Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 3^ SKOÐUN FLUGVOLLURINN í VATN SMÝRINNI MÁLEFNI Reykja- vflcurflugvallar hafa verið töluvert til um- ræðu í Reykjavík að undanförnu. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Unnið hefur verið að svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið í heild, deiliskipulag flugvallarins hefur verið í vinnslu, flug- málayfirvöld hafa haft í undirbúningi umtals- verðar endurbætur á flugvellinum, ýmis áhugasamtök og ein- staklingar hafa sett fram hugmyndir um byggð í Vatnsmýrinni á núverandi flugvallarstæði, tillög- ur hafa komið fram um nýjan flug- völl á uppfyllingu í Skerjafirði og fleira mætti nefna. Lýðræðisleg umræða Allt hefur þetta átt sinn þátt í al- mennri umræðu um flugvöllinn, framtíð hans og þróun byggðar í Reykjavík. Þessi umræða er mikið fagnaðarefni og hjálpar borgarbú- um og borgaryfirvöldum við að móta sér framtíðarsýn fyrir borg- ina. Til skamms tíma var nánast óhugsandi að ræða af alvöru um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Ráðandi sjónarmið voru þau að flugvöllurinn ætti hvergi annars staðar heima og það þótti ganga guðlasti næst að mæla fyrir flutn- ingi hans. Þetta hefur breyst á til- tölulega skömmum tíma. Nú þykir sjálfsagt að skiptast á skoðunum um staðsetninguna og nú er hægt að ræða málefni flugvallarins af yf- irvegun og skynsemi og án þess að skipa sér annaðhvort í fylkingu rétttrúnaðar- eða villutrúarmanna. Þetta er mikil breyting sem er ekki lítils virði fyrir lýðræðislega um- ræðu og skoðanamyndun. Við eig- um að nýta okkur þessa viðhorfs- breytingu í samfélaginu til að stuðla að upplýstri og málefnalegri um- ræðu og virkja sem allra flesta til að taka þátt í henni, því flugvöUurinn og þróun byggðar í Reykjavík kem- ur okkur öllum við. Lengi skiptar skoðanir Það hafa lengst af verið og eru enn afar skiptar skoðanir um staðsetningu Reykja- víkurflugvaUar. Ætla má að borgarbúar og raunar landsmenn allir skiptist í tvær megin- fylkingar hvað varðar afstöðu tU flugvaUarins í Vatnsmýrinni. Annars vegar eru þeir sem leggja áherslu á að flugvöllur- inn valdi íbúum miklu ónæði í mið- og vestur- borginni og veruleg áhætta fylgi staðsetningu hans svo nálægt byggð. Þá eru færð fram þau rök að miðborginni séu settar alltof þröngar skorður af höfninni annars vegar og flugveUinum hins vegar. Byggð í Vatnsmýrinni myndi stækka áhrifasvæði miðborgarinnar og styrkja hana í sessi. Hins vegar eru þeir sem benda á mikUvægi flugvallarins í atvinnulífí Reykvíkinga og sem miðstöðvar flugsamgangna miUi Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Færa þeir rök fyrir því að Reykjavíkurflug- völlur sé lyldll landsbyggðarfólks að höfuðborginni sem við eigum öll. TUvist og staðsetning Reykjavíkur- flugvallar hafi mikU áhrif á aðgengi landsbyggðarfólks að margvíslegri þjónustu s.s. heUbrigðisþjónustu, menningu og menntun, stjómsýslu og verslunum sem myndi versna verulega ef ÖU flugstarfsemi flyttist til Keflavíkur, a.m.k. eins og málum er nú háttað. Flugvöllur á fyllingum? Það er mín skoðun að báðar þess- ar meginfylkingar hafi mikið tU síns máls og hafi rökstutt málstað sinn vel. Ekki síst þess vegna er afar mikUvægt að finna leið í flugvallar- málinu sem víðtæk sátt getur tekist um. I því sambandi verðum við að gera okkrn- grein fyrir því að við er- um að tala um framtíðarlausn, lausn sem hvorki verður hrist fram úr erminni á einni nóttu né má kasta tU höndum við að finna. Sú framtíðarlausn getur að mínu mati hvorki fahst í því að gera nýjan flugvöU á fyllingum í Skerjafirði né í Engey. Með þeim hugmyndum er verið að flytja vandann tU innan Reykjavíkur en ekki leysa hann. Hávaði vegna flugumferðar verður enn tU staðar, hugmyndimar eru kostnaðarsamar og síðast en ekki síst; þær fela í sér mikU umhverfis- spjöll og breyta öllu útsýni frá borg- inni út á eyjar og sund. Um þær mun engin samstaða nást. Þess vegna verður að horfa tU annarra átta. I því sambandi er tæpast um nema tvær lausnir að ræða. Annars vegar nýjan flugvöll í Kapelluhrauni sem hefur þann kost að hann er ná- lægt höfuðborginni en þann galla að honum fylgir mikU fjárfesting. Hins vegar að flytja innanlandsflugið tU Keflavíkur sem hefur þann kost að það kallar ekki á mikla fjárfestingu Nú þykir sjálfsagt að skiptast á skoðunum um staðsetninguna, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og nú er hægt að ræða málefni flugvallarins af yfír- vegun og skynsemi og án þess að skipa sér annaðhvort í fylkingu rétttrúnaðar- eða villutrúarmanna. en þann galla að ferðatími fólks inn- anlands lengist um of. Það kann þó að breytast þegar fram líða stundir og án efa vinnur tíminn með okkur í því sambandi. Tímamótasamkomulag I áhættumatsskýrslu vegna Reykjavíkurflugvallar sem unnin var að frumkvæði samgönguráð- herra og kom út vorið 1991 kom fram að meira en 8 af hverjum 10 flughreyfingum á Reykjavíkurflug- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. velli voru vegna annars flugs en áætlunarflugs. Þar er um að ræða kennsluflug, æfingaflug, ferjuflug og annað einkaflug. Tillögur skýrsluhöfunda voru m.a. þá að æf- inga-, kennslu- og ferjuflugi yrði beint annað en til Reykjavíkur. Lít- ið hefur áunnist í þessu baráttumáli þann tæpa áratug sem liðinn er síð- an þessar tillögur voru settar fram. Nú hillir hins vegar undir að þessar tillögur komist í framkvæmd og það er engum vafa undirorpið að við það mun stórlega draga úr neikvæðum áhrifum flúgvallarstarfseminnar. Þann 14. júní sl. var gert sam- komulag milli borgar og samgöngu- ráðuneytis um flugvallarstarfsem- ina sem um margt er tímamótasam- komulag. Segja má að flugmálayfir- völd viðurkenni þar á afdráttarlaus- an hátt að flugvöllurinn valdi ónæði og röskun og hafí almenn neikvæð umhverfisáhrif. í samkomulaginu er skýrt kveðið á um hertar flugum- ferðarreglur í þeim tilgangi að draga úr ónæði og tryggja fyllsta öryggi á hverjum tíma. Það sem mest er þó um vert er að í samkomulaginu segir: „I tillögu að flugmálaáætlun fyrir tímabilið 2000-2003, sem samgönguráðherra leggur fyrir Alþingi í haust, verði gert ráð fyrir að snertilendingar í æfinga- og kennsluflugi flytjist á flugvöll í hæfilegri fjarlægð frá Reykjavík. Þar með ætti flugtökum og lendingum á Reykjavíkurflug- velli að fækka verulega. Til þess að ná þessu markmiði kemur annað hvort til greina að breyta eldri flug- völlum eða að byggja nýjan snerti- lendingarflugvöll. Flugvöllurinn verði hannaður með það í huga að hægt verður að þróa hann til víð- tækari nota fyrir t.d. æfinga-, kennslu- og einkaflug." Umhverfið til vansa Reykjavíkurflugvöllur hefur, þrátt fyrir mikilvægi sitt í sam- göngukeðju landsmanna, verið homreka hjá flugmálayfirvöldum hvað varðar allt viðhald og fram- kvæmdir. Viðhaldið hefur verið van- rækt í áratugi, flugstöð er löngu úr sér gengin og frágangur mann- virkja og umhverfí vallarins er til vansa fyrir þá sem þar hafa ráðið ríkjum. Borgarbúar hljóta að fagna því að nú skuli loks ráðist í endur- bætur á flugvellinum og umhverfi hans. Það er löngu tímabært, alveg óháð því hvort flugvöllurinn á langa eða skamma framtíð fyrir höndum í Vatnsmýrinni. Það er hins vegar á valdi ríkisins að ákveða umfang þeirra framkvæmda með tilliti til öryggissjónarmiða og kostnaðar við mismunandi lausnir. Það hefur komið fram að flug- málayfirvöld eru ekki kát með þá gagnrýni sem fram hefur komið á staðsetningu flugvallarins. Þau geta hins vegar sjálfum sér um kennt og engum öðrum. Þau hafa staðið þannig að flugrekstri á vellinum að gagnrýnisraddir hafa fengið byt_^ undir báða vængi. FlugmálayfirvölcT munu líka geta ráðið úrslitum um hvort borgarbúar vilja að flugvöll- urinn veri eða fari. Ef þau standa ekki þannig að flugrekstri á svæð- inu að fólkið sem býr í borginni geti sætt sig við völlinn sem miðstöð inn- anlandsflugs enn um sinn þá mun engin sátt nást. Það reynir á ríkis- stjómina og þingmenn í haust þeg- ar flugmálaáætlun fyrir tímabilið 2000-2003 kemur til kasta Alþingis. Þá má ekki fórna meiri hagsmunum fyiár minni, þ.e. hagsmunum áætl- anaflugsins innanlands á altari æf- inga-, kennslu- og skemmtiflugs. Horft til framtíðar Með samkomulagi borgar og samgönguráðuneytis gefst raun- verulegur möguleiki til að horfa til framtíðar og reyna að átta sig á því hvar og hvemig við viljum byggja upp innanlandsflug á höfuðborgar- svæðinu ef og þegar ákveðið verður að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýr- inni. A yfirstandandi kjörtímabili verð- ur aðalskipulag Reykjavíkur endur- skoðað eins og lög gera ráð fyrir. Flugvöllurinn og skipulagsmál Vatnsmýrarinnar hljóta þá að koma til sérstakrar skoðunar með tilliti til»~ byggðaþróunar í Reykjavík eftir að núverandi aðalskipulagstímabili lýk- ur árið 2016. Tryggja þarf að borg- arbúar hafi áhrif á þá stefnu sem þar verður mörkuð til framtíðar. Flugvöllurinn og nýting Vatns- mýrar er það skipulagsmál sem lengst og mest hefur verið rætt í borginni og mestur ágreiningur hef- ur verið um. Færa má rök fyrir að málið sé að mörgu leyti vel til þess fallið að leggja í dóm kjósenda í al- mennri atkvæðagreiðslu. Það er stórt í sniðum, skoðanir á því fara ekki eftir pólitískum línum, það er í sjálfu sér ekki mjög flókið en reynir mjög á hlutlægt mat borgarbúa á framtíðarhagsmunum bæði borgar og landsbyggðar. í slíkri atkvæða- greiðslu þyrftu Reykvíkingar að leggja mat á hvaða framtíðarþróun væri heillavænlegust fyrir höfuð- borgina Reykjavík. Eðlilegast væri að atkvæðagreiðsla af þessum toga færi fram í tengslum við endurskoð- un aðalskipulagsins og tæki til framtíðar flugvallar innan borgar- markanna eftir að núverandi aðal- skipulagstímabili lýkur árið 2016. Niðurstaðan yrði sameiginlegt veganesti okkar allra inn í nánustu, framtíð og grundvöllur sáttar um ' málið. Höfundur er borgurstjdri. Shirov vinnur þriðju skák- ina í EuroTel-einvíginu SKÁK Prag EUROTEL-EINVÍGIÐ 10.-18. júlí 1999 ALEXEI Shirov vann þriðju skákina í EuroTel-einvíginu við sterkustu skákkonu heims, Judit Polgar og dugir þar með eitt jafn- tefli í síðustu þremur skákunum til að sigra í einvíginu. Allt virðist því stefna í stórsigur Shirovs, en Judit hefur ekki náð sér á strik í einvíg- inu. Shirov virðist staðráðinn í að sanna fyrir heiminum að hann sé verðugur keppinautur Kasparovs. Eins og frægt er orðið stóð til að þeir tefldu einvígi um heimsmeist- aratitilinn eftir að Shirov hafði óvænt sigrað Kramnik í einvígi um réttindin til að skora á Kasparov. Þetta mál endaði með því að Ka- sparov gaf út yfirlýsingu um að hann hygðist tefla einvígi við An- and um heimsmeistaratitilinn. Auk þess hampaði Kasparov Anand sem öðrum sterkasta skákmanni heims. Það er hins vegar athyglisvert, að á stigalista Kasparovs sjálfs, WCC- listanum, er Shirov einmitt í öðru sæti á eftir Kasparov. Þegar hann vísar til þess að Anand sé næst- sterkasti skákmaður heims er hann hins vegar að vitna í stigalista erkióvinarins, FIDE. Eftir að hafa fylgst með frammi- stöðu Shirovs að undanförnu hvarflar það að manni að sá mótbyr sem hann hefur lent í hafi síður en svo brotið hann niður, heldur í raun virkað eins og vítamínsprauta á hann. Shirov varð í öðru sæti á Am- ber-skákmótinu í mars, 214 vinningi á undan Anand, og á Sarajevo-ofur- skákmótinu í maí varð hann í 2.-3. sæti á eftir Kasparov. Manni kemur ósjálfrátt í hug barátta Fischers við Sovétmenn, Korchnojs við Karpov og jafnvel Kasparovs sjálfs við Kar- pov. Leko heldur forystunni á Sparkassen-mótinu Leko hélt jafntefli með svörtu gegn Anand í fjórðu umferð Spar- kassen-mótsins í Dortmund og er enn með hálfs vinnings forystu. Þeir sátu einungis tvær klukku- stundir yfir skákinni og sömdu um jafntefli eftir 29 leiki. Michael Adams virtist ná ágætri stöðu með hvítu gegn Karpov. Kar- pov sem eitt sinn var frægur fyrir að lenda aldrei í tímahraki notaði næstum allan umhugsunartíma sinn á fyrstu 24 leikina. Honum tókst þó að lokum að skapa sér mótfæri og tryggja sér jafntefli með þráskák. Úrslit í fjórðu umferð mótsins urðu þessi: Timman - Kramnik 0-1 Topalov - Sokolov 1-0 Adams - Karpov 'Æ-'A Anand - Leko 'Æ-Vi Fyrirfram var reiknað með því að Anand og Kramnik mundu berj- ast um efsta sætið og að aðrir mundu lítt blanda sér í þá baráttu. Leko er greinilega á annarri skoð- un, þótt þeir Anand, Kramnik og Karpov fylgi fast á hæla honum. Þrjár umferðir eru eftir á mótinu. 1. Peter Leko, 3 v. 2. -4. Viswanathan Anand 2!4 v. 2.-4. Anatoly Karpov 2'Æ v. 2.-4. Vladimir Kramnik 2'A v. 5.-6. Michael Adams 2 v. 5.-6. Veselin Topalov 2 v. 7. Ivan Sokolov 1 v. 8. Jan Timman !4 v. Góð frammistaða Róberts í Kaupmannahöfn Politiken Cup-skákmótinu er lok- ið. Róbert Harðarson náði bestum árangri íslensku keppendanna, hlaut 7 vinninga og lenti í 19.-34. sæti. Stefán Kristjánsson fékk 614 vinning (35.-55. sæti), Dagur Arn- grímsson og Lárus Bjarnason fengu 6 vinninga (56.-68. sæti), Sig- urður Páll Steindórsson fékk 5!4 vinning (69.-93. sæti). Ingólfur Gíslason, Ingibjörg Edda Birgis- dóttir og Aldís Rún Lárusdóttir fengu öll 4!4 vinning (113.-131. sæti) og Harpa Ingólfsdóttir fékk 3!4 vinning (142.-151. sæti). Alexander Baburin og Tiger Hillarp-Persson sigruðu á mótinu, fengu báðir 8!4 vinning. Opinber vefur heims- meistarakeppninnar Nú líður óðum að því að heims- meistarakeppnin í skák hefjist í Las Vegas. Sett hefur verið upp opinber vefsíða keppninnar: www.world- fide.com og þar er nú þegar að finna ýmsar upplýsingar um keppendur og framkvæmd heimsmeistaramóts- ins. M.a. er þar að finna yfirlit yfir þann frábæra árangur sem fulltrúi Islands, Hannes Hlífar Stefánsson, hefur náði í gegnum tíðina. Einnig má þar sjá ljósmynd af andstæðingi Hannesar í fyrstu umferð, Alexand- er Zubarev. Zubarev hækkaði um átta stig á nýjasta stigalista FIDE og er nú með 2.486 stig. Þrátt fyrir að Zubarev sé töluvert stigalægri en Hannes er hann sýnd veiði en ekki gefin. Það er af Hannesi að frétta, að hann undirbýr sig nú af kappi fyrir keppnina. Nýlega tók hann þátt í lokuðu skákmóti í Bischwiller í Frakklandi. Mótið var í 10. styrk- leikaflokki. Eftir ágæta frammi- stöðu framan af móti gekk allt á afturfótunum í síðustu umferðunum þar sem hann tapaði tveimur skák- um. Þrátt fyrir það var mótið góður undirbúningur fyrir heimsmeist- arakeppnina. Eftir frábæra frammistöðu Hannesar á skákmót- um síðastliðið ár var þetta kannski ágæt áminning sem brýnir hann enn frekar fyrir þá keppni sem framundan er, sjáífa heimsmeist- arakeppnina. Þriðju umferð heims- meistaramótsins lýkur svo 8. ágúst. Daði Orn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.