Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristiim H. Guimars- ÞAÐ er heldur seint í rassinn gripið hjá háttvirtum. Eftir að Alþingi leyfði veðtöku í óveiddum kvdta lá Ijdst fyrir hverjir réðu hvert hann synti. Áskrifendur að verðbréfasjóðum Kaupþings spila ekki með pening- ana. Þeir hugsa til framtíðar og ávaxta á öruggan hétt. Árangurinn skilarsérfyrren margur heldur. ^ KAUPÞING Kaupþing hf. • Ármúla 13A • Reykjavík sími 5151500 • fax 5151509 • www.kaupthing.fi Indversk matargerð Islendingar áhugasamir UNDANFARIN ár hafa nýjar mat- reiðsluaðferðir rutt sér mjög til rúms á íslandi. Fólk er hætt að borða daglega gamla ís- lenska matinn og farið að þreifa í ríkari mæli fyrir sér um matreiðslu eftir hefðum hinna ýmsu landa. Fyrir skömmu var auglýst námskeið í indverskri matargerð, en fram til þessa hefur sií matargerð ekki verið í hvers manns eldhúsi hér. Shabana Zaman hefur undanfarin ár starfað að kynningu á indverskri og pakistanskri matargerð. Hún var spurð hvort þá matargerð væri ekki erfitt að stunda á Is- landi vegna hráefnisút- vegunar. Mest af því sem ég nota í indverskri matargerð er hægt að fá hér á landi, eins og t.d. flestallt kryddið, grænmetið, hrísgrjónin og baunir. Petta er mest græn- metisfæði sem ég bý til en ég nota líka kjöt og fisk ef mér þykir ástæða til. - Hvemig indversMr réttir falla best að smekk Islendinga sam- kvæmt þinni reynslu? Nanbrauð er vinsælast hvað brauðið snertir og fólk sem borð- ar kjöt er hrifið af lambamasala og kjúklingaréttum. Fólki líkar vel indverskir grænmetisréttir. - Finnst fólki indverski matur- inn ekkert of mikið kryddaður? Nei, margt fólk er mjög hrifið af kryddi. En það vill nú flest samt ekki að að maturinn beinlín- is „logi“ af kryddbragði. - Hvers vegna krydda Indverj- ar matinn svona mikið? Af því að loftslagið þar er mjög heitt og kryddið heldur matnum frá eyðileggingu í lengri tíma. í heitum löndum hefur fólk líka meira af kryddi að velja úr og meira úrval af grænmeti. Það vill nota þetta úrval. Indverskur mat- ur er litríkur rétt eins og fötin sem fólkið klæðist. Jafnvel skaps- munir fólks þarna eru litríkari en gerist hjá fólki í köldum löndum. Matreiðsla lýsir að sumu leyti hvemig eðli fólks er í heitum löndum. En þetta er þó auðvitað svolítið misjafnt eftir landshlutum - Indland er stórt land og margs konar fæða er borðuð þar. -Er erfítt að matreiða ind- verskan mat? Nei, það er það ekki. Sumt tek- ur langan tíma að matreiða en hreint ekki allt. Vegna kryddsins þarf maturinn oft að liggja í und- irbúningi í nokkum tíma, mislengi þó. - Hvað gerir kryddið fyrir mat- inn? Allt kryddið sem notað er í ind- verskan mat hefur tilgang. Allt kryddið hefur að megintilgangi að auðvelda meltingu matarins. Ein tegund kryddsins er t.d. góð fyrir húðina eða hárið, önnur teg- und styrkir ónæmis- kerfið sem er afar mikilvægt. Sú þriðja á að bæta minnið og þannig mætti telja. Kryddið getur líka komið jafnvægi á hitastillingu líkamans. Margar tegundir af kryddi sem ég nota hafa Indverjar notað lengi sem meðul við ýmiskonar sjúkdómum, svo sem turmerik sem er gult krydd unnið úr rót blóms og er notað m.a. í karrí. Það er talið mjög gott fyrir ónæmiskerfið og fyrir húðina. Shabana Zaman ►Shabana Zaman er fædd í Pakistan árið 1968. Hún lauk barna- og unglingakennara- prófi í Englandi árið 1993. Hún hefur starfað við kennslu í Englandi og eftir að hún kom til Islands fyrir sex árum hefur hún starfað að kynningarmál- um fyrir menningu og matar- æði Indlands og Pakistans. Hún er gpft Lárusi Christensen sem starfar að þjálfun fatlaðra og eiga þau tvö börn. Það er t.d. gott fyrir alla þá sem eiga við húðvandamál að stríða. Þá má nefna chilipipar, hann vinnur á ýmiskonar bakteríum og er einnig álitinn góður t.d. við in- flúensu, hann er talinn ráðast gegn inflúensuveirum. Hann er líka hollur fyrir meltinguna og örvar hana. Engifer er líka mjög gott fyrir ónæmiskerfið og melt- inguna. Ef fólk borðar svolítið af engiferrót með sítrónu og hun- angi þá flýtir það fyrir melting- unni þegar fólk fer að borða. Ind- verjar hafa vitað lengi hvernig þessar kryddtegundir virka og hafa notað sér það í ríkum mæli. - Er pakistanskur matur mjög líkur þeim indverska? Það er nánast sami maturinn. Pakistan var áður hluti af Ind- landi og hefur nánast sömu mat- armenningu. Fólkið er líka af sama uppruna og Indverjar sem ekki er einkennilegt þegar litið er til sögunnar, það eru jú aðeins 50 ár síðan Pakistan varð til sem sjálfstætt ríki, 1947. -Hvernig líkar þér íslenskur matur? Eg hef ekki smakkað mjög mik- ið af íslenskum mat en það sem ég hef smakkað líkar mér vel, svo sem steikt ýsa með grænmeti og kartöflum. Fiskibollur eru líka góðar og laufabrauðið er mjög gott. Það er líkt indversku brauði sem heitir papadoms og raunar líkist það líka steiktu brauði sem kallað er poori. - Hefur þú haldið mörg námskeið í ind- verskri matargerð? Já, ég hef undan- farin ár haldið nám- skeið þar sem ég fjalla líka um ger-, sykur-, hveiti- og glutenlaus- an mat. Það er áhugi fyrir slíku hér. Auk þess finnst mér gaman að kenna og hitta fólk og læri þar á ofan íslensku og ýmislegt um landið og þjóðina. Ég byrjaði raunar að elda indverska græn- metisrétti hér í matsölunni Á næstu grösum og er nú að elda fyrir kaffihúsið Súfistann. Kryddið á að auðvelda meltinguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.