Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 38
j^8 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ JOHANNA MAGNEA SIGURÐARDÓTTIR + Jóhanna Magnea Sigurð- ardóttir fæddist í Reykjavík 4. febrú- ar 1911. Hún lést á Landakoti 29. janú- ar 1997 og fór útfor hennar fram frá kirkju Ffladelf- íusafnaðarins 7. febrúar 1997. Nú er hún Maja okk- ar farin til hinnar himnesku Jerúsalem. Jerúsalem með háu perluhliðin. Og heiðan jaspfamúr og gullin torg þar heilög Guðs böm hljóta þráða friðinn. Og hylla lambið Guðs í fagurri borg. (Hörpustrengir, kór nr. 505.) I desember 1966 var ég hjá Svövu föðursystur minni á Reyðarfirði. Faðir minn var að koma að sækja mig því við ætluðum til Reykjavík- ur. Faðir minn fékk bílfar út að Hellisheiði eystri. Hann gekk yfir heiðina og var mjög mikill snjór á heiðinni. Ferðin gekk því mjög seint. Kristinn Jónsson (sem nú er ■^látinn) frá Eskifirði beið hinum megin við heiðina. Hann var byrjað- ur að óttast um föður minn loksins þegar hann birtist. Móðir mín var á Landspítalanum. Hún var að jafna sig eftir erfiða skurðaðgerð sem var framkvæmd í Danmörku um haust- ið. Læknirinn hennar sagði pabba að þetta gæti farið á hvom veginn sem væri. Hún mætti samt fara heim með okkur til Vopnafjarðar með ýmsum skilyrðum. Eitt af skil- yrðunum var að faðir minn átti að fá konu til að annast heimilið. Við 'pabbi vorum einn daginn að koma frá Hvítasunnukirkjunni þegar við mættum Hafliða Guðjónssyni á Laugaveginum. Faðir minn spurði Hafliða hvort hann vissi um konu sem gæti komið tO Vopnafjarðar og hugsað um heimOið. Hafliði vísaði okkur á Magneu í Meðalholti. Við fórum þangað og hittum Maju. Fað- ir minn bar upp erindið og þá sagði Maja: „Þetta er það næsta sem ég á að gera.“ Maja sagði okkur að hún hefði verið austur í Flóa. Þar annað- ist hún heimdi fyrir konu sem dvaldi í Reykjavík hjá syni sínum sem var með hvítblæði. Þegar sonur hennar dó þurfti Maja ekki að dvelja lengur á heimilinu. Eftir út- för sonarins sat hún ein úti í bfl og beið eftir fólkinu sem hún ætlaði með tfl Reykjavíkur. Þá sagði hún við Drott- in: „Jæja, Drottinn minn, nú er ég búin hér, hvað er næst?“ Þremur dögum seinna birtumst við pabbi í stofunni hjá Maju. í byrjun janúar 1967 fór- um við tfl Vopnafjarð- ar, pabbi, mamma, Ma- ja og ég með Vorinu hans Bjöms Pálssonar. Það var heiðskírt og einstaklega fallegt vetrarveður þegar við svifum lengstu leið yfir landið. Pabbi gleymdi að segja Ma- ju að hann ætti tvíburabróður. Fyrsti dagurinn á Vopnafirði var því svolítið skrýtinn, húsbóndinn á heimilinu var alltaf að skipta um föt. Annaðhvort var hann spari- klæddur eða í vinnufötum. Á Vopnafirði var Maja hjá okkur í sex og hálfan vetur. Hún annaðist heimflið okkar og sá um sunnu- dagaskólastarfið. Mikið fannst okk- ur krökkunum gaman í sunnudaga- skólanum hjá Maju. Við fórum öll til himins, við eigum stefnumót við hann sem heitir Jesús, við teQum ekki hót. Hann mun okkur leiða inn í himminsdýrðarsal. Við förum öll tfl himins. Já, það er okkar val. Til Jerúsalem borgar við höldum öll í hóp. Og höfín siglum yfír sem faðir okkar skóp. Báturinn er náðin og Jesús skipstjórinn. Blóðið það er fáninn og þú ert farþeginn. (J.M.S.) Á fimmtudagskvöldum voru svo samverustundir með Maju. Þá vor- um við að föndra. Maja sagði okkur sögur úr Biblíunni og við sungum mikið. Eitt fimmtudagskvöldið var mikil veisla. Maja var uppi í eldhúsi að búa til kakó. Þá sagði ég stelpun- um að Maja ætti afmæli. Þegar hún svo bar pottinn niður stigann byrj- uðum við stelpurnar að syngja af- mælissönginn. „Hún á afmæli hún Maja, hún er sextug í dag.“ Þetta t Ástkær sonur okkar og bróðir, BJÖRN BJÖRNSSON, til heimilis í Tindaseli 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 16. júlí. Athöfnin hefst klukkan 10.30. Þórunn Inga Jónatansdóttir, Björn Jónasson, Jón Þór, Jóhanna Kristín. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR SIGURÐARDÓTTIR, Bakkahlíð 29, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli aðfaranótt þriðju- dagsins 13. júlí. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 19. júlí kl. 13.30. Ingigerður Guðmundsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Lára Gunnarsdóttir, Axel Gunnarsson, Birgir Gunnarsson, Gunnar Eðvaldsson, Elín Anna Guðmundsdóttir, Ágúst Jón Aðalgeirsson, Gunnhildur Liiy Magnúsdóttir, Guðrún Huld Gunnarsdóttir og barnabörn. MINNINGAR kom Maju svo gjörsamlega á óvart því hún var margbúin að segja mér að ég mætti alls ekki segja frá því að hún ætti afmæli. En ég lofaði aldrei að þegja yfir þessu. Maja sagði að þetta hefði verið skemmtilegasti af- mælisdagur sem hún hefði átt. Frá húsinu okkar sést vel út á sjó- inn. Dag einn var svolítil gola og Maja var að horfa á bátinn hans Tóta föðurbróður míns sem hét Fluga. Þá varð þessi vísa til: Ef ég væri orðin lítO Fluga og léki mér á öldutoppunum þótt eg ei tú annars mætti duga að hoppa í skarðið á hafnargarðinum. (J.M.G.S.) Maja hét Jóhanna Magnea Guð- munda. Ein jólin datt PaOa bróður mínum í hug að skrifa á jólapakkan: Til Guðmundu. Þegar pabbi las á pakkann spurði hann: „Hver er það?“ Þá hló Maja dátt. Á sumrin starfaði Maja á Görð- um í Önundarfirði. Þar var barna- heimili sem Hvítasunnusöfnuður- inn starfrækti. Ég fór með henni í þrjú skipti. Maja var ráðskona þar. Eitt sumarið bað sænsk kona, Ra- kel, hana um að skipta um starf. Rakel vildi verða ráðskona og Maja átti að sjá um barnastarfið. Maju fannst þetta afleit tillaga. Rakel gekk á eftir Maju þangað til hún samþykkti að reyna. Seinna sagði Maja mér að þetta hefði verið undirbúið af Guði því þegar við komum til Vopnafjarðar þetta haust voru Sigmundur Einarsson og Margrét kona hans að flytja á Selfoss. Þá gat Maja tekið við sunnudagsskólanum með glæsi- brag, búin að fá undirbúning um sumarið vestur á fjörðum. Á Görð- um voru samverustundir á morgn- ana. Þá var okkur sagt frá Jesú og okkur var kennt að biðja til hans. Einn daginn ætluðum við að fara í ferðalag ef veðrið væri gott. Um morguninn fórum við á samveru- stund. Veðrið var ekki nógu gott. Það var þoka og svolítill úði. Við sungum kröftuglega himneska sólskin og síðan báðum við Jesú að gefa gott veður. Þá bað einn sonarsonur Maju á þessa leið: „Taktu þokuna í burtu, maður.“ Við fengum bænasvar og fórum í ferðalagið. Þegar Maja var hjá okkur var hún oft slæm í baki og var líka með slæm fótasár. Ég skil ekki enn í dag hvernig hún þraukaði. Hún var sívinnandi. Oft lengst fram á nætur. Nágrannar okkar spurði hana: „Hvenær sef- urðu eiginlega?" Eftir veru sína á Vopnafirði var hún hjá Einari og Beverly á Bama- heimilinu Hjalteyri við Eyjafjörð. Síðan var hún hjá Laugu og Ása á Siglufirði. Dag einn á Siglufirði sat hún og var að stoppa í sokka. Þá heyrði hún rödd Drottins: „Ég mun yngja þig upp sem örninn.“ (Sálmur 103:5). Maja sagði Laugu hvað Drottinn sagði við hana og spurði: „Hvar stendur þetta í Biblíunni?" Daginn eftir gerðist þetta aftur. Þá sagði Drottinn við hana: „Og sár þín gróa bráðlega." (Jesaja 58:8). Nokkrum dögum seinna voru sárin gróin. Maja fékk aldrei aftur fótasár. Þegar sárin hennar voru gróin vai- hún beðin um að starfa í Hlaðgerðar- koti í Mosfellssveit og síðan í Kot- múla í Fljótshlíð. Þá var hún aftur byrjuð að starfa meðal barna. Böm- in vom hennar líf og yndi. Ég var átta ára þegar ég og faðir minn komum til Maju. Ég var undr- andi að hún vildi strax koma með okkur til Vopnafjarðar. Nú í dag skil ég þetta mikiu betur. Guð vissi að fjölskylda mín var í neyð. Hann var búinn að undirbúa Maju áður en við knúðum dyra hjá henni. í Biblíunni stendur: ,Aður en þeir kalla mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra.“ (Jesaja 65:24). Þannig var þetta í þessu til- viki. Maja vildi vera til þjónustu reiðubúin fyrir Drottin. Það hafði oft fórnir í för með sér. Hún yfirgaf fólkið sitt til að hjálpa okkur. Hún var hjá okkur þegar mamma fór í hinsta sinn frá Vopnafirði. Það var í desember 1967. Ég kveið fyrir jól- unum því það vantaði mömmu. Maja sem fór ekki að hitta fjölskyldu sína um jóHn lagði sig aOa íram. JóUn komu og allt gekk mjög vel miðað við aðstæður. Svona var Maju best lýst. Hún var aUtaf að hjálpa og gleðja aðra. Ég fór til Reykjavíkur í lok nóvember 1996. Ég hringdi í Maju, enginn svaraði. Þá hringdi ég í tengdadóttur hennar. Hún sagði mér að Maja væri á sjúkrahúsi. Ég fór til hennar og sá hvert stefndi. Mikið var ég þakklát að fá tækifæri til að kveðja Maju. Ég vil þakka fjöl- skyldu hennar fyrir að lána okkur Maju þegar erfiðleikar og sorg voru á heimilinu okkar. Maja söng oft: „Ég er hamingjubam, ég á himneskan arf.“ (Hörpustrengir 513.) Nú er hún svo sannarlega hamingjubarn. Hún var trúföst Drottni sínum allt til enda. Blessuð sé minning hennar. Rósa Aðalsteinsdóttir, Ási, Vopnafirði. ÁSTA GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR + Ásta Guðbjörg Guðmundsdóttir fæddist 18.12. 1915 í Vestmannaeyjum. Útför hennar fór fram frá Fossvog- skapellu 13. júlí síð- astliðinn. Nú hringir hún ekki lengur og segir: „Er það frúin? Sæl þetta er ung- frúin." Ásta var gaman- söm og skemmtOeg. Við fórum stundum í bfltúra saman t.d. til ÞingvaUa, sem henni fannst faUeg- asti og merkilegasti staður á Islandi. I þessum bflferðum fór hún gjaman með ljóð, ættjarðarljóð eftir ýmsa höfunda og einnig vísur í léttum dúr. Já, hún kunni mfldð af ljóðum og sagði mér að móðir sín hefði verið af- ar ljóðelsk og kennt sér þau í eldhús- inu þeima í Vestmannaeyjum. Ásta var mjög mikil handavinnu- kona og ber heimili hennar þess vitni svo um munar. Þar er hvert listaverkið af öðm eftir hana. Ásta var mjög gjafmild. Hún valdi gjafir af kostgæfni handa hverjum ein- stökum, hvort sem um bam eða fuU- orðinn var að ræða. Sjálf vildi hún ekki halda upp á afmæli sitt og af- þakkaði gjafir. Sælla er að gefa en þiggja. Ásta var mikill Ust- unnandi og naut Usta í ríkum mæli. Tónlistin var æðst Usta að henn- ar mati og fiðlan falleg- asta hljóðfærið. Hún var með fasta áskrift á tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Islands og vant- aði þar mjög sjaldan. Hún las sér til um helstu tónskáldin og var fróð í þeim efnum. Einnig hafði hún fasta áskrift á leiksýningar Þjóðleikhússins og Mk- aði henni þær oftast af- ar vel. Hún bar virðingu fyrir allri list og vandaði sig þegar hún fór á vit listagyðjunnar. Hún fór í sín fín- ustu föt og lagaði sig vel til. Ásta dáði móður sína og var minn- ingin um hana bæði falleg og sterk. Hún átti góða samheldna fjölskyldu að, bróður, mágkonu og bræðraböm auk systrabarna í Noregi og Sví- þjóð. Hún var þakklát þessu góða fólki og mat það mikils. Ég votta þeim samúð mína. Nú er hún farin á vit móður sinn- ar sem tekur á móti henni með op- inn faðm. Þakka þér kærlega fyrir samvemna, Ásta. Þín vinkona, Anna Þóra Þorláksdóttir. SVEINBJÖRN ANTON JÓNSSON + Sveinbjörn Ant,- on Jónsson fæddist í Hlíðar- haga, Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði 26. júní 1925. Hann lést á gjörgæslu- deild Fjórðungs- sjúkrahússins á Ákureyri 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinína Sig- urlaug Sveinbjörns- dóttir, f. 21.3. 1892, d. 2.12. 1978 og Jón Bjarnason, f. 11.11. 1899, d. 21.4. 1942. Sveinbjörn á einn bróður, Bjarna Jónsson, f. 28.11. 1927. 17. desember 1948 kvæntist Sveinbjörn eftirlifandi eigin- konu sinni, Erlu Einarsdóttur, f. 17.12. 1927 og eignuðust þau sex böm. 1) Jón, f. 27.2. 1949, maki er Heiða Grétarsdóttir, f. 14.11. 1952. Börn þeirra era Elísabet, f. 1971, Heiðdís, f. 1973 og Sveinbjörn, f. 1980. 2) Einar, f. 10.5. 1950, maki er Þórey Sveinsdóttir, f. 1.9. 1951, börn þeirra eru Heiðar, f. 1971, Erla, f. 1976, sonur hennar er Kristófer Einar, f. 1998, Björk, f. 1980. 3) Sigurlaug, f. 4.6. 1951, maki er Sverrir Sveinsson, f. 14.3. 1949, börn þeirra eru Svein- björn, f. 1969 og Berglind Elva, f. 1979. 4) Sveinbjörn, f. 8.12. 1953, dóttir hans er Birgitta Ósk, f. 1987. 5) Elsa Birna, f. 3.7. 1955, fyrrverandi maki er Sigurður Th. Guðmundsson, f. 9.11. 1957, böra þeirra eru Hrafnhildur, f. 1975 og fris, f. 1981. 6) Bjarni, f. 18.2. 1963, maki Halla Kr. Halldórsdóttir, f. 4.6. 1967, böra þeirra eru Björg, f. 1987, Birkir, f. 1988 og Kristófer Atli, f. 1995. Sveinbjörn starfaði lengst af sem leigubifreiðastjóri og frá 1978 sem framkvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Oddeyrar á Akureyri þar til hann lét af störfum. títför Sveinbjarnar fór fram frá Akureyrarkirkju 6. júlí síð- astliðinn. Elsku afi minn. „Ertu komin, heOUn mín?“ Þessi litla setning hefur hljómað í huga mínum undanfama daga, er ég hef hugsað tfl þín. Þessi litla setning gladdi alltaf mitt litla hjarta er þú tókst á móti mér í Steinahlíðinni. Aldrei hefði mér dottið í hug að í maí síðastliðnum yrði það í seinasta skipti að þú tækir á móti mér með þessum orðum. En nú er ég komin til Italíu og fór eftir öllum þeim góðu ráðum er þú gafst mér og allt gekk vel. Elsku afi, ég gæti skrifað enda- laust um allar þær góðu minningar er ég á um þig, en kýs heldur að geyma þær í hjarta mínu enda best varðveittar þar. Ég held að í mínum orðaforða sé hvergi að finna svo stór orð sem lýsa því hversu vænt mér þótti um þig, afi minn, þannig að ég læt þetta duga þangað tO við hittumst aftur. Bið ég góðan guð að vaka yfir ömmu. Þín ávallt, Hrafnhiidur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.