Morgunblaðið - 15.07.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.07.1999, Qupperneq 4
ÍÞRöm GOLF / OPNA BRESKA MOTIÐ Gengið um öng- stræti Hogans Opna breska mótið í golfí hefst í dag á Carnoustie-golíVellinum í Skotlandi. Edwin Rögnvaldsson skoðaði mótsstaðinn á vordögum og skilur vel hvers vegna keppendum er ekki rótt, en Carnoustie þykir á meðal erfiðari golfvalla heims. Reuters ÞETTA verður án efa algeng sjón á Carnoustie-golfvellinum. Kylfingar í leit að kúlu. Tiger Woods og Stuart Appleby á æfingu á vellinum í gær. Oft hefur verið sagt að keppnis- völlur á einu af fjórum stórmót- um ársins í golfheiminum sé erfiður, en í þessu tilviki þarf að finna nýtt orð til að lýsa þeirri baráttu sem bíð- ur kylfínganna í Opna breska mót- inu. Keppni hefst árdegis í dag á Carnoustie-golfvellinum í samnefnd- um bæ á austurströnd Skotlands, velli sem þegar er alræmdur fyrir að leika gesti sína grátt. Keppendum stendur stuggur af væntanlegri fjög- urra daga viðureign sinni við holurn- ar átján, sem þeir telja sjálfir þær erfiðustu sem leiknar hafa verið í sögu mótsins - sem hóf göngu sína árið 1860 - og hafa þátttakendur spáð grát og gnístran tanna sín á meðal. Mótið var síðast haldið á Camoustie 1975, en þá sló Tom Wat- son í gegn og sló á þann orðróm að hann hefði ekki taugar í að sigra á stórmóti. Sagði hann að Carnoustie væri „hinn fullkomni prófsteinn“ á færni kylfíngs. Watson hafði betur í átján holu umspili við Jack Newton, annan ungan mann sem var á hraðri uppleið, en Newton lenti síðan í hörmulegu slysi og missti hægri handlegg sinn. Carnoustie-völlurinn var ekki nærri jafn erfiður og hann er nú þeg- ar Watson og keppinautar hans rölt- uðu um brautir hans. Brautimar hafa verið lengdar umtalsvert og er heildarlengd þeirra allra orðin 7.397 stikur, eða 6.761 metri - og parið er Beint á RÚV SJÓNVARPIÐ sýnir beint frá Opna breska raótinu eins og síðustu ár. í dag hefst útaending kl. 13 og stendur til 18.30. Sömu sögu er að segja af útsendingunni á morgun. Að auki verða valdir kaflar sýndir eftir síðari kvöldfréttir. Ura helgina hefjast útsendingar einnig kl. 13, en á laugardag lýkur sendingum kl. 17.50 og kl. 17.15 á sunnudag. Logi Bergraann Eiðsson og Þorsteinn Hallgrímsson lýsa því sem fyrir augu ber. aðeins 71 högg(!) Ekki nóg með það, heldur eru brautirnar svo þröngar að meira að segja forráðamenn bandaríska golfsambandsins, sem hafa jafnan verið mjög hrifnir af slík- um brautum, verða eflaust grænir af öfund. Utan brautanna hafa staðar- haldarar ekki eytt miklum tíma, mannafla eða eldsneyti við að slá grasið. Því telst ekki ráðlegt að slá boltann eitthvað annað en þráðbeint, því þá hefst leitin að boltanum og ef hann finnst tekur enn erfiðara verk- efni við - að sveifla kylfunni i gegn- um allan þennan karga. Hver einasta braut á Carnoustie er erfið. Það er dagsatt. En til að bæta gráu ofan á svart era síðustu þrjár holurnar hreint og beint kvik- indislegar. Keppendur mega hafa sig alla við að draga að flötinni á sext- ándu brautinni, sem er par-3 og 225 metrar að lengd - á móti þeirri vind- átt sem hefur verið ríkjandi í ár. Tom Watson hefur aldrei leikið þessa holu á pari og kemur til leiks í ár með það að markmiði að leika þessa braut a.m.k. einu sinni á þrem- ur höggum. Þá getur hann farið sátt- ur heim í búgarðinn sinn á sléttunum stóra í Bandaríkjunum. Barry-lækurinn, sem kenndur er við nágrannabæ Carnoustie rétt við Dundee, rennur um síðustu tvær brautir vallarins. Teighöggið á sautj- ándu brautinni verður að fara yfir lækinn, en holan er par-4 og um 420 metra löng. Átjánda brautin var par- • Opna breska mótið er elsta at- vinnumannamót heims og er rekið af hinum konunglega og forna golf- klúbbi St. Andrews í Skotlandi, sem hefur yfiramsjón með ýmsum málefn- um tengdum golfíþróttinni alls staðar í heiminum nema í Norður- og Mið- Ameríku, en þar heldur bandaríska golfsambandið um stjórnartaumana. • Opna breska mótið fór fyrst fram í Prestwick á vesturströnd Skotlands 5 þegar Watson sigraði fyrir tuttugu og fjórum árum, en nú er hún par-4 og engu styttri. Frægasta mótið sem farið hefur fram á Carnoustie er vafalaust Opna breska mótið árið 1953. Það var í eina skiptið sem bandaríski stórkylfingur- inn Ben Hogan tók þátt í því og fór hann með sigur af hólmi, lék af stakri snilld - á tíu höggum undir pari. Þá gerði hann sjöttu braut vall- arins, sem er par-5, heimsfræga er hann var eini maðurinn sem tók þá áhættu að slá teighögg sitt á um fimmtán metra breitt svæði milli nokkurra sandgryfja og vallar- marka. Þaðan gat hann slegið inn á flötina í tveimur höggum, á meðan aðrir sem enga áhættu tóku, þurftu að slá eitt högg til viðbótar til að komast inn á flöt. Fyrir vikið fékk brautin nafnið „öngstræti Hogans“, eða Hogans alley á ensku. Heimamönnum þykir sú braut einkar skemmtileg og finnst þeim sem geta slegið boltann tiltölulega árið 1860. Willie Park varð fyrsti sig- urvegari mótsins. • St. Andrews hélt mótið í fyrsta sinn árið 1873, en fram að því hafði mótið ávallt farið fram í Prestwick. • Árið 1870 sigraði Tom Morris yngri á mótinu þriðja árið í röð og vann þannig silfurbeltið, sem þá vora sigurlaunin á mótinu, til eignar. Moitís lék 36 holur á 149 höggum, eða 74,5 höggum að jafnaði á átján langt, gaman að reyna að leika teig- högg Hogans heitins eftir, en það er hægara sagt en gert þegar vindur- inn blæs eins og hann gerir gjarnan á þessum slóðum. Þarna ganga gamlir menn um með hunda á morgnana og fylgjast með þeim yngri reyna sig á golfvellinum. Sum- ir öldunganna á staðnum urðu vitni að hetjulegri framgöngu Hogans á sínum tíma og segja glaðir sögur af stórbrotnum leik hans og þeirri ótrúlegu einbeitingu sem hann var þekktur fyrir. „Eg held að ég sé ekki að fara með fleipur þegar ég fullyrði að ef vind- urinn lætur til sín taka þurfa margir keppendanna áfallahjálp eftir átján holur,“ segir gamall maður við mig er við stöndum á sjötta teignum í nepjunni, sem norðaustan-áttin bar í skauti. sér. Þaðan er gott útsýni yfir völlinn sem er að sönnu óárennilegur við þær aðstæður sem þarna vora, súld og stinningskalda af hafi. Það er ekki óalgengt í Skotlandi. holum, sem í þá daga var fáheyrt. Ár- ið eftir var mótinu frestað því að- standendur þess fundu ekki verð- launagrip í stað silfurbeltisins. • Opna breska mótið hefur fimm sinnum farið fram á Carnoustie. Árið 1931 sigraði Tommy Armour, 1937 varð Henry Cotton hlutskarpastur, 1953 varð Ben Hogan meistari, Gary Player sigraði 1968 og síðast vann Tom Watson, árið 1975. Payne Stewart: Lítum út eins og viðvan- ingar MIKIÐ er rætt og ritað um golfvöllinn í Carnoustie, eða „Ókindina" eins og einhver keppandinn tók upp á að nefna hann. Bandaríkjamaðurinn Pa- yne Stewart, sem sigraði í Opna bandaríska mótinu í Pinehurst í síðasta mánuði, sagði að keppnin gæti orðið skrautleg ef veðurguðirnir Iegðu ekki blessun sína yfir opna breska mótið, hið 128. í röðinni. „Við eigum eftir að líta út eins og viðvaningar ef veðrið verð- ur slæmt,“ segir Stewart sem klæðist ávallt pokabuxum og háum sokkum með myndar- legu mynstri að hætti Skota er hann leikur golf. „En þeir ætla að afhenda einhverjum silfur- könnuna, hver sem höggafjöld- inn verður. Það væri yndislegt ef það yrði ég sem tæki við henni.“ Til að benda á hversu erfið- ur Carnoustie-völlurinn væri nefndi hann sjöttu brautina. „Lendingarsvæðið fyrir teig- höggið er tíu metrar á breidd - tíu metrar! Menn eru ánægð- ir með par á hverri einustu braut. Ef það verður rok hérna þegar mótið fer fram verður höggafjöklinn stjarn- fræðilegur," segir Payne Stewart. „Þetta verður mikið streð,“ segir Tom Watson sem sigraði þegar mótið fór síðast fram á Carnoustie 1975. „Ef veðurspá fimmtudagsins rætist er mjög líklegt að við sjáum tár á kinn- um nokkurra keppenda,“ bætti hann við, en spáð er nokkru roki á austurströndinni í dag. Vijay Singh, sem sigraði á PGA-meistaramótinu í Banda- ríkjunum í fyrra, er á meðal högglengri atvinnumanna í heiminum og á því hægara um vik en margir aðrir að glíma við langar brautir Carnoustie. „En ég held að þessi völlur sé aðeins of erfiður," sagði hann. Skotinn Colin Montgomerie hefur leikið frábærlega í ár en honum hefur aldrei gengið vel í Opna breska mótinu. „Eg virðist alltaf spara allra slök- ustu frammistöðu mína þang- að til í þriðju viku júlímánað- ar,“ segir hann. Skotinn stóri jafnaði þó vall- armetið á Carnoustie, 64 högg, í Opna skoska mótinu 1995. „Ég held að það sé óhætt að segja að vallarmetið sé ekki í hættu. I blíðviðri held ég að hver maður myndi sætta sig við að leika á pari og forða sér siðan. Ef vindurinn blæs eitt- hvað að ráði er rætt um að sig- urvegarinn verði með um þrjú hundruð högg. Það eru fjögur högg yfir pari, 75 á hveijum hring. Það er alls ekki slæmt á þessum velli við eitthvað ann- að en fullkomnar aðstæður," segir Montgomerie sem lék völlinn á 81 höggi í skoska mótinu ári eftir að hafa jafnað vallarmetið. „Við vonum allir að vindhraðinn fari ekki upp úr öllu valdi. Ef það gerist verður höggafjöldinn meiri en nokkru sinni fyrr á mótinu.“ Það er hæpið því John Henry Taylor sigraði árið 1894 eftir að hafa leikið 72 holur á 326 liöggum. PUNKTAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.