik- riti og bók Herman Wouks. Segir frá því þegar sjóliðsforingjar (Van Johnson og Robert Francis) gera myndir uns hann varð að halda aftur heim árið 1951, til að end- urnýja vegabréfíð. Þá hélt hann á fund nefndarinnar, harðóá- nægður með frammistöðu og al- menna afstöðu vinstrimanna. Varð fyrir miklum vonbrigðum með framgöngu þeirra og taldi þá örgustu hræsnara og kjaftaska. Fékk uppreisn æru. Dmytryk var einn þeirra bann- færðu sem mæltu með því að Elia Kazan yrði heiðraður af Kvik- myndaakademíunni, fyrr á þessu ári. I því samhengi rifjaði hann upp viðskipti sín við nornaleitar- menn Óamerísku nefndarinnar við heimkomuna frá Englandi. „Ég hata orðið frjálslynda meira en nokkra aðra. Ég er sósíalisti, ekki fijálslyndur. Þeir sem hjálp- uppreisn gegn harðsvíruðum skip- stjóra sínum (Bogart) og eru leiddir fyrir herrétt. Sérlega áhugaverð sviðsetning og spennandi, nær há- marki þegar Bogart er leiddur til vitnis í réttarsalnum. Þetta er ein af hans bestu myndum en hann sýnir á eftirminnilegan hátt hið snúna hug- arástand skipstjórans. Frábærir leikarar (Jose Ferrer, Lee Marvin, Fred McMurray) í öðrum hlutverk- um. THE YOUNG LIONS (‘58) irkiir'k Sögufræg stórmynd með Marlon Brando og Montgomery Clift, tveimur af bestu leikurum aldarinn- ar. Reyndar eru Dean Martin, Max- imillian Schell og Lee Van Cleef ekki sem verstir heldur í þessari áhrifamiklu seinnastríðsmynd. Martin og Clift leika bandaríska hermenn en Brando og Schell sjá um hlið Þjóðverjanna í óvenjulegri og mannlegri sýn á hildarleikinn þar sem ekki koma aðeins við sögu mannraunir og djöfulskapur heldur einnig ást og mannkærleikur. Sæbjörn Valdimarsson uðu mér í þrengingunum voru víðsýnir repúblíkanar, ekki demókratar, kommúnistar eða vinstrimenn. Gagnrýnendur hafa tönnlast á að ég hafi verið búinn að tapa einhverju af hæfi- leikunum þegar ég sneri aftur heim en staðreyndin er sú að ég var orðinn betri leikstjóri. Gerði myndir á borð við The Caine Mutiny og The Young Lions sem ég tel miklu betri en Murder My Sweet sem þeir hrúga á lofi“. Auk þessara ágætismynda gerði Dmytryk eftir heimkom- una ofurvestrann Broken Lance, (‘54), með Spencer Tracy; Þrælastríðsdramað Raintree Country, (‘57), sem var tíma- frekt verk þar sem önnur stjarna myndarinnar, Montgomery Clift, var jafnan drukkinn eða undir áhrifum eit- urlyfja er líða tók á daginn. Annars var leikstjórinn víðfræg- ur fyrir fumlaus vinnubrögð og skipulagningu sem gerði það að verkum að hann lauk yfírleitt við verk sín á undan áætlun og undir kostnaði. Lenti í vandræð- um með The Young Lions en vissi það fyrir. „Ég sagði þeim hjá Fox að hækka kostnaðará- ætlunina þar sem ég var með Monty Clift og Marlon Brando, tvo verstu tímaþjófa Hollywood, í leikhópnum. Það stóðst." 1964 lauk Dmytryk við The Carpetbaggers sem gerð er eftir reyfara Harolds Robbins um Howard Hughes. Utkoman merkilega svipmikil afþreying með Alan Ladd í eftirminnileg- um ham sem Hollywoodstjarnan, fyrrum kúrekinn, Nevada Smith. Næstu tíu árin lauk hann við sjö myndir, allar vandvirknislegar en auðgleymdar. Edward Dmy- tryk hætti leikstjórn eftir The Human Factor, (‘75), og sneri sér að kennslu við kvikmynda- deild Suður- Kaliforníuháskóla og skrifaði fjölda bóka um kvik- myndagerð auk bráðskemmti- legrar ævisögu. Sígild myndbönd CROSSFIRE, (‘47)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.