Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 21 Starfsmenn Nokia í Finnlandi efnast Milljónir í aðra hönd MARGIR af starfsmönnum fyrirtæk- isins Nokia í Finnlandi hafa orðið milijónamæringar vegna valréttar- samninga sem fyrirtækið hefur boðið starfsmönnum sínum undanfarin ár. Samanlagður hagnaður þeirra af samningunum er allt að 50 milljarðar sænskra króna, u.þ.b. 435 milljarðar íslenskra króna, samkvæmt útreikn- ingum sænska blaðsins Dagens Industri. Ástæða þessa mikla hagn- aðar er snarhækkandi gengi hluta: bréfa íyrirtækisins undangengin ár. I fyrra hækkaði gengi þeiiTa til dæmis um 250% en það sem af er þessu ári hefur gengið hækkað um rúmlega 60%. Fyrstu valréttarsamningamir voru undirritaðir árið 1994 við 50 stjóm- endur fyrirtækisins. Þeim bauðst að kaupa samtals 64.000 hluti á genginu 34 sænskar krónur á hlut til ársins 2000. Til samanburðar má nefna að markaðsvirði hlutabréfa í félaginu er nú um 800 sænskar krónur á hlut og samkvæmt útreikningum Dagens Industri hefur hver hinna fimmtíu því grætt jafnvirði um 435 milljóna króna. Á ámnum 1995 og 1997 gerði fyrir- tækið valréttarsamninga við fleiri starfsmenn og voru þeim boðin bréf á genginu 61 til 112 sænskar krónur á hlut. Einnig þeir hafa hagnast vera- lega á samningunum og munu halda áfram að hagnast ef þeir taka nýjasta tilboði fyrirtækisins til starfsmanna um kaup á valréttarsamningum. Eng- inn hefur þó fengið meiri arð en for- stjóri fyrirtækisins sjálfur, Jorma Ollila, en valréttarsamningar hans era metnir á allt að 420 milljónir sænskra króna, sem jafngildir rúm- lega 3,6 milljörðum íslenskra króna. Verðbréfaeign Norð- manna í útlöndum Þrefaldast á fjórum árum EINSTAKLINGAR og fyrirtæki í Noregi hafa fjárfest fyrir um 300 milljarða norskra króna í erlendum verðbréfum á þessum áratug, að þvi er fram kemur í fréttum norska blaðsins Aftenposten. Upphæðin jafn- gildir rúmlega 2.400 milljörðum ís- lenskra króna, eða um 570.000 ís- lenskra króna á hvert mannsbam í Noregi. Fram kemur að fyrir nokkram ár- um var mjög óvenjulegt að einstak- lingar og fyrirtæki fjárfestu í erlend- um verðbréfum en nú færist það sí- fellt í vöxt og hafa erlend verðbréfa- kaup þannig þrefaldast á fjóram ár- um. Að sögn fjármálasérfræðings hjá Den norske Bank velja fiestir fjár- festar að kaupa evrópsk verðbréf og hefur sú tilhneiging ekki minnkað með tilkomu evrannar. Talið er að ein orsök þess að stöðugt hærra hlutfall af sparifé Norðmanna fer í erlend verðbréf sé sú að áhætta á verðbréfa- markaði í Noregi hefur verið mikil að undanfornu. Þannig hefur til dæmis gengi hlutabréfa á markaði í Noregi sveiflast mun meira en á mörkuðum víðast hvar annars staðar í heiminum, að því er fram kemur í Aftenposten. LEIÐRÉTTING Auðlind með 8,54% ávöxtun í TÖFLU yfir ávöxtun íslenskra hlutabréfasjóða sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, kom fram röng tala yfir raunávöxtun Hlutabréfasjóðsins Auðlindar. Rétt 6 mánaða raunávöxt- un á ársgrundvelli er 8,54% í stað 1,67% sem ranglega birtist. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Viðskipl Mor&inb tablað laðsins Fó Nýr stjórn- andi hjá Deloitte & Touche hf. 0 Margrét Sanders hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Deloitte & Touche hf. Margrét hefur lokið MBA-gráðu frá Western California University, í Noröur- Karólínu-ríki, og hefur undanfarið starf- að við ráðgjöf og skipulagningu nám- skeiða hjá bandaríska ráðgjafarfýrir- tækinu McLaurin Consulting. Margrét hefur langa reynslu af félags- og stjórnunarstörfum; hún sat meðal ann- ars í stjórn Sjúkrahúss og Heilsu- gæslu Suöurnesja og í fræðsluráöi Reykjaness. Margrét hefur með hönd- um allan daglegan rekstur hins nýja sameinaða fyrirtækis, Deloitte & Touche hf. Hún hefur einnig umsjón með starfsmannahaldi, markaösmál- um, endurmenntun, fjármálum, upp- lýsingatækni og áætlanagerð. Nýr forstööu- maður hjá SL 0 Þórunn Ingólfs- dóttir hefur verið ráð- in forstööumaður Ráðstefnudeildar Samvinnuferða/Land- sýnar. Þórunn er fædd árið 1947 og hefur starfað við ferðaþjónustu frá árinu 1977, meöal annars sem deildarstjóri ráðstefnu- deildar Ferðaskrifstofu ríkisins og deildarstjóri hjá fýrirtækinu Ráðstefnur og fundir. Nýr fram- kvæmdastjóri Radiomiðunar Hinn 1. júlf sl. lét Kristján Gíslason af störfum sem framkvæmdastjóri Radi- omiðunar, eftir að hafa gegnt því starfi í 15 ár. Kristján sem er stærsti hlut- hafi fýrirtækisins, mun eftir sem áður bera ábyrgð á þróunar- og fjárfesting- armálum fyrirtækisins auk þess að gegna stöðu stjórnarformanns. ^ • Frá sama tíma hef- 0Í0W:!-j! ur Jóhann H. Bjarna- ■ son verið ráðinn fram- iÍfe'y. kvæmdastjóri fyrir- Wm>. ? tækisins. Jóhann H. 1 jT Bjarnason er iðnaðar- PbLÍ'O tæknifræðingur B.Sc ---iST' — og starfaði áður sem framkvæmdastjóri íslenskrar vöruþró- unar ehf. og var síöar markaðsstjóri Vaka eftir samruna þessara fyrirtækja. Jóhann er 35 ára, giftur Sigríði Vil- hjálmsdóttur ritara og eiga þau eina dóttur. Breytingar hjá Nýherja 0 Svavar G. Svavars- son hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu hjá Nýherja. Rekstrarþjón- usta er nýtt svið inn- an Nýherja sem taka mun að sér rekstur upplýsingakerfa fyrirtækja á íslandi. Svavar er 36 ára tölvunarfræðingur frá Háskóla íslands og hefur starfað að tölvu- og hugbúnaöarmálum í 13 ár. Svavar hefur starfað hjá íslenskri for- ritaþróun, Skrifstofuvélum Gísla J. Johnsen, Flugleiðum og nú síðast sem framkvæmdastjóri Islandia Internet. Svavar er kvæntur Guðrúnu Svövu Bjarnadóttir viðskiptafræðingi og eiga þau tvær dætur. Nýr sparisjóðs- stjóri i Vest- mannaeyjum 0 Ólafur Elísson viö- skiptafræöingur og endurskoöandi hefur verið ráðinn í starf sparisjóösstjóra Sparisjóös Vest- mannaeyja. Ólafur, sem er 45 ára, hefur veriö einn af eigendum Deloitte og Touche endurskoöun hf. og hefur undanfarin ár veriö for- stööumaöur útibús fyrirtækisins í Vestmannaeyjum. Hann mun taka viö starfi sparisjóösstjóra þann 1. október nk. Aðsendar greinar á Netinu vg>mbl.i$ ^A.LLTAf= ŒITTHWKÐ ISI'ÝTT r Ríkisvrxlari markflokkiim í dagkl. ii:oo munfaraframútboð á ríkisvíxlumhjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 5 og 11 mánaða ríkisvíxla, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. I boði verða eftirfarandi ríldsvíxlar: Flokkur RV99-0917 RV99-1217 RV00-0619 Gjalddagi 19. október 1999 17. desember 1999 19. júní 3000 Lánstími 3 mánuðir 5 mánuðir 11 mánuðir Núverandi staða* ?.3o8 o o Aædað hámark tekiuna tilboða* 2.000 5°° 5°° * Milljónir króna. Millj. kr. Markflokkar ríkisvíxla Staða ríkisvíxla 15. júlí 13.495 milljónir. Áætluð hámarksstærð ogsala 16. júlí 1999. 3 mán S mán Gjalddagar ] Áætluð áfyliing áðar | Áaetluð sala 16. júlí 1999 | Staða lS.júlí 1999 m Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamirverða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekld lægri en 30 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrir- tækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tiyggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvixla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00, föstudaginn 16. júlí 1999. Utboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í sima 56? 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.