Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 1
158. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tilraun til að mynda heimastjórn á Norður-írlandi fór út um þúfur Kaþólskir krefjast af- sag’nar Davids Trimbles Stúdentaóeirðirnar í Iran brotnar á bak aftur Stjórnin breiðir yfír átökin Teheran, Lundúnum. AFP, Reuters. IRANSKA upplysingamálaráðuneyt- ið hvatti í gær alla þá sem kunna að vita um nöfn þeirra sem staðið hafa fyrir mótmælum námsmanna í Teheran undanfarna daga til að gefa sig fram. í yfirlýsingu ráðuneytisins var því heitið að „uppræta þá tæki- færissinna og stigamenn" sem ábyrgð beri á átökum námsmanna og öryggissveita lögreglunnar. And- stæðingar klerkastjórnarinnar sögðu í gær að yfir 10.000 einstaklingar hafi verið handteknir vegna óeirð- anna. íranskir valdhafar leituðust í gær við að breiða yfir átökin og pólitískan klofning og ítrekuðu þeir einhug stjórnvalda þrátt fyrir blóðug átök undanfarið. Mohammad Khatami, hinn hófsami forseti landsins, sagði í gær að stjórnvöld gætu ekki liðið mótmælin og Akbar Hashemi Raf- sanjani, fyrrverandi forseti Irans, sem enn hefur mikil ítök í írönskum stjórnmálum, þakkaði öryggissveit- um lögreglunnar fyrir að brjóta mót- mælin á bak aftur. Þá sögðu írönsk dagblöð í gær að fjölmennar mót- mælaaðgerðir stuðningsmanna Aya- tollahs Alis Khameneis erkiklerks aðfaranótt miðvikudags hefðu í raun verið gerðar með stuðning við Khatami í huga. Iranskir námsmenn gagnrýndu Khatami harðlega í gær og sögðu hann hafa blekkt þá með innan- tómum loforðum. „Eg trúi ekki að þessu sé nú lokið,“ sagði einn mót- mælendanna í gær, degi eftir að aðgerðir þeirra höfðu verið kæfð- ar. „Nú er ljóst að hann [Khatami] er í engu frábrugðinn hinum.“ Þá Iýstu námsmenn yfir megnri óá- nægju með að öryggisráð landsins, sem Khatami stýrir, hafi lýst því yfir að aðeins einn maður hafi látið lífið í átökum við Teheran-háskóla undanfarna daga. Er sú tala í miklu ósamræmi við þann fjölda fallinna sem írönsk dagblöð hafa greint frá. Sniókoma í Kanada Calgary. Reuters. SNJOKOMA og rigning hrelldi íbúa í fjölmörgum héruðum í vest- urhluta Kanada í gær, í annað sinn það sem af er þessum mánuði og hefur veðráttan vakið furðu almennings og veðurfræðinga. „Ástandið er ótrúlegt," sagði Peter Spyker, veður- og umhverf- isfræðingur. „Þetta er í fjórða sinn sem það snjóar hér í júlí og nú hef- ur það gerst tvisvar í ár. Ég trúi að slíkt hafi aldrei gerst áður.“ Belfast, London. AFP, Reuters. FRIÐARUMLEITANIR á Norður- Irlandi voru í mikilli óvissu í gær eft- ir að tilraunir til að mynda heima- stjórn í héraðinu með aðild bæði kaþólskra og mótmælenda höfðu far- ið út um þúfur. Bresk stjórnvöld hafa boðað endurskoðun á friðar- samkomulaginu frá því í fyrra og munu þeir Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, hittast nk. þriðjudag til að ákveða hvernig að þessari endurskoðun verður staðið, og ræða hvernig hægt sé að vinpa áfram að varanlegum friði á N-ír- landi. Þá hefur Bandaríkjamannin- um George Mitehell, fyrrum öld- ungadeildarþingmanni og sérlegum sáttasemjara í N-írlandsdeilunni, verið boðið á fundinn. Ljóst er hins vegar að lítið mun gerast fyrr en í haust og óttast margir að öfgahópar efni til misindisverka og íylli þannig tómarúmið. I stað þess að heimastjómin tæki til starfa hunsaði Sambandsflokkur Ulsters (UUP) fund n-írska þingsins í Stormont-kastala og sagði David Trimble, leiðtogi flokksins, á frétta- mannafundi að UUP myndi ekki til- nefna fulltrúa í stjórnina. Sambands- flokkur Ians Paisley (DUP) mætti til fundarins en neitaði hins vegar eins og UUP að tilnefna fulltrúa í stjórn- ina og þar með varð endanlega ljóst að ekki yrði af myndun hennar, enda þarf hún að hafa innanborðs fulltrúa þæði kaþólskra og mótmælenda. Seamus Mallon, varaleiðtogi SDLP og aðstoðarforsætisráðherra í heimastjórninni - hefði hún einhvern tíma komist á laggir - sagði af sér embætti þegar ljóst var að engin heimastjórn tæki til starfa og hvatti Trimble, sem kjörinn var forsætis- ráðherra fyrir tæpu ári, til að gera slíkt hið sama. Var Mallon afar harð- orður í garð Trimbles og sakaði sam- bandssinna um að standa í vegi fyrir því að hægt væri að hrinda ákvæðum friðarsamkomulagsins í framkvæmd. Paisley segir lýðræðið hafa borið sigur úr býtum Bresk stjórnvöld viðurkenndu að atburðir gærdagsins væru vissulega áfall en Tony Blair forsætisráðherra hét því að vinna áfram að því að var- anlegur friður kæmist á. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst jafnframt Reuters IAN Paisley, leiðtogi DUP, og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, í þinghúsinu í Belfast. afar leiður yfir því að friðarsam- komulagið hefði runnið út í sandinn en sagðist telja að deilendur væru of nærri takmarki sínu til að láta frið- arumleitanir fara út um þúfur nú. Sambandssinnar neituðu ávallt að setjast í stjórn með Sinn Féin, stjórnmálaarmi Irska lýðveldishers- ins (IRA), nema IRA byrjaði afvopn- un fyrst, eða héti því a.m.k. að af- vopnun hæfist stuttu eftir skipun heimastjórnar. Sagði Trimble að þar sem IRA þrjóskaðist enn við væri ótímabært fyrir flokkinn að ganga til stjórnarsamstarfs við Sinn Féin. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, sagði sambandssinna hins vegar ein- faldlega enn á ný ætla að standa í vegi breytinga í jafnréttisátt á N-ír- landi og lýsti hann mikilli reiði sinni vegna þess. „Eg tel að Trimble sé ekki sætt áfram sem forsætisráð- herra. Hann ætti að segja af sér eða breski forsætisráðherrann ætti að reka hann.“ Ian Paisley, sem ávallt hefur verið á móti friðarsamkomulaginu, sagði þetta hins vegar hafa verið góðan dag fyrir N-írland. „Lýðræðið bar sigur úr býtum og engir IRA-menn taka sæti í norður-írskri stjóm.“ ■ Framtíð friðarumleitana/24 Efnavopn á Kólaskaga? Ósló. Reuters. UNDANFARIN fimmtán ár hafa rússnesk stjómvöld starfrækt leynilega verksmiðju rétt austan við borgina Múrmansk á Kólaskaga þar sem hættuleg efnavopn eru fram- leidd og geymd, að því er kemur fram í frétt norska dagblaðsins Ver- dens Gang í gær. I fréttinni segir að eftir tveggja ára rannsóknarvinnu hafi blaðið komist á snoðir um verk- smiðjuna sem er í skóglendi um tvo km frá Múrmansk. „Sprenging á þessu svæði gæti orðið að gríðarlegum umhverfisógn- valdi fyrir allt norðurheimskauts- svæðið. Gætu áhrifin fundist í allt að 250 km fjarlægð," sagði í frétt blaðsins. Var vitnað í ónafngreinda „alþjóðlega sérfræðinga" sem hafa rannsakað myndir sem teknar hafa verið af svæðinu og sagt „án nokk- urs vafa“ að þar séu efnavopn. Sigvald Hauge, talsmaður norska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að rússnesk stjóravöld hefðu tjáð Norðmönnum að engin efnavopn fyndust á Kólaskaga. „Rússamir sögðu okkur í dag að það hefði ekki orðið nokkur breyting á stefnu þeirra. Sagði Hauge að norsk stjómvöld væm að bíða eftir frekari upplýsingum frá Rússum. ■ Arafat 1 heimsókn/25 Mótmæli í Serbíu ÁTTA þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Kragujevac í Serbíu í gær á mótmælafúnd sem stjórnarandstöðuflokkar í land- inu efndu til. Hvöttu ræðumenn og áheyrendur Júgóslavíuforseta til að segja af sér. Reuters EHUD Barak og Bill Clinton á ióð Hvíta hússins í gær. Lífi verði blásið í friðar- ferlið Washington. AFP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Ehud Barak, nýkjörinn forsætisráð- herra Israels, hétu því í gær að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma friðarferlinu í Miðausturlönd- um af stað aftur eftir þrátefli und- anfarinna missera. Lýstu leiðtogar ríkjanna þessu yfir við upphaf fyrstu opinberu heimsóknar Baraks til Bandaríkjanna en þar mun hann dveljast næstu daga og eiga viðræð- ur við ráðamenn um leiðir til að blása lífi í friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það er ætlun okkar að koma fram með nýtt framkvæði í friðar- ferlinu og færa það aftur á rétta braut. Til þess að svo megi verða þurfum við forystu Bandaríkjanna og stuðning," sagði Barak við fréttamenn við Hvíta húsið í gær. Barak lýsti því yfir að ísraelsk stjómvöld stæðu við öll atriði Wye- samkomulagsins en hann hefur vilj- að hefja viðræður við Palestínu- menn um lokaáfanga þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.