Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ - ‘ 64 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 '“■»1 * > > Matur og matgerð Þorskur og að- mírálsfíðrildi Kristín Gestsdóttir sá aðmírálsfiðrildi á Garðaholti föstudaginn 9. júlí sl. ÉG LAGÐI mig með Morgun- blað fimmtudagsins og lét sjatna í mér eftir þorskmáltíð hádegis- ins og leit á smáfrétt með mynd af aðmírálsfíðrildi. Ailt í einu flögraði eitthvað fyrir gluggann. „Hvað er þetta? hugsaði ég. Varla hefur aðmíralsfiðrildið á síðum Morgunblaðsins lifnað við; líklega er þetta smáfugl eða bara stórt venjulegt fiðrildi.“ Svo flaug það aftur fyrir gluggann og einu sinni enn eins og það vildi sanna fyrir mér hvað væri þama á ferð. Ég hljóp út á hlað og sá þá aðmírálsfiðrildið, sem ég hafði verið að skoða í Mogganum, flögra hratt fram og aftur eftir húshliðinni. Ég stóð lengi og horfði opinmynnt á þetta fallega fiðrildi sem að lokum flaug fyrir homið og hvarf í átt að Garða- kirkju. Aðmírálsfiðrildi er ekki algengt hér um slóðir en berst stundum sunnan að, þúsundir kílómetra með loftstraumum. 2. Roðdragið flakið, berið upp að birtunni og athugið hvort hringormar era í því. 3. Smyrjið eldfast fat, leggið flakið þar á og stráið á það salti, pipar og karríi. 4. Smyrjið þunnu sinnepslagi yf- ir og stráið ostinum ofan á. 5. Afhýðið eplið, skerið í þunnar sneiðar og raðið ofan á flakið. Klippið beikonið í bita og setjið yfir. 6. Setjið í heitan ofninn og bakið í 20 mínútur. Eplin ein- angra fiskinn og því þarf þetta aðeins lengri tíma en ella í ofnin- um. Meðlæti: Soðnar kartöflur eða soðin hrísgrjón og tómatar í bát- um. Þorskflak með sveppum og lauki þorskflak um 700 g En svo ég snúi mér að öðra. Af hverju borða Islendingar ekki þorsk? Feitur þorskur er þó miklu betri en ýsa og auk þess um 200 kr. ódýrara kílóið. Kannski hræðast þeir hringorma sem sjaldan era þó í feitum þorski og alveg eins oft í lúðu og fleiri fisktegundum. Ég ber roðflett þorskflakið upp að birtunni og sker úr hringorma ef einhverjir era og er ekki hrædd- ari við orma í fiski en í ávöxtum og grænmeti. í erlendum mat- reiðslubókum era sjaldan ýsu- uppskriftir en oft uppskriftir með þorski. Helst er það í ensk- um bókum en til Englands selja Islendingar mikið af ýsu. Hér era uppskriftir að tveimur ofn- bökuðum þorskréttum. Þeir sem ekki borða þorsk geta notað ýsu í staðinn. Þorskflak með eplum og beikoni 1 þorskflak, um 700 g 1 ’/2 tsk. salt nýmalaður pipar ___________V2 tsk. karrí_______ __________1 msk. sinnep________ 3 msk. fínt rifinn ostur, sú tegund sem ykkur hentar ___________1 græntepli_________ 5 stórar beikonsneiðar 1. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 190C. 2 msk. nýkreistur sítrónusafi 1 V2 tsk. salt nýmalaður pipar '/2 tsk. karrí 2 msk. sveppa-smurostur 100 g sveppir 1 vorlaukur, nota mó '/2 púrrulauk 1/3 tsk. karrí, 1 msk. smjör + 1 msk. matarolía ó sveppina 1 msk. matarolía til viðbótar ó laukinn 2 msk. rasp 1. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 190°C. 2. Roðdragið flakið, hellið yfir það sítrónusafa, stráið á það salti, pipar og karríi, smyrjið eldfast fat, leggið fiskinn í fatið og látið standa í 10 mínútur. Smyijið síðan smurostinum yfir flakið. 3. Setjið smjör, matarolíu og karrí á pönnu, hafið meðalhita og sjóðið niðursneidda sveppina í feitinni í 3 mínútur. Takið sveppina af pönnunni og setjið yfir fiskinn, bætið 1 msk. af olíu á pönnuna, þvoið laukinn og skerið í sneiðar og sjóðið í feit- inni í aðrar 3 mínútur. Setjið því næst yfir fiskinn. Stráið raspi yf- ir. 4. Setjið fatið í ofninn og bakið í 15 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur eða soðin hrísgrjón og niðursneiddir tómatar sem strá má graslauk yfir Brúðhjón Allur borðbiinaóur - Glæsileg gjafavara Briíðhjónalistar J\( v)/ //vKXyxV VHRSI.IJNIN Langnvegi 52, s. 5<52 4244. í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fúsk í þýðingum sjónvarpsins ÞAÐ gengur fram af mér fúskið í þýðingu á erlend- um þáttum í ríkissjónvarp- inu. Sl. sunnudagskvöld var sýnd bresk bíómynd sem heitir „Fyrirheitna landið“ og var mjög sér- stæð mynd. Fólk sem skil- ur svolítið í ensku hefði fundist betra að hafa myndina textalausa því textinn fylgdi ekki talinu og datt út annars slagið. Það sem bjargaði manni var að maður skildi svolítið í ensku þannig að maður týndi_ ekki niður þræðin- um. í framhaldi af þessu vil ég spyrja. I fyrsta lagi: Eru tækin sem notuð eru svona léleg? í öðru lagi: Er vankunnátta þess sem stjórnar þessu svona mik- il? Og í þriðja lagi: Er kannski um agaleysi að ræða? Hinn almenni hlustandi og greiðandi af sjónvarp- inu hlýtur að eiga heimt- ingu á því að svona hlutir séu í lagi. Haraldur Kristjánsson. Vinkonu leitað VELVAKANDA barst bréf frá Ken Jackson, sem er bandarískur blökku- maður sem var í flugher bandaríska hersins. Ken dvaldist hér á landi 1979-1980 í herstöðinni Rockville. Ken biður um aðstoð við að komast í samband við vinkonu sem hann eignaðist þegar hann dvaldist hér á landi. Hann segir að hún hafi heitið „Bibi“ og líklega verið Gunnarsdóttir og búið í Reykjavík á þeim tíma. Þeir sem geta aðstoðað Ken eru beðnir að hafa samband við hann í tölvu- pósti. Netfangið er: jack3804@bsc.net Fyrirspurn og ráð- legging ÞÓRUNN Gestsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í útvarpsráði, var beðin um það fyrir tæpum tveim- ur árum að leggja fram orðsendingu frá Matthíasi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, um leyfi til þess að ég lesi í ríkisút- varpið bók hans „í kompaníi við allífið". Svar hefur ekki borist við þess- ari fyrirspum og hver var niðurstaðan? Fáein orð til Helga Hjörvar viðvíkjandi há- vaðamengun og samkomur í Grjótaþorpinu. Ég ráð- legg forseta borgarstjórn- ar, Helga Hjörvar, að kynna sér ritsmíðar Helga Hjörvar útvarpsmanns þegar hann ritaði um „hið hroðalega samhlaup svín- anna“ og lýsti samkomum á Skeiðunum. Það er hin fróðlegasta lesning og mætti draga af því álykt- anir og lærdóma íyrir þá sem leysa þurfa vanda Grjótaþorpsins. Pétur Pétursson, þulur. Hækkun græna kortsins ÉG vil mótmæla þeirri hækkun sem hefur orðið á Græna kortinu því að ör- yrkja munar um þessa hækkun. Það mætti hafa kortin ódýrari íyrir ör- yrkja. Þjóðfélagið á líka að hugsa um öryrkja en ekki bara þá sem eru heilbrigð- ir. Björgvin. Tapað/fundið Þríkross týndist í mið- bænum ÞRÍKROSS merktur „Stefán“ týndist 8. júh' í miðbænum. Skilvís finn- andi hafi samband við Elínu í síma 567 5824. Dýrahald Fress óskar eftir heimili ÞRIGGJA mánaða gam- all fress óskar eftir heimili vegna ofnæmis á núverandi stað. Hann er kelinn og kassavanur. Upplýsingar 557 2064. Kettlingar fást gefíns TÍU vikna gamlir kett- lingar, kassavanir, fást gefins. Upplýsingar í síma 5518391 eða 862 8174 FRITZ6 hafði hvítt og átti leik gegn ung- versku stúlkunni Júditi Polg- ar (2.675). Forritið fann að sjálfsögðu mátið á broti úr sekúndu: 43. Hxb7+! - Kxb7 (Hægt var að tefja mátið lengur með 43. - Kd6, en þá HVÍTUR mátar í sex leikjum. er stysta leiðin þannig: 44. Hd8+! - Rxd8 45. Da6+ - Rc6 46. Da3+ Rb4 47. Dxb4+ - Kc6 48. Db6 mát) 44. Da6+ og Júdit gaf skákina, því það er stutt í mátið. Þessi skák birtist á sunnudaginn en var með rangri stöðumynd SKAK llmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Frankfurt-West atskák- mótinu um mánaðamótin. Tölvuforritið HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... VÍKVERJI gerði sér vonir um að tekist hefði að tryggja þriggja ára frið um kjaramál grunn- skólakennara þegar samningar náð- ust milli Kennarasambands Islands og sveitarfélaganna haustið 1997, en samningamir fólu í sér 33% með- altalshækkun grannlauna. Þetta hefur því miður ekki gengið eftir þrátt fyrir að báðir aðilar hafi sam- þykkt þennan samning með lög- formlegum hætti. Kennarar í hverju sveitarfélaginu á fætur öðra hafa sagt upp störfum til þess að þrýsta á um hærri laun og þessar vikurnar eru það kennarar í nokkram skólum 1 Reykjavík sem þrýsta á vinnuveit- anda sinn um hærra kaup með upp- sögnum. Meginrök kennara fyrir uppsögn- unum eru að önnur sveitarfélög m.a. í nágrenni Reykjavíkur greiði kennuram sínum hærri laun. Vík- verji hefur vissan skilning á að þetta valdi óánægju hjá kennurum sem ekki fá aukagreiðslur, en þetta er hins vegar ekkert annað en það sem launafólk á almennum vinnu- markaði þarf að sætta sig við. Vík- verji er t.d. viss um að það era ekki nákvæmlega sömu laun greidd í Bónus, Hagkaup eða Fjarðarkaup. Sölumenn bifreiða hjá Ingvari Helgasyni hf., Heklu hf. og Brim- borg ehf. era öragglega ekki heldur á nákvæmlega sömu launum. Samt heyrist ekkert um að starfsmenn þessara fyrirtækja séu að segja upp í hópum. Bæði kennarar og sveitarfélögin bera ábyrgð á þeirri óánægju sem þessar aukagreiðslur til kennara í einstökum sveitarfélögum hafa valdið. Einstök sveitarfélög hafa látið undan kröfum kennara og stuðlað þannig að óánægju í öðram sveitarfélögum. Kennarastéttin sem heild ber einnig að hluta til ábyrgð á því ástandi sem skapast hefur. Þeir hafa reynt að notfæra sér að viðsemjandinn er ekki lengur einn, eins og þegar ríkið fór með málefni grannskólans, með því að þrýsta á einstök sveitarfélög. XXX SVEITARFÉLAG sem stendur frammi fyrir uppsögnum kenn- ara er í erfiðri stöðu. Það hefur gert kjarasamning sem báðir aðilar hafa skrifað undir og samþykkt. Á sveitarfélagið að taka upp kjaravið- ræður við kennara sem hafa sagt upp og segja jafnvel í fjölmiðlum að þeir séu farnir að leita sér að annarri vinnu? Til hvers er þá sveitarfélagið yfirleitt að gera kjarasamning ef það getur átt von á því að það þurfi að taka upp kjaraviðræður á miðju samnings- tímabili? Þó flestir séu þeirrar skoðunar að halda þurfi áfram að bæta kjör kennara verða sveitarfé- lögin í þessu máli einnig að horfa til hagsmuna skattgreiðenda og til annarra starfsmanna sveitarfélag- anna, sem margir hverjir eru ekki of sælir af launum sínum. Víkverji er ánægður með hvern- ig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur haldið á þessu máli. Hún hefur reynt að ná samn- ingum við kennara og veitt meira fjármagni til skólanna. Hún hefur jafnframt gefið kennurum afdrátt- arlaus svör um að ekki verði lengra gengið á móts við þá. Kennarar geta því ekki kvartað yfir að það hafi ekki verið rætt við þá eða að þeir hafi fengið óljós svör.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.