Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 31 UMRÆÐAN Hallarekstur og skuldasöfnun Heildarskuldir Reykjavíkurborgar á árslokaverðlagi 1998 Ar Peningaleg staða Reykjavíkurborgar á árslokaverðlagi 1998 6.000.0 í Kosningabaráttu fyrir síðustu borgar- stj órnarkosningar lagði Ingibjörg S. Gísladóttir, borgar- stjóri, mikla áherslu á hversu góður árangur hefði náðst í fjármálum borgarinnar. Þannig sagði borgarstjóri t.d. í auglýsingu, sem birtist í byrjun apríl 1998: „Við erum stolt af því að hafa komið betra lagi á fjármál borgar- innar sem sést best á því að undanfarin tvö ár hefur rekstur borg- arinnar verið hallalaus. Skuldasöfnun hefur verið stöðvuð og risna borgarinnar lækkuð.“ Arsreikningar Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 1998 sem borgarstjóm afgreiddi nú í byrjun júlí leiðir ann- að í ljós. Hallarekstur á borgarsjóði hefur verið viðvarandi á undanförn- um árum og skuldir borgarinnar aukast jafnt og þétt. Það á bæði við um skuldir borgarsjóðs og heildar- skuldir borgarinnar, sem birtast í svokölluðum samstæðureikningi og sýnir að auki skuldir fyrirtækja borgarinnar. Vegna bókhaldslegra tilfærslna í stjómartíð R-listans með stofnun Félagsbústaða hf. gef- ur samanburður ekki rétta mynd nema þegar samstæðureikningur er skoðaður. Viðvarandi halli Víkjum nú nánar að hallarekstri borgarsjóð. Á síðasta ári nam hall- inn 1.350 mkr. þrátt fyrir að skatt- tekjur að raungildi hefðu aukist milli áranna 1997 og 1998 um 10%. Á árinu 1996 var hallinn 1.613 mkr. og raunverulegur halli ársins 1997 var 1.800 mkr. I reikningum þess árs (þ.e. 1997) er sýndur afgangur að upphæð 902 mkr. Hvemig stendur á því? Jú, skýringuna er að finna í stofnun Félags- bústaða hf. Það ár seldi borgin sjálfri sér leigu- íbúðir borgarinnar og kom söluverðið inn í reikning borgarsjóðs sem fjárfestingartekj- ur og reikningurinn sýnir afgang. Fjármun- ir vom færðir úr einum vasa í annan. Rekstur borgarsjóðs var eftir sem áður svipaður og hefði þessi tilfærsla ekki verið gerð hefði niðurstaðan sýnt halla upp á 1.800 mkr. eins og áður sagði. Borgarstjóri verður því að horfast í augu við raunverulegan haUarekst- ur á borgarsjóði á undanfömum ár- um. Reykjavíkurborg Skuldum er safnað, segir Inga Jóna Þórðardóttir, á meðan góðæri ríkir í landinu og tekjur aukast. Skatttekjur hækka Á sama tíma og borgarsjóður er rekinn með halla aukast skatttekjur miðað við fast verðlag. Þannig hafa skatttekjur borgarsjóðs aukist á föstu verðlagi um 28% frá árinu 1994 og er þá búið að reikna frá áhrif af auknum skatttekjum vegna yfirfærslu grannskólans, sem kom að fullu til framkvæmda á árinu 1997. Nú er það svo að skatttekjur segja ekki alla söguna um þá pen- inga sem borgaryfírvöld hafa milli handanna því að þeir peningar sem teknir eru úr rekstri fyrirtækja borgarinnar inn í hinn almenna rekstur eru bókfærðir sem tekjur á rekstur málaflokka. Arðgreiðslur fyrirtækja borgarinnar til borgar- sjóðs námu á síðasta ári rúmlega 1.500 mkr. Ef þeirra greiðslna hefði ekki notið við hefði hallinn verið þeirri upphæð hærri. Fyrirtæki blóðmjólkuð Með stórauknum kröfum um arðgreiðslur borgarfyrirtækja hef- ur R-listinn gengið mjög nærri fyr- irtækjunum. Á árinu 1998 var hagnaður þeirra borgarfyrirtækja, sem gert er að greiða arð í borgar- sjóð, 920 mkr. en arðgreiðslur þeirra námu 1.518 mkr. Eigið fé fyrirtækjanna rýrnaði því um 598 mkr. á árinu vegna arðgreiðslna í borgarsjóð. Með þessum hætti er auðvitað ekki hægt að halda áfram lengi. Ljóst er af ársreikningi Reykjavíkurborgar að skatttekjur duga ekki til að standa undir rekstri borgarinnar. Til að standa undir sívaxandi útgjöldum og þenslu verður að ganga mjög nærri fyrirtækjum borgarinnar, blóð- mjólka þau og jafnframt að taka meiri lán og auka þannig skuldim- ar. Þannig er staðan á tímum góð- æris og aukinna tekna - skuldum er safnað. Skuldir aukast Borgarstjóri sagði Reykvíking- um fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar að skuldasöfnun hefði verið stöðvuð. Hvað er hæft í því? Skuldir borgarsjóðs hækkuðu um 830 mkr. á föstu verðlagi milli ára 1997 og 1998 og nema nú um 15.300 mkr. En vegna bókhaldstil- færslna eins og fyrr greindi er eðlilegra að skoða heildarskuldir borgarinnar á samstæðureikningi. Þá kemur í ljós að hækkun skulda milli ára er tæpir sex milljarðar króna, en af þeirri upphæð eru þrír og hálfur milljarður vegna Nesjavallavirkjunar. Þetta heitir á máli borgarstjóra að stöðva skuldasöfnun. Peningaleg staða aldrei verri En hver er raunveruleg staða fjái-mála borgarinnar samkvæmt nýsamþykktum ársreikningi 1998? Mælikvarðinn sem sýnir getu til að standa við greiðsluskuldbindingar er kallaður peningaleg staða. Þá er átt við peningalegar eignir, veltu- fjármuni og langtímakröfur, að frá- dregnum heildarskuldum. Þegar þessi mælikvarði er skoðaður kem- ur í ljós að peningaleg staða borgar- innar hefur aldrei verið verri (sjá mynd). Hún hefur hríðversnað á undanförnum árum og er nú nei- kvæð um sextán og hálfan milljarð króna. Óábyrg fjármálastjórn Eftir að Ingibjörg S. Gísladóttir tók við starfi borgarstjóra var því fljótlega lýst yfir af hennar hálfu að ekki kæmi til greina að greiða niður þær skuldir sem stofnað hefði verið til í valdatíð sjálfstæðismanna. Við það hefur hún staðið. En ekki nóg með það, heldur er hún búin að bæta við tæpum tólf milljörðum króna á sínum valdaferli. Skuldum er safnað á meðan góðæri ríkir í landinu og tekjur aukast. Það ber ekki vott um ábyrga fjármálastjóm. Mál er að linni. Það era hagsmunir Reykvíkinga og hagsmunir framtíð- ar skattgreiðenda að hér verði snúið við blaði. Það væri hægt að gera strax á þessu ári ef tekjur borgar- innar verða meiri en áætlanir sýna. Þann tekjuauka sem borgin þannig hugsanlega fær á að nýta strax til að greiða niður skuldir. Höfundur er leiðtogi sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Inga Jóna Þórðardóttir Stóriðjustefnan og vítin að varast 120 þúsund tonn. Samningnum við ís- lenska jámblendifélagið um 3. ofn verksmiðju þess fylgdu yfirlýsingar um hagstætt orkuverð til 4. og 5. ofns fyrirtækisins ef eigendur vildu í þá ráðast. Með þessum vilyrðum hafa Landsvirkjun og stjómvöld lýst sig reiðubúin til samninga um afhend- ingu á nálægt 2 teravattstundum af raforku í viðbót. SÚ SPURNING er lítið rædd, hvort_ skyn- samlegt sé fyi-ir Islend- inga að binda meiri orku en orðið er í álbræðslum og öðrum þungaiðnaði. Stjómvöld vilja sem minnst fjalla um það mál og hafa enga stefnu markað til framtíðar um orkubúskap lands- manna. Nú eru hérlend- is framleiddar um 7 teravattstundir af raf- orku árlega, þar af fara á bilinu 60-70% til stór- iðju og fer hlutur henn- ar ört hækkandi. í fyrra seldi Landvirkjun 62% af framleiðslu sinni til stóriðjufyrirtækja en aðeins um þriðj- ungur af heildartekjum fyrirtækisins kom frá stóriðjunnni. Umreiknað á kílówattstund greiddu stóriðjuverin á árinu 1998 að meðaltali 0,88 krónur fyrir hverja kílóvattstund en almenn- ingsveitur 2,86 krónur. Þetta eru ótrúlegar tölur og í því ljósi kannski skiljanlegt að stjóm Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytið grípi til þess ráðs að lýsa orkusölusamninga við stóriðjufyrirtækin viðskiptaleyndar- mál. Á sama tíma og ársreikningar Landvirkjunar tala skýra máli um þessi einstæðu viðskipti segir afkoma stóriðjuveranna ekki síður fróðlega sögu. ISAL skilaði til dæmis á árinu 1998 hagnaði sem nam 2.146 miljón- um króna þrátt fyrir mjög lágt verð á afurð- um fyrirtækisins. Þetta er sögð besta afkoma ÍSAL frá upphafi. Frá 1985 hefur raforkuverð til ISAL að drjúgum hluta verið tengt mai-k- aðsverði á áli. Slík teng- ing orkuverðs og afurða- verðs hefur verið tekin upp sem meginregla í orkusölusamningum Landvirkjunar við stór- iðjufyrirtækin með tU- heyrandi sveiflum. Af- koma ISAL undanfarið sýnir Ijóslega hver fleyt- ir rjómann af orkuvið- skiptunum og segir þó bókhaldslegt uppgjör þessa dóttur- fyrirtækis Alusuisse engan veginn alla sögu. Falinn fórnarkostnaður En það er fleira en viðskipti Land- virkjunar við stóriðjufyrirtækin sem draga þarf fram í dagsljósið. Stað- bundin umhverfismengun frá málm- bræðslunum og losun gróðurhúsaloft- tegunda af þeirra völdum kemur hvergi fram í talnalegu uppgjöri eða- þjóðhagsreikningum. Hið sama á við um umhverfisröskun af orkumann- virkjum, virkjunum og raflínum. Sá fómarkostnaður er ekki metinn til fjár þótt augljóst sé að hann er til staðar og í sumum tilvikum mikill. Allur sá kostnaður sem unnt er að Málmbræðslur Stjórnvöld ættu nú þegar, segjr Hjörleifur Guttormsson, að leggja á hilluna öll frekari áform um stór- iðjuframkvæmdir. leggja á fjárhagslegt mat ætti að liggja fyrir á undirbúningsstigi fram- kvæmda og endurspeglast í söluverði orkunnar. Þar fyrir utan geta komið til huglægir þættir og fleiri atriði sem erfitt er að meta til fjár en eiga engu að síður að koma til álita og geta ráð- ið úrslitum við mat á umhverfisáhrif- um. í þeim stóriðjusamningum sem gerðir hafa verið undanfarin ár eru margir þættir þar sem vikið hefur verið frá alþjóðlegum lágmarkskröf- um um mengunarvarnir og almenn- ingur hefur verið sviptur lýðræðisleg- um rétti til áhrifa. Þetta gerðist við stækkun ISAL, undirbúning starfs- leyfis fyrir Norðurál á Grandartanga og verksmiðju íslenska járnblendifé- lagsins. Þess utan fylgdu í kaupbæti til fyrirtækjanna ívilnandi ákvæði um frekari stækkun. Þannig hefur ÍSAL starfsleyfi fyrir stækkun um 40 þús- und tonn til viðbótar, og Norðurál um Vilja menn ráðstafa orkunni svona? Ofangreindar þrjár málmbræðslur era hver um sig smásmíði samanbor- ið við ráðgerða álbræðslu á Reyðar- firði. Áætlanir um hana miðast við 480 þúsund tonna ársframleiðslu sem gert er ráð fyrir að náð verði í nokkr- um áföngum. Til hennar þyrfti röskar 7 teravattstundir af raforku eða ívið meira en nú er framleitt samanlagt í öllum viriqunum á íslandi. Orka fjög- urra virkjana af stærð Fljótsdals- virkjunar nægðu ekki í þá hít. Við arðsemisútreikninga vegna fjárfest- inga skipta forsendur um endanlega stærð miklu. Það era því ótæk vinnu- brögð að líta ekki á málið í heild, orkuþörf og ráðgerðar virkjanir sem og losun mengunarefna frá verk- smiðju miðað við áætlaða lokastærð hennar. Að mínu mati samræmist það ekki langtímahagsmunum Islendinga að binda meiri orku en þegar er orðið í málmbræðslum. Orkulindir okkar eru takmarkaðar og allri frekari bindingu í stóriðju til langs tíma er teflt gegn náttúra landsins og markmiðum um sjálfbæra þróun hérlendis, þar á með- al um mengunarlaust vetni sem orku- gjafa. Hvað um Kyótó-bókunina? Staðbundin mengun verður óhjá- kvæmilega mikil frá risaverksmiðju á Reyðarfirði þótt beitt yrði fullkomn- ustu tækni við mengunarvarnir. Að- Hjörleifur Guttormsson stæður í lokuðum fii-ði era óheppileg- ar fyrir stóriðju með tilliti til dreifing- ar mengunarefna. Ef mörk fyrir ryk- mengun væru 1 kg á framleitt tonn af áli bærast til dæmis allt að 480 tonn af ryki árlega frá verksmiðjunni auk flúors og brennisteinssambanda. Almennt nemur losun gróðurhúsa- lofttegunda við álbræðslu um 2 tonn- um (C02-ígildi) fyrir hvert framleitt tonn af áli. 480 þúsund tonna ál- bræðsla myndi því auka losun gróð- urhúsalofttegunda hérlendis um nær 1 milljón tonna til viðbótar við núver- andi 3 milljónir tonna í heildarlosun. Með slíkri losun væra fokin út í veður og vind þau mörk sem íslandi era ætluð samkvæmt Kyótó-bókuninni. Ekkert liggur fyrir um viðbrögð við óskum íslenskra stjórnvalda um und- anþágu frá Kyótó-bókuninni vegna stóriðju hérlendis. Á meðan ekki hef- ur verið á þá beiðni fallist ættu menn að miða allar áætlanir við fyrirliggj- andi mörk. I heildarsamhengi er hér síst minna mál á ferðinni en spurn- ingin um ráðstöfun orkulindanna og einstakar virkjanir. Ráðrúm þarf til stefnumörkunar Stjórnvöld ættu nú þegar að leggja á hilluna öll frekari áform um stór- iðjuframkvæmdir þannig að ráðrúm gefist til skynsamlegrar stefnumörk- unar. Ekkert eitt málasvið klýfur þjóðina svo n\jög í fylkingar nú um stundir. Með þeim þjösnaskap sem einkennir málsmeðferð þeirra sem ráða ferðinni er borin von að sættir geti tekist. Líta verður á alla þætti málsins samtímis, þar á meðal orku- stefnu, umhverfisvemd og alþjóðleg- ar skuldbindingar. Byggðavandi verður heldur ekki leystur með stór- iðjuframkvæmdum og einnig í því efni væri mönnum hollt að gefa sér tíma til að líta fram á veginn. Höfundur er fv. þingmaður Alþýðu- bandnlagsins. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.