Morgunblaðið - 15.07.1999, Side 3

Morgunblaðið - 15.07.1999, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 C 3; Rútur segist hættur með Eyjamönnum RÚTUR Snorrason, leikmaður ÍBV, seg- ist hættur með liðinu vegna óánægju með fá tækifæri í sumar. Hefur leikmaðurinn, sem lítið hefur leikið með IBV á tímabilinu og var ekki í leik- mannahópi liðsins í Evrópuleik þess gegn SK Tirana á þriðjudag, tilkynnt stjórn ÍBV þetta. Jóhannes Ólafsson, formaður ÍBV, sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði heyrt af þessari ákvörðun Rúts, en stjórn fclagsins hefði hins vegar ekki tekið málið til afgreiðslu. „Sljórnin þarf að afgreiða slík mál, því samningsbund- inn leikmaður getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að hætta. Slíkar ákvarð- anir eru aldrei teknar einhliða, en stjórn- in mun fjalla um þetta mál innan skamms,“ sagði Jóhannes. Bæjarar mæta Brimarbúum ÞÝSKU meistaramir í Bayern Munchen tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar í Þýskalandi með l:0-sigri á Borussia Dortmund. Raunar fengu Bæjarar hjálp frá Christi- an Wörns, vamarmanni Dortmund og þýska landsliðsins, því hann varð íyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net. Sex sterka leikmenn vantaði í lið meistaranna, en Dortmund vakti athygli fyrir góðan leik. Það er kannski ekki að undra, því liðið hefur fjárfest ótæpilega upp á síðkastið og keypt leikmenn eins og Wörns, Fredi Bobic og Viktor Ikpeba. Bæjarar hafa unnið deildarbikarmeist- aratitilinn tvö ár í röð og mæta Werder Bremen í úrslitaleik á laugardag. Þar verða eflaust fagnaðarfundir, því Brimarbúum tókst að sigra Bæjara í úr- slitum bikarkeppniimar snemma sumars. PF Stórieikur á Skaganum ÍSLANDS- og bikarmeistarar ÍBV þurfa að fara upp á fasta land- ið til viðureignar við Skagamenn í undanúrslitum bikarkeppni karla, en dregið var á Hótel Loftleiðum í gær. Hugsanlegt er að annað kvöld verði forsmekkur að því sem koma skal, þegar lið- in mætast á Akranesi í deildarkeppninni. KR-ingar önduðu létt- ar er í Ijós kom að þeir fengu heimaleik gegn Breiðabliki. Leik- irnir fara fram fjórða og fimmta dag ágústmánaðar. Ekki er laust við að KR-ingar hafí óttast að þurfa að fara til Vest- mannaeyja og hitta þar meistarana fy™’ fjórða árið í röð í Edwin bikarkeppninni. Þaðan Rögnvaldsson hefur KR-liðið ekki skrifar rlðið feitum hesti. Annað kom á daginn og dróst 100 ára afmælisliðið gegn Blikum úr Kópavogi, nýliðum í efstu deild, sem án efa hafa minnstu reynsluna af leikjum sem þessum. Atla Eðvaldssyni, þjálfara KR, og öðrum fylgjendum Vestubæjarliðs- Hin liðin eru Grindavík og Leiftur frá Ólafsfirði. Yfirvöld í báðum bæjum munu hafa lagt inn fram- kvæmdaáætlanir fyrir Björn Ingi byggingu áhorfenda- Hrafnsson stúkna, en slík áætlun skrifar hefur ekki enn borist frá Vestmannaeyjabæ. Að sögn Jóhannesar virðist þó loks einhver skriður kominn á málið og hann viti til þess að íþrótta- og tóm- stundafulltrúi bæjarins hafí málið með höndum þessa dagana. „Við erum á síðustu stundu með þessi mál hér í Eyjum og það er vit- anlega ekki sæmandi því bæjarfélagi sem á sigursælasta knattspyrnulið landsins á undanförnum árum. Við eigum hér besta völl landsins og frá- bæra áhorfendur og því eigum við ekki skilið annað en að aðstaðan fyr- ir þá sé einnig fyrir hendi,“ segh- Jó- hannes. Formaðurinn segist ekki kunna skýringar á framkvæmdaleysinu, aðrai' en þær að um hreint og klárt viljaleysi sé að ræða. „Þetta er ekk- ert annað en viljaleysi. Við höfum ít- rekað bent á þessi mál, en orðið lítið ágengt. Vitanlega þarf að hyggja að ins sem viðstaddir voru frétta- mannafund í gær, var sýnilega létt er þetta kom í ljós. „Vissulega fögn- uðum við. En við fögnuðum vegna þess eins að við fengum heimaleik. Það gagnar ekki að óska sér ÍBV, af frammistöðu þeirra gegn okkur und- anfarin ár að dæma. Eins og Skaga- menn léku gegn Víkingi, var erfítt að hugsa sér að lenda á móti þeim og eins og Blikarnir spiluðu á móti okk- ur, er ekki annað að sjá en að þetta verði erfítt. Við vonuðumst því bara eftir heimaleik og það er frábært að mörgu í bæjarfélaginu, en það eru ekki margar samkomur sem draga að jafnmarga áhorfendur hér í Eyj- um og knattspyrnan. Stundum er ríflega fjórðungur bæjarbúa kominn saman hér á leikjum." Jóhannes segir að teikningar að stórri stúku liggi nú þegar fyrir. „IBV lét teikna fyrir sig stóra og glæsilega þúsund manna stúku og þær teikningar liggja fyrir og við viljum gjarnan færa bæjarfélaginu þær að gjöf. Það þýðir ekkert annað en að hugsa fram í tímann í þessum efnum, vissulega mætti kannski byggja minni stúku en staðreyndin er sú að við hyggjumst leika heima- leiki okkar í Evrópukeppninni hér í Eyjum í framtíðinni og þá verðum við að geta boðið upp á aðstöðu fyrir áhorfendur," bendir hann á. Bygging gæti hafist í haust Bygging slíkrar stúku gæti hafist í haust, að sögn Jóhannesar, og bygg- ingartími hennar ætti að vera stutt- ur, þetta tveir til þrír mánuðir. „Við þurfum strax að hefjast handa, því KSI hefur sett okkur ströng tíma- það hafi gengið eftir,“ sagði Atli. Hann vitnar í viðureign liðanna í Frostaskjóli, heimavelli KR, í fimmtu umferð Islandsmótsins, en þá töldu KR-ingar sig heppna að hafa sloppið með markalaust jafn- tefli. Eftir þann leik sagði þjálfarinn: „Blikar era með gott lið, það er skip- að stórum og sterkum mönnum sem berjast af einurð og dugnaði allan tímann. Slíkt skilar árangri. Að mínu mati eru Blikar með gott lið sem er á meðal þeirra þriggja til fjögurra bestu í deildinni.“ Heimaleikurinn mikilvægastur Eyjamenn hafa eflaust óskað sér einhvers annars og betra en að fara til Akraness og leika þar við IA, lið sem hefur átt erfitt uppdráttar í deildarkeppninni en vann stórsigur, mörk í þessum efnum. Þess vegna er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær hefjast beri handa og að mínu mati er best að þyrja í haust. Knattspyrnan hefur skapað Eyjum jákvæða ímynd á undanförnum áram og við viljum halda áfram á sömu braut, ekki síst þegar árar illa hjá ýmsum fyrirtækjum í bænum eins og verið hefur að undanförnu. Þá er gott að geta bent á gott gengi í knattspyrnunni.“ Lágmarksaðstaða fyrir áhorfend- ur, samkvæmt stöðlum KSÍ fyrir efstu deild, tekur til skipulagðra áhorfendastæða, bekkja eða aðskil- inna sæta fyrir 500 manns hið minnsta. Það er því ljóst að Eyja- menn hyggjast bæta um betur í þessum efnum, enda hefur aðsókn á heimaleiki þeirra oft verið nærri þúsundinu á undanförnum árum. í Eyjum hafa sumir haft á orði að þeir vilji fremur standa áfram á sín- um stað á hólunum eða brekkunni við völlinn fremur en að taka sæti í nýrri stúku. Jóhannes segist hafa heyrt þetta, en hefur ekki áhyggjur af því. „Sumir segja að það verði erfítt fyrir okkur að færa menn af sínum hól eða sinni þúfu, en ég held að það verði ekki til neinna vandræða því hvað er betra en að eiga sitt sæti í stúkunni, sæti sem menn ganga að í hverjum leik og geta kallað sitt eigið? í stúkunni eiga menn skjól fyrir veðri og vindum og fylgjast með knatt- spyrnunni í viðeigandi umgjörð. Þannig viljum við Eyjamenn hafa þetta,“ segir Jóhannes Olafsson. 5:0, á Víkingum á Laugardalsvelli í átta liða úrslitum. Skagamenn virð- ast því vera að rétta úr kútnum. Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, lagði áherslu á mikilvægi þess að leika á heimavelli. „Við fengum heimaleik. Það er alltaf mikilvægast þegar á þetta stig er komið í bikarkeppninni,“ sagði Logi. „Það er nú ekki vænlegt til árangurs að óska sér einhverra sérstakra mótherja, heldur aðeins að fá heima- leikinn. Við vorum alltént heppnfr hvað það varðar, því það er mjög slæmt að þurfa að fara til Vest- mannaeyja, út á KR-völl eða í Kópa- voginn. Okkur þykir því kostur að fá að leika á heimavelli, sem við höfum ekki fengið fyrr í þessari keppni.“ Um titilhafa IBV sagði hann: „Það þarf nú ekki að fletta mörgum blöðum um það að þar fer mjög gott lið og það hefur sýnt síðustu þrjú eða fjögur árin að liðið er mjög sterkt. Þetta era handhafar bikars- ins og þeir hafa leikið ágætlega í sumar og þetta verður náttúralega feikilega erfiður leikur fyrir okkur.“ ■ NEWCASTLE er tilbúið að greiða Ipswich Town um 700 milljónir króna fyrir Kieron Dyer. Leikmað- urinn, sem er 20 ára, hefur verið fastamaður í 21. landsliði Englend- inga og tók nýverið sæti í landsliðs- hóp Kevins Keegans. Nokkur lið ' vora á höttunum eftir leikmanninum, svo sem West Ham og Leeds, en nær öraggt er að hann gangi til liðs við Newcastle. ■ EVERTON hefur keypt Kevin Campell frá Trabzonspor í Tyrk- landi fyrir um 350 milljónir króna. Leikmaðurinn var í láni hjá Everton undir lok síðustu leiktíðar og átt stóran þátt í að bjarga liðinu frá falli. ■ SAMNINGUR fyrirtækjasam- steypunnar Granada við Liverpool gerir Gerard Houllier, knattspyrnu- stjóra félagsins, kleift að kaupa leik- menn fyrir um 2,3 milljarða króna. Granada keypti 9,9% hlut í félaginu. Houllier gerir sér vonir um að geta keypt Dietmar Hamann frá Newcastle, Marc-Vivien Foe frá West Ham og Markus Babbel frá Bayern Miinchen. Samanlagt kaup- verð leikmannanna er um 1,7 millj- arðar króna. ■ CRAIG Brown landsliðsþjálfari Skota hefur hlotið stuðning knatt- spyrnusambandsins þar í landi en staða hans þótti óöragg í kjölfar þess að dagblað birti frétt þess efnis að þjálfarinn hefði sungið and-kaþólsk- an söng á símsvara vinkonu sinnar. Lagið er vinsælt meðal margra stuðningsmanna Glasgow Rangers en kaþólskum andstæðingum þeirra í Glasgow Celtic þykir það móðgandi í meira lagi. ■ STEVE Bull, leikmaður enska liðsins Wolves til margra ára, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla i hné. Leikmaðurinn, sem er 34 ára, hefur verið einn helsti markaskorari liðsins og gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna þess. Hann gerði 306 mörk í 561 leik fyrir liðið. Hann lék 13 landsleiki fyi'ir hönd Englands og skoraði fjögur mörk. ■ ENSKA úrvalsdeildarliðinu Sout- hampton gengur erfiðlega að fá æf- ingaleiki við norsk lið í sumar. Þrjú lið: Asane, Brann og Ny-Krohnborg, hafa heitað beiðni liðsins. Eitt norskt lið, Fana, hefur samþykkt að leika- við enska liðið. ■ ENSKI knattspyrnumaðurinn Da- vid Beckham fékk fá tækifæri til þess að njóta lífsins með eiginkonu sinni Victoriu Adams. Leikmaðurinn hugðist halda í brúðkaupsferð fyrir skömmu en hætti við því hann varð að hefja æfingar með félagi sínu, Manchester United. ^ Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson HÁSTEINSVÖLLUR í Vestmannaeyjum. Grasið á vellinum er eitt hið besta á landinu en aðstöðu fyrir áhorfendur vantar alveg. Jóhannes Ólafsson, formaður ÍBV, um Hásteinsvöllinn í Eyjum „Verðum að geta boðið upp á aðstöðu fýrir áhorfendur“ ÞRÍR heimavellir liða í efstu deild karla í knattspyrnu uppfylla ekki lágmarkskröfur Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) um aðstöðu fyrir áhorfendur og hafa forráðamenn liðanna haft frest frá Knattspyrnusambandi íslands til að leggja fram fram- kvæmdaáætlun vegna byggingar skipulagðrar áhorfendaaðstöðu, eða sæta heimaleikjabanni eila. Jóhannes Ólafsson, formaður ÍBV, sem er eitt félaganna þriggja, segist hafa fullan skilning á kröfum KSÍ og að bæjaryfirvöld í Eyjum séu loks að vakna til vit- undar um alvöru málsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.