Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MYNDIR á vegg eftír Sigríði Gísladóttur, á gólfi eftir Hafdísi Helgadóttur. MYNDVERK eftír Þórdísi Öldu Sigurðardóttur. Minnst við landið MYJVPLIST Listasafn Árnessýsiu MYNDVERK 29 KONUR Opið fímmtudaga til sunnudaga frá 14-17. Til 1. ágúst. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ hafa farið frarn ýmsir gjöm- ingar í Listasafni Amesinga, en minna en skyldi verið um markaða umfjöllun um þá. Nýlokið er sýningu Steinunnar H. Sigurðardóttur og Ingu Jóns- dóttur, sem ég illu heilli náði ekki að skoða og sl. laugardag var opnuð þar sýning 29 valkyrja á vettvangin- um, er ber heitið Land, svo athafna- semin er á fullu yfir sumarmánuð- ina sem er rétt stefna með tilliti til ferðalanga Það er líka alveg rétt af söfnum úti í landsbyggðinni að kynna í og með myndlist fólksins sem lifir þar eða er ættað þaðan, telst í samræmi við hnattvæðinguna svonefndu, en hún hefur vel að merkja sem aldrei fyrr beint sjón- um einstakra þjóða að eigin menn- ingararfleifð, einkum ef hún er rót- gróin fyrir. Kveikjan að sýningunni, Land, varð til á mánaðarlegum rabbfundum myndlistarkvennanna á Hótel Borg í heilt ár. Reifaðar voru ólíkar hugmyndir og konumar sóttu styrk og uppörvun hver til annarrar félagslega sem faglega. Hafa látið þjóðmálin til sin taka og stutt íslenzka náttúru með ýmsum myndlistargjömingum á síðastliðn- um misserum. Þá hefur nátúmsýn í íslenzkri myndlist verið eitt af um- fjöllunarefnum hópsins í vetur. í aðfararorðum veglegrar sýning- arskrár varpar Hildur Hákonar- dóttir fram ýmsum áleitnum spurn- um; „Listin endurspeglar vísindin en hefur enga sönnunarskyldu. List er þó ekkert ólíklegri til svara held- ur en vísindi og sagnfræði. En til að skilja þurfum við að hlusta vand- lega, eins og við værum að lesa skilaboð í þyt vindsins. Við spyrj- um: Hver er þessi Móðir Náttúra? Er hún lifandi skapnaður með flók- inn líkama, hringrás vökva, hita- kerfi taugakerfi og sjálfsvitund? Eða er jörðin kulnandi steinkvoða með lofthjúp sem leiddi af sér vatn, þar sem líf tók sér bólfestu?" - Tengsl sjónlista og náttúra hafa alltaf verið drjúg, og hafi menn fjarlægst þau á tímaskeiði, sigraði náttúran alltaf að lokum og ekki óraunhæft að álykta að núlistir hafi um sumt farið í hring. Náttúra- tengslin mun altækari en áður gerð- ist og natúralisminn þannig kominn á stall aftur, þótt í annarri og altæk- ari mynd sé. Kannski muna ein- hverjir þá tíma er reglustrikan var alls ráðandi í núlistum og gerendum lá við taugaáfalli ef einhverjir, að maður nefni ekki rýnendur, sáu hlutvakið fyrirbæri í myndum þeirra. Þeir stimplaðir afturkreist- ingar sem svikust undan merkjum. Landslagsmálarar fyrri ára og alda viku iðulega frá náttúranni, skáld- uðu í náttúruna, en þá var ofgnótt af henni hreinni og óspilltri til allra hliða, en nú er slík opinberun aug- anu hátíð, víðast fágæti og á hröðu undanhaldi í landi hér sem annars staðar. Það telst öðra fremur vera hnattlægur metnaður sem ræður sköpunarþörf hópsins, í anda fagur- fræðilegra vangaveltna sem síð- módemisminn sækir til og fengið hefur sérheitið „ontologiske gimmicks". Margvísleg brögð á vettvangi hlutvakinna og huglægra fyrirbæra í tilveranni mætti skil- greina stefnumörkin, eins konar verandarbrellur. AUt mögulegt úr hvunndeginum er sett á stall sem gOd list, og á dögum náttúravæð- ingar og vemdunarsjónarmiða er eðlilegt að það sem er utan dyra, tengist mannlífinu og móður jörð, hafi ómælt vægi. Einkum era yngri kynslóðir uppteknar af þessu ásamt orðræðunni, hópeflinu, sjálfum leiknum og ferðalögunum sem iðu- lega íylgja athöfnunum. Það er að sjálfsögðu hið besta mál að lyfta hvunndeginum á stall, en verður þó sjaldnast gert svo hreyfi við fólki án úrskerandi átaka við viðfangsefnið. Stefnumörkin sjálf og hópeflið helga hér ekki allajafna meðölin, þess sér einmitt jafnt stað í módemismanum sem og post- módemismanum. Öll samræða er hstinni holl, bæði sú sem felst í tilorðningu hlutanna og þeirra víxlverkana sem vaki at- hafna gerandanna frambera, svo og hin talaða, hvort sem orðræðan fer fram, augliti til auglitis eða á rit- eða málþingi, öllu skiptir að hún geti af sér blóðríkt líf. Einnig er brýnt að taka inn í myndina, að orðrómur um dauða hins póst- módemíska frásagnarháttar verður stöðugt háværari og þeim gagn- rýnendum og fræðingum á megin- landinu fer fjölgandi sem sagðir eru vera að forma grafskrift yfír hann. Samræða af því tagi sem konum- ar era í forsvari fyrir á þessaiú sýn- ingu er hin markverðasta í sjálfu sér og afar gott að fá þetta listræna inlegg í orrahríð undangengina missera. Víðast hvar í heiminum hefur verið gripið inn í þúsunda og jafnvel milljóna ára þróunarferli, sem enginn getur gefið fulla skýr- ingu á, án þess að afleiðingamar væra kannaðar til hlítar, með skelfi- legum afleiðinum til langtíma litið. Slíkan hemað gegn vamarlausum náttúrasköpum verður að telja hinn lítilmótlegasta er um getur og hermdarverk í mannheimi léttvæg í samanburði. Maðurinn hefur mögu- leika á að fjölga sér en náttúrasköp- in era ósjaldan lífríki mannsins glötuð fyrir fullt og allt, og þau spjöll sem rýtingur í bak komandi kynslóða. Sýningin í heild er lítið frábragð- in öðram af skyldum meiði sem get- ur hvarvetna að líta í stórborgum, nema í þeim tilvikum þegar um beina skírskotun til íslenzkra nátt- úraskapa og íyrirbæra er að ræða. Líkt og í verkum Hafdísar Helga- dóttur, Sigríðar Gísladóttur og Þór- dísar Öldu Sigurðardóttur, svo dæmi séu tekin af handahófi, til að bregða Ijósi á hvað við er átt. En það sem helsta athygli rýnisins vakti var hve sýningunni er vel fyrir komið og má vera ljóst að staðar- menn era famir að þekkja húsnæð- ið, annmarka þess og kosti. Tel þetta ótvírætt þá best upp settu sýningu sem fyrir mín augu hefur borið á staðnum. Ekki veit ég hvort það sé gert af ásettu ráði, en sérstaka athygli vakti að í gegnum bil á gluggatjöld- um sá í Sundlaug staðarins þar sem að jafnaði er mikið af heilbrigðu mannlífi. Þótti mér og fleiram þetta gott innlegg og í samræmi við stefnumörk sýningarinnar, hefði svo ekki verið ónýtt að sjá þetta jafnóðum á skjá eða jafnvel fleiri skjám á sýningunni sjálfri. Bragi Ásgeirsson Sumartónleik- ar við Mývatn SUMARTÓN LEIKUM við Mývatn verður fram haldið í Reykjahlíðar- kirkju laugardagskvöldið 17. júlí. Þar flytja Einar Valur Scheving trommuleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Þórður Högnason kontrabassaleikari jazztónlist úr sjóði sígildra dægurlaga, þjóðlaga og jafnvel óperatónlistar. Tónleikamir hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir 500 kr. -------------- Sýning Guðrún- •• ar Oyahals framlengd SÝNING Guðrúnar Öyahals, „Milli draums og vöku“, hefur verið fram- lengd til loka júlímánaðar. Sýningin er í sameiginlegu sýningarrými Gallerís Foldar og Kringlunnar á annarri hæð Kriglunnar. Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir í heimabyggð Stykkishólmi. Morgunblaðið SÝNING á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar stendur nú í Norska húsinu í Stykkis- hólmi 5. júlí. Það er þriðja sýn- ingin sem boðið er upp á þar í sumar. Á sýningunni er 12 olíu- myndir sem Helgi hefur unnið á siðustu árum. Sýningin er í einu herbergja hússins og eru verkin valin með það í huga að þau njóti sín í ekki of stóru rými. Sýningin er opin út júlímán- uð. Helgi er vel kunnugur í Hólm- inum, hér ólst hann upp frá 12 ára aldri. Þá var búið í Norska húsinu og á þeim tíma hóf ungt fólk oft búskap þar. Síðan hefur margt breyst og Norska húsið verið endurbætt mikið Og gert Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason að byggðasafni þar sem fjöl- HELGI Þorgils Friðjónsson við verk sín sem hann sýnir í Norska hús- breytt starfsemi er í gangi. inu í Stykkishólmi í júlímánuði. Fyrir- lestur og gerningur á Nýlista- safninu HERMANN Pitz heldur fyr- irlestur/gerning í dag, föstu- dag, kl. 20.30 í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Hermann Pitz er þekktur þýskur myndlistarmaður sem starfað hefur í Berlín, Am- sterdam og New York. Frá 1988 hefur hann verið búsett- ur í Dusseldorf. Hermann Pitz er fæddur 1956 og hefur verið virkur í myndlist í um 30 ára skeið. Hermann opnaði sýningu ásamt Sigurði Guðmundssyni í Slunkaríki og í Edinborgar- húsinu á Isafirði 10. júlí sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.