Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 47r HESTAR Egill Þórarinsson óvæntur sigurvegari í tölti á Islandsmótinu Gerði mér engar vonir fyrir mótið „ÉG HAFÐI ekki gert mér nein- ar vonir fyrirfram um sigur í töltinu, hélt fyrir mótið að Hans Kjerúlf og Laufí myndu sigra. Eftir forkeppnina taldi ég mig hinsvegar eygja möguleika á að komast upp á milli Hans og Laufa og Sigurbjörns Bárðarson- ar og Odds og hreppa annað sæt- ið,“ segir nýbakaður Islands- meistari í tölti, Egill Þórarinsson, í viðtali Morgunblaðið eftir að sigurinn var í höfn. „Eftir hægatöltið fór ég að gera mér vonir um sigur. Fyrir- fram vissi ég að ég yrði lægri þar en munurinn var minni en ég hafði reiknað með því ég fékk hærri einkunn en við Blæja höfð- um fengið áður í töltkeppni. Eftir hraðabreytingar hvarf sú veika von sem kviknað hafði og hélt ég að Sigurbjörn myndi vinna en ég ætti góða möguleika á öðru sæti. Annars hugsaði maður ekki mik- ið um þetta, því nóg var að gera við það að halda sig á réttum stöðum á vellinum svo hryssan héldi takti og reisn. En þetta hafðist á yfirferðinni hjá okkur Blæju og sigurinn var sætur,“ segir Egill með bros á vör. Fjórum sinnum í töltkeppni En þegar talið berst að sam- starfi hans við Blæju frá Hólum segir Egill að þau hafí tekið ijór- um sinnum þátt í töltkeppni fyrir íslandsmótið. „Ég fór með hana í eina töltkeppni fyrir landsmótið í * BLÆJA og Egill þóttu vel að sigrinum komin og verður gam- an að sjá hvemig þeim tekst til á mótum síðar á árinu eða á því næsta, því Egill segir Blæju eiga mikið inni ennþá, enda hryssan aðeins sjö vetra. fyrra til að ná lágmarkseinkunn inn á mótið. Á iandsmótinu vor- um við í úrslitum og svo aftur á íslandsmótinu í fyrra. Svo mætti ég með hana í Ölfushöllina í vor og sömuleiðis tókum við þátt í Reiðhallarsýningunni í byrjun maí. Blæja er sjö vetra og tel ég hana eiga mikið inni. Hún er ekki ennþá komin með fullan styrk og tel ég að hún eigi eftir að bæta sig talsvert," segir Egill. Hann segir að ekki standi til að halda Blæju þetta árið því stefnt sé með hana á landsmótið í Reykjavík á næsta ári og þá væntanlega í töltkeppnina. Ekki MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson TÖLTBIKARINN í höfn hjá óvæntum sigurvegurum, Agli Þórarins- syni og Blæju frá Hólum. hefði komið til tals að fara með hana á hestamót Skagfirðinga um verslunarmannahelgina en það mál yrði skoðað en hann gat þess að Blæja hefði til þessa að- * eins keppt í tölti. Blæja vakti snemma góðar vonir Blæja er eins og áður sagði sjö vetra gömul, fædd á Hólum í Hjaltadal undan Birtu frá Hólum sem var undan Þætti frá Kirkju- bæ og Blíðu frá Hólum. Faðir hennar er Kolfinnur frá Kjarn- holtum en hann var notaður á nokkrar hryssur frá Hólum. Sagði Egill að hann hefði komið feiknavel út með Hólahryssun- um. Hann væri búinn að temja þrjár hryssur undan honum og væru þær allar úrvalsgóðar. „Satt best að segja hafði ég enga ofurtrú á Kolfinni en hann hefur hækkað mjög í áliti hjá mér,“ segir Egill með sannfæringu í röddinni og hann bætir við: „Blæja vakti strax góðar vonir. Hún var strax opin, rúm og hefur alla tíð gefið mikla mýkt og alltaf verið sérstaklega hreingeng. Þá hefur geðslag hennar og vilji ávallt verið eins og best verður á kosið. Hún er alltaf róleg af stað, engin spenna, en sækir sig í vilja þegar líður á útreiðartúrinn og verður öskuviljug þegar farið er að beita henni. Þá er hún afar ' næm fyrir hvatningu og skemmtilegt að vinna með henni“. Aðspurður hvort einhverjir fleiri hafi komið við sögu í undir- búningi Blæju fyrir mótið segir Egill að Eyjólfur ísólfsson reið- kennari á Hólum hafi verið sinn ráðgjafi. „Hann tók mig í gegn og fór yfir hlutina með mér fyrir mótið og það hefur svo sannar- lega skilað sér,“ sagði Egill að endingu. 41 Vallarkrísa og upplýsingaskortur MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson AÐALVÖLLURINN, þar sem öll A-úrslitin fóru fram, var orðinn eitt drullusvað á norðurskammhliðinni með djúpum holum víða. ________Hestar_____________ Gaddstaðaflatir við Hcllu ÍSLANDSMÓTIÐ í HESTAÍÞRÓTTUM „SVO bregðast krosstré sem aðrir raftar,“ segir máltækið og á það svo sannarlega við um ástand vallanna á Gaddstaðaílötum á nýafstöðnu ís- landsmóti. Vekur það bæði undrun og vonbrigði að svo margreyndur mótsstaður sem Gaddstaðaflatir skuli bregðast. Ástand vallannna var skelfilegt. Báðir hringvellirnir sem keppt var á voru mjög lausir í sér og mynduðust djúpar gryfjur á þeim víða. Ekki bætti vatnsveðrið úr skák og í sumum hornum var efsta lagið orðið að fljótandi eðju auk þess sem víða voru djúpar holur. Illa var fyllt út í ytri jaðra hringvallanna og sögðu keppendur að á sumum stöð- um hefði hallinn verið út á við í beygjunum. Aflýsa varð 150 og 250 metra skeiði og hindrunarstökki, ekki vegna veðurs heldur vegna vallarað- stæðna. En verstur allra var líklega sá völlur sem boðið var upp á fyrir fimikeppnina. Var hann mjög gljúp- ur og þungur yfirferðar auk þess að vera grýttur sumstaðar. Skeiðbraut- in var ónothæf með öllu og hefði beinlínis verið hættulegt að beita hrossum þar á skeiði eins og móts- stjórn benti á í tilkynningu sinni um niðurfellingu skeiðsins. Nýtt efni nokkrum dögnm fyrir mót Nýtt efni var lagt á flesta vellina fáeinum dögum fyrir mót og hefur sú aðgerð greinilega mistekist fullkom- lega. Það vekur spurningar um hvers vegna farið er út í slíkar fram- kvæmdir svo skömmu fyrir mót af þessari stærð og mikilvægi. Mikið vatnsveður undanfarna daga hefur án efa haft sín áhrif á efnið sem sett var í vellina en eigendur Gaddstaða- flata fara sjálfsagt ofan í saumana á því hvaða mistök hafa verið gerð við endurbæturnar. Mörg mót hafa ver- ið haldin á Gaddstaðaflötum við erf- iðar aðstæður og þar á meðal mikla bleytu. Vellirnir hafa eins og gengur verið í misjöfnu ásigkomulagi í gegn- um tíðina en aldrei neitt í líkingu við það sem nú var. Yfirleitt hafa vellir á Gaddstaðaflötum verið góðir og vís- ast verið gengið út frá því að þekk- ingin á því hvernig tryggja bæri að vellir væru í góðu ástandi á réttum tíma væri fyrir hendi. Þær aðstæður sem boðið var upp á voru allsendis ófullnægjandi fyrir íslandsmót að mati þeirra keppenda sem rætt var við og er það dapurleg niðurstaða. Þá var margt í framkvæmd móts- ins ekki í takt við það sem menn eiga að venjast á íslandsmótum. Má þar nefna útgáfumál og kynningu á dómsniðurstöðum. Keppendur í fimi fengu til dæmis ekki að vita um nið- urstöður í greininni íyrr en við af- hendingu verðlauna á sunnudag þrátt ítrekaðar tilraunir. Þá varð veruleg seinkun á dag- skrá, sérstaklega á fostudegi. Óhag- stætt veður getur alltaf valdið ýmis- konar röskun á mótshaldi en veðrið var ekki svo slæmt að hægt sé að kenna því einu um. Á laugardag var til dæmis alveg þurrt lungann úr deginum og hið sama má segja um sunnudaginn, en á föstudag gekk á með skúrum. Veðurfarið setur mjög svip sinn á allar útisamkomur og segja má að sá dumbungur sem ríkti alla mótsdag- ana hafi spillt öllum mótsbrag og há- tíðleika. Það er enginn öfundsverður af að standa að mótshaldi undir þessum kringumstæðum en eigi að síður verður að líta raunhæft á hlut- ina og læra af mistökunum. Valdimar Kristinsson Hafðu samband við áskriftardeild Morgunblaðsins og við veitum þér nánari upplýsingar. Askriftardeild Sfmi: 569 1122 / 800 6122 • Bréfaslmi: 569 1115 • Netfang: askrift@mbl.is Askriftarþjönusta morgunblaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.