Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ - F- FRÉTTIR maður leita styrktaraðila vegna leiðangursins á norðurpólinn. I myrkri og fimbulkulda á „þriðja pólinn“ Haraldur Örn Qlafsson og Ingþór Bjarna- son, sem fyrir rúmu einu og hálfu ári gengu á suðurskautið ásamt Qlafí Erni Haraldssyni, ætla á næsta ári að ganga á * norðurpólinn. Þar með munu Islendingar hafa náð syðsta, nyrsta og hæsta punkti jarðar, „pólunum þremur“, á aðeins þrem- ur árum. Helgi Þorsteinsson ræddi við Harald og Ingþór, og við Qlaf, sem mun aðstoða félaga sína frá Islandi. FERÐIN á norðurpólinn verður líklega enn erfíðari en suðurskauts- gangan, kuldinn verður meiri og mikið myrkur verður í upphafí leið- angursins, ísinn erfíðari yfirferðar og leiðangursmenn gætu þurft að verjast ísbjömum. Þremenningamir segja að hug- myndin um að ganga á norðurpólinn hafí kviknað strax eftir suður- skautsleiðangurinn, í Patriot Hills- búðunum. Þar segjast þeir hafa komist í bækur sem fjölluðu um norðurpólinn. „Þetta eru aðstæður sem eru ein- stakar á jörðinni. Við göngum á rekís sem er á stöðugri hreyfingu. Það er mikil áskomn að takast á við þetta,“ segir Haraldur. „Það er erfítt að bera þetta saman við suð- urskautið en það er þó ljóst að óvissan er meiri. Það er almennt álitið í hópi fjallamanna að þetta sé eitt erfíðasta verkefni sem menn geti tekist á við.“ Vopnaðir til að verjast ísbjömum Haraldur segir að reynslan sé sú að þriðji hver leiðangur þurfí að fást við ísbimi á einn eða annan hátt, og í sumum tilvikum neyðast menn til að skjóta þá í sjálfsvöm. Leiðang- ursmenn verða enda vopnaðir í ferðinni, og munu æfa sig í skotfimi áður en lagt er af stað. „Við þurf- um líka að koma upp viðvörunar- kerfi á nóttinni," segir Ingþór. „Við höfum sérstakan streng í kringum tjaldið, og ef komið er við hann kviknar á blysi. Vonandi hleypur þá ísbjöminn í burtu, en ef ekki er það að minnsta kosti aðvöran fyrir okk- ur, og við eram þá tilbúnir með byssur.“ Haraldur nefnir að í norskum leiðangri árið 1990 hafí þurft að skjóta ísbjörn í sjálfsvöm, og einnig í breskum leiðangri árið 1995. „Algengara er þó að menn sjái spor, eða nái að hrekja ísbirni í burtu.“ Ingþór segir að refaspor hafí sést mjög norðarlega í leiðöngram sem þessum, einnig selir, og jafnframt rækjur sem borist hafi upp á ísinn. „Þetta er nokkuð ólíkt því sem var á suðurskautinu, þar sem við sáum engar lifandi verur alla leiðina." Engar kaffíveitingar á norðurpólnum Ingþór bendir á að hvað varðar mannabyggðir sé norðurpóllinn enn eyðilegri. „A suðurpólnum var þó stöð sem við komum að á leiðar- enda. A norðurpólnum er engin mannabyggð og engin kennileiti eða nokkuð annað, við verðum bara að treysta á GPS-staðsetningartækin.“ Ólafur segir að þeir séu þó í raun fegnir því að aðstæðumar séu á þennan veg. „Við viljum frekar koma að pólnum eins og Peary [sem fyrstur gekk á norðurpólinn] gerði, óspilltum. Við tökum það fram yfir að fá heitt kaffí og mótttökunefnd eins og var á suðurskautinu, þótt það hafí verið mjög yndislegt að hitta það góða fólk sem þar var.“ A leiðinni munu leiðangursmenn ganga á um tveggja metra þykkum hafís, en viða era miklir ísraðningar sem tefja fór, allt upp í tíu metra háir. Annars staðar er þunnur ís og vakir sem þarf að komast yfir. „Við reynum fyrst að ganga framhjá þeim, ef það gengur ekki getum við jafnvel þurft að róa yfir þær,“ segir Haraldur. „Þá bindum við sleðana saman og notum skóflumar sem ár- ar. Ef allt um þrýtur er ekki um annað að ræða en að bíða, þá lokast vökin vonandi aftur, eða nýtt lag af ís frýs yfir hana.“ Haraldur segir að alltaf sé hætta á því að menn detti ofan í vatn, með fót í gegnum þunnan ís, eða fari jafnvel í kaf. „Við fórum fyrst og fremst varlega, og forðumst þunnan ís. Ef þetta kemur fyrir munum við náttúrlega hjálpa hvor öðrum að komast upp úr, og verðum jafnvel með ískróka til að hala okkur upp á skörina aftur. Þegar þetta gerist frýs allt í hvelli, þá verður að reisa tjald og setja prímus í gang til að menn geti þurrkað sig. Þetta myndi valda mikilli töf, auk þess sem mikil hætta er á að ofkælast og verða fyr- ir kali.“ Búnaðurinn sérsniðinn að aðstæðum Búnaðurinn og maturinn sem leiðangursmenn hafa með sér er í grandvallaratriðum eins og sá sem notaður var í suðurskautsleið- angrinum. „Akveðnar breytingar verður þó að gera, meðal annars þurfum við nýja sleða, sem era sterkbyggðari og þola betur hnjask- ið á leiðinni yfir alla íshryggina og íshrönglið,“ segir Haraldur. Ingþór segir að skíðin þurfi jafn- framt að vera nokkuð styttri til að þau vinni betur í ísraðningunum, en þó nógu löng til að þau dugi vel á þunnum ís. Skinn verður undir skíð- unum eins og í suðurskautleið- angrinum. „Við þurfum tjald sem er fljót- legra að tjalda, því það gæti komið til þess að við þyrftum að rífa það mjög fljótt upp ef ísinn fer að gliðna, og jafnframt er mikilvægt að vera fljótir að tjalda í kuldanum," segir Ingþór. Leiðangursmenn losna við að bera ísaxir, mannbrodda og línu til sprangubjörgunar, sem var nauð- synlegt að hafa á suðurskautinu. Lagt af stað í vetrarmyrkri Þegar ferðin hefst, í byijun mars, er mikill kuldi og myrkur á norður- pólnum. Nauðsynlegt er að leggja af stað tímanlega, því takmarkið verður að nást í maí. „Þegar kemur fram í júní fer að hlýna mjög mikið og ísinn brotnar upp og verður ógreiðfær og á endanum alveg ófær,“ segir Haraldur. „Flugvélar geta þá ekki lent þama á skíðum, sem er mikilvægt fyrir okkur því þannig ætlum við að komast heim. Til marks um hvað ísinn brotnar mikið upp má nefna að á haustin era famar ferðir á ísbrjótum alla leið á norðurpólinn." Olafur bendir á að myrkrið í byrj- un ferðarinnar geri tjaldlífið erfið- ara. „Þegar sólskin er, eins og var á suðurpólnum, verður tjaldið eins og vermireitur. Með því að hafa það lokað næst í það dálítill ylur frá sól- inni. Vegna myrkursins verður hit- inn að koma frá prímusum í meira mæli. Erfiðara verður að þurrka föt, sem er mjög mikilvægt atriði í þessum ferðum.“ Óttast ekki skamm- degisþunglyndi Erfiðleikamir reyna ekki aðeins á búnaðinn og líkamlega getu leiðang- ursmanna, heldur er ferðalagið jafnframt þolraun fyrir sálarlífíð. „Við höfum hugsað vel um þær að- stæður sem við eram að fara út í, og undirbúið okkur með samræðum og lestri bóka um fyrri leiðangra," seg- ir Ingþór. „Við eram samhentir og reyndir, þannig að ég óttast ekki að við verðum þunglyndir. Ef það ger- ist reynum við bara að ræða hlutina og létta slíku af okkur.“ Ingþór segir að í leiðangrinum verði, eins og í fyrri ferðum þeirra, haft með lesefni. Jafnframt muni þeir félagar skrifa dagbækin og hlusta á tónlist. „Menn luma líka oft á sögum og öðra sem gerir tjaldlífið skemmti- legra,“ segir Olafur. „Hættan er þó sú þegar menn era búnir að sofa saman í tjaldi í nokkra mánuði að þeir séu famir að endurtaka sig og brandaramir séu orðnir þreyttir." „Ég geri þó ráð fyrir að aðallega verðum við með hugann við ferðina sjálfa, að komast hratt af stað og nýta þann tíma sem við höfum til svefns og hvíldar." Ingþór segir að lítill tími sé af- lögu þegar búið er að vinna öll nauðsynleg verk dagsins. „Það fer töluverður tími í að ræða daginn og hvað sé framundan, sldpuleggja sig og svo framvegis. Ég man eftir mörgum stundum sem hafa farið í viðræður um breytingar sem þurfti að gera, viðgerðir og annað. Það er aldrei dauður tími, alltaf eitthvað að gera og hugsa um.“ Smeykur við handkuldann Haraldur segir að reynsla leið- angursmanna skipti mjög miklu máli. Þeir hafa meðal annars lært töluvert af suðurskautsferðinni sem kemur að góðu gagni nú. „Það sem ég er smeykastur við er handkuld- inn. I suðurskautsferðinni var okk- ur gríðarlega kalt á höndunum. Við eram að vinna í því að fyrirbyggja að við fáum kal, og við ætlum að vera með betri vettlinga. Mér skilst samt að það sé ekki tO neitt sem geri það að verkum að mönnum sé hlýtt á puttunum, manni getur að- eins verið mismunandi kalt.“ Föt leiðangursmanna verða sér- hönnuð af fyrirtækinu Cintamani, og er þar tekið tillít tíl reynslunnar af suðurskautinu. Flíkumar eiga meðal annars að skOa svitanum vel frá líkamamanum. „Það verður jafnframt aUt að vera fremur stór- gert og einfalt, tU að hægt sé að ná tO allra hluta í vettlingunum, en jafnframt lipurt," segir Olafur. Þremenningamir hafa rætt við ýmsa reyndustu pólfara heimsins tO að fá ráðgjöf um leiðangurinn, eink- um Norðmenn, en einnig Frakka, Belga og Austurríkismann. „Norðmenn era reyndustu menn- imir á þessu sviði,“ segir Olafur. „Sá sem við höfum mest talað við hefur bæði farið á norðurpól og suð- urpól, og margoft yfir Grænlands- jökul. Þetta er sú fyrirhyggja sem íslenskir leiðangursmenn hafa haft, bæði þeir sem klifið hafa fjöU og ró- ið niður ströngustu jökulföll, að ræða við bestu menn á hveiju sviði. Ferðfr sem þessar breytast fljótt í mikla hættu ef menn fara af fyrir- hyggjuleysi og án þess að sækja sér ráð.“ Minnast Leifs Eiríkssonar „Það hefúr ákveðið gOdi að leið- angurinn er farinn árið 2000, en um leið vOjum við að það sé minnst ein- hverrar mestu landkönnunarferðar Islendinga og heimsins, ferðar Leifs Eiríkssonar til Vínlands," segir Olafur. „Útrás íslenskra fjalla- manna, á Everest, suðurskautið og svo framvegis, um þessar mundir vOjum við tengja því að íslendingar vora landkönnuðir og framkvöðlar á sínum tíma.“ Olafur segir að fjármögnun leið- angursins sé ekld lokið. „Við eram að leita eftir kostunaraðUum. Allt bendir tO þess að ferðin muni vekja mikla athygli á Islandi. Það hefur sýnt sig í þeim ferðum sem famar vora á Everest, yfir Grænlandsjök- ul og á suðurskautið að það er mikUl áhugi á þessu, og landsmenn fylgj- ast með. Þetta er metnaðarmál mjög margra, ekki aðeins þeirra sem fara. Mörg fyrirtæki eru áhugasöm um að koma tíl liðs við leiðangurinn, meðal annars vegna þess að þau vilja tengja hann þeirri útrás sem er að verða víða í íslensku atvinnulífi, bæði með fjárfestingum og atvinnurekstri erlendis, og með útflutningi á nýjum sviðum, til dæmis í fjarskipta- og hugbúnaðar- málum.“ -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.