Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Listasumar á Akureyri Þrjár myndlistar- Héraðsdómur Norðurlands eystra Systkin á skilorð fyrir tilraun til fjársvika SYSTKIN hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd í fímm mánaða fangelsi, skilorðs- bundið tO þriggja ára vegna til- raunar tO fjársvika. Málavextir eru þeir að lögreglu á Húsavík bárust upplýsingar um að jeppi hefði hafnað utan akbrautar við heimreið að lögbýli aðfaranótt 7. febrúar sl. Verksummerki bentu tO að upplýsingarnar ættu við rök að styðjast en engin bifreið var á vettvangi. Grunsemdir vöknuðu í kjölfarið um ætlaðan ölvunarakst- ur. Systkinin fóru eftir helgina á skrifstofu Vátryggingafélags ís- lands og undirrituðu tjónatOkynn- ingu þess efnis að systirin hefði ek- ið bifreiðinni er hún varð fyrir óhappi umrædda nótt, en tjón var metið á rúmlega 950 þúsund krón- ur. Síðar dró hún framburð sinn til baka og viðurkenndi við yfirheyrsl- ur að hafa ranglega ritað undh' tO- kynningu til tryggingafélagsins. Bróðir hennar viðurkenndi við skýrslutökur að hafa verið á þorra- blótsskemmtun aðfaranótt 7. febrú- ar síðastliðinn þar sem hann drakk hálfan lítra af bjór og 2-3 glös af áfengi. Játaði hann að í nefndi öku- ferð hefði áfengisvíman ekki full- komnlega verið runnin af sér er hann ók heim að skemmtun lokinni og hann því gert sér grein fyrir því að hann myndi missa tjónabætur af þeim sökum. Sammæltust um að rita undir ranga tjónstilkynningu Akærðu viðurkenndu skýlaust að hafa sammælst um það að rita undir efnislega ranga tjónatOkynningu, en systirin hafði strax efasemdir um verknaðinn. Vegna vorkunnsemi við bróður sinn hafi hún ekki haft brjóst í sér tO að draga boð sitt tO baka um að rita undir skýrsluna. Auk hins skdorðsbundna fangels- is var bróðurnum gert að greiða sekt til ríkissjóðs og var hann einnig sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði. sýnmgar ÞRJÁR myndlistarsýningar verða opnaðar í tengslum við Listasumar á Akureyri á morgun, laugardag- inn 17. júlí. Kerstin Jofjell opnar sýningu í Ketdhúsinu sem hún nefnir „Ferðalag". Kerstin, sem er sænsk, hefur dvalið á Akureyri í tæpt ár og unnið við list sína og kennt. Hún hefur haldið fjölda o ts o HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupústur: sala@hellusteypa.is einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningu í útlöndum. Að þessu sinni sýnir hún málverk og innsetningu. Sýningin verður opnuð kl. 16 og er opin daglega frá kl. 14 ti 18 fram td 3. ágúst næstkomandi. Bandaríska myndlistarkonan II- ana Halperin opnar sýningu á Kaffi Karólínu sem hún kallar „Boiling Milk Solfataras". Verk Ilonu eru ný, en hún dvelst nú í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri. Hún er frá New York en býr nú í Skotlandi. Verkin hennar eru unnin sem hluti af stærra verk- efni þar sem kannað er samband daglegs lífs og náttúrufyrirbæra. Sýningin er aðeins opin í eina viku eða til 23. júlí næstkomandi. Anna María Guðmann, AMÍ, opnar málverkasýningu í Deiglunni kl. 16 á morgun, laugardag. Sýn- ingin ber yfirskriftina „Kona“. Við opnunina leikur Hannes Þ. Guð- rúnarson á gítar. Anna María býr og starfar að list sinni á Akrueyri og hefur haldið fjölda einkasýninga undanfarin ár. Sýningin er opin daglega frá kl. 14 td 18. Svar stjórnar SH til bæjarstjóra Bæjarráð undrandi BÆJARRÁÐ Akureyrar undrast svar stjómar Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna við bréfi bæjarstjóra sem sent var í kjölfar þess að SH lokaði starfsstöð sinni á Akureyri í byrjun sumars. í bréfi bæjarstjóra var stjómin krafin svara við því á hvem hátt hún ætlaði að efna lof- orð sín sem gefin voru bæjarstjóm með bréfi frá 23. janúar 1995 um uppbyggingu atvinnulífs á Akur- eyri eftir átök sem átt höfðu sér stað um sölu afurða Utgerðarfé- lags Akureyringa mdli SH og Is- lenskra sjávarafurða. í svari frá stjóm SH kemur fram að hún telur að ötullega hafi verið unnið að uppbyggingu atvinnulífs á Akureyri og að miklu hafi verið tíl kostað. Bent er á að þegar umrædd loforð vora gefin árið 1995 hafi SH verið bandalag útflytjenda sem tóku sig saman, en nú sé búið að breyta félaginu í hlutafélag og um það gildi aðrar reglur. Til lítils sóma Bæjamáð bókaði á fundi sínum í gær að það undraðist svar stjórn- arinnar, rökstuðning og afstöðu. Ljóst sé af svari stjómarinnar að félagið hyggist ekki standa við fyr- irheit þau sem gefin vora á sínum tíma. Átelur bæjarráð harðlega þessi vinnubrögð og telur þau fé- laginu til lítils sóma og ekki td þess fallin að vekja áhuga á samskiptum við félagið. --------------------- Með í ferðaiagið Áöllum upplýsingamiðstöðvum og í söluturnum víða um land er hægt að fá Sumarferðir ‘99, ferðahandbók Morgunblaðsins. Taktu handbókina með í ferðalagið! JRirjpnUi^ik Söguganga um Innbæinn SÖGUGANGA um Innbæ Akureyr- ar verður farin á sunnudag, 18. júlí, á vegum Minjasafnsins á Akureyri. Lagt verður upp frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, kl. 14 og er ráð- gert að ferðin taki um eina og hálfa klukkustund. Rakin verður saga byggðarinnar og húsanna undir leiðsögn Hönnu Rósu Sveinsdóttur safnvarðar. Meðal annars verður Gamli spítal- inn, Gudmanns Minde, skoðaður, en nú stendur yfir umfangsmikd við- gerð á húsinu. Starfs- dagur í Laufási HINN árlegi sumarstarfsdag- ur í Laufási verður haldinn næstkomandi sunnudag, 18. júlj. Þar gefst fólki kostur að kynnast fornum vinnubrögð- um og lífsháttum fólks fyrr á öldum. Undanfarin ár hefur þessi dagur verið fjölsóttur og hefur hann öðlast sess í starfi Gamla bæjarins í Laufási. Dagskráin hefst kl. 14 með fornum tíðasöng í kirkjunni. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, rektor Skálholtsskóla, sér um kynningu á þessum forna messasöng. Á hlaði bæjarins verður heyskapur og á bak við bæinn munu menn standa við slátt. I skemmunni verða ýmsar ís- lenskar jurtir kynntar og þar gefst gestum tækifæri á að smakka íslenskt jurtate. í hlóðareldhúsi verða steikt- ar lummur og í búrinu geta menn fylgst með mjólkur- vinnslu. I eldhúsunum og búri verður einnig hægt að fá að smakka á ýmsu góðgæti. í baðstofu fer fram tóvinna og menn kveða rímur og í stórustofu verður harmónikan þanin. Áætlað er að dag- skránni ljúki síðan um kl. 17. Aðgangseyrir er 250 kr. fyr- ir 13 ára og eldri, og á hlaði prestssetursins verður hægt að tylla sér niður og kaupa sér hressingu. Atvinnuleysi ekki minna frá 1991 ATVINNULEYSI hefur ekki ver- ið minna á Akureyri síðan árið 1991, en við síðustu skráningu hjá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra nú í júli fór skráningin í fyrsta sinn í átta ár niður fyrir 200 manns. Alls vom við síðustu skráningu 195 á atvinnuleysis- skránni. Ásgeir Magnússon formaður bæjarráðs lagði á fundi þess í gær fram lista yfir skráð atvinnuleysi á tímabdinu frá 1988 til 1999 þar sem þetta kemur fram. Ásgeir sagði að vissulega væri sárt til þess að vita að þó nokkrum hópi fólks hefði verið sagt upp störfum nú í sumar hjá stórum fyr- irtækjum í bænum, eins og Slipp- stöðinni og Skinnaiðnaði. Atvinnu- ástand í bænum hefði hins vegar batnað til mikilla muna á síðustu misserum. „Það er mjög mikið að gera í byggingariðnaði og þokka- leg staða í mörgum atvinnugrein- um,“ sagði Ásgeir. Hann sagði umskiptin verulega ánægjuleg, en á tímabili voru allt að 500 manns á atvinnuleysisskrá á Akureyri. Nú eru sem fyrr segir undir 200 manns á skránni, 46 karlar og um 140 konur, en mikill hluti þeirra hafði unnið hálfan dag- inn og er því ekki á fullum bótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.