Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 3
f MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 C 3; KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Árni Sæberg nda knöttinn yfir Hauk Bragason. ttjörn- aftur okkur mark eftir mistök í vörninni og það vegur þungt," sagði Valdimar Krist- ófersson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þegar við svo ætluðum að byrja síðari hálfleik af fullum krafti kom annað mark KR og þá var erfitt að kom- ast í gang því KR er með gott, léttleik- andi lið með góða framlínu, sem má ekki gefa tíma. Nú einbeitum við okkur að deildinni," bætti Valdimar við en hann, Boban og Dragan Stojanovic voru bestir heimamanna. „Við þurftum að hafa fyrir þessu því Stjarnan stóð sig vel en eftir annað markið höfðum við leikinn í hendi okk- ar," sagði Bjarki eftir leikinn, en hann sýndi oft skemmtilega takta. „Við reyndum okkar besta, að spila vel, en það var erfitt að hemja boltann og við erum vanir að spila meira saman. Eg er samt sáttur, við erum allir heilir. Það er gaman að við erum komnir svona langt, ég hef aldrei komist í bikarúrslit og á af- mælisári hjá KR ætlum við að taka alla titla, sem eru í boði þó að fjögur sterk- ustu liðin séu eftir í bikarnum." Bjarki, Gunnleifur markvörður, Sigþór og Björn Jakobsson, sem lék sinn síðasta leik fyrir KR í bili og heldur til Noregs, voru bestir. armstadt Sundmenn úr Ægi taka þátt í Evrópumeistaramóti unglinga í Moskvu og Evrdpumeistaramóti fullorðina í Tyrklandi og Ólympíu- dögum æskunnar í Esbjerg. Það eru Jakob Jóhann Sveinsson, sem keppir í Moskvu og Tyrklandi, og 1 Ijörl ur Már Reynisson sem keppir í Esbjerg. Sigurður Grétarsson, þjálfari Blika Frábært að vera kom- inn áfram „ÉG er mjög sáttur við leik minna manna og það er frábært að vera kominn áfram. Það getur allt gerst í þessu og við hræðumst ekkert lið," sagði Sigurður Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið hafði lagt Valsmenn að velli með tveimur mörkum gegn engu í Kópavoginum í gær. Örn Arnarson skrifar Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði liðin fengu góð færi í byrj- un. Eftir það færðist meiri ró yfir liðin. Valsmenn voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér hættuleg færi þrátt fyrir ágæta til- burði. Leikmenn liðsins voru með hugann við varnarhlutverk sitt og hættu sér ekki fram að óþörfu og þess vegna vantaði oft herslumun- inn í sóknaraðgerðum liðsins. Þótt Blikarnir væru minna með knöttinn létu þeir engan bilbug á sér finna. Varnarleikur liðsins var traustur. Sóknarmennirnir biðu ró- legir eftir að leikurinn opnaðist. Það gerðist á 32. mínútu. Salih Heimir Porca gaf háa fyrirgjöf inni í teig. Þar fjölmenntu Valsmenn en voru að gera allt annað en að dekka Bjarka Pétursson og átti hann í litl- um erfiðleikum með að koma bolt- anum inn í markið. Fimm mínútum síðar bætti Marel Baldvinsson öðru marki við fyrir heimamenn. Há sending kom fyrir teiginn og gerði Haukur Bragason, markvörður Vals, sig líklegan til að handsama knöttinn en Marel náði að koma boltanum inn. Fátt markvert gerð- ist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Valsmenn mættu einbeittir þegar flautað var til síðari hálfleiks. Þeir voru ekki tilbúnir að játa sig sigr- aða. Liðið átti nokkrar ágætar sóknir en þær voru ekki markvissar og aldrei var útlit fyrir að þeir myndu ná upp forskoti heima- manna. Þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum virtist allur vindur far- inn úr Valsmönnum og sumir leik- menn liðsins urðu áhugalausir um það sem fram fór á vellinum. Send- ingarnar fóru oft og iðulega á mótherja og ekkert virtist ganga upp. Leikmenn Breiðabliks léku hins vegar örugga knattspyrnu. Þeir studdust við skyndisóknir og gáfu Valsmönnum engin tækifæri til þess að ógna stöðu sinni. Þegar komið var undir leikslok voru stuðningsmenn liðsins farnir syngja söng um að bikarinn ætti að fara til Blika. Hvort það gerist er ekki enn ljóst en hins vegar er deginum ljós- ara að hann fer ekki til Valsmanna. Tveir til Örgryte KJARTAN Þórarinssyni, markverði KA og 18 ára landsliðsins í knattspymu, og Guðjóni Antöníussyni, leikmanni Víðis í Garði, hef- ur verið boðið að æfa með unglingaliði Örgryte í Gautaborg í Svíjþjóð. Guðjón, sem er fæddur 1983, og Kjartan, sem er fæddur 1982, hafa þekkst boðið og fara 25. júlí og verða í æfingabúðum sænska liðsins ásamt öðrum efnilegum leikmönnum í eina viku. Jón Pétur Róbertsson, íþrðttafulltrúi KA, hefur milligöngii um ferð piltanna en hann bjó áður í Svfþjóð og starfaði um skeið fyrir Orgryte. Onnur ferö Watford til Islands Björn Ingi Hrafnsson skrifar frá Watford ei, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég heimsæki Island. Eg ætla þó að vona að ferðin nú verði ánægjulegri en síðast. Það er að segja flug- ferðin," sagði Graham Taylor, knattspyrnu- stjóri Watford, sem stjórnaði Watford-liðinu í leik gegn Reykjavíkurúrvali á gervigrasvell- inum í Laugardal 17. janúar 1987, í leik sem lauk með jafntefli, 1:1. „Þegar við vorum á leið til íslands var flugvélinni snúið við til Glasgow - vegna vélabilunar. Við biðum þar í fjórar klukkustundir á meðan verið var að gera við vélina. Ég vona að við eigum betra flug í vændum," sagði Taylor í viðtali við Morgun- blaðið, en hann og leikmenn Wat- ford koma til landsins í kvöld. 100 ára afmælisleikur KR verður á Laugardalsvellinum á sunnudags- kvöld kl. 20 - gegn Watford, sem kemur til íslands með átján leik- menn. Á íslandi bætist Jóhann B. Guðmundsson í hópinn. „Já, Jóhann mun taka þátt í leiknum. Við verð- um með alla okkar sterkustu leik- menn. Alvaran er tekin við hjá mér og mínum mönnum eftir stutt sum- arfrí. íslandsferðin mun þjappa hópnum saman," sagði Taylor. Taylor hafði frá mörgu skemmti- legu að segja í viðtali sem birtist í blaðinu á morgun. Isboltar Opna Ic l^ f\ It fk mótið verður haldið hjá Golfklúbbi Setbergs þann 10. júlí næstkomandi. Glæsileg verðlaun i.sæti 30þús. vöruúttekt E með og án forgjafar: 2 sætj 20 þús vöruúttekt | 3. sæti 10 þús. vöruúttekt Rœst verður út frá kl. 8:00 - 10:00 og kl. 13:00 - 15:00. Þrenn nándarverðlaun Mótsgjald kr. 2.000.- Allir þátttakendur fá glæsilega Skráning í síma 565-5690. teiggjöf. GEVALIA verður haldið laugardaginn 10. júlí á Hamarsvelli, Borgarnesi. Ræst verður út frá kl. 8.00-16.00. (Rástfmapantanir í síma 437 1663 eða 862 1363). Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar og eru verðlaun vegleg að vanda eða: 1. verðl. með/án forgj. kr. 30.000 úttekt í Nevada BOB 2. verðl. með/án forgj. kr. 20.000 úttekt í Nevada BOB 3. verðl. með/án forgj. kr. 10.000 úttekt í Nevada BOB 4. verðl. með/án forgj. kr. 5.000 úttekt í Nevada BOB Nándarverðlaun á 1/10 (í 1 höggi) og á 6/15 (í 2 höggum). Fæst pútt á flötum á 18 holum. Dregið úr skorkortum (10 verðl.). Púttkeppni að loknu móti. Mótsgjald er kr. 2.300. Cb\ Golfklúbbur Jw Borgarness GEVALIA Matabou /NVarud OPIÐ KVENNAMÓT sunnudaginn 11. júlí nk. á golfvelli Odds og Oddfellowa í Urriðavatnsdölum Vegleg verðlaun fyrir besta skor án forgj. og fyrir 5 efstu sætin með forgj. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Frábærar teiggjafir til allra keppenda Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni, hámarks gefin forgjöf 28. Skráning í síma: 565 9092 Verðlaun gefur: HAGI HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.