Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Griffill opnar nýja netverslun Tryggja skjóta afgreiðslu Griffill mun í framtíðinni bjóða aliar vörur sínar í netversluninni. VERSLUNIN Grifill hefur opnað verslun á netinu og mun vegna samninga við íslandspóst geta tryggt skjóta afgreiðslu vara um land allt. „Við munum geta afhent allar pantanir sem berast fyrir klukkan 11:00 frá viðskiptavinum á Stór-Reykjavíkursvæðinu samdæg- urs en pantanir sem berast síðar verða afgreiddar daginn eftir,“ seg- ir Jóhann Ingi Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Griflils. „Lands- byggðin færist líka enn nær okkur því þar getum við afhent vörur dag- inn eftir ef pöntun er gerð á vefn- um. Vörumar eru keyrðar beint heim að dyrum viðskiptavinarins og ef pantað er fyrir meira en 15.000 krónur er heimsending viðskipta- vinum að kostnaðarlausu." Jóhann segir að stöðugt verði unnið að því að endumýja vöruvalið og ætlunin sé að vera með sérstök tilboð til þeirra sem ganga í klúbb viðskipta- manna sem ráðgert er að stofna í tengslum við verslunina. Öryggi í fyrirrúmi Að sögn Jóhanns hefur undirbún- ingur tekið um eitt ár en þetta er í fyrsta skipti sem netverslun á þessu sviði er opnuð hér á landi. „Við fór- um af stað með netverslun fyrir síð- ustu jól með bækur sem gekk vel en nú höfum við gert endurbætur á versluninni í samvinnu við Gæða- miðlun hf. Vefurinn byggir á inters- hop-verslunarmiðlaranum sem Gæðamiðlun er umboðs- og þjón- ustuaðili fyrir á Islandi. Allar við- kvæmar upplýsingar era dulkóðað- ar og fluttar í gegnum svokallaðan SSL-staðal en hann er notaður af öðram viðurkenndum netverslunum og bönkum." Viðskiptavinir munu greiða með kreditkorti og fastir viðskiptavinir munu geta tekið vörar út á reikn- ing. Jóhann segir að það vilji gjam- an henda að netverslunum sé illa sinnt af þeim sem reka þær en hjá Griffli verður sérstökum starfs- manni falið að sjá um rekstur net- verslunarinnar. „Til viðbótar má nefna að net- verslun okkar býður upp á sérstaka möguleika, til dæmis svokölluð bókamerki. Kaupi viðskiptavinur ætíð sömu vöra í búðinni, t.d. sér- stakan borða í tölvuprentara, getur hann pantað hana hjá okkur með því að klikka á bókamerkið og þarf ekki að fara í gegnum listann yfir allar þær vörar sem á boðstólum era í hvert skipti sem hann fer inn á netverslunina. Þannig getur við- skiptavinur í raun byggt upp sína eigin verslun úr þeim vöram sem hann kaupir," segir Jóhann. „Við teljum að þetta skref muni bæta þjónustu við viðskiptavini okkar veralega og munum við í framtíð- inni geta boðið allar okkar vörar gegnum netverslunina. Aðgangur að öflugu dreifikerfí Islandspósts gerir það að verkum að ekki skiptir máli hvar á landinu viðskiptavinir okkar era.“ Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar Skuldir hafa lækkað SKULDIR Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, sem tók til starfa eft- ir uppstokkun veitufyrirtækja í Borgarfjarðarhéraði, hafa lækkað um 183 milljónir króna á þeim þrem- ur árum sem liðin era frá því að fyr- irtækið tók til starfa í breyttu formi. Gert er ráð fyrir að greiða niður skuldir fyrirtækisins, um 90 milljónir' króna, á þessu ári, að því er fram kemur í Skessuhorni á Vestur- landsvefnum. Hagnaður ársins 1998 nam 7,6 milljónum króna en var 5,9 milljónir árið 1997. Veltufé frá rekstri hækk- aði úr 79,9 milljónum ki-óna í 83,9 milljónir og handbært fé í árslok hækkaði úr rúmlega 80 milljónum í tæplega 88 milljónir. Eigið fé er því jákvætt um u.þ.b. 7,3 milljónir króna og er það í fyrsta skipti í 20 ára sögu fyrirtækisins sem það gerist. Stefna danskra fjár- festingarfélaga Sparifjár- eigendur „missa af“ milljónum FJÖLMARGIR Danir sem ávaxta sparifé sitt hjá dönskum fjárfest- ingafélögum, hafa farið á mis við milljónahagnað vegna rangrar fjárfestingastefnu félaganna, að því er fram kemur í danska blað- inu Jyllandsposten. Þrátt fyrir að hlutabréf hafí hækkað mikið á þessum áratug hafa fjárfestingarfélög í Dan- mörku ekki aukið hlutdeild þeirra í eignasöfnum sínum og hafa fremur haldið sig við skuldabréf. Sam- kvæmt Jyllandsposten er þetta vísbending um að „hlutabréfa- menning" hafi ekki náð að festa rætur í Danmörku enn sem komið er. Verð á dönskum og alþjóðlegum hlutabréfamarkaði hefur almennt hækkað um 75-129% á síðastliðn- um fimm árum, meðan verð skuldabréfa hefur hækkað um 58- 62% að meðaltali. Síðan 1993 hefur hlutfall hlutabréfa í eignasafni fjárfestingarfélaga hins vegar lækkað um fimmtung og er nú að jafnaði 47% en hlutfall skuldabréfa hefur vaxið í 49% af heild, að því er fram kemur í Jyllandsposten. Landsvirkjun kaupir viðhaldskerfí Islenskt hugvit valið LANDSVIRKJUN og Softa ehf. undirrituðu nýlega samkomulag um kaup Landsvirkjunar á viðhalds- og verkstjórnarkerfinu DMM. Það er aflstöðvadeild Norðurlands sem tek- ur kerfið í notkun og verður það sett upp í Blönduvirkjun, Kröfluvirkjun og Laxárvirkjun á næstu mánuðum. DMM byggist á gagnagranni sem heldur utan um allan þann búnað sem þarf á viðhaldi og eftirliti að halda, allt frá byggingum og vélbún- aði í heild niður í skrúfur og olíusíur. Gagnagrannurinn heldur ennfremur utan um allar verklýsingar, vara- hlutalager og starfsmenn. Kerfið /ylgist með öllu viðhaldi búnaðar. í sérstakri dagbók má sjá hvar viðhalds er þörf og hverri verk- beiðni fylgir verklýsing. Kerfið held- ur utan um hvert verk og kostnað við það. Það nýtist því einnig við kostn- aðargreiningu og greiningu á frammistöðu búnaðar. Einbeita sér að innanlandsmarkaði Softa er hugbúnaðarfyrirtæki í Keflavík sem er að þriðjungi í eigu Hitaveitu Suðurnesja, en DMM- kerfið var upphaflega þróað fyrir Hitaveituna. Bjarni Kristjánsson framkvæmdastjóri Softu sagði, í samtali við Morgunblaðið í gær, það vera ætlun Softu að beina kröftum sínum að íslenska markaðinum fyrst um sinn en vissulega hefðu erlendir aðilar sýnt kerfinu áhuga. Hann sagði samninginn við Landsvirkjun nú vera afar mikilvægan og er von- góður um að kerfið verði í framtíð- inni tekið til notkunar í öllum virkj- unum Landsvirkjunar. Óskar Árnason deildarstjóri afl- stöðvadeildar Norðurlands hjá Landsvirkjun sagði að deildin hafi staðið frammi fyrir því að þurfa að endurnýja viðhaldskerfi í virkjunun- um þremur. Hann sagði að skoðuð hafi verið ýmis kerfi, innlend og er- lend, en eftir að hafa, í samvinnu við tölvudeild Landsvirkjunar, unnið að prófununum á kerfinu í Blönduvirkj- un, var tekin ákvörðun um að ganga til samninga við Softu. „Við eram stoltir af því að nota þetta kerfi því þetta er íslenskt hug- vit og reynslan hefur sýnt að við Is- lendingar eram engir eftirbátar ann- arra í hugbúnaðargerð. Við ætlum að sjá hvernig gengur með kerfið og aðrar deildir íyrirtækisins fylgjast Bjami Kristjánsson, framkvæmdastjóri Softa, og Þórður Gudmundsson, framkvæmdastjórí rekstrarsviös Landsvirkjunar, handsala samninginn. einnig með. Fram að þessu höfum við verið ánægðir," sagði Óskar. iMac-tölvurnar afar vinsælar Hagnaður Apple iMac að þakka New York. AP. HAGNAÐUR Apple-tölvufyrir- tækisins tvöfaldaðist á öðram fjórðungi þessa árs og fór fram úr öllum áætlunum. Sala á iMac- tölvunum hefur gengið vel, enda eftirspumin mikil. Alls vora 487.000 iMac-tölvur seldar á ný- liðnum ársfjórðungi, miðað við 350.000 á fyrsta fjórðungi þessa árs. Hagnaður fyrirtækisins reyndist 203 milljónir dollara eða sem svar- ar um 15 milljörðum íslenskra króna en var á sama tíma í fyrra 101 milljón dollara eða um 7,5 milljarðar íslenskra króna. Aukinn hagnaður Apple or- sakast líka af lækkandi kostnaði á minni og kubbum í iMac-tölvuna en á móti kemur að Apple hefur þurft að fjölga starfsfólki um 500 og era starfsmenn nú alls 8.800. Vinsældir iMac-tölvunnar era m.a. þakkaðar óvenjulegri hönnun og útliti. Vinsældir iMac-tölvunnar valda áhyggjum í PC-heiminum þar sem uppi era miklar vangavelt- ur um nýja hönnun á PC-tölvum. Eng’in verðbólga í Bandaríkj unum Washíngton. Reuters. VERÐBÓLGA í Bandaríkjunum mældist engin frá maí til júní, ann- að skiptið í röð. Neysluverðsvísi- tala í Bandaríkjunum hefur haldist óbreytt á tímabilinu frá apríl til júní og var verðbólga því engin á tímabilinu. Síðast hélst vísitala neysluverðs óbreytt tvo mánuði í röð á tímabilinu frá febrúar til apr- íl 1986, vegna lækkandi eldsneytis- verðs. Fyrirfram var þess vænst að vísitalan hækkaði um 0,1% en án matvæla og eldsneytis var áætlað að hækkunin yrði 0,2% og komu fréttirnar því nokkuð á óvart. Gengi bandarískra ríkisskulda- bréfa hækkaði í kjölfar þeirra. Neysluverðsvísitalan án matvæla og eldsneytis hækkaði um 0,1% frá maí til júní sem er minna en búist var við. Verðlækkun á bílum og flugfargjöldum og lækkun á elds- neyti gerði það m.a. að verkum að meiri hækkun varð ekki á neyslu- verðsvísitölunni milli mánaða. Hækkun á neysluverðsvísitöl- unni frá mars til apríl sl. nam 0,7% og í kjölfarið hækkaði bandaríski seðlabankinn vexti um 0,25% í lok júní sl. Gert er ráð fyrir að tíðindin nú lini áhyggjur manna af hugsan- legu áframhaldi á vaxtahækkunum bandaríska seðlabankans. Hlutafjár- útboð í Netverki HLUTAFJARAUKNING í Netverki er hafin og stendur til 31. júlí nk., eins og fram kom í hálffimm fréttum Bún- aðarbankans í gær. Heildar- verðmæti hluta er um 150 milljónir króna, miðað við að hver hlutur sé seldur á geng- inu 7, en það er sama gengi og var í síðasta útboði félagsins. Stefnt er að skráningu Net- verks á næsta ári og era for- ráðamenn félagsins með Bandaríkjamarkað í huga en engar ákvarðanir liggja fyrir. Nýr framkvæmdastjóri fyr- irtækisins er David Allen en hann tók við af Holberg Más- syni fyrir fáeinum vikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.