Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fjölbreytt félagsstarf í félagsmiðstöð aldraðra í Hraunbæ Líf og fjör FÓLK víðs vegar að úr borginni sækir félagsmið- stöð aldraðra í Hraunbæ, enda eru allir Reykvíkingar 67 ára og eldri boðnir vel- komnir að taka þátt í félags- starfínu. Andrea Þórðar- dóttir, forstöðumaður fé- lagsmiðstöðvarinnar, segir að starfsemin breytist yfír sumarið. Þá sé aukin áhersla lögð á útivist og ferðalög en handavinna og spilamennska eru stór þátt- ur í starfinu árið um kring. Hátt í 70 manns úr félags- miðstöðvum aldraðra í Hraunbæ, við Aflagranda og Vitatorg fóru í ferð að Veiðivötnum í gær. Fólkið sem stundar félagsstarfið í Hraunbæ gengur líka mikið um Elliðaárdalinn, að sögn Andreu. Þegar blaðamaður Morg- unblaðsins leit við í félags- miðstöðinni á miðvikudag var hópur fólks á leið að pútta þrátt fyrir rok og kulda. Inni var fólk niður- sokkið í spilamennsku. Há harða baráttu á púttvellinum Tólf til fímmtán manns taka að staðaldri þátt í pútt- inu. Nýlega var púttvöllur- inn við félagsmiðstöðina stækkaður vegna mikilla vinsælda golfíþróttarinnar. Þar er nú 18 holu völlur. ,jiður voru allir fyrir öllum. Nú er völlurinn orðinn lög- legur, það má ekki minna vera,“ sagði fólkið í pútt- hópnum. Þau segja golfið skemmtilegt sport, það bjóði upp á útivist og hreyf- ingu. Veðrið í sumar hefur þó ekki verið golfiðkendum hagstætt. Andrea forstöðumaður fylgdist með púttinu og skráði skor golfaranna. „Ég legg saman á eftir, krakk- ar,“ hrópaði hún þegar beð- ið var um niðurstöður eftir hringinn. Dagbjört Guð- mundsdóttir átti vallarmetið á 9 holu vellinum, 34 högg þegar völlurinn var leikinn fram og til baka. Hún og Dóra Halldórsdóttir hafa oft háð harða baráttu á vellin- um. A miðvikudaginn hafði Dóra betur. Hún fór nýja völlinn á 34 höggum og setti vallarmet þrátt fyrir slæm- ar aðstæður. Dagbjört sló kúluna hins vegar 35 sinn- um og varð að játa sig sigr- aða. Pass og grand Blaðamaður kom inn úr kuldanum og gaf sig á tal við fjóra bridsspilara sem sumir koma um langan veg í Hraunbæ. Erla, Sabína, Gissur og Guðmundur hitt- ast tvisvar sinnum í viku í félagsmiðstöðinni til að taka í spil. Guðmundur verður 99 ára í nóvember en lætur sig aldrei vanta í spilamennsk- una. „Hann mætir alltaf fyrstur,“ sagði Gissur. Guð- mundur sagðist koma af og til í miðstöðina til að spila félagsvist líka. „Við dugum lengi við spilamennskuna," sögðu fjórmenningarnir. Morgunblaðið/Jón Stefáns Bæjarprýði Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir PÚTTHÓPURINN ásamt Andreu Þórðardóttur forstöðumanni, sem stýrði púttmótinu af mikiili röggsemi. því en Græni herinn tók þátt í fegruninni er hann hélt innreið sína í bæinn fyrr í mánuðinum. Tjörnin tengist stíga- kerfí sem verið er að gera í Kópavogsdalnum. Þar gefst fólki kostur á að njóta fjöibreytts fuglalífs og gefa öndunum sem halda til á tjörninni og fer fjölgandi. PÚTTAÐ af kappi. GUÐMUNDUR er eldhress í spilamennskunni, kominn hátt á tíræðisaldur. ERLA Sigurðardóttir, Sabína Jóhannsdóttir, Gissur Guðmundsson og Guðmundur Daða- son spila brids tvisvar sinnum i viku í félagsmiðstöðinni. KÓP AV OGSLÆKURINN hefur verið stíflaður þannig að tjörn myndast neðst i læknum. Umhverfi tjarnar- innar er til mikillar prýði. Lengi hefur staðið til að fegra þetta svæði og var loks ráðist í verkið nú í vor. Verktakar á vegum Kópa- vogsbæjar hafa starfað að Kópavogur Djasshátíð með sumarsveiflu komin af stað Góð sveifla á fyrstu tónleikunum Garóabær FYRSTU tónleikarnir á Jazzhátíð í Garðabæ voru haldnir í Kirkjuhvoli á þriðjudaginn. Þá lék Kvar- tett Péturs Grétarssonar fyrir fullu húsi við góðar undirtektir áheyrenda. Á efnisskránni var tónlist sem kennd hefur verið við píanó- leikarann Dave Brubeck og kvartett hans. Næstu vik- urnar verða haldnir fjórir tónleikar til viðbótar en tón- listarmennirnir eru ýmist fæddir og/eða uppaldir í Garðabænum. Stjórnandi hátíðarinnar er Ólafur Stephensen. Hann sagði tildrög hátíðarinnar þau að Garðabær hefði um skeið verið með tónleikaröð undir nafninu „Tónlist í Garðabæ.“ Klassísk tónlist hefur hingað til verið í fyrir- iúmi í þessari tónleikaröð en Ólafur sagði að lengi hafí verið talað um að gera til- raun með léttari tónleika yf- ir sumarið. Menningarmála- nefnd lagði síðan til að hald- in yrði djasshátíð í júlí og ágúst, sem nú er orðin að veruleika. Að sögn Ólafs tókust fyrstu tónleikarnir ákaflega vel. Tónlistarmönnunum hafi tekist vel að ná upp góðri stemmningu í fullu húsi áheyrenda. Hann sagðist því vera mjög ánægður með undirtektir og vonar að slík djasshátíð verði árlegur við- burður í framtíðinni. Það var Laufey Jóhanns- dóttir sem setti hátíðina en heiðursgestur var Árni Elf- ar, fyrrverandi bæjarlista- maður Garðarbæjar. Árni heldur jafníramt sýningu þessa dagana á verkum sín- um í Kirkjuhvoli og tengjast myndir hans tónlistinni á einn eða annan hátt. Næstu tónleikar verða haldnir 20. júlí n.k. Þá mun Tríó Óskars Guðjónssonar leika djassperlur af fíngrum fram. Þann 25. júlí verður Haukur Gröndal á sviðinu ásamt dönskum djassleikur- um. Hilmar Jensson og fé- lagar leika síðan tónsmíðar eftir Kurt Rosenwinkel þann 27. júlí. Lokatónleikarnir verða haldnir þann 10. ágúst og þá leikur Tríó Ólafs Stephen- sen. Sérstakur gestur á lokatónleikunum verður Edvard Nyholm Debess. Allir tónleikarnir eru haldn- ir í Kirkjuhvoli og hefjast kl. 21. Morgunblaðið/Arnaldur PÉTUR Grétarsson slær taktinn í Iögum Dave Brubeck ásamt félögum sinum Gunnari Hrafns- syni, Kjartani Valdi- marssyni og Sigurði Flosasyni. ÁRNI Elfar, heiðurs- gestur djasshátíðarinn- ar, og Laufey Jóhanns- dóttir, forseti bæjar- stjórnar Garðabæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.