Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 33
32 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 33’ JllffgtiiiHjifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NETVÆÐING LANDSINS A IMORGUNBLAÐINU í gær var skýrt frá því að um áramót yrði tæknilega framkvæmanlegt fyrir sjúklinga að eiga samskipti við lækna sína með tölvupósti. Þótt þessi samskiptaleið eigi ekki við um veigameiri samskipti sjúklinga og lækna er augljóst að hún er til mikils hagræðis þegar um er að ræða tímapantanir sjúklinga sem átt hafa löng samskipti við lækni sinn eða vegna beiðni um útgáfu lyfseðla vegna reglubundinnar lyfjanotkunar, svo að dæmi séu nefnd. Það fyrirkomulag, sem nú er víða við lýði, að sjúklingar þurfí að sitja við síma einn ákveðinn hálftíma á degi hverjum og hringja stanzlaust þann tíma í von um að komast að er auðvitað fortíðarfyrirbæri sem hvorki er viðunandi fyrir sjúklinga eða lækna. Tölvueign er orðin svo almenn meðal landsmanna að skammt er í að tölva verði eins og hvert annað heimilistæki og tölvunni fylgir í flestum tilvikum aðgangur að tölvupóstkerfí. Þess vegna eiga yfirvöld heilbrigðismála að leggja áherzlu á að þessi sjálfsagða hagræðing nái fram að ganga þótt augljóst sé að hún á ekki við þegar um alvarlegri samtöl er að ræða. Fyrr á þessu ári gerðu skattstofur framteljendum kleift að telja fram á Netinu sem augljóslega er bæði þægilegt og hagkvæmt fyrir allan almenning. Gera má ráð fyrir að fleiri og fleiri muni notfæra sér þessa samskiptaleið við skattstofur enda leiðir hún smátt og smátt til þess að fólk getur átt nánast öll samskipti sín við skattstofur með þessum hætti. Heimabankakerfí banka og sparisjóða jafngildir byltingu í bankaviðskiptum. Nú þegar getur fólk stundað nánast öll bankaviðskipti sín með milligöngu Netsins og þarf aldrei að fara í banka. Ekki er ósennilegt að smátt og smátt muni af þessum sökum draga úr greiðsluþjónustu bankanna, sem hefur rutt sér til rúms á seinni árum, vegna þess að starfsmenn bankanna eru ekki að gera annað en fólk getur sjálft framkvæmt við tölvuna heima hjá sér. Þetta mun auka mjög hagkvæmni í rekstri bankanna og full ástæða til að leggja stóraukna áherzlu á að hinn almenni borgari taki upp þennan hátt í bankaviðskiptum. Fyrir skömmu tilkynnti eitt tryggingafélaganna, Sjóvá- Almennar hf., að fyrirtækið hefði tekið upp þá þjónustu við viðskiptavini sína að þeir gætu stundað viðskijpti sín við félagið á Netinu og fylgzt með stöðu viðskiptanna þar. I framhaldi af þessu frumkvæði Sjóvár-Almennra hf. tilkynntu önnur tryggingafélög að þau væru með sambærilega þjónustu í undirbúningi. I öllum greinum atvinnulífsins er nú lögð áherzla á að auka þjónustu við fólk á Netinu. Nú geta farþegar Flugleiða sjálfir bókað far á Netinu og raunar getur fólk sjálft skipulagt ferðir sínar innanlands og utan með milligöngu Netsins, pantað hótel o.s.frv. og þarf ekki milligöngu flugfélaga eða ferðaskrifstofa til. Bækur er nú hægt að panta innanlands og utan á Netinu og fyrirsjáanlegt að margvísleg önnur viðskipti eru að færast á Netið. Auknar umræður eru um að bílaviðskipti færist á Netið, klæðskerar í London bjóða viðskiptavinum sínum að panta föt á Netinu og svo mætti lengi telja. í nýju tölublaði bandarísks viðskiptatímarits er bent á að útsending reikninga muni senn færast á Netið og við það sparast bæði pappírskostnaður og póstburðargjöld. Hin opinbera stjórnsýsla hefur gengið fastar fram í þessari þróun en margir hafa gert sér grein fyrir. Sum ráðuneytanna eru komin með mjög fullkomnar heimasíður þar sem þægilegur aðgangur er að upplýsingum. Má í þessu sambandi benda á að á Vefskinnu Morgunblaðsins á Netinu er auðvelt að afla upplýsinga um netföng, bæði opinberra skrifstofa, einkafyrirtækja og annarra aðila. Margvíslegar upplýsingar, sem áður voru fengnar í gegnum síma eða með heimsóknum á opinberar skrifstofur, er nú hægt að fá með milligöngu Netsins. Skemmst er að minnast þess frumkvæðis bæjaryfírvalda á Höfn í Hornafirði að opna skjalasafn bæjarins fyrir íbúana, þannig að þeir gætu sjálfir kallað eftir þeim upplýsingum sem þeir hingað til hafa þurft að fá með aðstoð bæjarstarfsmanna. Þetta sparar tíma fyrir báða aðila, bæði viðskiptavini og starfsmenn, sem hægt er að nýta betur með öðrum hætti. Það er sama hvert litið er. Netið er að breyta lífi okkar. Atvinnufyrirtæki og stjórnvöld eiga að leggja alla áherzlu á að hraða netvæðingri landsmanna svo sem kostur er. Netið mun stórauka hagkvæmni í fyrirtækjarekstri og opinberri stjórnsýslu. Fjárfestingar í skjótri netvæðingu landsins til sjávar og sveita munu skila sér aftur margfaldlega. Tölvueign er orðin svo almenn á Islandi að grundvöllur til framfarasinnaðrar netvæðingar er þegar fyrir hendi. Smátt og smátt mun Netið opna okkur nýja sýn á fleiri og fleiri sviðum. Hingað til hefur hröð og víðtæk netvæðings landsins ekki beinlínis verið á stefnuskrá stjórnmálafíokka. Það er hins vegar tímabært að stjórnmálaflokkar, Alþingi og ríkisstjórn leggi stóraukna áherzlu á að hraða þessari þróun. Við Islendingar erum nú þegar í fremstu röð þjóða heims á margan veg. Með víðtækri netvæðingu getum við komizt í þá stöðu að fáir verði okkur fremri. + Rétturinn til útblásturs gróðurhúsalofttegunda verður takmörkuð auðlind við gildistöku Kyoto-bókunarinnar Islenskar orkulindir grunnur viðskipta með losunarkvóta? Kyoto-bókunin felur í sér að réttur til losunar gróðurhúsaloft- tegunda verður takmörkuð og kvótabundin auðlind. Viðskipti með losunarkvóta milli landa verða heimil og rætt hefur verið um , uppboðssölu á kvótum innan landa. Búast má við að samkeppnis- staða álframleiðslu sem notar endurnýjanlega orkugjafa batni en margir óttast þó að áliðnaðurinn verði í framtíðinni byggður ------------------7^----------------------------- upp í þróunarríkjunum. I grein Omars Friðrikssonar kemur fram að nú er til umræðu á vegum Landsvirkjunar hvort hreinar ---------^ — .... ............... . ------ orkulindir Islands gætu orðið grundvöllur viðskipta með losunar- kvóta milli Islands og annarra landa. KYOTO-BÓKUNIN við rammasamning Samein- uðu þjóðanna um lofts- lagsbreytingar, sem sam- þykkt var á aðildarríkjaþinginu í Kyoto 1997, felur í sér að iðnríkin skuldbinda sig til að draga úr losun sex gróðurhúsalofttegunda um ákveðið prósentuhlutfall miðað við útblásturinn árið 1990. Verði bókun- in staðfest og komist hún í fram- kvæmd verður losun þessara loftteg- unda kvótabundin og þannig tak- mörkuð og verðmæt auðlind í sjálfu sér. Bókunin gerir ráð fyrir að við- skipti með losunarheimildir milli landa verði heimil en hvert aðildar- ríki fyrir sig ákveði hvernig staðið verði að slíkum viðskiptum með kvóta innanlands. Með sama hætti má gera ráð fyrir að aðstaðan til byggingar orkufrekra iðjuvera á borð við álver verði tak- mörkuð og hugsanlega eftirsóknar- verð verðmæti. Það setur hins vegar stórt strik í reikninginn að stór hluti heimsbyggðarinnar tekur að óbreyttu engar skuldbindingar á sig, þar sem 67 þróunarríki eru ekki aðil- ar að Kyoto-bókuninni. Á undanförn- um árum hefur stærsti hluti upp- byggingar orkufreks iðnaðai’ átt sér stað í þróunarríkjunum. Uppbygging iðjuvera í auknum mæli í þróunarríkjunum Frá 1990 hafa rúmlega 80% allrar uppbyggingar og endurnýjunar ál- vera í heiminum átt sér stað utan OECD-landanna. Frá árinu 1990, sem er viðmiðunarár bókunarinnar, hefur framleiðsla á áli í heiminum aukist um 10%. Stærstan hluta þessarar framleiðsluaukningar má rekja til álvera sem knúin eru af raforku sem unnin er úr jarðefna- eldsneyti. Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, bendir á að upp- lýsingar sem fram hafi komið sýni að frá 1990 hafi þessi iðnaðarfram- leiðsla verið að færast í auknum mæli til landa sem ekki eru í hópi _____ þeirra ríkja sem hafa lýst yfir að þau muni undirgangast skuldbindingar bókunarinnar. „Þró- unin í áliðnaði í heiminum hvað þetta varðar hefur orðið þveröfug við það sem maður hefði viljað sjá,“ segir Halldór Þorgeirsson, deildarstjóri alþjóðadeildar umhverfisráðuneytis- ins og einn af samningamönnum ís- lands á loftslagsráðstefnum SÞ. Skv. upplýsingum sem lagðar voru fram á viðræðufundum í undirnefnd- um rammasamnings SÞ í vetur byggist stærsti hluti aukinnar orku- notkunar stóriðjuvera á seinustu ár- um á kolaorku eða jarðgasi. Fram- leiðsla í áliðnaði í heiminum jókst um 80% álvera byggð upp í þróunarríkjum frá 1990 1,5 milljónir tonna á ári eða um 7,7% frá 1990. 88% þessarar aukningar byggjast á jarðefnaeldsneyti en til samanburðar voru um 35% álfram- leiðslu heimsins knúin af slíkum orkuverum árið 1990. Þetta þýðir mun meiri útblástur mengandi loft- tegunda á bak við hvert framleitt tonn í dag en árið 1990. Lítið svigrúm á íslandi Meginmarkmiðið skv. Kyoto-bók- uninni er að dregið skuli úr heildar- losun aðildarþjóða um 5,2% á tíma- bilinu 2008-2012 miðað við útblástur slíkra lofttegunda árið 1990. Bókunin var undirrituð af fulltrúum 83 ríkja og verður hún lagalega bindandi sex mánuðum eftii’ að a.m.k. 55 lönd, þar sem 55% útblásturs gróðurhúsaloft- tegunda eiga sér stað, hafa staðfest hana. Mismunandi er eftir ríkjum hver losunaiTnörkin eru og er þremur ríkjum heimilt að auka lítillega los- unina, þ.e. Noregi, Ástralíu og ís- landi, en bókunin gerir ráð fyrir að á Islandi megi árleg losun gróðurhúsa- lofttegunda vera 10% hærri á samn- ingstímanum en árið 1990. Skv. bókuninni yrði Islandi heimilt að losa um 15 milljónir tonna gróður- húsalofttegunda á árunum 2008 til 2012, eða um 3 milljónir tonna á ári að jafnaði. íslensk stjórnvöld hafa sem kunnugt er ekki sætt sig við svo lítinn sveigjanleika til nýtingar end- urnýjanlegrar orku auk þess sem hlutfallsviðmiðun kemur harkalega niður á smáum hagkerfum á borð við Island. Hafa þau því ekki undirritað bókunina og það hafa Ungverjaland og Tyrkland ekki heldur gert. Meginröksemdir Islendinga í við- ræðunum eru að orkufrekur iðnaður á Islandi sem nýtir endurnýjanlegar orkulindir losi mun minna af koltví- sýringi á heimsvísu en verksmiðjur sem nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa. Þannig myndi álver sem staðsett er í vatnsorkulandi á borð við Island tryggja lágmarks- útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda og koma í veg fyrir þá mengun and- rúmsloftsins sem ella ætti sér stað. Á íslandi koma 2/3 allrar orku- notkunar frá endurnýjanlegum orku- gjöfum, þ.e. vatnsorku og jarðvarma. Olía til húshitunar hefur minnkað úr því að vera 45% af orkunotkuninni árið 1973 niður í 2% í dag. Flestar aðrar þjóðir nota enn rafmagn til húshitunar og kælingar sem unnið er úr gasi, kolum eða olíu. Víða um lönd er því mögulegt að draga úr meng- andi orkunotkun og minnka útblást- ur gróðurhúsalofttegunda til að mæta kröfum Kyoto-bókunarinnar en svigrúm Islendinga til aðgerða af þessu tagi er hins vegar lítið. Samkeppnisstaða endurnýjan- legrar orku batnar „Markmiðið með Kyoto-bókuninni er að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Ef rafmagnið til álvinnslu er framleitt með jarðefnaeldsneyti, hvort sem það eru kol eða jarðgas, þá leiðir það til mjög mikillar losun- ar, og þá má gera ráð fyrir því að samkeppnisstaða álframleiðslu, sem notar endurnýjanlega orkugjafa, batni,“ segir Halldór. „Mér vitanlega er ekki til nein betri leið til þess að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda í álframleiðslu en að nota raf- magn sem kemur frá endurnýjanleg- Morgunblaðið/Jón Svavarssotj GERA má ráð fyrir að samkeppnisstaða álvera sem nota endurnýjanlega orkugjafa á borð við íslensku vatnsorkuna batni með gildistöku Kyoto-bókunar- innar. Á myndinni má sjá starfsmann ÍSAL að störfum í steypuskála álversins í Straumsvík. Jón Ingimarsson tekur undir þetta. „Kyoto-bókunin nær aðeins til fimm ára eða tímabilsins 2008-2012 og enginn veit hvað tekur við eftir það. Hluti þjóða heims tek- ur væntanlega á sig skuldbindingar á þessu tímabili, verði bókunin stað- fest af nægilega mörgum ríkjum og með nægilega stóran hluta losunar- innar. Eftir sem áður geta fyrirtæki flutt sig yfir til þeirra ríkja sem ekki taka á sig skuldbindingar,“ sagði Jón. „Álver á Islandi mengar ekki nema brot af því sem álverin í okkar samkeppnislöndum gera,“ segir Garðar Ingvarsson, forstjóri Mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar. Hann bendir á að nú sé nýtt 450 þusund tonna álver í undirbúningi í Ástralíu sem nýta mun mengandi kolaorku, tvö álver ei’u í undirbúningi í Mosambique, sem einnig nýta kolaorku. „Þeir sem eru í samkeppni við okkur vegna vatnsaflsorku eru Venesúela, Kanada og hugsanlega Chile eftir tíu ár,“ segir Garðar. Markaðurinn stuðlar að hag- kvæmum samdrætti Ekki hefur enn náðst sátt um fjöl- mörg atriði bókunaiánnar sem eftfr er að útfæra. Miklar bollaleggingar enx hafnar um hugsanlegt markaðs- verð útblásturskvótanna í viðskipt- um á milli landa en enn sem komið er er þeim spurningum ósvarað hvaða reglur á að setja um slík viðskipti með losunarheimildir. Innan ríkja er m.a. víða gert ráð fyrir að komið verði á uppboðsfyrirkomulagi við skiptingu losunai’kvóta og að notaðar Orkunotkun álvera 1997, skipting á svæði og eftir uppruna raforku „Það er hins vegar mjög mikið áhyggjuefni að skuldbindingar Kyoto-bókunarinnar ná eingöngu til Svæði 2: Norður- Svæði 3: Svæði 6A/6B: Heimur Hlutfall GWh 1 Svæði 1: Svæði 4/5: Svæði 7: (gígawattstundir) Afríka Ameríka Ameríka Asía Evrópa Eyjaálfa SAMTÁLS orkunotk. iðnríkjanna. Það eni engar takmark- anir á uppbyggingu álvera með gam- alli tækni í þróunarríkjunum. Á með- an svo er má gera ráð fyrir að Kyoto-bókunin ýti frekar undir að ál- Vatnsaflsvirkjanir 6.986 65.313 31.898 4.317 25.767 7.340 141.621 55,90% Kolaraforkuver 9.530 28.555 0 8.741 11.595 19.633 78.054 30,81% Olíuraforkuver 0 0 0 81 1.264 0 1.345 0,53% Gasraforkuver 0 77 1.036 13.956 3.632 446 19.147 7,56% iðnaðurinn verði í framtíðinni byggð- Kjarnorkuver 200 869 116 2 12.013 0 13.200 5,21% ur upp í þróunai'ríkjunum,“ sagði Halldór ennfremur. Notkun, samtals 16.716 98.814 33.050 27.097 54.271 27.419 253.367 100,00% Breytingar á orkunotkun álvera 1990-1997 í GWh , skipting eftir svæðum og uppruna raforkunnar Milli 1990 og 1997 jókst álframleiðsla á ári um 1,5 millj. tonna, 7,7%. Lokað álverum (sumum tímab.) með um 2 millj. tonna framleiðslugetu en ný álver hófu rekstur með um 3,6 millj. tonna framleiðslugetu á ári ll Raforka frá: I A-Evropu og fynv. Sovétnkjum ÍOECD rikjunum* í öðrum rikjum Breyting á orkugj., SAMTALS Kjarnorkuverum -12,8 -1.573,6 +231,5 -1.354,9 Vatnsaflsvirkjunum -3.931,4 +2.511,5 +3.355,1 +1.935,2 Kolaraforkuverum -213,2 -602,5 +9.110,2 +8.294,4 Gasraforkuverum -87,3 -399,4 +6.971,5 +6.484,7 Olíuraforkuverum -389,4 -136,5 -526,0 Öðrum raforkuv. +61,2 +61,2 Notkun, samtals -4.244,6 -392,4 +19.531,7 +14.894,7 Pólland og Ungverjaland talin með OECD en ekki A-Evrópu Álframleiðsla 1997 Skipting eftir heimshlutum SAMTALS: 16.146 millj. tonn 1.805 miílj.tonn 3.475 miBj. lonn 1.719 miöj. tonn 2.111 miBj. tonn 5.931 millj. tonn 1.105 millj. tonn Svæði 7: Eyjaálfa Svæði 6A/6B: Evrópa Svæði 3: Suður-Ameríka Svæði 2: Norður-Ameríka Svæði 1: Afríka Breytingar á álframleiðslu síðustu árin Ársframleiðsla á grundvelli framleiðslu hvers mánaðar 18 milljónir tonna 16---------------- 14 1993 1994 1995 1996 1997 1998 99 verði svipaðar markaðsaðferðir og í öðrum viðskiptum á borð við verð- bréfaviðskipti. „Bókunin tekur einungis á við- skiptum með losunarkvóta milli ríkja en það er algerlega n'kjanna sjálfra að ákveða hvort þau verða síðan sjálf með viðskipti innanlands. Það er ekkert í Kyoto-bókuninni sem skil- greinir hvernig það á að fara fram. Nokkuð mörg ríld eru komin langt í undfrbúningi fyrir slík innanlands- viðskipti," segir Halldór Þorgeirs- son. „Það er góð reynsla af slíku varðandi aðrar lofttegundir sérstak- lega með brennistein í Bandaríkjun- um. Þegar Bandaríkjamenn ákváðu að grípa til aðgei’ða til að draga úr losun brennisteins, sem kemur til m.a. vegna kolabrennslu, ákváðu þeir að fara þá leið að vera með svona viðskipti, sem hefur leitt til þess að þeir ei’u komnir fram úr sín- um áætlunum um aðgerðir til að draga úr losun. Það sem gerist með slíkum viðskiptum er að markaður- inn stuðlar að því að samdrátturinn verði þar sem hann er hagkvæmast- ur,“ sagði hann. Kaupa kvóta og fjármagna samdrátt annars staðar Við þessar kringumstæður stæðu stjórnendur iðjuvers frammi fyx-ir tveimur kostum: Annai’s vegar að leggja í kostnað sem fylgir því að koma upp mengunarvarnabúnaði til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda eða á hinn bóginn að kaupa sér útblástursleyfi á markaði. „Til þess að halda losun áfram gæti viðkom- andi keypt leyfi en um leið er hann að fjármagna samdrátt annars stað- ar. Þessu gleyma menn gjarna og stilla þessu þannig upp að það sé verið að versla með mengun en það er í raun og vei’u verið að versla með samdrátt," sagði Halldór. Hann var spurður hvort komið hefði til álita að taka upp slíkt upp- boðsfyrirkomulag á losunarkvótum hér á landi ef íslensk stjórnvöld stað- festa Kyoto-bókunina. Halldór sagði að ekki hefði verið tekin -------- nein ákvörðun um það. „Slík ákvörðun yrði tekin í nokkrum skrefum vegna þess að á meðan það er í’íkjandi mikil ___________ óvissa um hvernig tekið verðxxr á sérmálum Islands gagnvart Kyoto-bókuninni er erfitt að segja fyrir af nákvæmni um hvernig best verður að koma þessu fyrir hérna heima. Slíkur undirbúningur er kom- inn nokkuð langt í Noregi en þar á þingnefnd sem fjallar um þessi mál að skila af sér um áramótin," sagði hann. Hvernig á að standa að upp- hafsúthlutun kvótanna? Þegar setja á upp kei’fi vegna út- hlutunar og viðskipta með losunar- heimildir vakna margar mikilvægar spurningar á borð við það hvernig Rætt um sölu losunarkvóta á uppboðsmörk- uðum standa eigi að upphafsúthlutun rétt- indanna, eins og þekkt er úr öðrum kvótakerfum. I umræðum hópa sér- fræðinga um þessi mál að undan-, fömu, m.a. á vegum Alþjóðaorku- stofnunarinnar, hefur verið fjallað um fjölmörg álitamál í þessu sam- bandi, s.s. varðandi eftirlit með við- skiptum með losunarkvótana og um eignarhald á kvótunum. Evrópusambandið hefur lagt fram tillögu um að sett verði hlut- fallshámark á kvótaviðskipti á milli í'íkja. Jón Ingimarsson segir að ef slíkt ákvæði yrði samþykkt óbreytt gerði það að verkum að svigrúm ís- lendinga yrði ekkert. Þetta lýsti því best hvað prósentutala skipti miklu máli fyi’ir lítil hagkerfi á borð við Is- land. Fjölmargir kostir eru til umræðu við útfærslu hugmynda um kvótavið- skiptin á milli landa. Segja má að ís- land hafi nokki’a sérstöðu vegna þess hve hátt hlutfall hér er á hreinni og endurnýjanlegri orku sem skapað gæti ýmsa möguleika s.s. vegna hugsanlegs flutnings á raforku um sæstreng til annarra landa. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að komið hefði til umræðu á milli Landsvirkjunar og í’áðgjafa sem eru að kanna þessi mál hvort hreinar íslenskar orkulindir gætu orðið gi’undvöllur einhvers konar viðskipta með losunarkvóta. ^ Hann sagði að þessi mál væru þó öll enn á frumstigi. Iðnríkin velja þá starfsemi sem gefur mestan arð Einn viðmælenda blaðsins kvaðst aðspurður telja að það lægi í augum uppi að Kyoto-bókunin gerði að verkum að aðstaðan til byggingar stóriðjuvera á borð við álver yrði takmörkuð auðlind og eftirsóknar- verð verðmæti vegna þess hve þrengt væri að möguleikum stóriðju-** fyrirtækjanna. Ekki eru þó allir þessarar skoðunar. „Að tala um verðmæti í þessu efni á tímabilinu 2008-2012 er ákaflega fjarlægt vegna þess að þú getxxr í raun fengið að losa fyrir ekki neitt og án nokk- urra takmarkana annars staðar,“ sagði Jón Ingimarsson. „Það er ekki gerður greinarmun- ur á því í bókuninni frá hvaða starf- semi lofttegundirnar koma, heldur er einungis sett þak á heildarlosun- ina fyrir hvei’t land. Svo er það hvers lands fyrir sig að ákveða hvað það telur að gefi mestan virðisauka. Með því að setja þak er rétturinn til að losa gróðui’húsalofttegundir orð- inn takmörkuð auðlind. I því sam-'' hengi er þetta rétt og því má segja að það sé búið að skammta iðni’íkj- unum aðgang að andrúmsloftinu. Þess vegna er það mjög eðlilegt að þau velji þá starfsemi sem gefur þeim mestan arð,“ sagði Halldór Þorgeirsson þegar þetta var borið undir hann. Óvissa um staðfestingu Enn er alls óvíst hver framvinda Kyoto-bókunarinnar verður þri þrátt fyrir að flest iðnríkin hafi undirritað hana er ekki í’eiknað með að hún verði lögð undir þjóðþing aðildar- ríkja til staðfestingar fyrr en að lok- inni ráðstefnu aðildaiTÍkjanna, sem A hugsanlega verður ekki haldin fyrr en árið 2001. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst yfir að þau muni ekki staðfesta bókunina fyrr en fyrir liggi marktæk þátttaka af hálfu þróun- arríkja í aðgerðum til að dx-aga úr losun. Garðar Ingvarsson hefur litla trú á að Kyoto-bókunin verði að venx- leika. „Eg sé ekki að iðnaður og al- menningur í hinum iðnvædda heimi sé í’eiðubúinn að taka það á sig að fara að takmai’ka sín lífskjör á með-" an aðrir fá að byggja upp endalaust mengandi iðnað af þri að þeir eru vanþi’óaðfr. Hvers konar blekkingar enx þetta að Kyoto-sáttmálinn hafi einhver áhrif á gróðui’húsaloftteg- undir í heiminum? Þetta er ekkei-t annað en pólitískur hráskinnaleikur sem ýmsir hér á íslandi eru farnir að* taka þátt í,“ sagði Garðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.